Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ T- > Fjöldinn er raunveru- legt fólk „Hugsanlegur áhorfendahópur er hver einasti mabur, kona og barn í samfé- laginu sem hefur aðgang að sjónvarps- tœki og tíma og löngun til að horfa. “ NSKI leikritahöf- undurinn Trevor Griffiths er einn fárra leikritahöfunda sem hafa yfírgefið leikhúsið og snúið sér alfarið að leikritaskrifum fyrir sjónvarp. Giiffiths bætti um betur og setti fram á hreinskilinn og skýran hátt ástæður sínar fyrir þessari ákvörðun; hann taldi sig einfald- lega ná betur til fjöldans í gegn- um sjónvarpið en leikhúsið. I því efni hafði hann vissulega margt til síns máls og tók upp þráðinn frá leikhús- og fjölmiðlafræðingn- um Raymond VIÐHORF Willams sem ------ var einn þeirra Eftir Hávar fyrstu sem Sigurjónsson hafnaði kenn- ingunni um hinn nafnlausa fjölda sem sæti dofinn yflr sjónvarpinu án nokk- urrar sjálfstæðrar hugsunar. Williams skrifaði árum saman um sjónvarp í tímaritið The Listener og dró saman reynslu sína í gagnmerkri bók Television and Cultural form. Þar segir hann m.a.: „Hinn „sjónvarpssjúki fjöldi“ er ekki til nema í hugum annars flokks félagsfræðinga. Fjöldinn er raunverulegt fólk, menn og konur, sem leysir dag- lega úr alls kyns vandamálum og erfíðleikum, og er fyllilega fært um að læra og draga ályktanir af því sem fyrir það er borið." Griffíths greip þetta á lofti og sá í hendi sér að leikrit sem sýnt er í bresku sjónvarpi nær að meðaltali til 3-12 milljóna manna ef útsending er fyrri hluta kvölds á virkum degi. Til samanburðar nær leikrit sem sýnt er (fyrir fullu húsi) í 500 manna leikhúsi á hverju kvöldi árið um kring til 180 þúsund áhorfenda. Möguleik- inn að ná til heillar þjóðar í gegn- um sjónvarp er einnig fullkom- lega raunhæfur. „Hugsanlegur áhorfendahópur er hver einasti maður, kona ogbarn ísamfélag- inu sem hefur aðgang að sjón- varpstæki og tíma og löngun til að horfa. Það er því ekkert skrýt- ið að yfírvöld telji nauðsynlegt að stjórna af festu fjölmiðli sem náð getur til svo margra. Að „upp- lýs a“ og „fræða" er kannski á stefnuskránni ásamt því að „skemmta" áhorfendum, en upp- lýsingar sem vekja reiði og fræðsla sem umturnar viðteknum skoðunum, valda því að höfund- um og framleiðendum er vísað á dyr og samningum viðþá rift.“ Griffiths er hér að vísa til ákveð- inna atburða sem áttu sér stað innan breska ríkissjónvarpsins BBC í lok áttunda áratugarins eftir að ákveðið var að sýna ekki sjónvarpsleikrit Dennis Potters, Brimstone and Treacle. Umrætt leikrit var svo leikið víða á næstu árum í breskum leikhúsum sem undirstrikar í rauninni tvennt; annars vegar að leikhúsheimurinn er á vissan hátt frjálslyndari en sjónvarpið og hins vegar að í nútímaleikhúsi er engin ógnun fólgin, gildi þess sem áróðurstækis heyrir sögunni til; það gegnir fyrst og fremst há- menningarlegu afþreyingarhlut- verki. Griffiths lýsir þessu með eftirfarandi orðum: „Leikhúsið veitir höfundinum mesta stjórn á framleiðslu á verki sínu en sem samfélagslegt fyrirbæri er það a 1- gjörlega ófært um að ná til, svo ekki sé sagt hafa áhrif á, mark- tæks hluta almennings. Vel- gengni í leikhúsinu getur fært höfundi frægð, (svolitla) peninga, aðdáun gagnrýnenda og sess í bókmenntunum en verkið er um leið súrsað til frambúðar íyfír- fullu menningarbúri hámenning- arneytandans.“ I ljósi þessa má t.d. skoða þá staðreynd að ritskoðun leikrita var felld niður í Bretlandi á sjö- unda áratugnum; það var reynd- ar löngu orðin hlægileg tíma- skekkja en er engu að síður til marks um að yfirvöld sáu enga ástæðu lengur til að skipta sér af því sem fram fór í leikhúsunum. Hins vegar er enn haldið uppi öflugri ritskoðun gagnvart því hvaða efni er sent út í sjónvarpi. í daglegu tali er ritskoðun sjón- varps kölluð dagskrárstýring og þar ráða markaðssjónarmið mestu, siðferðileg sjónarmið ein- hverju, svo og hin meinta hlut- leysisstefna ef um ríkisfjölmiðil er að ræða. Hugtök eins og sið- ferði og hlutleysi eru reyndar hreyfanleg og endalaust umdeil- anleg. Grynnra verður á siðferð- issjónarmiðunum þegar horft er til hinna „frjálsu" sjónvarps- stöðva, þar sem markaðurinn ræður ferðinni, þ.e. lægsti sam- nefnarinn er fundinn í sífellu og kallaður „smekkur meirihlut- ans“. Þess er einnig í flestum til- fellum vandlega gætt að sýna ekkert efni sem gæti talist um- deilt, að ekki sé minnst á aðgát- ina sem frelsið krefst að viðhöfð sé í nærveru kostenda og aug- lýsenda. Sjónvarpið er íhaldssamur mið- ill og höfundurinn verður að vinna innan þeirra forma sem fyrir eru í stað þess að reyna að skapa ný form. Líkurnar á að formbyltandi leikrit komist að í sjónvaipi eru hverfandi. Griffiths bendir samt á að þegar stofnun á borð við ríkissjónvarpsstöð hefur náð ákveðinni stærð þá hættir miðstýrt eftirlit að virka og snjall höfundur sem vill koma hug- myndum sínum að getur notfært sér „götin“ sem myndast. „Mikil- vægi sjónvarpsins við að móta og viðhalda viðteknum skoðunum á þjóðfélagslegum fyrirbærum, kemur einmitt skýrast fram í því hversu mikil áhersla er lögð á að stýra því hvaða efni er sýnt og hvað ekki.“ Burtséð frá pólitísku inntakinu í máli Griffiths geta íslenskir leik- ritahöfundar gert málstað hans að sínum gagnvart íslensku sjón- varpi. Höfundar sem taka hlut- verk sitt alvarlega og hafa á ann- að borð eitthvað fram að færa eiga að grípa tækifærið og ganga ekki að því sem gefnu að sjón- varpið bjóði ekki aðra efnislega kosti en sápulega tilfinningasemi, innihaldslausa spennu og bitlausa gamansemi. „Nafnlaus fjöldinn" er til staðar með sjónvarpstæki í stofunni og vit í kollinum. Uppsagriirnar voru óhæfa „SVONA gera menn ekki,“ sagði forsætis- ráðherra á dögunum, og varð það fleyg setn- ing, sem menn hafa margoft vísað til síðan, þegar þeim hefur gjör- samlega blöskrað eitt- hvað. Einnig mér kom þessi setning í hug, fyrst er ég frétti af ný- afstöðnum uppsögnum starfsfólks hjá Flugfé- lagi íslands. Allt í sam- bandi við það mál er með slíkum endemum að engu tali tekur. Ekki er nóg með að þarna hafi verið rekið úr starfi reyndasta fólkið í starfsgreininni, heldur var allur aðdragandi og að- ferð við málið með sh'kum hætti að óhæfa verður að teljast. Fólki, sem hafði af alúð og áhuga stundað sitt starf árum saman, áratugum sam- an sumir, er skyndilega og fyrir- varalaust tilkynnt, að nú sé þess ekki þörf lengur, það geti bara far- ið, hypjað sig strax, já, burt með þig strax í dag (þannig var þetta gert). Svona framkoma við fólk er ekki aðeins ruddaleg, ekki aðeins tOlitslaus og særandi, heldur einnig vanhugsuð og varasöm fyrir sérhvert fyrirtæki og ekki ætlandi neinum sæmOega skynsömum stjómanda. Úti að aka Sá stjórnandi fyrirtækisins á ís- landi, sem hefur enn ekki lært að dýrmætasti fjársjóður hvers fyrir- tækis er starfsfólkið sjálft hefur ekkert lært, ekkert skilið; hann gerir sig sekan um óleyfilega fá- kunnáttu í stjómun, er úti á þekju, og alls ekki starfi sínu vaxinn. Oteljandi blaðagreinar, tímarits- greinar, heilu bækumar eru nú skrifaðar og fyrirlestrar haldnar úti í hinum harða heimi viðskiptalífs- ins, þar sem því er haldið fram sem staðreynd, að hvert það fyrirtæki, sem er stjómað af mönnum, sem ekki hafa að leiðarljósi að koma vel fram við starfsfólkið, sem ekki sýna að þeir kunni að meta hæfileika og hollustu starfsfólksins, reyna ekki að skapa góðan vinnumóral (staff- moral), er dæmt tO að farast í sí- harðnandi samkeppninni. Forsvarsmaður fyrirtækis, sem ekki skilur þetta, þekkir ekki sinn vitjunartíma, og ætti að leita fyrir sér um annað en að reyna að stjóma fólki. Geri hann það ekki verða hluthafar, fjármagnseigend- urnir sjálfir, sem leggja gmnninn að fyrirtækinu að víkja manninum frá (að sjálfsögðu með tdlitssöm- um hætti), ellegar tapast beinharð- ir peningar og að lokum fer fyrir- tækið í rúst. Mannasiðir Auðvitað getur málum verið svo komið, vegna adskonar aðstæðna (stundum sjálfskapaðra) að íýrir- tæki neyðist til að draga saman seglin og þar með talið að segja upp starfsfólki, en þá er aðalatriði en ekki aukakatriði, hvernig það er gert, hvernig er að því staðið á allan hátt. Lágmarkskrafa er að sýna fólki al- menna mannasiði, það hjálpar alveg ótrúlega mikið. Það á að halda fund með starfsfólk- inu áður en til upp- sagna kemur og leggja spilin á borið. Það á að ræða málin við trúnaðarmenn og starfsfólkið sjálft. Það á að reyna að milda þetta eins og frekast er kostur, athuga með fólkinu hvort einhver önnur lausn en upp- sögn sé möguleg. Athuga hvort viðkomandi starfsmaður eigi hugs- anlega innkomu hjá öðru skyldu fyrirtæki, segjum í þessu tilfelli Flugleiðum t.d. Það ber að kanna aðstæður hjá hverjum einstökum Hafi stjórnandi fyrir- tækis ekki lært að dýr- mætasti fjársjóður þess er starfsfólkið sjálft, hefur hann ekkert lært. Kjartan Norðdahl gagnrýnir nýafstaðnar uppsagnir hjá Flugfé- lagi Islands. starfsmanni, því þær geta verið mjög mismunandi. Kona á miðjum aldri, sem hefur unnið allan sinn starfsaldur hjá sama fyrirtækinu, á aUs ekki auðvelt með að komast í annað starf. Og veit ég um dæmi þess að starfsmaður, sem varð fyr- ir álíka uppsagnaaraðferð og hér um ræðir og starfaði hjá þekktu fyrirtæki hér í borg, rétt komst hjá því að fremja sjálfsvíg vegna áfallsins, sem hann varð fyrir. Honum fannst óþolandi að fá ekki að vita hvers vegna honum var vik- ið frá, því ef það var vegna sam- dráttar, hvernig stóð á því að fljót- lega var ráðinn annar maður í stöðuna, sem hann hafði gegnt! Það var aðeins vegna ítarlegrar sérfræðiaðstoðar sálfræðings og geðlæknis að tókst að bjarga við- komandi. Menn, sem standa fyrir uppsögnum starfsfólks með langan starfsaldur að baki, verða að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem slíku fylgir og haga sér ekki eins og einhverjir bjálfar. Það á að gefa út fréttatilkynningu þar sem út- skýrt er alveg kristalklárt, hvers vegna þessi ákvörðun er óhjá- kvæmileg, að hún sé tekin vegna rekstrarörðugleika en ekki vegna óhæfni þess starfsfólks, sem í upp- sögninni lendir. Ef það er ekki gert getur viðkomandi starfsmað- ur fengið á sig alveg óverðskuldað- Kjartan Norðdahl ■ ■ SLIM-LINE Vöggusængur, dömubuxur vöggusett. frá gardeur* ÖÓunrv Póstsendum jl "ig Zfáj&trúði*' tískuverslun B V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 B SkóUvöröustíg 21 SámiSS! 4050 Reyk|avik an viðloðandi grun um einhvers konar vanhæfni í starfi, sem getur skaðað hann um alla framtíð, og beinlínis orðið til þess að hvergi fæst önnur vinna. Starfsmaður, sem hefur stundað sitt starf af kostgæfni árum og áratugum sam- an á annað og betra skilið af hálfu fyrirtækisins. Hellisbúarnir Þetta hafa menn skilið í útlönd- um þótt langt virðist í sama skiln- ing hér á landi. í nágrannalöndum okkar, og einnig í fjarlægari lönd- um, hafa verið sett lög eða alþjóða- samþykktir verið fullgiltar, sem veita starfsfólki miklu ríkari vinnuvernd en tíðkast hér landi. Vinnuvernd á Islandi er nánast eins og hjá einhverjum hellisbúum. „Löglegt en siðlaust," sagði ann- ar merkur Islendingur eigi íyrir löngu, og finnst mörgum að sú setning eigi svo sannarlega við í því dæmi um uppsagnfrj sem hér er tekið til umfjöllunar. Eg er hins vegar alls ekki sannfærður um að uppsagnaraðferðirnar standist ákvæði laga um hópuppsagnir, þótt svo virðist sem VR ætli sér ekkert að aðhafast hvað það atriði snertir. Og er það óskiljanlegt. Gungurnar Öll aðferðin við uppsagnir þessa fólks, sem margir hafa bókstaflega litið á sem innanlandsflugið sjálft, klettinn sem allt hitt byggðist á, var með slíkum hætti að óverjandi er með öllu. Ekki var nóg með að engin þeirra atriða, sem ég nefndi hér á undan væru virt, heldur voru sumir í stjóm fyrirtækisins svo aumir, svo ég segi ekki hreint út - slíkar gungur - að þeir flúðu land meðan ósköpin gengu yfir. Hvílík- ur hetjuskapur! Ráðamennimir Nei, það er alveg rétt hjá þér Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sumt gera menn einfaldlega ekki. Og það hefðir þú átt að vita, Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri. En við ykkur alþingismenn segi ég þetta - flýtið ykkur að fullgilda samþykkt nr. 158 hjá ILO um vinnuvernd, eða semjið áþekk lög, eins og gert hefur verið í Dan- mörku og Noregi, áður en launa- fólk nágrannalanda okkar afskrif- ar ykkur sem alþjóðleg flón, sem séuð landi ykkar og þjóð til skammar, fyrrir að vera ekki löngu búnir að þessu. Gott starfsfólk Og við ykkur, starfsmenn góðir, sem hafið fengið reisupassann hjá Flugfélagi íslands, segi ég þetta - haldið fullri reisn, það efast enginn um hæfni ykkar og verðleika, sem ykkur hefur kynnst í starfi og leik, og við ykkur, óþekktir atvinnurek- endur, sem ráðið þetta fólk til starfa, segi ég þetta - það verður ykkar gæfuspor. Höfundur er flugstjóri og lögfræðingur. Eyrnalokkagöt Nú einnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.