Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 11 Sjónvarpsmenn voru aðeins sex klukkustundir að finna flak Gaul í Norður-Ishafi SPORLA.UST hvarf breska togarans Gaul frá Hull í Norður-íshafi í febr- úar 1974 hefur löngum þótt grun- samlegt. Tregða breskra stjórnvalda til að freista þess að finna flakið og upplýsa um afdrif togarans ýtti undir hvers kyns vangaveltur um að hann hefði verið í Ieynileg- um leiðangri. Hvarf togarans er komið í há- mæli á ný eftir að þáttargerðarmenn frá sjón- varpsstöðinni Stöð-4 fundu flak togarans í sumar á 270 metra dýpi 60 sjómílur norður af Nordkapp, nyrsta odda Noregs. Stöðin sýndi í síðasta mánuði þátt um leit- ina að Gaul og í framhaldi af því hafa ættingj- ar áhafnarinnar hrundið af stað herferð fyrir því að fá bresku ríkisstjórnina til þess að fallast á rannsókn á flakinu. Fyrir milligöngu Alans Johnsons, þingmanns Vestur-Hull og Hessle, hefur Glenda Jackson sjó- ferðaráðherra í samgönguráðuneyt- inu fallist á að hitta fulltrúa ættingj- anna í byijun næsta árs. Þar vonast þeir til þess að geta sannfært hana um að skipa fyrir um rannsókn á flakinu þar sem það hvílir á sjávar- botni. Vonast ættingjarnir til að fundur þeirra með Jackson beini kastljósi fjölmiðla að málinu á ný og hafni stjórnin tilmælum þeirra hyggjast ættingjarnir sjálfir efna til almennrar fjársöfnunar til að fjár- magna rannsókn á flakinu. I fyrirspurnatíma í þinginu í síð- asta mánuði vísaði Jackson á bug beiðni Johnsons um að helja aftur rannsókn á hvarfi Gaul. Fullyrti hún að ónógar vísbendingar hefðu komið fram sem réttlættu það en þá höfðu bresk yfirvöld haft myndbönd úr leið- angri sjónvarpsmanna undir hönd- um. Staðhæfði hún að athuganir á sínum tíma hefðu bent til þess að Gaul hefði verið hætt við að taka inn á sig mikinn sjó undir vissum kringumstæðum, einkum á vinnslu- dekk, og tapa þannig stöðugleika. Daginn sem það hvarf hefði sjór verið mjög slæmur, ölduhæð mikil og ofsaveður. Sagði hún útilokað að segja hvert skipið stefndi er það hvarf af yfirborðinu þó svo það hafi snúið beint upp í vindinn miðað við legu þess á hafsbotni. Þá benti ástand skrokksins og til þess að skip- ið hefði fyllst af sjó áður en það sökk. „Slysarannsóknin verður því aðeins tekin upp að nýjar og mikil- vægar upplýsingar komi í ljós,“ sagði ráðherrann og bætti við: „A grund- velli þeirra gagna sem fram hafa komið er ekkert sem gengur í ber- högg við niðurstöður hinnar opinberu rannsóknar sem voru að togarinn hefði fyllst af sjó og sokkið," sagði hún. Þetta þótti ættingjum skipveijanna horfnu heldur köld gusa því þeir töldu yfirvöld hafa slæman málstað að veija, nokk- uð sem þau gætu bætt fyrir með því að taka upp rannsóknina að nýju. Og Alan Johnson þingmaður hefur leitt í ljós, að flokkssystir hans fór ekki með rétt mál í þinginu. Heilmik- ið misræmi er að hans sögn milli staðhæfinga hennar og niðurstöðu hinnar opinberu rann- sóknar á hvarfi Gaul. Gagnstætt því sem hún sagði væri sá möguleiki að sjór hefði komist í skipið og riðlað stöðugleika þess útilokaður í rannsóknarniðurstöðunum, enda hefði komið í ljós við tilraunir, að Gaul hefði verið óvenju stöðugt skip og nær ósökkvanlegt. Hefur Johnson krafist skýringa á þessu misræmi og segir það eitt réttlæta að rann- sóknin verði tekin upp. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu, að Gaul hafi feng- ið á sig gífurlegan brotsjó, tækjum í brú hafi slegið samstundis út og skipveijar því ekki haft tækifæri til að senda út neyðarkall. Fund- ur flaksins afsannaði þessa kenningu með öllu því brú togarans reyndist ólöskuð og gluggar í henni óbrotnir. Prescott fer undan í flæmingi Nýlega hefur Johnson lagt fjölda spurninga fyrir samþingmann sinn frá Hull og aðstoðar- forsætisráðherra, John Prescott, sem jafn- framt er umhverfis- og samgönguráðherra. Árið 1974 reyndi Prescott að fullvissa íbúa Hull um að ekkert grunsamlegt væri við hvarf Gaul og togarinn hefði ekki verið í leynilegum erindum í Barentshafi. Þvert á sterkan orðróm staðhæfði þáverandi varnarmálaráðherra, Bill Rodgers, í bréfi til Prescotts, að „breskir togar- ar hefðu á engan hátt verið viðriðnir njósnir". Hamraði Prescott á því og réttlætti einnig að ekki yrði reynt að fínna flakið, sem talið væri útilokað að finna. Og síðast í fyrra staðhæfði varnarmálaráðuneytið, að „vegna takmark- aðra upplýsinga um staðsetningu Gau! er hann sökk þyrfti að leita á mörg þúsund fermílna svæði. Myndi það vera tímafrekt og hafa gífur- Grunur um leyniför hefur síst minnkað BRESKI togarinn Gaul sem þykir hafa horfið með grunsamlegum hætti í febrúar 1974 en flak hans fannst í sumar í Norður-Ishafi. Hönnun togarans þótti það góð að hann var talinn ósökkvandi. NEÐANSJAVARMYNDIR af brú Gaul afsönnuðu þá niðurstöðu að skipið hafi fengið á sig brot og sokkið. Gluggar í brúnni voru óbrotnir og smíðisskjöldurinn, með fyrra nafni Gaul, Ranger Castor, staðfesti hvaða flak var um að ræða. legan kostnað í för með sér. Eftir að flakið fannst, sem tók leitarmenn einungis sex stund- ir, hefur Prescott neitað því að tjá sig um málið en nú hrannast spurningar Johnsons og ættingja áhafnarinnar upp á borði hans. í þættinum um fund flaks Gaul komu fram nokkrir fyrrverandi togaraskipstjórar og lýstu njósnum togara á dögum kalda stríðsins. Tveir þeirra, Mason Redfearn og Walter Lewis, tóku þátt í leiðangrinum sem fann Gaul. Jafnframt var rætt við fyrrverandi foringja í sjóhernum sem fóru sem óbreyttir borgarar með togurun- um og höfðu meðferðis sérstök njósnatæki til að njósna um kafbátaferðir og nema ljar- skipti við herskip og kafbáta. Upplýst var, að flotinn hefði haft sérstakan mann í Hull, John Jeffrey Brooks ofursta, gagngert til þess að virkja skipstjóra til njósna og stjórna störfum þeirra. Hafði hann aðsetur á skrifstofum fiski- félagsins í Hull. Loks játar Tom Boyd, for- stjóri útgerðarfyrirtækisins Boyd Line, í mynd- inni, að togarar fyrirtækisins hafi sinnt njósn- um í norðurhöfum í Kaldastríðinu. Staðhæft var, að kerfisbundnar njósnir hefðu verið stundaðar úr breskum togurum, jafnvel í ára- tugi. En það var þó ekki fyrr en í síðustu viku að stjórnvöld viðurkenndu, þvert á fyrri stað- hæfingar, að njósnir hafi verið stundaðar úr breskum togurum. John Reid varnarmálaráð- herra játti spurningu af því tagi frá Johnson í fyrirspurnatíma á þingi í síðustu viku. „Þrír togarar voru notaðir til sértækra njósna gegn sovéska flotanum frá miðjum sjöunda áratugn- um og fram í byijun þess áttunda. Þeim var hætt 1973. Togararnir voru í eigu fyrirtækis í Hull og þaðan sigldu þeir. Eigendunum var bætt sannanlegt aflatap," sagði ráðherrann. Tugir togara við njósnir Redfearn skipstjóri, sem fyrstur gekkst við því opinberlega að hafa verið fenginn til að taka myndir af sovéskum herskipum, gagn- NAFN Gaul á stafni flaksins, sem sjónvarpsmenn fundu með aðstoð hljóðbylgjutækja og neðan- sjávarmyndavéla á 270 metra dýpi 60 sjómílur norður af Nordkapp í Noregi. rýndi yfírlýsingu Reids varnarmálaráðherra. „Ég tók myndir löngu eftir 1973 og að halda því fram að einungis hafi verið njósnað úr þremur togurum er afkáralegt. Fyrir liggja eiðsvarnar yfirlýsingar um njósnir frá 30 tog- aramönnum,“ sagði hann. Og Beryl Betts, sem missti bróður sinn með Gaul, sagði að togar- inn hefði farist rétt upp úr 1973 og fyrst ráð- herrann gengist nú við njósnastarfi á því ári væri víst ekki lengi að bíða að hann viður- kenndi einnig „að njósnað hafi verið árið eftir því við vitum að það átti sér stað.“ í sjónvarpsþætti Stöðvar-4 eru nafngreindir sem njósnaskip togararnir Kingston Alm- andine, Benella, Marbella, Lord Lancaster, Lord Tedder, Lord Montevans, Lord Beatty, Arctic Corsair, Saint Alcuin, Saint Leger, Saint Keverne, Stella Polaris, Invincible, Ross Trafalgar, Ross Orion, Cassio, Cape Trafalg- ar, Loch Inver, Stella Arcturus, Stella Aquila, Stelia Sirius, Stella Altair, Ross Leonis, Ross Otranto, Macbeth, Cape Otranto, Ian Fleming, Lord Willoughby, Ross Sirius, Prince Charles, D.B. Finn, Saint Chad, Arctic Calliard, Cape Warwick, Saint Giles, Saint Loman, Saint Dominic, Kurd og Kingston Pearl en þeir eru allir frá Hull og Brooks ofursti mun hafa stjórnað aðgerðum þeirra. Lengi vitað hvar Gaul lá Komið hefur í Ijós, og því eru ættingjar áhafnar Gaul reiðir, að breskum stjórnvöldum bárust svo til strax vísbendingar um hvar tog- arann væri að finna, en þau sinntu þeim hvergi. Norskur togari, Sjövik, var að veiðum nær samsíða Gaul en sneri til hafnar er veður versn- aði og var átta stundir að beijast tveggja tíma siglingaleið. „Við sáum hann stefna til hafs beint upp í veðrið," sagði skipveiji á Sjövik. Og fljótlega kom þúst í ljós á dýptarmælum þar sem botn átti að vera rennisléttur og tog- aramanna á meðal var almennt talið að þar væri Gaul að finna. Sjónvarpsleiðangurinn staðfesti að sá grunur reyndist vera á rökum reistur. Og fyrrverandi skipveiji á breska flugmóð- urskipinu Hermes, Michael Petersen, sem leit- aði í nokkra daga í Barentshafi að Gaul, held- ur því fram, að skipveijar á freigátunni Moor Hawk, sem einnig leitaði að Gaul, teldu sig hafa fundið flakið á hafsbotni á öðrum degi leitar. Hefðu þeir tilkynnt stjórnvöldum það en því ekkert verið sinnt. Þegar Petersen kom heim úr leiðangrinum komst hann að því að faðir hans hafði verið í hinstu ferð Gaul. Öll viðbrögð breskra stjórnvalda bæði fyrr og nú þykja að mati breskra fjölmila til marks um að stjórnin hafi eitthvað að fela varðandi Gaul. Hafa þau ýtt undir grunsemdir um að togarinn hafi verið í leynilegum erindum er hann hvarf. Ein kenningin um tregðu stjórn- valda til að finna flakið er að Gaul hafi verið að vinna við kapal í leyni- legu hlustunarneti Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO), svonefndan POCA-kapal, sem fylgdist með ferðum sovéskra kafbáta í Norð- ur-íshafi, en þaðan var stysta leið til skotmarka í Bandaríkjunum fyrir kjarnorkuflaugar sem skjóta mátti úr kafbátum. Þessi kapall lá út frá eynni Söröya í Norður-Noregi og einmitt á þeim slóðum hvarf Gaul. Sökkt af Rússum? Önnur kenning er að Gaul hafi verið sökkt af rússneskum kafbáti er hann var að veiða upp og eyðileggja sovéskan kafbátahlerunarbúnað sem fylgdist með ferðum kafbáta NATO er njósnuðu í Barentshafi um skipa- ferðir sovéska flotans til og frá Múr- mansk og Arkangelsk. Byggist það á því að í ljós kom grunsamlegur út- strengdur kapall rétt við flak Gaul sem neðansjávarsérfræðingar sögðu benda til að væri íjarskiptakapall. Lega hans og stefna á hafsbotni koma heim og saman við ætlaða legu POCA- kapalsins. Fyrir mánuði sögðust hvorki bresk né norsk stjómvöld hafa hina minnstu vitneskju um kapalinn. Talsmenn norska flotans sögðu hlust- unarkerfið vera 85 km frá hinni votu gröf Gaul. Björgunarmenn segja að kosta myndi mörg hundruð milljónir króna að reyna að ná flaki Gaul af hafs- botni, aðgerðin yrði bæði erfið og flók- in og hefði engan íjárhagslegan ávinning í för með sér. Skipið væri stórt og þungt og kynni að hafa lask- ast það mikið er það rakst í botninn að það þoli ekki að vera híft upp. Sömuleiðis kynni tæring eftir tæp 24 ár í sjó að útiloka það. Norskur skip- stjóri sem aðstoðaði sjónvarpsmenn Stöðvar-4 við að finna Gaul segir hins vegar, að flakið sé „í mjög góðu ásig- komulagi" og finna megi út hvað olli því að skipið sökk. Vildi hann þó ekki greina nánar frá því hvers hann varð áskynja með hjálp neðansjávarmyndavélarinnar. „Jafnvel þó peningar fengjust kynni skipið að brotna er það kemur upp á yfirborðið," heldur einn sérfræðingur í björgun fram og bendir á að einungis örfá skip gætu lyft Gaul. í Norðursjó séu kranaskip með 2.000 tonna lyftigetu en það kosti jafnvirði 20 milijóna króna á dag að leigja þau. Umfram allt eru það ættingjar þeirra sem fórust með Gaul sem vilja komast að því hvað olli því að togarinn sökk. Á grundvelli fundar flaksins og staðhæfinga um njósnir togarasjó- manna í þágu stjórnvalda finnst þeim að ríkis- stjórninni sé ekki lengur stætt á öðru en að taka málið upp á ný frá byijun. Að líkindum mætti komast að orsökunum með hjálp dvergkafbáta á borð við þá sem notaðir voru til að finna og rannsaka flak Titanic, sem ligg- ur á miklu meira dýpi. Leiga báts af því tagi myndi einungis kosta þrjár til fjórar milljónir króna á dag og ljúka mætti rannsókn á nokkr- um dögum. Vonarglæta kviknaði í síðustu viku er Glenda Jackson sjóferðaráðherra kvaðst ekki útiloka að skoða þann möguleika að láta rannsaka flakið með neðansjávarmyndavélum næsta sumar. Hvarf Gaul hafði djúpstæð áhrif á marga aðstandendur skipveija sem gátu ekki varist hugsuninni um örlög skipsins. Margir gengu milli miðla í þeirri von að þeir kæmust í sam- band við horfna ástvini. Amy Fieldsend, móð- ir eins skipveijans, trúði því statt og stöðugt að sonur hennar væri einhvers staðar á lífi, líklegast í rússnesku fangelsi. Það var ekki fyrr en kvikmyndagerðarmenn fundu flakið í sumar að hún féllst á að Gaul hefði sokkið. Og loks þá féllst Fieldsend, sem er 85 ára, á að nafni sonar hennar yrði bætt á sérstakan minningarskjöld um áhöfnina, sem hangir uppi í meþódistakirkjunni í stræti Játvarðs konungs í Hull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.