Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sýning Tryggva Ólafssonar fær góða dóma Engir falskir litir Niðjar Bólu- Hjálmars SÝNING Tryggva Ólafssonar í gall- eríinu Krebsen í Kaupmannahöfn fær fimm stjörnur af sex möguleg- um hjá myndlistargagnrýnanda Ekstra-blaðsins, Alex Steen, sem segir Tryggva meistara allegórí- unnar. Sýningin sé hrein perla og alveg laus við hinar „íslensku fals- anir sem svo mikið [sé] rætt um á íslandi þessa dagana". Fyrirsögn dómsins er „Ingen falske farver" eða „Engir falskir litir“. Steen segir myndir Tryggva ferðalag í tíma, sett saman úr nútíð blandaðri fortíð. Strik hans og pensildrættir séu ljóðræn og fáguð og full af sögum í ætt við myndagát- ur sem áhorfendur geti velt fyrir sér í það óendanlega. Gagnrýnandi Politiken, P.M. Hornung, er ekki síður hrifínn. „Ef náttúran lítur stundum út fyrir að vera svo dýrlega einföld, litsterk og örvandi, þá gæti það verið vegna þess að það er Tryggvi Ólafsson sem hefur málað hana. Hann er is- lenskur landslagsmálari sem danska listaakademían og áhrif bandarísku popplistarinnar vöktu til nútímadáða snemma á sjöunda áratugnum. Ut úr því er kominn listamaður sem talar til augans með einföldu og auðskiljanlegu, en þó ekki óflóknu tungumáli, sem óháð staðsetningu sinni í stórborginni (Kaupmannahöfn) og nútímamenn- ingaráhrifum talar enn um náttúru, náttúru og aftur náttúru, en á sinn eigin útsmogna hátt,“ segir Horn- ung. BÆKUR N i ð j a t a 1 BÓLU-HJÁLMAR. NIÐJAR OG ÆVI Niðjatal Hjálmars Jónssonar skálds í Bólu og konu hans Guðnýjar Ólafs- dóttur. Þorsteinn Jónsson tók saman. Byggðir og bú, 1997, 255 bls. Á SÍÐASTA ári voru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu Hjálmars skálds Jónssonar, sem löngum hefur verið kenndur við Bólu í Akrahreppi, þó að ekki dveldist hann þar nema áratug langrai- ævi. Hjálmar andað- ist árið 1875. Kona Hjálmars var Guðný Ólafsdóttir frá Uppsölum í Akrahreppi (f. 1801, d. 1845). Þau hjón voru systrabörn, því að Guð- björg móðir Guðnýjar var systir Marsibilar Semingsdóttur, móður Hjálmars. Börn Hjálmars og Guð- nýjar voru sex. Eru afkomendur frá fjórum þeirra. Langflestir eru frá tveimur, Hjálmari og Sigríði. Þá er talið að Hjálmar hafí eignast soninn Benjamín utan hjónabands. Sjálfur gekkst Hjálmar aldrei við faðeminu, en Benjamín skrifaði sig Hjálmarsson á fullorðinsaldri og hér er hann í niðja- tali ásamt niðjum sínum mörgum. Niðjar Hjálmars eru orðnir marg- ir. Mér telst til að þeir losi sextán hundruð. Ekki er þó víst að öll kurl hafi komið til grafar. Mai-gir fóru til Vesturheims og upplýsingar þaðan eru svolítið skörðóttar eins og einatt verður. Þar sem ættin er lengst fram gengin er hún á áttunda ættlið. Bók þessi er einkar skemmtilega útgefín. Að loknum formála Þor- steins Jónssonar er inngangur eftir Eystein Sigurðsson þar sem fjallað er um skáldskap Hjálmars og ævi- atriði fléttuð saman við. Það er eink- ar vel gerður þáttur og hlýtur að vekja löngun til að lesa bók Eysteins um Hjálmar og skáldskap hans, sem út kom árið 1987 (Bólu-HJálmar). Niðjatalið er gert með venjulegum hætti og því fátt um það að segja þeim sem þekkja eitthvað af hinum mörgu niðjatölum Þorsteins Jóns- sonar. Mai'gar myndir fylgja af niðj- um og bústöðum þeirra, auk annarra áhugaverðra mynda. Böm Hjálmars og Guðnýjar, sem náðu þeim aldri að eignast sögu, fá allítarlega ævium- fjöllun. Þá er æviferill Hjálmars rak- Bólu-Hjálmar inn í löngu máli á neðri hluta blað- síðu langleiðis í bókinni. Ýmsu öðru ítarefni er skotið inn í, t.a.m. einkar skemmtilegum þætti eftir Ingi- björgu Lárusdóttur, dótturdóttur Hjálmars. Viðtöl eru við aðra niðja, frásagnir, skáldskapur o.fl. Eins og kunnugt er var Hjálmar ekki aðeins skáld heldur og listfeng- ur hagleiksmaður. Sýnishom eru af rithendi hans og myndir af útskurð- arverkum. Hagleikur til munns og handa hefur verið ættarfylgja margra Hjálmarsniðja. Þess sjást merki í þessari bók. I bókarlok er vönduð nafnaskrá. Þessi bók er með læsilegri og áhugaverðari niðjatölum sem ég hef séð og til fyrirmyndar er hún um all- an frágang og ytri búnað. Sigurjón Björnsson Tónleikar tónlistarkennara Stj'kkishdlmur. Morgunbladið. TONLISTARKENNARAR við Tónlistarskóla Stykkishólms buðu bæjarbúum upp á tónleika þar sem þeir léku á hljóðfæri sín. Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hólmgeir Þorsteinsson léku fjór- hent á píanó fantasíu eftir Schubert; Berglind Tómasdóttir lék einleik á þverflautu; Láms Pétursson lék á gítar; Daði Þór Einarsson lék á básúnu og Haf- steinn Sigurðsson lék þrjú lög á harmonikku. Tónleikarnir voru vel sóttir og var aðgangur að þeim ókeypis. Tekið var á móti framlögum í hljóðfærakaupasjóð fyrir tónlist- arskólann. Er uppdráttur- inn landslagið? EITT VERKA Sigurðar Árna Sigurðssonar á sýningunni. Hvað gera konur án karla? MYNÐLIST Ingðlfsstræti 8 MÁLVERK SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Opið 14 til 18, fimmtudag til sunn- dags. Sýningin stendur til 29. mars. MÁLVERK Sigurðar Árna Sig- urðssonar eru ekki eins blátt áfram og þau kunna að virðast við fyrstu sýn. Litfletimir eru hreinir og áferðin flöt, bygging verkanna ein- föld og gjaman strang-geómetrísk, skuggar og ljósfletir vandlega af- markaðir. En þessi einfaldleiki er aðeins blekking og í raun er hér um að ræða afskaplega flóknar myndir. Ef bornar eru saman myndir Sigurðar á þessari sýningu annars vegar og á sýrnngu hans á Kjarvalsstöðum árið 1994 mætti meira að segja halda því fram að málverk hans verði enn flóknari eftir því sem útfærslan virðist ein- faldari. Flækjan opinberast manni ekki á myndfletinum sjálfum nema að litlu leyti. Málverkin á sýningunni í Ingólfsstræti 8 eru eins og loft- myndir af túnum þar sem beinir skurðir hafa verið grafnir og fyllst af vatni. Það er engu líkara en að landslagsarkitekt hafi orðið svo ástfanginn af uppdráttum sínum að hann hafi ákveðið að mála þá á striga og sýna sem list. Á Kjarvals- stöðum árið 1994 sýndi Sigurður nokkrar myndir með svipuðu þema. Þar var þó yfirleitt meira að gerast á striganum: Á túninu voru tré og tjarnir sem nú eru horfnar. Hvað er þá svona flókið við þess- ar myndir sem virðast eins einfald- ar og verið getur? Það er einmitt þessi einfalda og að því er virðist sjálfsagða eftirmyndun náttúrunn- ar sem hlýtur að vekja tortryggni okkar og fá okkur til að spyrja hvað hér sé eiginlega á seyði. Er Sigurður bara að sýna okkur túnspildu skoma af skurði? Getur myrid hans af túninu í einhverjum skilningi komið í staðinn fyrir raunveruleikann eða orðið honum jafngild? í sýningarskrá fyrir Kjarvalsstaðasýninguna 1994 bendir Bemard Marcadé á að mál- verk Sigurðar séu „list skugga- mynda og tvífara“. Þannig tengjast þau því sem okkur er tamt að líta á sem frumstig málarlistarinnar - gmnn hennar og fyrsta tilgang - að vera eftirmynd veruieikans, eins konar uppdráttur eða landakort. En vandamái máiverksins er einmitt að það tollir aldrei inni í þessari einfóldu skilgreiningu. Milli þess og veruleikans myndast alltaf ákveðið bil sem ekki verður brúað, líkt og aldrei sé hægt að láta uppdráttinn stemma fullkomlega við landslagið sem hann á að lýsa. Uppdrátturinn er ekki landslagið, eins og Bertrand Russell benti á forðum og mörgum þykir enn mik- ið til um. Tengsl málverksins við veruleikann sem það lýsir em vandamál einmitt vegna þess að einn hlutur getur aldrei staðið fyrir annan án þess að verða sjálfur hlutgerður og fá þannig einhverja aðra merkingu en frummyndin. Einföld eftirmyndun stríðir gegn sjálfu eðli hiutveraleikans. Því ein- faldari sem málverk Sigurðar verða þeim mun skýrari verður þessi staðreynd. Nú skyldi enginn halda að sýn- ing Sigurðar sé bara húmorslaus tesa um fmmspeki. Þvert á móti notar hann kímnina til að undir- strika og skerpa vandann sem hann er að fást við. Á sýningunni í Ingólfsstræti era fjögur verk. Þrjú þeirra eru hefðbundin málverk og hanga á veggjunum. Það fjórða er uppstoppuð kanína sem situr í holu sinni. Þessi tenging málverkanna og þess lifandi veraleika sem garð- yrkjumaðurinn þarf að fást við sýna hve mikið hlýtur að bera á milli og gera sýningu Sigurðar í senn ákaflega áhugaverða og bráð- skemmtilega. Jón Proppé LEIKLIST HólmavSlóð 4 Tlialfa, leikfélag MS PILSAÞYTUR - ÁSTIN SIGRAR ALLT Eftir Carlo Goldoni. Leikstjóri: Helga Braga Jónsdóttir. Leikendur: Hann- es, Bjarni, Gummi, Dan, Thelma, Sara, Ylfa, Auður, Valur, Benni, Birta, Kristín, Davíð, Ríiggi, Bettý. Ljós: Kári, Óli. Frumsýnt: Fimmtu- daginn 12. marz 1998. COMMEDIA dell’arte var vinsælt gamanleikjaform í Evrópu á 16., 17. og 18. öld. Söguþráður leikjanna var einfaldur og persónur þeirra fulltrú- ar einhverra eiginleika manna (sk. týpur). Oftar en ekki sömdu leikarar texta sinn jafnóðum. Þess vegna eru ekki margir slíkir leikir varðveittir, því þeir voru list augnabliksins sem áttu sér, strangt til tekið, ekkert ákveðið forrit. Carlo Goldoni samdi einn slíkan leik um 1760, Pilsaþyt, sem enn er „lifandi". Þetta líf sitt, tel ég, á hann staðar- og tímaleysi sínu að þakka. Af hendi Goldonis gerist hann í Chiozza, litlu fiskiþorpi á Ital- íu, en gæti þess vegna gerzt á Eski- víkureyri, syðst á Norðfjarðaströnd- um. Það sem hrindir atburðarásinni af stað eru mannlegu þríeykisein- kennin ást, afbrýði og misskilningur. Leikfélag Menntaskólans við Sund, Thalía, sýnir nú þennan tæplega 240 ára leik, í nokkru yngra verksmiðju- • KIRKJURITIÐ er komið út og er þetta fyrsta hefti í 64. árgangi. Organistablaðið hefur verið sam- einað Kirkjuritinu, þótt ekki sjái þess merki í efnistökum þessa fýrsta heftis. Ritstjóri er sr. Krist- ján Bjömsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Meginefni þessa heftis er um fræðslu kirkjunnar á tímamótum í lífí barna, unglinga og fullorðinna. Undir yfirskriftinni kirkjan og lífs- skrefin er fjallað um foreldra- fræðslu við ungbarnaskím, barna- starf kirkjunnar, kirkjuna og leik- skólann og grunnskólann, fermingu og unglingastarf og um fullorðins- húsnæði úti á Granda, á Hólmaslóð 4. _ í stuttu máli var sýningin hin bezta skemmtun, þó hún hafi verið ögn sein af stað. Bæði var það vegna þess að höfundur er ekkert að flýta sér að koma sjálfum atburðunum af stað og leikendur voru dálítinn tíma að fínna sig í hlutverkum sínum. En þegar það kom rúllaði sýningin á því- líkum hraða allt til enda í sífellt meiri ærslum og ruglingi. Leikendur náðu vel saman, hver við annan, og ekki síður við áhorfendur, sem ekki er ýkja ónauðsynlegt í gamanleikj- um. Án þess að ég vilji halla á nokkurn var það skiptinemi frá Alaska, Dan að nafni, í hlutverki Fortunatos sem átti kvöldið. Fort- unato þessi talar einhverja óskiljan- lega mállýsku sem Dan tók og hóf í æðra veldi með talanda sínum. Auk þess notaði hann andlitið meistara- lega í túlkun á þessum vel meinandi einfeldningi. Eitt var þó sem orkaði eilítið tvímælis, a.m.k. ef haft er í huga hvar og hvenær verkið var skrifað: Þjónninn var hafður kín- verskur. En hann var fyndinn, nægir það ekki sem skýring í gamanleik? Þeir sem eru táknfræðilega þenkj- andi geta velt nöfnum persónanna (Fortunato, Libera, Lucietta) fyrir sér. Táknfræðin hefur reynst mér það þunnur ís að ég hætti mér ekki lengur út á hann. Eitthvað hlýtur að búa að baki þeim, sérstaklega í verki skrifuðu á 18. öld. Heimir Viðarsson fræðslu. Dr. Pétur Pétursson skrif- ar afmælisgrein um Prestaskólann í Reykjavík og predikun í Dóm- kirkjunni; sr. Sigurður Sigurðars- son skrifar erindi um hvíldardaginn og um alheimskirkju Krists ritar Bjarni Randver Sigurvinsson. Auk þess ritar dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson erindi um kennimanninn sr. Sigurjón Þ. Amason, afa sinn, er þjónaði um skeið í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans og birtist eftir hann predikun á siðabótardaginn 1967. Áð lokum er grein eftir sr. Kristján Björnsson sem fjallar um hálfrar aldar afmælisþing Lútherska heimssambandsins, en það var haldið í Hong Kong á liðnu sumri. Tímarit I i I I ( I I I i I I I t I «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.