Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UM HVAÐ SNÝST UNGLÆKNADEILAN? EINS OG kunnugt er hefur þorri unglækna á sjúkrahúsum landsins hætt störfum vegna óá- nægju með launakjör ísín, vinnuálag og starfsaðstöðu. Hefur þetta þegar leitt til mikilla erfíðleika fyrir starfsemi sjúkrahús- anna, sem geta ekki lengur sinnt öðrum verkefnum en bráða- þjónustu. Að vísu hafa sérfræðingar gengið í störf unglækna að nokkru leyti en það hef- ur í for með sér að þeir geta ekki sinnt öðrum störfum sem á þeim hvíla og mun það fljótt koma niður á skjólstæðingum þeirra. Því er ljóst að um geysilega alvarlegt mál er að ræða og nauð- 'synlegt að á því verði fundin lausn hið bráðasta. En hvað veldur þessari óánægju ungra lækna sem hefur knúið þá til að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og að segja upp starfí sínu? Ekkert eitt svar er til við þeirri spurningu. Um fjölþætt mál er að ræða sem að nokkru leyti markast af lélegum kjörum íslenskrar læknastéttar í saman- burði við nágranna- þjóðirnar. Hverjir eru unglæknar? Unglæknar eru þeir læknar sem lokið hafa kandídatsprófi í lækn- isfræði en hafa ekki sérfræðimenntun. Al- mennt eru þetta mjög hæfileikaríkir og dug- legir einstaklingar sem staðist hafa mikl- ar námskröfur í læknadeild Háskóla Islands. Að loknu kandídatsprófí er svo krafíst eins árs starfsþjálf- unar til að öðlast lækningaleyfí. Að því búnu er algengt að unglæknar starfi hérlendis í 1-2 ár til viðbót- ar áður en haldið er utan til fram- haldsnáms. Störf þau er unglækn- ar gegna á sjúkrahúsunum eru geysilega yfirgiipsmikil og þýðing- armikill þáttur í allri starfsemi þessara stofnana. Þeir sinna upp- vinnslu og meðferð flestra sjúk- linga sem til sjúkrahúsanna leita undir handleiðslu sérfræðinga. Að Þorri unglækna hefur hætt störfum vegna óá- nægju með kjör sín. Runólfur Pálsson telur að stjórnvöld verði að grípa inn í málið, ella sé hætt við að illa fari. stórum hluta er um að ræða bráð- veika sjúklinga og er óhjákvæmi- legt að veita slíka þjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring. Vegna takmarkaðs fjölda ungra lækna og til að tryggja viðunandi samfellu í þjónustu við sjúklinga, þurfa ungh læknar að standa mjög langar vaktir sem oft vara 26-80 klukkustundir. Þannig vinna þessir læknar um 170-200 yfirvinnutíma á mánuði. Unglæknar taka einnig virkan þátt í kennslu læknanema og annarra heilbrigðisstétta. Sérstaða íslenskra unglækna Aðstæður lækna á íslandi eru að því leyti sérstakar að hér er ekki Runólfur Pálsson hægt að bjóða upp á fullt fram- haldsnám í læknisfræði vegna smæðar þjóðarinnar. íslenskir læknar þurfa að sækja þetta nám til annarra landa sem algengt er að taki 5-10 ár. Sú sérstaða sem hér ríkir hefur mikil áhrif á störf og framhaldsþjálfun ungra lækna á Islandi. A erlendum háskólasjúkra- húsum starfar, auk sérfræðinga, fjölmennur hópur unglækna við framhaldsnám. Læknar í fram- haldsnámi búa yfir stigvaxandi þekkingu og reynslu sem þeir afla sér á námstímanum. Eru þeir mik- ilvægur hlekkur í læknisþjónustu þessara sjúkrahúsa. Hérlendis vantar þennan hóp lækna. Hefur skapast hér sú hefð að unglæknar starfa á sjúkrahúsunum í 1-2 ár að loknu kandídatsnámi og mæta þannig að hluta þeirri þörf sem skapast vegna vöntunar á læknum í framhaldsnámi. Mæðir því mun meira á unglæknum hér en víðast annars staðar. Litið hefur verið á þennan tíma við störf hér heima sem vísi að framhaldsmenntun. Þá hefur gefíst tækifæri til að grynnka á námsskuldum áður en haldið er utan. Skyldur íslenskra lækna A dögunum viðraði alþingismað- ur þá skoðun sína að læknar stæðu í skuld við íslenskt þjóðfélag vegna menntunar sinnar og að þeim bæri skylda að starfa hér á landi að námi loknu. Þvi er til að svara að hér eiga allir jafnan rétt til náms °g fylg)a þrf engar skyldur hvað varðar störf hérlendis að námi loknu. Eins og áður hefur komið fram hafa íslenskir unglæknar starfað á sjúkrahúsum hérlendis í 2-3 ár að loknu kandídatsprófi til að mæta þeirri þörf sem verið hef- ur fyrh þeirra störf. Þá greiða unglæknar sínar námsskuldir hvort sem þeir starfa hér eða er- lendis. Loks er þess að geta að stuðningur íslenska ríkisins við lækna í framhaldsnámi er enginn og þurfa þessir læknar að greiða af námslánum á meðan á námi stend- ur, jafnvel þótt tekjur séu undir framfærslumörkum. Þessi mennt- un er íslenska ríkinu algerlega að kostnaðarlausu en slíkt nám er engu að síður kostnaðarsamt og að því loknu eru margir læknar illa staddir fjárhagslega. Af hverju stafar óánægja unglækna? Ungir læknar á Islandi búa við lág laun, óhóflega langan vinnu- tíma, lélega starfsaðstöðu og ófull- nægjandi framhaldsmenntun. Launakjör þeirra og starfsaðstaða standast engan veginn samanburð við það sem gerist meðal annarra vestrænna ríkja. Hafa þeir dregist aftur úr mörgum öðrum hópum hér á landi á undanförnum árum og má segja að launakjör þeirra markist af þeim lágu launum sem starfsfólk í heilbrigðisþjónustu býr við. I nýafstöðnum kjarasamning- um uppskáru unglæknar skertan hlut í samanburði við aðra lækna og var þeirra sérstaða ekki virt. I þessum samningum var tekin ákvörðun um að hækka verulega grunnlaun á kostnað greiðslu fyrir yfirvinnu, sem kemur sér fremur illa fyrir unglækna vegna hinnar miklu yfírvinnu sem krafíst er af þeim. Oánægja unglækna beinist því fyrst og fremst að lækkun á 5UNDUe- Þ/KVCÍA LAÍMU Mm Loen&r unaiN EÐHB TIU EVÐ/\ HALLA- MÆLUM ÍKVfJ- FGfi IN P Rem + LS'fFI líí-fííP lesKíAM 1 NT- OR- M- íR 5(t- UNMR . V „ Sík{ Fuul- IfJN HLlói) CiEF'Uft FRk ífcfi MLTófi NiANueuí v '/‘fVTNS AR Holkuk LikAM HluxAd Etall VÉIRA?' FÆRI 5'u-lN STlHL. 5KART- 'í ILÍA F AT3>t> MVNMlUU •fAPT ýn?ft«M KA&T& /AULAR. HYTíA’ LAHOa is- fás\©u ULLM2- vUMMA £KKI SATTIR SlC vn& ' i /CAT F«UM- EFÞI + * VEINA^ v MANNS- NAFNI Yotti FVRII? - efn ee&AN AFHýíA / L L - Falli Rahd oéra- LÓCikJ tí?nm "f iMDl ÍÁRARl + HLIÓH- Soevt' V PR- FgeuR MINNKAfi FlFLIfi HÁKAieu I5NÍ.ULS I(? VletfAL HUCSA UM ^Óia- VERSK TAL A '/AN'fAC. RufitA HAAMAb Sloni tf ie- goRÐS' P£K*C' Ii+A FI5KA EINKÓIM ISJTAfK? ÍKOÍHiti Pl?ElFA tónn l/ÆTiA(? >Á^A- 5(Nril 3B It'A AKuEfi- |t+|vi $0Rf>A AVINN H L. VOWD U FNDlNA MÁtT- ÚRAní )LMU(? HANAg + VCyM Á allra \ío«urj PUA- l etnR NKFN5 £NDC(f;- f£Klí> H AT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.