Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 50
•> 50 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR HAFA unað sér vel í haustblíðunni undanfarnar vikur, gæðingar landsmanna, enda tíðin eindæmagóð en nú munu margir þeirra komnir á hús til að þjóna eigendum sínum. Reiðhestamir tekn- ir snemma á hús MIKILL hugur virðist í hestamönnum þessa dagana því víða eru menn búnir að taka á hús. Síðustu tvær helgar hafa margir verið á ferð og miklar annir hafa verið hjá hestaflutningabílstjór- um undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir mjög gott tíðarfar fyrir hross virðast menn heldur fyrr á ferðinni með hýsingu nú en í fyrra. Valdimar Kristinsson kíkti í hesthúsahverfin á höfuðborg- * arsvæðinu og tók púlsinn á hestamennskunni svona rétt fyrir jólin. hafa lækkað heldur og eru dæmi um að menn fái stórar rúllur 120 x 120 sentimetrar að stærð á 2.500 krónur komið að hlöðudyrum. Algengt verð hefur verið 3.500 krónur. Allt bendir til að mikil gróska verði í hestamennskunni í vetur. Fyrstu mótin eða vetraruppákomur eins og það er gjarnan kallað verða í febrúar. Verið er að leggja síðustu hönd á mótaskrá Landssambands hestamannafélaga og sagði Sigurður Þórhallsson hjá LH að hún yrði til- búin í byrjun janúar. Heimtur á upp- lýsingum frá félögunum hefðu verið slæmar eins og oft áður. Valdimar Kristinsson ÁSTÆÐURNAR má vafalaust rekja til landsmótsins næsta sumar. Tamningamenn eru flestir komnir í fullan gang með starfsemina og virð- ist það smita út frá sér og frístunda hestamenn fylgja gjarnan á eftir. Góðviðrið virðist einnig örva menn til að hefja útreiðar fyrr en ella. Víða í hesthúsahverfum hafa menn verið að endurbæta hús sín á ýmsa lund og mikil gróska hefur verið í nýbygg- ingum hesthúsa eins og greint hefur verið ft-á í Morgunblaðinu. Þrátt fyi'h' erfítt sumar til hey- verkunar virðist mikið framboð á & heyi. Rúlluheyskapur gerði gæfumuninn og má ætla að meiri- hluti hestamanna í þéttbýli sem ann- arsstaðar sé farinn að gefa rúlluhey. Minna framboð er af þurrheyi en þrátt fyrir það stendur verð á því í stað. Algengt verð er fimmtán krón- ur fyrir kílóið komið að hlöðudyrum kaupandans. Verð á rúllum virðist MEÐAL þeirra hesta sem þjálfaðir verða í vetur með keppni í huga er Váli frá Nýjabæ. Einhver bið verður þó á að hann verði hýstur því eig- andinn og knapinn á myndinni stendur í stórræðum þessa dagana og byggir 20 hesta hús að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. ■ SIGURÐUR Sæmundsson, landsliðseinvaldur íslenska lands- liðsins, fékk á haustdögum tilboð um að gerast landsliðsþjálfari Svía. Sví- ar voru ekki ánægðir með árangur- inn á mótinu í Seljord í sumar og '*'eru farnir að huga að því að byggja upp sterkara lið fyrir næsta mót sem verður haldið í Þýskalandi. ■ SIGURÐUR hafnaði tilboðinu að vandlega hugsuðu máli. Taldi það of mikið rask fyrir sig og fjölskyldu sína þótt vel væri boðið. ■ TRAUSTI Þór Guðmundsson hefur gert árssamning við Wagner- fjölskylduna sem rekur hestabúgarð að Oedhof í Suður-Þýskalandi. Mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun og tamningu auk þess að sinna reið- kennslu. ^ ■ Trausti mun framlengja samn- inginn næsta haust ef báðir aðilar eru ánægðir með samstarfíð og mun fjölskylda hans þá flytja utan á vori komanda. ■ PÁLL Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannesdóttir sem hafa unnið við tamningu og þjálfun hrossa á félagssvæði Gusts hafa nú flutt sig um set og verða í vetur með starfsemina að Ingólfshvoli í Ölfusi. Hestar/fólk ■ ÓLAFUR H. Einarsson, ný- kjörinn formaður Félags tamninga- manna, vígði nýlega 30 hesta hús að Hvoli í Ölfusi þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er búið eins og tveggja hesta stíum, svoköll- uðum boxum með eikarklæðningu að neðanverðum innréttingunum en galvaniseruðum járngrindum að of- an. Veggir eru einnig eikarklæddir. ■ OLAFUR hefur nú alfarið snúið sér að hestamennskunni en hann er tölvufræðingur að mennt og hefur starfað við það fram að þessu. Um- setningin í hestamennskunni hefur aukist ár frá ári hjá honum og hefur hann haft einn til tvo menn í vinnu. ■ BENEDIKT Þorbjörnsson er nú kominn heim að Stað í Borgar- firði eftir tæplega ársdvöl við störf á Hólum í Hjaltadal. Verður Benedikt þar við tamningu og þjálfun í vetur. ■ BENEDIKT hefur tekið að sér endurmenntun félaga í Félagi tamn- ingamanna á Vesturlandi. Auk þess mun hann bjóða upp á helgarnám- skeið á Stað. ■ SIGURÐUR Sigurðarson ís- landsmeistari í tölti verður með Kr- inglu frá Kringlumýri á húsi í vetur en hún var ekki leidd undir stóðhest í sumar. Stefnir Sigurður með hana í gæðingakeppni landsmótsins næsta sumar. ■ SIGURÐUR verður einnig með aðra gráa hiyssu Dögg frá Hjalta- stöðum í þjálfun og þykir hún gefa Kringlu lítið eftir. Þá verður hann einnig með gæðinginn Prins frá Hörgshóli en þeir voru sigursælir í fímmgangi á árinu. Af þessu má sjá að Sigurður ætti að mæta sterkur til leiks næsta sumar. ■ ATLI Guðmundsson verður eins og undanfarin ár að Dallandi í Mosfellsbæ og er kominn með fullt hús. Meðal þeirra hrossa sem í hús- inu eru má nefna ellefu stóðhesta, hvorki meira né minna. ■ MEÐAL stóðhestanna má nefna Hjálmar frá Vatnsleysu sem er frægastur fyrir það að um hann var stofnað félag þar sem hann var metinn á þrjár milljónir króna lítið taminn. Þá er einnig að nefna lit Hjálmars sem þykir mjög sérstakur, slettuskjóttur. ■ AÐ HJÁLMARI HEFUR AÐ ÖÐRU LEYTI LÍTIÐ KVEÐIÐ ENN SEM KOMIÐ ER NEMA EF VERA SKYLDI AÐ HANN GEFUR MIKIÐ AF BLESÖTTUM AFKVÆMUM. Þrautakóngnrinn Sam Loyd SKAK JÓLASKÁKÞRAUTIR Bandarikjamaðurinn Samuel Loyd (1841-1910) var bráðsnjall og af- kastamikill skákdæmahöfundur. Jólaþrautimar í ár eru allar eftir hann. LOYD var einnig höfundur gestaþrauta ýmiss konar og stærð- fræðiþrauta. Slík dægradvöl naut mikilla vinsælda á árum áður og síðustu áratugi nítjándu aldar var hann sannkallaður þrautakóngur Bandaríkjanna. Auk þess sem Loyd var leiftr- andi hugvitsmað- ur, var hann mik- ill húmoristi og hafði gaman af að skemmta fólki með ýmsum glettum. Þetta rak hann áfram við þrautasmíð- arnar. Árið 1913, þremur árum eft- ir lát hans, gaf Alain C. White út bókina „Sam Loyd and his Chess Problems", sem hefur m.a. að geyma 744 þrautir, þar af eru nokkrar eftir bræður hans tvo, sem einnig lögðu nokkra stund á þessa listgrein. Þetta er gagnmerkt rit sem nú er orðið fágætt. Undirrit- aður fékk það léð fyrir nokkru hjá Leifi Jósteinssyni, bankaútibús- stjóra og skákmeistara. Nokkuð er fjallað um ísland í bókinni fyrir þá sök að þeir Sam Loyd og Daníel Willard Fiske (1831-1904), velgjörðamaður okk- ar íslendinga, voru samstarfsmenn og aldavinir. Þegar Sam Loyd var innan við tvítugt samdi hann dæmi í skákblað sem Fiske gaf út. Eftir þá tvo eru til óborganlegar sögur, þar sem skákdæmi koma alls stað- ar við sögu. Fiske átti mest af sög- 1. Saturday Press 1857 Hvítur mátar í öðrum leik unum, en Loyd samdi dæmin við. í ritinu „í Uppnámi" sem Fiske gaf íslendingum má líta nokkrar í íslenskri þýðingu. En snúum okkur að jólaþraut- unum. Lengra komnir áhugamenn um skákdæmi kannast líklega við þær flestar, en ég hreinlega öf- unda þá sem ekki hafa séð þær áður. Það var ávallt stutt í húmor- inn hjá Sam Loyd. Hann vildi hafa lausnarleikinn sem allra óvæntast- an eða fáránlegastan og láta stöð- una á borðinu mynda laglegt mynstur, t.d. stafamynstur. Fyrstu tvær þrautirnar eru nokkuð dæmi- gerðar fyrir Sam Loyd, en ættu ekki að vefjast lengi fyrir lesandanum. I þeirri þriðju nær höfundurinn sér heldur betur á strik. Bæði mynst- ur og ijórföld þraut! Hann kall- aði dæmið „hring- ur innan hrings". Mátin tvö á hvítt og svart og sjálfsmátin tvö eru ekki sérlega erfið. Fjórða dæmið er eitt þeirra fyrstu sem Sam Loyd samdi. Hálfri öld síðar tók hann sig til og lag- færði það lítillega. Það er hér í endanlegu útgáfunni. Fimmta dæmið er mjög magn- að. Sam Loyd sagðist hafa samið það á leið sinni í vinnuna einn morguninn í New York, en margir hafa dregið það í efa. Alain C. White, höfundur bókarinnar um Loyd, telur þetta þó geta verið rétt. Það sjötta er að mínu viti besta sönnunin um snilligáfu Lo- yds. Meistarinn þarf ekki mikinn efnivið til að búa til listaverk! Lausnirnar birtast fljótlega eftir jólin. Gleðileg jól. Margeir Pétursson. 4. Saturday Courier 1855 Sam Loyd 2. Baltimore Dispatch 180 Hvítur mátar í öðrum leik 3. American Chess Journal 1878 5. Checkmate Novelty 1903, 1. verðlaun Hvítur mátar í þriðja leik pi i wMWX m m ... ip ii§ & §Hí Wik §§ m m i A 1 & m wM wÆ t.L-2 '/// 6. American Chess Nuts 1868 Fjórar þrautir í einni: Bæði hvít- ur og svartur geta mátað í öðr- um leik og báðir geta líka þving- að fram sjálfsmát í öðrum leik! Hvítur mátar í fimmta leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.