Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLADIÐ JÓLADAGSKRÁIN JÓLALEIKRIT Fíns miðils, Rristnihald undir Jökli, verður flutt á jóladag, 25. desember, á útvarps- stöðinni Klassík FM. Leikstjórn er í höndum Sveins Einarssonar sem samdi einnig leikgerðina. „Þetta er útvarpsleikgerð eftir gömlu leik- gerðinni af Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxnes,“ segir Sveinn. „Leikgerðin var frumsýnd á Lista- hátíð árið 1970 og gekk í þijú ár á tæplega 200 sýningum. Síðan setti ég hana upp á Akureyri og þá lék Gísli Halldórsson séra Jón Prímus aftur. Sú sýning gekk 21 sinni og annað eins í leikför svo ég held að Gísli sé búinn að leika þetta um 250 sinnum. Þetta er ein frægasta leiktúlkunin á öllum hans ferli. Það hefur lengi staðið til að eignast upp- töku af henni.“ Sveinn segist aldrei fá leiða á verkinu enda sé textinn alveg dýrð- legur að fást við. „Hann er bæði skáldlegur og djúpur og svo er hann svo bráðskemmtilegur.“ Fjölmargir þjóðþekktir leikarar fara með hlutverk í leikgerðinni. Þar á meðal eru Hilmir Snær Guðnason, sem fer með hlutverk Umba en hann er gerður út af bisk- upi til að athuga hvað er hæft í sögusögnum um að kristnihald und- ir Jökli sé heldur bágborið, Gunnar Eyjólfsson, sem túlkar biskup, Ragnheiður Elfa Amardóttir, sem leikur Úu og Jón Sigurbjömsson, sem leikur Dr. Syngmann. „Eg samdi leikgerðina tveimur ámm eftir að bókin kom út og bókin sló enn betur í gegn eftir að leik- sýningin var sett upp,“ seg- ir Sveinn og bætir við að hann hafí samið leikgerðina í samvinnu við skáldið. „Við voram þá í Kaupmanna- höfíi. Það var mjög eftir- minnileg samdvöl. Hann bjó á Tre falke og við héldum til þar þegar við voram að vinna í þessu. Við fóram svo í leikhús á kvöldin. Hann hafði mjög ákveðnar mein- ingar um hvernig persón- urnar ættu að vera og ég reyndi að vera trúr því,“ segir Sveinn. Leikritið verður flutt í tveimur þáttum og hefst út- sending íyrri hluta þess klukkan 16.00. Síðari hluti verksins verður fluttur á nýársdag á sama tíma. Morgunblaðið/myndasafn GÍSLI Halldórsson hefur leikið Jón Prímus upp undir 250 sinnum. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson ÞORFINNI og félögum tókst að festa á filmu þegar mús gaut músaRungum. Astarsaga músa NÝ íslensk sjónvarpsmynd, Haga- mús - með lífið í lúkunum, verður frumsýnd í Sjónvarpinu á jóladag, 25. desember. „Þetta er ástarsaga í hefðbundn- um stíl,“ segir Þorfinnur Guðna- son, höfundur myndarinnar og að- alframleiðandi, sem meðal annars er þekktur fyrir heimildarmynd sína um Húsey. Mýsnar eru per- sónugerðar i hagamúsaparinu Óskari og Helgu og fylgst er með lífi þeirra og lífsbaráttu í stórri og griinmri veröld. „Ég legg áherslu á sérstakan og sterkan söguþráð sem gefur okkur innsýn í líf músanna í gegnum árs- tíðirnar," segir Þorfinnur. Hann segist hafa fengið hug- myndina að ástarsögunni þegar hann vann að myndinni um Húsey en þá kviknaði áhugi hans á hagamúsum. Hann hófst þá þegar handa við að semja handritið og kynnti það síðan á heimildamynda- hátíð í Amsterdam í Hollandi. Mikil athygli Kynningin vakti að sögn Þorfinns mikla athygli og gerði það að verkum að National Geographic Television kom til samstarfs við hann. Að sögn Þorfinns gerði það honum kleift að vanda enn betur til myndarinnar en í fyrstu var ætlað. Þá segir hann að sjónvarpsstöðvar í Skand- inavíu hafi keypt sýningarréttinn á myndinni auk þess sem hún verði sýnd á besta sýningartíma í banda- rísku sjónvarpsstöðinni TBS á páskadag en útsending sjónvarps- stöðvarinnar nær til allrar Norð- ur-Ameríku og norðurhluta Evr- ópu. Auk Þorfinns og National Geographic Television framleiða Islenska kvikmyndasamsteypan, Náttúrufræðistofnun, Námsgagna- stofnun, Landvernd og Sjónvarpið myndina. Hagamús - með lífið í lúkunum, sem er 52 minútna löng mynd, er á dagskrá klukkan 20.30. Fræg leiktúlkun FRÁ tökustað undir Esjunni. Löt stelpa í Esjuhlíðum LATA stelpan heitir ný íslensk sjónvarpsmynd sem sýnd verður á Stöð 2 annan dag jóla, 26. desem- ber. Persónur myndarinnar era túlkaðar af íslenskum listdönsuram undir leikstjóm Guðbjargar Skúla- dóttur, listdansara og skólastjóra Klassíska listdansskólans. Sjónvarpsmyndin er byggð á samnefndri bamasögu eftir Tékk- ann Emil Ludvik, en hún kom fýrst út í íslenskri þýðingu fyrir rösklega 40 árum. Hún fjallar um Grétu, lata og geðvonda stelpu, sem hvorki hirðir um eigur sínar né að eignast vini. Hús og húsmunir, sem eru per- sónugerð, gefast að vonum upp á húsfreyju sinni og flytja á brott. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár þeg- ar ég lét verða af henni,“ segir Guð- björg. Hænur úr Húsdýragarðinum Myndinni var valinn tökustaður í Esjuhlíðum, við Mógilsá. „Við hjón- in vorum búin að leita að tökustað lengi. Við búum þannig að við sjáum yfir að Esjunni og einhverju sinni þegar við voram að vaska upp datt okkur í hug að þar myndi vera upp- lagt að taka myndina. Staðurinn reyndist eins og sniðinn fýrir mynd- ina,“ segir Guðbjörg. Klassíski listdansskólinn er fram- leiðandi myndarinnar. Með aðal- hlutverk fara dansararnir Þóra Kristín Guðjohnsen og Astrós Gunnarsdóttir. Aðrir leikendur era flestir nemendur í Klassíska list- dansskólanum og era á aldrinum átta til sextán ára. Þá leika nokkrar hænur úr Húsdýragarðinum í Reykjavík hlutverk 1 myndinni. „Þær vildu ekki alltaf gera það sem við vildum en við náðum góðum myndum af þeim,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg er höfundur dansanna. Kvikmyndahandrit sömdu hún, Svava Kjartansdóttir og Agnar Logi Axelsson en Herdís Egilsdótt- ir samdi söguhandrit. Lata stelpan er á dagskrá Stöðv- ar 2 klukkan 14.30. Froður sagnamaður OFORMLEGUR sendiherra heitir þáttur sem sendur verður út á Rás 1, laugardaginn 27. desember. Þar ræðir Anna Hildur Hildibrandsdóttir við sjónvarpsmanninn góðkunna Magnús Magnússon, sem er hvað þekktastur fyrir að vera spyrillinn í Mastermind-þáttum bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC. Hann hefur einnig unnið að fjölda annarra sjónvarpsþátta, tengd sögu og fornleifafræði sem og samið fjölmargar bæk- ur, meðal annars bók um Mastermind-þættina, sem nutu mikilla vinsælda í 25 ár. „Hann gefur, í þættinum, skemmtilega innsýn í hvernig hann endurappgötvar Island á fullorðinsárum," segir Anna Hildur er hún er beðin um að segja stuttlega frá þættinum. „Hann fór að þýða Islendinga- sögumar og ákvað þá að verða leiðsögumaður um Island fyrir breska ferðamenn til að kynn- ast landinu og þjóðinni betur. Þar kynntist hann Vigdísi Finn- bogadóttur, sem hann segir að hafi gefið sér Island aftur.“ Magnusson mafían „Magnús er skemmtilegur viðmælandi og mikill sagna- meistari. Hann er mjög fróður og vel lesinn og segir til dæmis frá uppáhaldsatburði sínum úr íslendingasögunum,“ segir Anna Hildur ennfremur. Þá segir hann frá fjölskyldu sinni, sem hann í gamni kallar Magnusson mafíuna. Bömin hans hafa öll fetað í fótspor for- MAGNÚS Magnússon kann þá list að segja frá svo eng- inn gleymir. eldra sinna, sem báðir starfa við fjölmiðla. Magnús flutti til Skotlands með foreldrum sínum þegar hann var á fyrsta aldursári og hefur búið í Bretlandi allar göt- ur síðan. Þrátt fyrir það er hann fyrst og fremst Islending- ur sem þreytist seint á að segja frá Islandi og því sem íslenskt er. Lesari í þættinum er Arngeh- Heiðar Hauksson. Þátturinn Oformlegur sendi- herra verður sendur út klukkan 15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.