Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ . FRÉTTIR Jól á Suðurskautslandinu Jólatré úr kross- viðarplötum JÓN Svanþórsson og Freyr Jónsson við frostþurrkaða selinn sem fannst á Suðurskautslandinu um 120 km frá sjó. AÐFANGADAGUR hjá þeim fé- lögum Frey Jónssyni og Jóni Svanþórssyni á Suðurskautsland- inu hófst með því að smíðað var jólatré úr krossviðarplötum, þar sem þeir voru staddir í búðum sænska rannsóknarleiðangursins. Þar var þá tveggja stiga frost og gola. Senda þeir félagar íslend- ingum jóla-jöklakveðjur og óska gleðilegra jóla. í fréttaskeyti frá þeim félögum kemur fram að jólatréð hafí vak- ið mikla ánægju en það var sett á stall, skreytt með álpappír og skrautborðum og jólagjafirnar settar við tréð. Mikill tími fór í að undirbúa matinn, myrkva stofuna, kveikja á kertum og reyna að skapa jólastemningu hjá þeim félögum. Um kvöldið voru bornar fram ýmsar kræs- ingar svo sem skinka, sænskar kjötbollur og sfld en ekki var al- veg laust við að þeir söknuðu ijúpnanna. Mörgæsasteik gæti hafa komið í staðinn að mati þeirra félaga en þær eru friðað- ar. Jólasveinninn kom í heimsókn og þótti hann nokkuð líkur pró- fessor Aant, einum leiðangursmanna, enda bæði Aant og jölasveinninn mjög skeggjaðir. „Eftir matinn hringdu margir heim og eftir það má segja að þögn hafi verið í dágóða stund og var greinilegt að hugurinn var heima hjá fjöl- skyldum leiðangursmanna," sag- ir í bréfi þeirra félaga. Engin skata Á Þorláksmessu var engin skata á borðum hjá þeim félögum í Wasa og eyddu þeir deginum í undirbúning og smíðaði Freyr meðal annars borð undir vísinda- búnað sem fara á í bflinn. Náð var í vatn niður um bláísinn und- ir fjallinu og taka þeir fram að vatnsflutningar séu nú auðveld aðgerð en þeir félagar nýta raf- stöð bflsins við að dæla vatni á þúsund lítra vatnstank. Þegar vatnið var komið í hús var hægt að fara í sturtu en síðan hófst undirbúningur að jólamatnum. Jón steikti sænskar kjötbollur í matinn fyrir næstu daga en kjöt- bollur ásamt skinku, laxi, kalkún og kjúklingum eru sænskur jóla- matur. Á jóladag tóku þeir félagar líf- inu tekið með ró en annan í jólum var vaknað snemma enda vinnu- dagur. Finnarnir í næstu búðum komu til þeirra og sögðust hafa fundið sel og þótti það undarlegt þar sem um 120 km eru til sjávar. Þegar komið var að selnum á ísn- um kom í Ijós að hann var frost- þurrkaður og töluðu sumir um að hann hefði verið þarna í þúsund ár en aðrir í um 2-3 ár en vænt- anlega mun hið sanna koma í ljós þegar selurinn hefur verið ald- ursgreindur. Mannmergð var í mið- borginni ÖRTRÖÐ var í miðborg Reykja- vikur að kvöldi Þorláksmessu enda blíðuveður og verslanir opnar til klukkan 23. Lauga- vegur og Bankastræti voru lok- uð fyrir bflaumferð um tíma og var mannfjöldinn þar nánast eins og á þjóðhátíðardegi. Þeir sem ekki voru að reka síðustu erindin fyrir jólin voru aðallega að sýna sig og sjá aðra og fylgj- ast með stemmningunni enda mátti víða sjá og heyra ýmsa hópa tónlistarfólks flytja jólatónlist. Líklega á suður- pölnum á gaml- ársdag ÞEIM Ólafi Emi Haralds- syni, Haraldi Emi Ólafssyni og Ingþóri Bjarnasyni heils- aðist vel þegar eiginkonur þeirra náðu sambandið við þá á aðfangadag. Þeir áttu þá 175 km ófama á suðurpól- inn og því útlit fyrir að þeir næðu þangað á gamlársdag. Una Björk Ómarsdóttir, sambýliskona Haraldar Am- ar Ólafssonar, sagði að sam- bandið hefði verið mjög slæmt við þá félaga, enda væru þeir komnir langt frá talstöðinni í Patriot Hills. Voru í mjög góðu jólaskapi „Það fór ekki margt á milli en þeir vora í mjög góðu jólaskapi og báðu íyrir bestu kveðjur,“ sagði hún. „Þeir áttu þá 175 km eftir að suð- urpólnum og vonuðust til að komast þangað á gamlárs- dag. Þetta var búið að ganga mjög vel hjá þeim.“ Morgunblaðið/Þorkell Lést af völdum brunasára BÓNDINN í Böðvarsdal í Vopna- firði skaðbrenndist að kvöldi að- fangadags þegar hann var að bæta olíu á lampa sinn utan við bæinn. Var hann fluttur til Reykjavíkur þá um kvöldið og lést sólarhring síðar. Hann hét Héðinn Hannesson, var á 69. aldursári og bjó einn. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Vopnafirði tókst bóndanum að gera vart við sig og var hann sóttur með sjúkrabíl og fluttur á heilsugæslustöðina í Vopnafirði. Ákveðið var að flytja hann strax um kvöldið til Reykjavíkur en hann lést á Landspítalanum aðfaranótt ann- ars dags jóla af völdum branasára. Ekki er með öllu Ijóst hvað gerðist en maðurinn var að bæta á olíu- lampa þegar eldurinn blossar upp. Sala á steinolfu stöðvuð Ekki er liðinn nema hálfur mán- uður frá því íbúðarhús bóndans eyðilagðist í eldi sem kom upp við svipaðar aðstæður og brenndist bóndinn þá einnig nokkuð. Sala á steinolíu á Vopnafh’ði hefur verið stöðvuð meðan málið er rannsakað. Bóndinn hafði nýverið fengið slysa- vamaskýli flutt heim að bænum til að búa í til bráðabirgða en þar bjó hann einn með nærri 200 fjár. Var þetta fyrsta nóttin sem hann ætlaði að gista heima eftir að íbúðarhúsið brann. Góð kirkjusókn yfir jólin MJÖG góð kirkjusókn hefur verið yfir jóladagana og urðu margir frá að hverfa á aðfangadag þegar kirkjur í Reykjavík yfirfylltust. Á annað þúsund manns sóttu Akur- eyrarkirkju á aðfangadag og var hvert sæti skipað. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavík, sagði að kirkjusókn hefði að venju verið mikil í Reykjavík yfir jólin. Sagði hann að auk þess hefði verið mjög mikil þátttaka í kirkjustarfinu á aðventu. „Það var meira framboð en nokkra sinni, bæði kvöldmess- ur, tónleikar og helgihald og fyllt- ust kirkjurnar hvað eftir annað,“ sagði hann. „Það má segja að að- sóknin hafi farið vaxandi með hverju ári og á aðfangadagskvöld fylltust allar kirkjur. Fólk verður að hverfa unnvörpum frá og leitar þá eftir hvort hægt er að komast inn í aðrar kirkjur." Sagði hann að yfir jóladagana væra kirkjur einnig þéttskipaðar og að á milli hátíða væru haldnar helgistundir í kirkjunum, bæna- stundir, tónleikar og jólatrés- skemmtun barnanna sem væru mjög vel sótt. Hvít jól Á ísafirði vora hvít jól og sagði sr. Magnús Erlingsson sóknar- prestur að mjög góð kirkjusókn hefði verið þar yfir jólin. „Hér var full kirkja á jólum í prestakallinu,“ sagði hann en messað vai’ í Hnífs- dal, ísafjarðarkirkju, Súðavíkur- kirkju og á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. „Það er meiri kirkjusókn í ár en undanfarin ár enda er veðrið ágætt,“ sagði hann. Á Ákureyri sóttu á annað þús- und manns kirkju á aðfangadag. „Kirkjusóknin hefur verið ljóm- andi góð,“ sagði sr. Birgir Snæ- björnsson. „Kirkjan var alveg troðfull og vora settir inn auka- stólar. Ég held að það hafi aldrei verið jafn margt fólk á aðfangadag og á jólanótt enda var veðrið mjög gott.“ Messað var á jóladag og annan í jólum var barna- og fjöl- skyldumessa sem einnig var mjög vel sótt. A ► 1 —64 Færeysk uppreisn gegn Dönum ►Ríkjasamband Færeyja og Dan- merkur er talið í mikilli kreppu. /10 Ætla að læra að lifa ►Það er ekki algengt að konur taki sig upp á miðjum aldri, yfir- gefi allt sem þær þekkja og kunna og steypi sér út í óvissuna, líkt og Bryndís Svavarsdóttir. /14 Hversu hratt leysist ísland upp? ►Hversu mikið sogar ísland til sín af koltvísýringi þegar það leys- istupp?/18 Leifi heppna lyft á stall ► 1000 ára afmæli Vínlandsfund- anna minnst árið 2000. /26 Eitt sokkapar á sér- hvern landsmann ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Þóri N. Kjartansson, framkvæmdastjóra Víkurpijóns hf. /30 B ► l—16 Við dagsbrún nýrra tíma ►Búrfellsvirkjun hefur löngum verið vettvangur mikiila fram- kvæmda. Guðmundur Herman- níusson verkstjóri hefur komið þar við sögu allt frá byijun. /1-3 Lykillinn ertöfrar fólks og rætur ►Qunerseeq Rosing ljósmyndari í Grænlandi hefur sótt myndefni sitt í líf fólksins á útstöðum Græn- lands. /4 Jim Sheridan og mál- efni írlands ►íramir Daniel Day-Lewis Jim Sheridan og Terry George senda nú frá sér nýja mynd, Boxarann, en þeir gerðu áður myndina í nafni föðurins. /16 FERÐALÖG ► 1-4 IMýfundnaland ►Ánægjuleg heimsókn á afmælis- ári. /2 Kangerlussuaq ►Meira en bara flugvöllur. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Hreinni og betri framtíð ►Leitin að umhverfisvænni bílum hófst fyrir mörgum áratugum og urmull framtíðarlausna hefur litið dagsins ljós en sjaldnast komist í framleiðslu. /2 Reynsluakstur ►BMW M Roadster — sá sval- asti. /4 ■■ RAÐ/SMÁ FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjðmuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fðlk í fréttum 54 Skoðun 34 Útv./sjónv. 53,62 Minningar 44 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Gárur lOb Bréf til blaðsins 48 Matur&vín 14b ídag 50 Dægurtónl. 15b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 I ! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.