Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 64
AS/400 nýtísku DB2 netþjón n m U fí MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Banaslys í umferð- 5 inni orðin 15 á árinu FIMMTÁN banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er árinu, þar af þrjú í desember. Fimm þessara slysa hafa orðið í þéttbýli en hin 10 í dreifbýli. A síðustu fimm árum hafa orðið 10 til 24 banaslys í umferðinni á ári hverju. Þau voru fæst í fyrra eða 10. Síðustu fimm árin þar á undan voru 24-29 banaslys í umferðinni ár hvert þannig að meðaltal banaslysa hefur farið lækkandi síðustu árin en tölur þessar eru frá Umferðarráði. .^.■öMeðaltal banaslysa síðustu þriggja áratuga er 23 en meðaltal síðustu fimm ára er í kringum 17. A árabil- inu 1966 til 1996 urðu banaslys flest 37 árið 1977 og 33 árið 1975. Fæst urðu þau árið 1968 eða 6 en það ár var hægri umferð tekin upp. ------------ Bilvelta við Straumsvík BETUR fór en á horfðist þegar bíll <valt á Reykjanesbraut við Straums- vik í gær, en ökumaður lenti undir bílnum og slasaðist talsvert. Var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Lögreglan í Hafnarfirði fékk til- kynningu um slys kl. 11.40 þess efnis að bíll hefði oltið og maður lent undir honum. Okumaðurinn var einn í bíln- um og var hann fluttur á slysadeild þar sem meiðsl hans voru könnuð. Hann hafði misst bílinn útaf skammt sunnan við Straumsvík, en hálka var á veginum á þeim kafla. Morgunblaðið/Golli Blíðviðrið að víkja fyrir norðaustanátt BLÍÐA var víða um land yfir hátfðina, hiti um og yfir frostmarki og hjólandi eða akandi í kerrum og vögnum eins og hér má sjá á göngu- stillur. Hvít jól voru helst á Vestfjörðum. Margir notuðu tækifærið til stíg við Ægisíðu í Reykjavík. Spáð er harðnandi norðaustanátt með útiveru og hreyfingar um hátíðisdagana, ýmist gangandi, hlaupandi, éljagangi eða slyddu víða um land næstu daga. Hvassviðri fram að áramótum VEÐURSTOFAN spáir að góðviðrinu Ijúki í bili og við taki austanátt og snjókoma framan af vikunni en síðan slydda, einkum á sunnanverðu landinu. Á gamlársdag er búist við að vindurinn snúist til norðlægrar áttar með éljum, einkum norð- an- og austanlands, en spáð er bjartviðri suðvestanlands. Á nýársdag er spáð fremur hæg- látu og björtu veðri. Færð á vegum er góð alls staðar á landinu en þó er víða hálka eða hálkublettir, samkvæmt upp- lýsingum frá Vegaeftirlitinu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hátíðleg stund í Vestmanna- eyjum VESTMANNAEYINGAR áttu saman hátiðlega stund í kirkjugarðinum í Vestmanna- eyjum á aðfangadag. Þeir Qöl- menntu í kirkjugarðinn, kveiktu á kertum og settu á leiði látinna ástvina og áttu sameiginlega bænastund. Þetta er þriðja árið sem Vest- mannaeyingar hafa þennan háttinn á á aðfangadag og hefur þátttaka aukist mikið frá ári til árs. Pósti og síma skipt upp Islandspóstur hf. -nýtt hlutafélag NÝTT hlutafélag, íslandspóstur hf., um rekstur póstsins var stofnað á hluthafafundi hjá Pósti og síma í gær og hefur Einar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri póstsviðs Pósts og síma, verið ráðinn forstjóri Is- landspósts hf. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma, var í vor ákveðið að kanna möguleika á að skipta fyrirtækinu upp í tvö fyr- irtæki og í lok ágúst var ljóst að af því yrði um áramótin. Með stofnun Islandspósts hf. var einnig gengið frá ráðningu þriggja nýrra fram- kvæmdastjóra hjá fyrirtækinu en þeir eru Anna Guðmundsdóttir, Órn Viðar Skúlason og Áskell Jóns- son. Stjórn íslandspósts hf. verður þannig skipuð: Jenný Jensdóttir stjórnarformaður; aðrir í stjórn: Ólafur Sigurðsson Svínafelli, Bjöm Jósef Arnviðarson, Guðmundur Oddsson, Elín Björg Jensdóttir, El- ías Jónatansson og Isólfur Gylfi Pálmason. Jafnframt hefur verið ákveðið að Guðmundur Bjömsson, forstjóri Pósts og síma, verði forstjóri Landssíma íslands hf. Stjórnarfor- maður Landssímans verður Þórar- inn V. Þórarinsson og aðrir í stjórn verða Magnús Stefánsson alþingis- maður, Gunnar Ragnars, Sigrún Benediktsdóttir, Flosi Eiríksson, Hrand Hafsteinsdóttir og Jónína Bjartmarz. Sagði Hrefna að um leið yrðu gerðar nokkrar skipulagsbreyting- ar, einkum á sviði markaðsmála hjá Landssíma Islands hf., með aukinni samkeppni um áramót þegar einka- réttur Pósts og síma fellur niður. Þannig að frá og með áramótum verða starfrækt tvö fyrirtæki, Landssími íslands hf. og íslands- póstur hf. A Stórvirkt efnarof á Islandi EFNAROFIÐ á íslandi, sem er brottflutningur uppleystra efna, er stórvirkt á Islandi. Það er fjórfalt það sem er meðaltal á jörðinni. Þetta kemur fram í viðtali við dr. Sigurð Reyni Gíslason, jarðefnafræðing á Raunvísindastofnun, en hann hefur verið að mæla í ánum efni sem ber- ast til sjávar af Suður- og Vestur- landi, til að leggja mat á efnarof og efnaveðran á landinu. Þetta er svip- að hér og gerist í regnskógabeltinu þar sem rofið er hvað mest. Þá kemur fram að miklu meira er af kolefni í gróðri og jarðvegi en í andrúmsloftinu, en mest þó í hafinu, þar sem það m.a. myndar fast efni þegar það berst út í sjóinn og fellur út sem kalksteinn. Hnattrænar breytingar Benda má á að hafi efnarofið auk- ist hefur Island sogað meira til sín af koltvísýringi úr andrúmsloftinu við þetta ferli. I annan stað segir Sigurður ýmis- legt benda til þess að við séum að sjá hér hnattrænar breytingar. Brennisteinsútblástur frá iðnaði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni núna en var fyrir 25 árum þegar sýni vora tekin. Þetta skilar sér hingað yfir Atlantshafið. Þá kemur fram að ekkert bendir til þess að styrkur næringarsalta, sem hugsanlega gætu borist frá landbúnaði, hafi vaxið. ■ Hversu hratt/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.