Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krafíst gæsluvarð- halds vegna árásar Annríki á fæðing- ardeild BIÍIST er við bylgju fæðinga síðustu daga ársins á kvenna- deild Landspitalans. Árið 1996 var þar 2.871 fæðing. 23. desem- ber 1996 á miðnætti voru fæð- ingar orðnar 2.813 en í gær- morgun voru fæðingar í ár orðnar 2.720. í þessum mánuði eru fæðingarnar orðnar 202 en þær eru áætlaðar 220. Fæðingar í mánuðinum eru áætlaðar út frá sónarskoðunum á 19. viku meðgöngu. Að sögn Rósu Þorsteinsdóttur ljósmóður fór mánuðurinn rólega af stað. Miðað við áætlanir í desember áttu 48 konur eftir að fæða síð- ustu átta daga ársins. Á Þor- láksmessu voru tíu fæðingar, sex á aðfangadag, tíu á jóladag og átta annan í jólum. KRAFIST hefur verið gæsluvarð- halds yfir manni sem veitti öðrum manni alvarleg stungusár með hnífi að morgni annars jóladags. Varð atburðurinn á heimili annars þeirra í Reykjavík. Sá sem íyrir árásinni varð er ekki í lífshættu. Lögreglan gat ekki yfirheyrt árásarmanninn fyrr en í gærmorg- un vegna ölvunar. Gat hann enga skýringu gefið á framferði sínu, en hann réðist á manninn, sem er um sextugt, og veitti honum nokkur stungusár með hníf. Hann var flutt- ur á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur til meðferðar og síðar á Landspítalann. Hann er ekki í lífs- hættu. Lögreglan í Reykjavík sagði að óvenjulítill erill hefði verið um há- Óvenju lítill erill í Reykjavík yfír hátíðina tíðina. Aðeins fjórir gistu fanga- geymslur hennar aðfaranótt laug- ardags, að árásarmanninum með- töldum. Að sögn talsmanns Slökkviliðsins í Reykjavík var mikill erill í hvers kyns sjúkraflutningum í gær og fyrradag en lítáð var um alvarleg tílfelli. Skaplegt á slysadeild yfir hátíðamar Á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur var skaplegt ástand yfir há- tíðina, að sögn Garðars Mýrdal, sérfræðings á deildinni. Var einna mest að gera annan í jólum og að- faranótt laugardags. Hann segir að sérfræðingar slysadeildar hafi tek- ið sólarhringsvaktir eftir að aðstoð- arlæknar hurfu úr störfum, tveir á daginn en einn að næturlagi. Auk þess hafi þeir fengið aðstoð annan-a sérfræðinga spítalans yfir daginn. Því megi segja að allir sérfræðing- ar spítalans hafi orðið að bæta á sig vinnu og vöktum vegna brotthvarfs aðstoðarlæknanna. Garðar sagði að heldur minna álag hefði verið síð- ustu dagana, fólk hefði greinilega tekið tállit tíl ástandsins og eins gengi betur að sinna verkefnum þegar fleiri vanir menn væru að störfum. Staðnar að verki TVÆR konur voru staðnar að verki við innbrotstilraun í Kópavogi snemma að morgni annars jóladags. Voru þær með öflug handverkfæri, höfðu brotið upp eina hurð og komnar að þeirri næstu þegar lögreglan skarst í leikinn. Lögreglan varð kvennanna vör við eftirlitsferð sína á Skemmuvegi rétt fyrir klukk- an átta að morgni. Voru þær að reyna að brjótast inn í skó- markað og höfðu ekki náð lengra en skemma eina hurð. Nokkur ölvun var í Kópa- vogi í fyrradag og var lögregla nokkrum sinnum kölluð í heimahús vegna ölvunaróláta. Einn ökumaður tekinn eftir meintan ölvunarakstur. Hafði sá lent í óhappi í Reykjavík en stungið af. _ Morgunblaðið/Kristinn NYFÆDDIR Islendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans um hádegisbil ( gær voru sumir hveijir tiibúnir til þess að þenja raddböndin, þegar Ijósmyndara Morgunblaðsins bar að. Hamborgarhrygur á sjónum um jólin ÁHÖFNIN á Breka VE, sem ver- ið hefur á sjó alla jólahátiðina, fékk hamborgarhrygg í jólamat- inn, með ljúffengri sósu og ís og ávexti í eftirrétt. Að máltíðinni lokinni voru opnaðar jólagjafir frá útgerðinni og ættingjum og loks var jólamynd sett í mynd- bandstækið. Magni Jóhannsson skipstjóri lætur vel af jólahaldinu 120 míl- ur suðvestur af Garðsskaga og segir að skipveijar, sem eru fimmtán talsins, séu í jólaskapi þrátt fyrir að leiðindaveður hafi verið lengst af og aflabrögð mættu vera betri. „Aflinn hef- ur verið upp og ofan, eða á áætl- un ef svo mætti segja. Það er vonandi að þetta verði keypt fyr- ir gott verð.“ Stefnt er að því að sigla með aflann á Þýskalandsmarkað. „Þetta hefur verið tryggasti sölutími ársins í gegnum tíðina og við værum ekki að þessu nema út af því,“ segir Magni. Búist er við að skipið komi úr Þýskalandsferðinni 10.-12. janú- ar og þá hafa skipveijar verið um þijár vikur um borð. Þeir sem eiga siglingafrí fara þó lík- lega í land í Vestmannaeyjum á gamlárskvöld þannig að verið getur að þeir nái að halda upp á áramótin með fjölskyldum sín- um. Magni segist búast við að kalkúnn verði í áramótamatinn um borð. „Þetta verður með svipuðu sniði og heima nema hvað við getum ekki skotið upp rakettum. Við reynum að láta okkur h'ða vel og slappa af, við verðum væntanlega lagðir af stað til Þýskalands." Tvö fíkni- efnamál á ísafirði TVÖ fíkniefnamál komu upp á ísafirði á Þorláksmessu, annað Sgar maður var handtekinn á ifjarðarflugvelli sem reyndist hafa fíkniefni í fórum sínum og hitt þegar fíkniefni fundust í bíl tveggja manna. Allt voru þetta aðkomumenn. Sá sem handtekinn var á flugvellinum laust eftir hádegi á Þorláksmessu viðurkenndi að hafa ætlað efnin tíl eigin neyslu og dreifingar, en á honum fund- ust 15 g af amfetamíni og 2 g af marýuana. Hann hefur áður komið við sögu í fíkniefnamál- um. Þá fundust fíkniefni í bíl tveggja manna sem stöðvaðir voru á Amamesi við Skutuls- fjörð á leið sinni til ísafjarðar. Viðurkenndi annar þeirra að eiga efnin, rúmlega 27 grömm af amfetamíni og hafi ætlað þau tíl eigin neyslu. Einnig fundust í bílnum skotvopn og skotfæri. Mennimir hafa ekki komið við sögu í fíkniefnamálum áður. Tveir heimamenn voru yfir- heyrðir í tengslum við málið. Mennimir hafa verið látnir lausir þar sem málin teljast upplýst og eiga þeir yfir höfði sér ákæru. Friður 2000 færir Irökum jólagjafír Valt þegar hestakerr- an losnaði BÍLL fór útaf þjóðveginum skammt norðan Akureyrar í fyrradag þegar hestakerra sem hann dró losnaði og tók að rása. Þá varð árekstur við bæ- inn Hvamm í Amameshreppi þar sem tveir slösuðust. Jeppi sem dró hestakerru fór útaf við bæinn Brennihól í Glæsibæjar- hreppi um tvöleytið annan í jólum. Losnaði kerran af dráttarbeislinu og tók að rása en hékk á öryggiskeðju. Við það missti bílstjórinn vald á bíln- um sem fór útaf veginum og valt eina eða tvær veltur. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri var dráttar- búnaðinum í engu áfátt og ekki hraðakstri um að kenna en vissara að líta eftir slíkum búnaði reglulega. Hvorki ökumann né tvo hesta, sem í kemunni vora, sakaði. Þá skullu tveir bílar saman við Hvamm í Amameshreppi síðar sama dag. Tveir vora fluttir á slysa- deild Fjórðungssjúki’ahússins á Akureyri sem kvörtuðu um eymsli í hálsi og á baki. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt og var hún margoft kölluð til að skakka leikinn vegna ölvunar og var nokkuð um pústra og slagsmál. Einn var kærður vegna kjálkabrots og annar var flutt- ur í fangageymslur vegna grans um ölvunarakstur. Rússneskir þingmenn með hjálpargögn ERLENDIR og innlendir frétta- menn fylgdust með þegar flugvél á vegum samtakanna Friður 2000 lentí skammt frá Baghdad í írak annan dag jóla með gjafir og lyf handa íröskum bömum. Með í fór var Ástþór Magnússon, stofnandi samtakanna, og jólasveinn sem hrópaði á ensku tíl þeirra sem biðu á flugvellinum: „Hættíð að drepa börnin mín.“ í fréttaskeytí frá Reuters kem- ur fram að Ástþór hafi sagt við fréttamenn að meðferðin á Irökum væri óafsakanlegt og glæpsamlegt athæfi og jafngiltí þjóðarmorði. Hann sagðist hafa hitt Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, að máli í fyrra og beðið hann um að aflétta viðskiptabanninu á landinu. Fleiri með hjálpargögn Ástþór var ekki einn um að færa írökum jólagjafir þvf rússnesk Reuters JÓLASVEINNINN sem var með í för Friðar 2000 afhenti lyf og matar- gjafir á sjúkrahúsum í Baghdad í gærmorgun ásamt Ástþóri Magnús- flugvél með fimm tonn af hjálpar- gögnum og rússneska þingmenn innanborðs kom til Baghdad á jóla- dag. I útvarpsfréttum Bylgjunnar var í gær greint frá því að Astþór hefði í gærmorgun dreift lyfjum og mat- vælagjöfum á sjúkrahúsum í Bagdad, jafnframt því sem fram kom að Ástþór hugðist reyna að ná fundi Saddams Hússeins í gærkveldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.