Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MÖRGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR EKKI verður annað sagt en góð- ærið sé farið að skila sér ræki- lega til almennings. í Morgunblaðinu á aðfangadag var frá því skýrt, að kaupmáttur mánaðarlauna hjá land- verkafólki innan ASÍ hefði aukizt um 10,8% á einu ári skv. niðurstöðum Kjararannsóknamefndar. Mesta hækkunin varð hjá verkakörlum eða um 16,3% en minnst hjá skrifstofu- konum eða um 5,8%. Þessar tölur em miðaðar við tímabilið frá öðrum árs- fjórðungi 1996 til annars ársfjórðungs þessa árs. Á milli áranna 1995 og 1996 jókst kaupmáttur mánaðarlauna landverkafólks að meðaltali um 6,2%. Á tveimur árum hefur því orðið gífur- leg kaupmáttaraukning í landinu. Þessi mikla kaupmáttaraukning sýnir annars vegar að aðilar vinnu- markaðar hafa borið gæfu til að marka rétta stefnu í kjarasamning- um, sem hefur skilað launafólki mik- illi kaupmáttaraukningu. Jafnframt er ljóst, að stjómvöldum hefur tekizt að halda þannig á stjóm efnahags- og atvinnumála, að það hefur stuðlað að verulega bættum lífskjörum alls almennings. í upphafi þessa áratugar tóku laun- þegar á sig umtalsverðar byrðar til Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þess að greiða fyrir því að hægt væri að ná verðbólgunni niður og að þjóðar- búið næði sér upp úr öldudalnum, einni mestu efnahagskreppu, sem gengið hefur yfír á þessari öld. í umræðum þá var mikil áherzla lögð á það, að öllu skipti, að þeir hinir sömu, sem tóku á sig byrðamar mættu njóta þess, þegar betur áraði. Nú getur enginn dregið í efa, að við þau fyrir- heit hefur verið staðið. Betri tíð hefur skilað sér í mun betri kjörum. Tæplega er hægt að búast við því, að aukning kaupmáttar verði í slíkum stökkum á næstu árum. Hins vegar má að óbreyttu gera ráð fyrir, að lífs- kjörin batni jafnt og þétt. Hið eina, sem gæti komið í veg fyrir það eða stöðvað þessa þróun er efnahags- kreppan í Asíu. Sérfræðinga greinir á um, hvort hún muni hafa einhver áhrif að ráði á Vesturlöndum. Hins vegar hlýtur það að valda nokkrum áhyggjum, að kreppan í Asíu eykst stöðugt og svo virðist, sem efnahagur sumra Asíuþjóða, sé mun verri en ætlað var fyrir nokkrum vikum, eins og sjá má af ummælum nýkjörins forseta Suður-Kóreu á Þorláksmessu. Asíuríkin eru mikilvægur mark- aður fyrir Vesturlandaþjóðir og vax- andi markaður fyrir sjávarafurðir okkar. Verði kreppan þar langvarandi er alls ekki óhugsandi, að hún hafí áhrif á Vesturlöndum og þ.á m. hér á íslandi. Við ráðum ekki við það, ef svo færi. En að öðru leyti er bjart framundan í efnahagsmálum okkar íslendinga. INNFLUTN- INGUR BÚVARA I* SAMTALI við Morgunblaðið á aðfangadag segir Óskar H. Gunnarsson, sem er að hætta, sem forstjóri Osta- og smjörsölunnar eftir 30 ára starf, að honum lítist vel á innflutning erlendra búvara. Hann auki fjölbreytni á markaðnum og fyrirtækið, sem hann hefur stýrt, hafi tekið þátt í þeim innflutningi. „íslendingar ættu ekki að hræðast slíkar breytingar heldur búa sig undir að mæta framtíðinni," segir Óskar H. Gunnarsson. Þetta er athyglisvert viðhorf ekki sízt í ljósi þess, að yfirleitt hafa talsmenn bænda eða fyrirtækja, sem starfa á þeirra vegum snúizt gegn innflutningi á búvörum erlend- is frá. Mjólkuriðnaðurinn á íslandi hefur hins vegar staðið sig afar vel í vöruþróun og víst má telja, að tryggð neytenda við innlendar bú- vörur sé mikil. Ekki er ólíklegt, að innflutningurinn verði smátt og smátt til þess að stækka markað- inn. Eftir því, sem fjölbreytni verður meiri í ostum, sem eru á markaðn- um, má búast við að fólk borði meira af osti. Hið sama á við um aðrar búvörur. Það er ánægjulegt að svo nútíma- leg viðhorf skuli koma fram hjá forystumanni í þessari atvinnugrein og væntanlega er það vísbending um breytt viðhorf almennt að feng- inni reynslu. GOÐÆRIÐ SKILAR SÉR 6Athyglisvert er • hvernig Steven- son vinnur Þórgunnu þátt sinn upp úr Þór- gunnu þætti Eyr- byggju; hvernig hann styðst í aðra röndina rækilega við efnivið sinn en breytir því sem hann vill, m.a. nöfnum allra sögupersóna nema Þórgunnu. Hús- ráðendur á Fróðá fá ný nöfn og börn þeirra einnig. Samt styðst Stevenson rækilega við fyrirmynd sögu sinnar og skrifar marga efnis- þætti hennar nánast óbreytta inní sinn þátt. Könnun á efnistökum hans í þættinum gæti áreiðanlega varpað Ijósi á vinnubrögð hans að öðru leyti, enda væri könnun á því bæði hnýsileg og mikilvæg, svo merkilegur rithöfundur sem hann er. Ef einhvem lærdóm ætti að draga af þessum samanburði virðist Stevenson spinna skáldskap sinn í kringum sagnaminni sem hann hef- ur heyrt eða lesið og fer frjálslega með efniviðinn einsog skáldsagna- höfundum er títt. En uppistaðan í vefnum er ekki skáldskapur, heldur persónuleg reynsla höfundar og ein- hvers konar veruleiki sem hann vefur inní ævintýri og drauma. Það var ekki undarlegt þótt Borges kynni að meta R.L. Steven- son. Hann var ekki einungis ein- stæður stílisti og gott ljóðskáld heldur kunni hann líka að skrifa óvenjulegar smásögur. Þar er efnið gjarna einsog vaxið úr djöfullegum súrealístískum draumi. I dr. Jekill and Mr. Hyde vegur gott og illt salt í einum og sama manninum. Þegar Thvart Janet deyr í samnefndri sögu tekur djöfullinn sér bólfestu í líkama hennar. í Bottle imp er einn- ig þessi barátta milli svarts galdurs og hvíts. Án Poes og Stevensons enginn Borges. 7íslenzkar bókmenntir virðast • vera framhald af hellenskum arfi og gyðinglegri menningu. Ræt- umar liggja í jarðvegi yfirstéttanna einsog fornbókmenntir okkar, þótt byggt sé á alþýðuarfi öðrum þræði. Arfur okkar hefur sogið næringu úr þessu erlenda - og að sumu leyti alþjóðlega andrúmi. Hómer dregur HELGI spjall taum ráðandi stéttar einsog sést á lýsingu hans á alþýðumannin- um ógurlega, Þersítis, sem steytir göm gegn Agamemnon konungi og hetjunni Odysseifí og kemst upp með það, en er svo barinn til hlýðni. Það er engin tilvilj- un að honum er ekki betúr lýst en kíklópum sem voru mannætur. Andstæðingur yfírstéttar getur ekki verið aðlaðandi persóna, svo mikið sem grikkir lögðu uppúr út- liti og fegurð. Þetta er fyrsta dæmið um frelsi alþýðumanns til að segja hug sinn í heimsbókmenntum. 8Hómer talar um að fjölmennis- • stjórn sé ekki góð, þessir karl- ar hneigðust að konungsstjórn eða fámennisstjórn einsog við þekkjum af rómversku öldungadeildinni, bæði fyrir einveldið og á keisaratím- anum. Hirðir, eða konungur, var tímanna tákn á þessum öldum. Keisarar tóku við arfínum, síðar harðstjórar nútímans. Við ættum að varast þessa hugmynd um ver- aldlegan hirði. Við erum dálítið veik fyrir svona hugsunarhætti sem er andstæður lýðræðishugsjóninni. Við erum dálítið snobbuð. Við erum höfðingjasleikjur frá fornu fari. 9Þessara yfírstéttartilburða • gætir í fornbókmenntum okk- ar. Ræturnar eru hinar sömu og andrúmið leynir sér ekki, þegar afstaða er tekin til kappa og kon- unga. Þó ekki til kvenna einsog Grímur Thomsen hefur bent á, öðr- um mönnum betur: "| A „Ef litið er á samband karls X V/ »og konu“, segir hann, „sjást siðferðilegir yfírburðir Norður- landabúa ennþá skýrar. Á Norður- löndum var konan fijáls og skipaði virðulegan sess við hlið karlmanns- ins. í Grikklandi var hún ambátt; henni var ætlað það eitt að ala börn. Á Norðurlöndum var hún ráð- gjafí og vinur manns síns, eiginkona hans og valkyrkja í senn. Hún hvatti hann áður en hann gekk til víga, stundaði hann og hjúkraði honum, þegar hann kom særður heim. Ungur norrænn maður gat ekki keypt sér konu rétt eins og hest, svo sem siður var í Grikk- landi; hann varð að biðja konunnar að réttum hætti, gera grein fyrir ætt sinni og afrekum, og erindislok hans voru að miklu leyti komin undir vilja meyjarinnar. Á Norður- löndum var sömuleiðis algengt til forna að undan hjónabandi færu löng kynni; gifting í Grikklandi var aftur á móti eins og að ganga lítils erindis. Þar var einnig auðveldara að fá skilnað; maðurinn gat fyrir- varalaust rekið frá sér eiginkonu sína. Á Norðurlöndum var það hins vegar eiginkonan fremur en maður- inn, sem gat slitið hjúskap, sem hún undi ekki af einhverjum ástæðum. (Sbr. Njálu og Gísla sögu). En Norð- urlandabúar að fornu voru líka skír- lífir, af því leiddi virðing þeirra fyr- ir konum. Það átti við um þá, sem Tacitus segir um Germani, að frá vöggu til hjónasængur þekktu þeir ekki munúð. Þess vegna var og konan þeim meira virði en Grikkj- um, sem svo snemma kynntust leyndardómum ástalífsins. Þeir hlutu því að unna af meiri trú og tryggð hollvætti hússins, huggara sínum, sem bjó þeim hvílu í flekk- lausri hjónasæng, er þeir komu víg- móðir úr orrustu eða leiðangri. Sami kærleikur batt konu Norður- landabúans. Hún virti karlmanninn og elskaði eiginmann sinn, tók hann sér jafnvel stundum til fyrirmynd- ar. í rituðum heimildum Norður- landa hittast fyrir ófáar konur, sem sýna karlmannshug og sálargöfgi og taka djarflega þátt í gangi lífs- ins. En einnig segir frá konum i líki noma, er æsa til hefnda og blóðsúthellinga; þær dreypa mögn- uðu eitri kvenlegrar ástríðu í eyru bræðrum sínum, eiginmönnum og sonum. Þegar á allt er litið, er staða norrænnar konu í samfélaginu og afstaða hennar til karlmannsins langtum fijálslegri og virðulegri en grísku konunnar að hetairai, lags- konunum, ekki undanskildum, sem voru í rauninni frillur, en sættu auk þess þeim meðförum karlmanna, sem væm þær aðeins til þeirra vegna, en ekki sjálfra sín. Norður- landabúinn er riddaralegur, en Grikkinn þekkir ekkert til slíks“. M. Eftir rúm sex ár verða 100 ár liðin frá því að ísland fékk heimastjórn er Hannes Hafstein tók við emb- ætti ráðherra íslands hinn 1. febrúar 1904. Þá vom íslendingar rúmlega 70 þúsund manns og hefur því fjöldi landsmanna u.þ.b. íj'órfaldast það sem af er öldinni. Heimastjórnin var merki- legur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar, áfangi, sem stefnt hafði verið að með markvissum hætti í marga áratugi, þótt baráttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar ætti sér margfallt lengi-i sögu. Það er full ástæða til að þessara tímamóta verði minnzt með veglegum hætti og ekki ráð nema í tíma sé tekið. Líklega hefur fáum tímabilum i íslands- sögunni verið gerð jafn rækileg skil og aldamótapólitíkinni. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um þá sérstæðu ein- staklinga, sem þar koma mest við sögu. Fyrir tæpum fjörutíu árum kom út ævi- saga Hannesar Hafstein eftir Kristján Al- bertsson, rithöfund. Útkoma þeirrar sögu í þremur bindum kveikti á ný miklar um- ræður um stjórnmálabaráttu aldamótanna og sýndist sitt hverjum. Mörgum er eftir- minnilegur almennur fundur, sem haldinn var í Stúdentafélagi Reykjavíkur í Sjálf- stæðishúsinu gamla við Áusturvöll, þar sem segja má, að afkomendur þeirra manna, sem voru á oddinum síðustu árin fyrir heimastjórn og næstu árin á eftir, hafi tekizt á, varið gerðir og haldið fram hlut sinna manna. Saga Björns Jónssonar, ritstjóra ísafold- ar, sem tók við ráðherraembætti af Hann- esi Hafstein, hefur einnig verið skrifuð og er höfundur hennar Lýður Björnsson, sagnfræðingur. Þá hefur sjálfsævisaga Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra Þjóð- ólfs, komið út. Þeir Þorkell Jóhannesson og Bergsteinn Jónsson hafa skrifað sögu Tryggva Gunnarssonar, bankastjóra, í fjórum bindum á vegum Landsbanka ís- lands. Út hafa komið í bók bréfaskipti dr. Valtýs Guðmundssonar og Björns Jónsson- ar, ritstjóra og raunar einnig bréf dr. Valtýs til móður sinnar og stjúpa og sjálf- sagt fleiri bækur, sem fjalla um þetta tíma- bil, til að mynda ævisaga Skúla Thorodd- sens eftir Jón Guðnason. Einnig má nefna bók Gunnars Karlssonar Frá endurskoðun til Valtýsku og ritverk Einars Laxness um Jón Guðmundsson, alþingismann og rit- stjóra. Þá er í undirbúningi útgáfa á bréfa- skiptum dr. Valtýs og Jóhannesar bæjar- fógeta Jóhannessonar, mágs hans, for- manns Sambandslaganefndarinnar 1918, en þeir voru lengstum samheijar í þeim miklu átökum, sem einkenndu þetta tímabil. Nú um jólin kom út fyrsta bindi ævi- sögu Guðjóns Friðrikssoriar, sagnfræðings, um Einar Benediktsson, sem fjallar að verulegu leyti um stjórnmálaátökin fyrir og eftir aldamótin. Um Einar Benediktsson hafa fleiri skrifað og ber þar hæst ævisögu Steingríms J. Thorsteinssonar, en Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði einnig litla bók, sem hann kallaði ævisögu Einars og Sigurður Nordal skrifaði ítarlegan formála að heildarútgáfu að verkum skáldsins, sem fjallar fyrst og fremst um bókmenntaverk hans. Einar Benediktsson er nefndur hér vegna þess að þjóðmálaumsvif hans hafa bersýnilega verið mjög mikil á þessum árum. Ýmislegt er þó ógert til þess að segja megi, að þessari merkilegu sögu hafí verið gerð viðunandi skil. Þar má nefna, að enn hefur ekki verið skrifuð saga dr. Valtýs Guðmundssonar, sem lék lykilhlutverk í stjórnmálabaráttunni hér um aldamótin og kannski má segja, að í sögubókum hafi lítillar sanngirni gætt í hans garð. Alla vega var það svo í sögukennslu um og upp úr miðri öldinni, að nemendum var allt að því innrætt sú skoðun, að dr. Val- týr hefði ekki verið heill í sjálfstæðisbarátt- unni heldur hugsað fyrst og fremst um eigin hag. Bréfaskipti hans og Bjöms Jóns- sonar sýna hins vegar að hann hafði fram að færa afar áhugaverðar röksemdir fyrir sínum sjónarmiðum. Það væri verðugt verkefni í tilefni af 100 ára afmæli heima- stjórnar að ævisaga dr. Valtýs yrði skrifuð og gefín út og líklega er til töluvert mikið af gögnum um ævi hans og störf. Þá vaknar sú spurning, hvort hið sama eigi ekki við um Benedikt Sveinsson, sýslu- mann, föður Einars skálds, sem er einn af helztu forystumönnum þjóðarinnar í REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. desember ririMÍÍimilfffP ..._ -. pB) . - ■ .......................................... . : 'j-jjSiLnaríaw ■'' t ■ ■ 0 # . Morgunblaðið/Golli VIÐ GROTTU A JOLADAG. sjálfstæðisbaráttunni seinni hluta síðustu aldar. Fyrst og fremst gæti þó verið áhuga- vert á þessum tímamótum að skrifuð yrði ný ævisaga Jóns Sigurðssonar, forseta, þar sem fjallað yrði um ævi hans og störf í nýju ljósi og lagt mat á þau frá sjónar- hóli þeirra, sem nú eru uppi. íslendingar samtímans þekkja lítið til Jóns Sigurðsson- ar nema hinnar hefðbundnu sögu um for- ystu hans í sjálfstæðisbaráttunni. Er ekki tímabært að gera þá sögu meira lifandi í krafti nýrra rannsókna á lífi hans og starfí? í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslands byggðar árið 1974 var ákveðið að gefa út Sögu íslands frá upphafi til okkar daga. Út hafa komið af þessari sögu fimm bindi og mikið verk óunnið. Ekkert skal fullyrt, hvernig ritstjórar þess verks hugsa sér umfjöllun aldamótaáranna, en þó er ljóst, að til viðbótar við sögu þeirra ein- staklinga, sem mestan hlut áttu að máli á þessum árum, er æskilegt að barátta aldamótaáranna verði sett í samhengi við það sem á undan fór og síðar gerðist. Er æskilegt að aukinn kraftur verði settur í ritun Sögu íslands, enda er senn aldar- fjórðungur frá því að ákvörðun var tekin um ritun verksins. Að fleiru mætti huga á þessum tímamót- um. Þannig er t.d. æskilegt að gefið verði út á ný heildarsafn með ritverkum Hannes- ar Hafstein, sem hefur ekki legið á lausu um skeið og minning hans heiðruð með þeim hætti hinn 1. febrúar árið 1904. íslendingar eru að vakna til lífsins á þessum tíma. Þjóðmálabarátta aldamóta- áranna er heillandi tímabil í íslandssög- unni. Þá er ekki einungis átt við sjálfa stjómmálabaráttuna og þau átök, sem urðu um einstaka þætti í samningagerð- inni við Dani, heldur og ekki síður þau miklu afrek, sem á næstu árum á eftir voru unnin í uppbyggingu atvinnuvega þjóðarinnar. Töluvert hefur verið skrifað um sögu þeirra einstaklinga, sem þar áttu hlut að máli og má þar nefna ævisögu Thors Jensens, eftir Valtý Stefánsson, rit- stjóra Morgunblaðsins, sem var tímamóta- verk á sínum tíma, svo og bækur Ásgeirs Jakobssonar, rithöfundar, um suma þá menn, sem urðu forystumenn í atvinnulífi þessa tíma, svo sem um Pétur Thorsteins- son í Bíldudal og Einar Þorgilsson í Hafn- arfirði. Raunar voru aldamótaárin einnig blómaskeið í bókmenntasögu okkar íslend- inga. JAFNFRAMT ÞVÍ að fýlla upp í þau göt, sem hér hafa verið nefnd í sögu- ritun um aldamóta- árin síðustu, er ástæða til að huga að því, hvernig bezt er að vekja áhuga nýrrar kynslóðar á þessu tímabili. Það er afar mikilvægt, að tengsl þjóðarinnar við þessa fortíð slitni ekki en séu þess í stað ræktuð með þeim hætti, sem hentar þeim, sem nú eru að vaxa úr grasi. Augljóst er að þar koma sjónvarp, kvik- myndir og hinir nýju fjölmiðlar á borð við netið og geisladiska til sögunnar. Aðrar þjóðir og þá ekki sízt Bretar hafa náð ein- staklega góðum tökum á því að koma sögu- legum atburðum til skila til samtímans í formi leikinna sjónvarpsþátta, sem oft eru snilldarvel gerðir. Það er íhugunarefni, hvort við íslendingar getum fetað í þau fótspor og komið markverðum atburðum úr sögu okkar á framfæri á þann veg. Af því að 100 ára afmæli heimastjórnar- innar hefur verið gert að umtalsefni hér væri ekki úr vegi að athuga um möguleika á að gera röð leikinna sjónvarpsmynda, sem fjalli um aðdragandann að heima- stjórninni, átökin á milli Hannesar Haf- stein og fylgismanna hans og dr. Valtýs og hans stuðningsmanna svo og fyrstu ár heimastjórnarinnar og baráttuna um upp- kastið 1908. Gerð slíkra sjónvarpsmynda kostar mikið fé og þarfnast mikils undir- búnings en er jafnframt spennandi verk- efni fyrir þann fjölda kvikmyndagerðar- manna, sem hér hafa náð að festa sig í sessi. Geisladiskar bjóða upp á þann mögu- leika að gera aðgengilegt námsefni fyrir nýjar kynslóðir upp úr þeim miklu upplýs- ingum og gögnum, sem til eru um alda- mótaárin. Þar er hægt að koma fyrir bæði texta og myndum, enda er bersýnilega töluvert til af myndum á Þjóðminjasafni frá þessum árum. Þetta námsefni er hægt að útbúa með mismunandi aldur nemenda í huga og á að sjálfsögðu við um sögu- kennslu almennt en ekki um þetta tímbil sérstaklega. Loks er hægt að nýta möguleika netsins í þágu nýrra kynslóða með því að gera mikið magn upplýsinga um þetta tímabil og önnur aðgengilegt. Ungt fólk, sem vinn- ur að ritgerðasmíð á skólabekk nú um stundir, notar netið ekki sízt sem upplýs- ingalind fyrir slík skrif. Netið býður upp á óendanlega möguleika á þessu sviði. Þar er hægt að koma fyrir með tiltölulega ein- földum hætti gífurlegu magni upplýsinga, sem getur orðið gullnáma fyrir sögu- kennslu og sögunám. Skannatækni hefur fleygt svo fram, að þess verður skammt að bíða - og er kannski mögulegt nú þeg- ar - að setja t.d. texta allra þeirra þjóð- málablaða, sem hér voru gefin út á um- Tengsl nýrrar kynslóðar ræddu tímabili, inn á netið. Sjá þá allir að með því opnast alveg ný veröld og nýir möguleikar til þess að vekja með nýjum kynslóðum áhuga á lífi og baráttu þeirra, sem á undan fóru í þessu landi og rækta með þeim virðingu fyrir forfeðrum sínum. Frumkvæði stjórnvalda SUMT AF ÞVÍ, sem hér hefur verið nefnt, munu ein- staklingar og einkafyrirtæki áreiðanlega eiga frumkvæði að. En stjórn- völd þurfa að leggja línur og veita atbeina þar sem þess er þörf. Það er t.d. augljóst, að fjármagn úr opinberum sjóðum þarf til þess að nýta hina nýju ijölnúðla með ár- angursríkum hætti í þessu skyni. Á þeim uppgangstímum, sem við nú lifum, á þjóð- in að hafa efni á því. Hér þarf til að koma almenn stefnu- mörkun af hálfu stjórnvalda og ákvörðun um að veita verulegt fjármagn til þess að minnast merkilegs áfanga í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar í byijun nýrrar aldar. En fjölmörg einkafyrirtæki, bæði á sviði bóka- útgáfu, kvikmyndagerðar og netstarfsemi, hljóta að koma hér við sögu. Til undirbúnings að hátíðahöldum vegna ellefu hundruð ára afmælis íslands byggð- ar var efnt með góðum fyrirvara. Þau hátíðahöld skiluðu okkur Þjóðarbókhlöðu, sögualdarbæ, landgræðsluáætlun og sögu- ritun. Um aldamótin næstu verður þess minnzt með margvíslegum hætti, að 1000 ár verða liðin frá kristnitöku á Þingvöllum. Með samningunum við Dani um heimastjóm færðist stjórn málefna lands og þjóðar heim til íslands í fyrsta sinn í mörg hundr- uð ár. Þeirra tímamóta eigum við að minn- ast með verðugum hætti. „Ýmisleg't er þó ógert til þess að segja megi, að þessari merkilegu sögu hafi verið gerð viðunandi skil. Þar má nefna, að enn hef- ur ekki verið skrifuð saga dr. Valtýs Guð- mundssonar, sem lék lykilhlutverk í stj órnmálabarátt- unni hér um alda- mótin og kannski má segja, að í sögubókum hafi lítillar sanngirni gætt í hans garð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.