Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Forsætisráðherra mælir fyrir frum-
varpi um breytt vaxtabótakerfí
„Farvegur fyrir
aukinn stuðning
rfkisins við
íbúðakaupendur“
fyrirframgreiðsla vaxtabóta myndi
hafa í fór með sér tímabundna út-
gjaldaaukningu.
„Samkvæmt upplýsingum frá
embætti Ríkisskattstjóra fengu um
9.300 einstaklingar, þar sem hjón
eru talin sem tveir einstaklingar,
greiddar vaxtabætur við álagningu
opinberra gjalda árið 1997 sem ekki
höfðu fengið greiddar vaxtabætur
árið 1996. Samtals námu greiðslur
vaxtabóta til þessa hóps um 500
milljónir króna árið 1997.“ Ráð-
herra sagði að væri gert ráð fyrir
svipuðum upphæðum við gildistöku
frumvarpsins myndi fyrirfram-
greiðslan til nýrra bótaþega auka
árleg útgjöld ríkissjóð um allt að
500 milljónir króna næstu fímm til
DAVIÐ Oddsson,
forsætisráðherra
og starfandi fjár-
málaráðherra,
mælti í gær fyrir
frumvarpi til laga
um breytingu á
lögum um tekju-
og eignarskatt,
en í frumvarpinu
eru lagðar til þær
breytingar á
vaxtabótakerfínu
sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til
laga um húsnæðismál. í frumvarp-
inu sem forsætisráðherra mælti fyr-
ir er m.a. áformað að flýta útborgun
vaxtabóta þannig að þær eigi sér
stað ársfjórðungslega og geti hafíst
þegar á kaupári íbúðarhúsnæðis.
Samkvæmt gildandi reglum eru
vaxtabætur greiddar út einu sinni á
ári og greiðast fyrst út ári eftir
kaup á íbúð.
Stjórnarandstæðingar gagn-
rýndu ýmsa þætti frumvarpsins og
töldu sem fyrr að með því ásamt
frumvarpi félagsmálaráðherra um
húsnæðismál
væri verið að
fella úr lögum fé-
lagslega aðstoð
til íbúðarkaupa.
í framsögu-
ræðu sinni sagði
forsætisráðherra
m.a. að í frum-
varpinu væri gert
ráð fyrir að þeir
sem uppfylltu
skilyrði til vaxta-
bóta vegna íbúðarhúsnæðis sem afl-
að væri frá og með árinu 1999 gætu
sótt um að fá bætumar greiddar á
kaupári húsnæðisins.
„Fyrirframgreiðsla vaxtabóta á
tekjuárinu er bráðabirgðagreiðsla
og miðast við vaxtagjöld af veðlán-
inu. Að tekjuárinu liðnu verður síð-
an endanleg vaxtabótaupphæð
hvers bótaþega ákvörðuð í tengsl-
um við álagningu opinberra gjalda
og koma þá vaxtagjöld vegna allra
lána sem tekin eru vegna íbúðar-
húsnæðisins til útreiknings,“ sagði
ráðherra. Hann sagði ennfremur að
ALÞINGI
Reuters
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra heimsótti beigíska þinghúsið ásamt Guy Moens, varaforseta þingsins.
Morgunblaðið/
TÉKKNESKU gestimir hittu fulltrúa í utanríkismálanefnd Aiþingis í gær.
átta árin. Sagði hann að í fjárlögum
fyrir árið 1998 væri gert ráð fyrir að
greiðslur rikissjóðs vegna vaxtabóta
yrðu um 3.800 milljónir króna.
Stuðningurinn markvissari
í lok framsögu sinnar sagði for-
sætisráðhen-a að með nýjum hús-
næðislögum og stofnun íbúðalána-
sjóðs yrði horfið frá beinni vaxta-
niðurgreiðslu í íbúðalánakerfínu.
„Þess í stað verður vaxtabótakerfið
farvegur fyrir aukinn stuðning rík-
isins við íbúðakaupendur. Stuðning-
urinn verður þar með markvissari
en áður og fleirum gert kleift að
eignast þak yfir höfuðið á viðráðan-
legum kjörum. Með fráhvarfí frá
margbrotnu miðstýrðu aðstoðar-
kerfi verður valfrelsi einstakling-
anna aukið og sjálfseignarstefnan í
húsnæðismálum styrkt í sessi,“
sagði hann.
I umræðum á eftir ítrekuðu
stjómarandstæðingar fyi-ri gagn-
rýni sína um að þetta frumvarp
ásamt fmmvarpi félagsmálaráð-
herra um húsnæðismál væri til þess
fallið að fella úr lögum félagslega
aðstoð til íbúðarkaupa. Með sam-
þykki frumvarpanna tveggja myndi
sá hópur stækka í landinu sem ekki
gæti eignast sitt eigið húsnæði. í
ljósi þessa skoruðu þingmenn
stjórnarandstöðunnar á forsætis-
ráðherra að fresta afgreiðslu frum-
varpanna, vinna betur að þeim í
sumar og leggja þau fram endur-
bætt á hausti komanda. Forsætis-
ráðherra tók ekki undir þá áskorun
og taldi að sá tími sem eftir væri á
vorþingi myndi nægja til að fjalla
um frumvörpin.
Þá töldu nokkrir þingmenn
stjómarandstöðu að vaxtabótakerfið
sem forsætisráðhen-a mælti fyrir
væri óhagstæðara en núverandi nið-
urgeiðslukerfi og Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þingmaður þingflokks jafnað-
armanna, spurði m.a. hvort ekki
þyrfti að hækka hámark vaxtabót-
anna þannig að allir sætu við sama
Tékknesk
sendinefnd
heimsækir
S
Island
FULLTRÚAR utanríkismála-
nefndar tékkneska þingsins eru
staddir hér á landi um þessar
mundir. Sendinefndin ræðir við
Ólaf G. Einarsson forseta Alþing-
is, utanríkismálanefnd Alþingis,
embættismenn í utanríkisráðu-
neytinu og fleiri.
Sendinefndin óskaði sérstak-
lega eftir að hitta að máli yfír-
menn varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli sem þeir hitta í dag áð-
ur en þeir halda af landi brott.
Alls eru Tékkarnir sextán, að
meðtöldu fylgdarliði og blaða-
mönnum.
borð eftir breytinguna. Hvorki for-
sætisráðhen’a né félagsmálaráð-
herra töldu ástæðu til að hækka það
hámark. „Ég tel að ef fólk rekur sig
upp í þetta þak þá séu íbúðirnar í fé-
lagslega kerfínu orðnar of dýrar,"
sagði félagsmálaráðherra, Páll Pét-
ursson, meðal annars.
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
maður þingflokks jafnaðarmanna,
kvaðst fagna samtímagreiðslu á
vaxtabótum en gagmýndi það að
þeir sem þegar væru komnir „inn í
kerfið," eins og hún orðaði það nytu
ekki slíkra samtímagreiðslna heldur
héldu eftir sem áður áfram að fá
vaxtabæturnar ári síðar, eins og nú-
gildandi lög gerðu ráð fyrir. Fleiri
þingmenn stjórnarandstöðu tóku
undir þá gagnrýni og töldu að það
fyrirkomulag ætti eftir að valda
mikilli óánægju meðal þeirra íbúða-
kaupenda sem ættu kost á vaxta-
bótum.
Einbýli óskast
— staógreiósla
Óskum eftir einbýli eða raðhúsi á Reykjavíkursvæðinu
fyrir fjársterkan kaupanda. Verðhugmynd 15—22 millj.
Sérhæó óskast
Óskum eftir sérhæð eða stórum íbúðum í fjölbýli, mið-
svæðis í Reykjavík eða víðar. Staðgreiðsla í boði fyrir
rétta eign.
3ja-4ra herb. íbúóir í Foldum
eóa Hömrum
Bráðvantar 3ja-4ra herb. íbúðir í Folda- eða Hamra-
hverfi. Góðar greiðslur í boði.
Hafið samband við sölumenn okkar; Ingólf, Bárð,
Þórarin eða Boga.
Skoðum og verðmetum samdægurs.
Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477.
Rætt um
samnorræna
stefnumótun
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sat í gærmorgun fund
samstarfsráðherra Norðurlanda
og fund ráðherranna með sendi-
herrum norrænu landanna í
Brussel. Samkvæmt upplýsingum
Norðurlandaskrifstofu forsætis-
ráðuneytisins var rætt um sam-
norræna stefnumótun og sam-
starf Norðurlandanna við grann-
svæðin við Eystrasalt á fundi
ráðherranna. Á fundi ráðherr-
anna með sendiherrum kynntu
Svíar formennskuáætlun sína í
Evrópusambandinu. Þá var rætt
um þau mál sem eru efst á baugi
í Evrópusamstarfinu.
Utanríkisráðherra heimsótti
einnig belgíska þinghúsið áður
en tveggja daga heimsókn hans
til Brussel lauk.
Fimm keppa um
Frakklandsferð
KEPPT var nýlega í
frönskulestri meðal
17-20 ára mennta-
skólanema á vegum
Alliance Franeaise.
Er það liður í alþjóð-
legri keppni sem köll-
uð er „Förum til
Frakklands ‘98“.
Keppni þessi fer
fram í 120 löndum og
verða alls 600 nem-
endur boðnir til
Frakklands. Frá Is-
landi er boðið einum
nemanda með kenn-
ara. Fimm hafa verið
valdir í úrslitakeppni
og verður tilkynnt um
niðurstöður á fímmtu-
dag.
Morgunbíaðið/Jón Svavarsson
ÞAU keppa til úrslita, frá vinstri: Bryn-
hildur Þórðardóttir frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, Svanhildur Þorvaldsdóttir,
Verzlunarskóla fslands, Hrefna Sigur-
jónsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík,
Gunnhildur Þórðardóttir, Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, og Burkni Helgason,
Menntaskólanum í Reykjavík.