Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Kvöldbænir í Hafnar- fjarðarkirkju í KVÖLD hefjast á ný kvöldbænir í Hafnarfjarðarkirkju, en fastar kvöldbænir hafa legið niðri undan- farin miðvikudagskvöld vegna Bi- blíunámskeiðs. Kvöldbænirnar hefjast kl. 21 og eru með mjög ein- földu sniði. Kirkjugestir koma saman við altarið, hlýða á lestur ritningartexta og bera síðan fram bænaefni. Einnig er hægt að koma á framfæri bænaefnum fyrir stund- ina og eru þau þá borin fram af presti. Að lokum er kveikt á bæna- kertum á bænaaltari kirkjunnar og þegin fararblessun áður en hver heldur til síns heima. Sr. Þórhallur Heimisson annast bænastundina. Kyrrðarstund fer fram í kirkjunni sama dag kl.12 í umsjón sr. Þór- hildar Ólafs. Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Föstumessa kl. 20.30. Bjöm Sveinn Björnsson cand. theol. flytur hugvekju. Árni Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund og veitingar. Starf fyrir 10- 12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Orgel- leikur og lestur Passíusálma kl. 12. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og böm þeirra hjartanlega velkomin. Sr. María Agústsdóttir. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf fyrir eldri borgara í dag kl. 13-17. Laugarneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnað kl. 19.30. Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfir kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Kyrrðarstund á föstu kl. 20. Sr. Halldór Reynisson. Seltjamarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra opið hús kl. 13.30-16. Handa- vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðlioltskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir TTT starf fyrir 10-12 ára í dag k. 17.15. Æskulýðs- fundur Íd. 20. Digraneskirkja. KFUM & K 10-12 ára barna kl. 16.30. Æskulýðsstarf KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur í dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.30-17.30 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) ára bömum kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bæna- stund lokinni. Fundur Æskulýðsfé- lagsins Sela kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbæn- ir og altarisganga. Léttur hádegis- verður á eftir. Opið hús kl. 20-22, æskulýðsfél. 13-15 ára Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara milli kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn. Kl. 12.10 kyrrðarstund í hádegi. Kl. 15.30 fermingartímar, bamaskólinn. Kl. 16.30 fermingartímar, Hamars- skóli. Kl. 20 KFUM & K húsið við Fífilsgötu opið unglingum. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusamvera sem hefst með léttu borðhaldi á vægu verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Föstuguðsþjón- usta kl. 20.30. Séra Kjartan Jóns- son, kristniboði, prédikai-. Sóknar- prestur. Er húðin þurr . og sprungin? Decubal húdvörur leysa vandann Ráðgjöf og kynning á Decubal húðvörum í Lyfju í dag miðvikudaginn 18. mars kl. 14-18. 20% afsláttur tíh LYFJA KJj Lágmúla 5 • Sími 53; 533 2300 Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. Á undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Ármúla 29, sími 38640 FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DAELUR - STEYPUSAGIR - HRÆRIVÉLAR - SAGARBLÖD - Vönduð framleiðsla. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fólksflóttinn úr dreifbýlinu FÓLKSFLÓTTINN úr dreifbýlinu til höfuðborgar- svæðisins er óæskileg öfug- þróun, sem verður að stöðva. Á umræðufundi í sjónvarpinu var rökrætt um þessi mál, og vildu margir meina að ríkisvaldið stuðlaði að fólksflóttanum. Því var haldið fram að aukning starfsfólks í opin- bera geiranum væri mest á Reykjavíkursvæðinu. Þetta er rétt, en reynt hefur verið að koma opinberum stofn- unum út á landsbyggðina, svo sem Landmælingum ríkisins og Byggðastofnun. En þetta er ekki nóg, fleiri stofnanir þarf að flytja, svo sem Veðurstofuna og Þjóð- minjastofnun. Það er gott rými fyrir þessar stofnanir víða, t.d. austur á Rangár- völlum, og þar eru stór landsvæði, sem hægt væri að koma fyrir miklum fjölda fólks. Aðstaða til að gera þarna millilandaflug- völl eru hinar bestu. Flug- vallargerð myndi kalla á aukin umsvif í landnámi Ketils hængs, og eðlilega myndu þar rísa hótelbygg- ingar og hefjast myndi landnám í víðara skilningi en fyrir 1.100 árum. Til þess að þetta yrði að veruleika, þurfa þingmenn kjördæmisins að vinna að málinu, og með lagasetn- ingu að gera það fysilegt fyrir fólk að flytjast austur í Rangárþing. Ráðamenn í héraðinu gætu einnig stutt við bakið á fyrirtækjum, stofnunum og einstakling- um, með hagkvæmum lóðasamningum og skattaí- vilnun fyrstu árin. Væri ekki snjallt af hlut- aðeigandi aðilum að ræða þessi mál, gera langtimaá- ætlanir og vinna svo með oddi og egg að því að mikill þéttbýliskjarni myndist í Rangárþingi? Eyjólfur Guðmundsson. Hver kannast við vísuna? BERGÞÓRA hafði sam- band við Velvakanda og var hún að leita eftir höf- undi eftirfarandi vísu og hvort fleiri erindi séu til. Ég lærði til prests af veikum vilja ég var ekki knúinn af innri þörf ég reyndi ekki að kryfja til kjamans né skflja ég kunni ekki að meta heilög störf. Þeir sem kannast við þessa vísu geta haft sam- band við Bergþóru í síma 557 5410 eða vs. 557 9030. Tapað/fundið Grátt Mongoose- fjallahjól týndist GRÁTT Mongoosefjalla- hjól týndist sl. laugardags- kvöld frá Borgarkringl- unni. Skilvís flnnandi hafi samband í síma 896 2008 eða 588 7144. Fundarlaun. Eyrnalokkur týndist EYRNALOKKUR, gull- hringur, fléttaður með rauðum steini, týndist sl. föstudag 13. mars á leið- inni Norðurmýri - Hverf- isgata - Laugavegur. Skil- vís finnandi hafl samband við Auði í síma 553 0593. Dýrahald Islenskur Collie fæst gefins ÍSLENSKAN Collie, árs- gamlan, vantar gott heimili vegna óviðráðanlegra or- saka. Upplýsingar í síma 566 7104 og 897 7181. Óska eftir hvítum kettlingi ÓSKA eftir hvítum kettlingi gefins, helst læðu. Uppl. í síma 552 2903 eftir kl. 13. Tvær kisur óska eft- ir heimili TVÆR kisur óska eftii- góðu heimili. Önnur er 9 mánaða fress og hin 2 ára læða. Upplýsingar í síma 897 4754. SKÁK IJinsjón Margcir Péturssan STAÐAN kom upp á Reykjavíkurskákmótinu, sem lýkur í dag. Stigahæsti keppandinn á mótinu, ívan Sokolov (2.625), Bosníu, var með hvítt, en Bandaríkjamaður- inn Nick deFirmian (2.590) hafði svart og átti leik. Hvitur var að bera fyrir skák með 40. c4-c5, en það dugði skammt: 40. - Dxc5+! og hvítur gafst upp, þvi hann er mát ef hann þiggur drottn- ingarfórnina: 41. Hxc5 - Hxfl mát. 41. Khl - RE+ er einnig vonlaust. Fyrr í skákinni var Sokolov með peði yfir og unnið tafl, en hélt illa á málum og yfirsást að lokum að svartur gat skákað á a7 og unnið. Þetta þýddi það að Sokolov átti ekki lengur möguleika á sigri á mótinu, því hann hafði áður tapað íyrir Þresti Þórhallssyni. Níunda og síðasta umferð mótsins hefst í dag kl. 13 í félagsheimili Taflfélags Reykjavikur, Faxafeni 12. SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... UGGLAUST er Víkverji í hópi fjölmargi-a íslendinga, jafnvel yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar, sem aldrei hefur nennt að setja sig almennilega inn í hvað Sehengen-samkomulagið kemur til með að þýða fyrir íslensku þjóðina, komist það á annað borð á laggirn- ar. Víkverja varð títt hugsað til þessa áhugaleysis í síðustu viku, þegar hann fór í örstutta vinnuferð sem þýddi viðkomu í þremur Evr- ópulöndum. Raunar er niðurstaða Víkverja, að svo komnu máli, að við höfum ekkert að gera með þetta Schengen-samkomulag og það sem því mun fylgja, í ljósi minna innra eftirlits. xxx TIL þess að skýi'a afstöðu Vík- verja er rétt að geta þess, að hann flaug í liðinni viku frá Keflavík til Amsterdam, þ.e. frá EFTA-landi til ESB-lands. A Skiphóli, flugvell- inum í Amsterdam, skorti ekkert á vegabréfa-, toll- eða vopnaeftirlit þegar inn í landið var komið og fannst Víkverja til um hversu ná- kvæmlega og samviskusamlega ör- yggiseftirlitið var framkvæmt. Þegar á hinn bóginn var flogið til annars lands innan Evrópusam- bandsins, í þessu tilviki Þýskalands, fannst Víkverja nóg um það kæru- leysi, sem einkenndi móttöku toll- varðanna í Þýskalandi. Þeir upp til hópa veifuðu farþegum á leið í gegnum vegabréfa- og tollskoðun, án þess í raun og veru að sinna á nokkurn hátt því starfi sem þeir eru ráðnir til þess að sinna. xxx HELDUR betur kvað við annan tón þegar Víkverji og félagi hans voru á leið út úr Þýskalandi næsta dag. Þá var líkamsleit á flug- vellinum með þeim hætti, að Víkverja fannst vera á mörkum hins siðlega. Raunar fór félagi hans enn verr út úr leitinni, því hann lenti með ljós- myndatæki sín og tól í sérstöku sprengjuleitarherbergi, eftir að allt heila draslið hafði farið í gegnum röntgenaugu myndavélai’. Hann og töskur hans enduðu í sérstöku her- bergi, þar sem vopnaður eftirlitsmað- ur strauk með klút yfir hvem einasta hlut í tösku hans, áður en honum var brugðið á sérstakt ljósaborð og ein- hver hringmyndaður rafskynjari settur yfir allt dótið - skynjari sem sérstaklega skynjar sprengipúð- uragnir, eftir því sem Víkverji kemst næst - og að lokum var ljósmyndar- anum sleppt í gegn, án þess að arða hefði fundist - að sjálfsögðu! ALLT um það - þetta leiðir hug- ann að því hvað við í raun og veru græðum við hið svokallaða Schengen-samkomulag. Við losnum við vegabréfsskoðun - og hvað með það! Hún tekur svona á bilinu eina til þrjár mínútur. Ef við erum með allt á hreinu, höfum ekkert óhreint mjöl í pokahorninu, hvorki fíkniefni, vopn né sprengjur - erum við þá eitthvað of góð til þess að fara í gegnum slíka skoðun? Víkverji heldur ekki. Því vaknar óneitanlega spurn- ingin hverjum við séum að gera til hæfis, þegar við ákveðum að færa út með þessum hætti hin ytri eftir- litsmörk? Erum við að þjónusta hinn almenna borgara sem ferðast svona einu sinni á ári á milli landa? Erum við að gera svoköll- uðum viðskiptamönnum til hæfis, sem ferðast miklu oftar á milli landa en Pétur og Páll? Líklega ekki. Erum við ekki bara að gera samfélaginu og okkur öllum greiða með því að slá í engu af eftirlits- kröfum að því er varðar fíkniefna-, vopna- og sprengjuleit, með því að halda okkur við okkar mjög svo einfalda og einangraða kerfi, án þess að njóta handleiðslu hins stóra bróður sem kemur fram undir nafninu ESB?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.