Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Óþolinmóðir bflstjórar á Öxnadalsheiðinni „Það upphófst hálfgerður kappakstura FÆRÐ um Öxnadalsheiði var með skásta móti í gær og þar var þokkalegt veður og skyggni um miðjan daginn, þótt gengi á með éljum, að sögn Jóns Péturssonar bifreiðastjóra, sem sér um snjó- mokstur á heiðinni. Bakkasels- brekka var ófær á sunnudag og fram undir kvöld á mánudag og eins og komið hefur fram biðu um 100 bílar eftir að komast upp Bakkaselsbrekku á mánudag og um 40 bflar biðu eftir því að komast niður brekkuna á sama tíma. Ragnar Karlsson bflstjóri, sem var á ferð um Öxnadalsheiðina á mánudag, sagði að eftir að búið var að leysa úr flækjunni við Bakkaselsbrekkuna hefðu marg- ir bflstjórar þurft að flýta sér heldur mikið. „Það upphófst hálf- gerður kappakstur og voru margir bflstjórar að reyna fram- úrakstur við ansi misjafnar að- stæður.“ Jón sagði að eftir að Vega- gerðin gaf út að mokstur væri hafínn á heiðinni um miðjan dag á mánudag hefðu bflar af öllum stærðum og gerðum safnast sam- an ofan og neðan Bakkasels- brekku. Þá skall saman aftur að sögn Jóns og gerði leiðindaveður og urðu snjómokstursmenn frá að hverfa um tíma. Allir í símanum „Okkur tókst að ná póstbflnum niður á mánudag, en hann hafði setið fastur í brekkunni frá nótt- inni áður. Það komst hefill upp að póstbflnum og áfram upp brekkuna við mjög erfíðar að- stæður. Þá hafði mikið af bflum safnast saman við brekkuna, allir að nota síma og allar rásir upp- teknar. Ég var neðan við brekk- una en hefill og snjóblásari ofan við, en ég náði ekki sambandi við þá og þannig var ástandið í um tvær klukkustundir." Morgunblaðið/Ragnar Karlsson UM eitt hundrað bflar biðu eftir að komast upp á Öxnadalsheiði á mánudag og um 40 bflar biðu þess að kom- ast niður af heiðinni. Mikil bflalest myndaðist því á heiðinni, eins og sést á myndinni og voru margir bflstjór- ar orðnir ansi óþolinmóðir. Jón sagði að hugmyndin hefði verið að aðstoða þá bfla sem safnast höfðu við brekkuna við að komast leiðar sinnar þrátt fyr- ir leiðindaveður en útilokað hefði verið að ná sambandi við snjó- ruðningsmennina sem voru uppi í brekkunni, livort heldur var í síma eða talstöð. Hann sagði að töluverður snjór hefði verið í brekkunni og alltaf safnaðist mikill snjór í kringum vegriðin í suðvestanáttinni. Okumenn eiga það til að verða heldur æstir og halda af stað áður en búið er að opna snjóþungar heiðar og sagði Jón að atvinnubflstjórar væru ekki barnanna bestir hvað þetta varðaði. „Það getur verið mjög erfítt að fá vinnufrið þegar íjöldi fólks er kominn á bflum á svæðið, nema þá helst að loka fyrir umferð, en þá verða menn oft misjafnlega æstir,“ sagði Jón. Snjóruðnings- menn voru á heiðinni fram eftir mánudagskvöldi og hélst hún op- in í fyrrinótt. Þeir voru svo mættir á vaktina aftur snemma í gærmorgun. Morgunblaðið/Kristján Aksjón Miðvikudagur 18. mars 20:30 ►Sjón- varpskringlan á Akureyri 21:00 ► Framboðsmálin á Ak- ureyri Viðbrögð við skoðana- könnun bæjarsjónvarpsins og Dags. UVIin 21:10 ►Niubíó Hefnd “ I •*U (Sunset Grill) Drykk- felldur einkaspæjari ákveður að leggja frá sér flöskuna og leita hefnda þegar kona hans finnst myrt á hrottalegan hátt. Hann leggur líf sitt að veði þegar hann kemst á slóð glæpagengis og uppgjör er óumflýjanlegt. Aðal- hlutverk: Peter Wellerog Lorí Singer. 1992. Myndin er bönn- uð börnum. Aflaverð- mæti Guð- bjargar 85 milljónir GUÐBJÖRG, fiystitogari Sam- heija hf. hélt til veiða í Barents- hafíð á ný fyrir helgina, eftir að hafa landað um 300 tonnum af frosnum físki, aðallega þorski, ufsa og ýsu og um 60 tonnum af fiskimjöli á Akureyri. Guðbjörgin, sem siglir undir þýskum fána, landaði á Akur- eyri eftir tveggja mánaða túr í Barentshafið og var aflaverð- mæti skipsins um 85 milljónir króna. Guðbjörgin er eina skip Samheija sem er á sjó en það er í leigu hjá þýskum útgerðarað- ila. Önnur skip félagsins eru bundin við bryggju, flest á Akureyri, vegna verkfalls sjó- manna. Starfsmaður Flutningamið- stöðvar Norðurlands, sem vann við löndun úr Guðbjörgu á Akureyri á dögunum var held- ur kuldalegur að sjá, enda beit frostið vel í kinnar. Húsfriðunarnefnd vill skoða Lækjargötu 6 Beðið með niðurrif JAKOB Björnsson bæjarstjóri lagði til á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að afgreiðslu samþykktar bæj- arráðs frá því I síðustu viku um að rífa húsið við Lækjargötu 6 yrði frestað og bæjarráð fengi málið að nýju til umfjöllunar. Tillaga bæjar- stjóra var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Magnús Skúlason hjá húsfriðunar- nefnd óskaði eftir því við bæjarstjóra á mánudag að bæjarstjórn frestaði af- greiðslu málsins þar til nefndai-menn hefðu átt þess kost að koma á vettr vang, skoða húsið og ræða við fulltrúa í bæjarráði. Stefnt er að því að sá fundur verði 2. apríl næstkomandi. Oddur Halldórsson, Framsóknar- flokki, varpaði fram þeiiri hugmynd að Akureyrarbær sem ætti húsið myndi selja það á þúsund krónur einhverjum þeim sem metnað hefði til að gera það upp svo sómi væri að. NYJAR VORUR FRÁ I VERSLUNUM OKKAR STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Sími 551 8519 SP Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg Sími 5521212 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Sími 568 9212 V' Hvað er Hjálpræðisherinn? HVAÐ er Hjálpræðisherinn? er yf- irskrift íyrirlesturs sem fluttur verður á sal Hjálpræðishersins á Akureyri, Hvannavöllum 10, í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20.30. Skoðað verður m.a. hvernig hreyf- ingin varð til, útreiðsla hennar, helstu trúarkenningar og staða hennar nú um stundir. Óhætt er að fullyrða að margt kemur á óvart þegar skyggnst er á bak við hið ein- kennisklædda herskipulag, eins og umfangsmikið hjálparstarf sem her- inn sinnir víða um heim og hefur frá upphafi verið órjúfanlegur hluti af boðunarstarfi hans. Allir eru vel- komnir og er aðgangur ókeypis. Starf skálavarðar í Laugafelli Laust er til umsóknar starf skálavarðar í Laugafelli frá 3. júlí til 30. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Ingvar Teitsson, formaður stjórnar í síma 462 7866, og Kristinn Jón Jónsson, gjaldkeri í síma 4624171 eftir kl. 19.00. Umsóknir sendist Ferðafélagi Akureyrar, pósthólf 48,602 Akureyri. Frestur til að skila umsóknum er til 30. mars nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.