Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MINNINGAR + Will Harrison Kári Perry fæddist 7. mars 1926 í Los Angeles í Kali- forníu. Hann andað- ist 10. mars 1998 í Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Foreldrar hans voru hjónin Will Harrison Perry, f. 1883, kaupsýslu- maður og bóndi, og Laurice Lucille Perry, f. 1903, og f- eru þau bæði látin. Will átti tvær systur, samfeðra, Kathryn, sem er látin, og Frances, f. 1908 og býr í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Will kvæntist fyrri konu sinni, Hope Davis, ár- ið 1951, þau skildu. Áttu þau saman börnin Patricia Lynn, f. 1953, Will Harrison, f. 1954, Christopher Robin, f. 1955, og Michaelle Lee, f. 1961. Eru þau öll í hjúskap og bUa í Bandaríkj- unum. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Óskarsdóttur Perry, kvæntist Will 1974. Hennar börn af fyrra hjónabandi eru Val- .jx gerður Gísladóttir, f. 1955, gift Gunnari E. Gunnarssyni, eru þau bUsett á Stokkseyri, og Bolli Gíslason, f. 1961, bUsettur í Reykjavík. Will Iauk B.Sc.-gráðu í land- bUnaðar- og umhverfísvísindum frá Kaliformuháskóla í Davis og framhaldsnámi í iðnaðarstjórn- un og samskiptum á vinnumark- aði frá háskólanum í Suður-Kali- forníu. Þá lauk Will námi á margþættum tæknisviðum. Með háskólanámi vann hann fulla vinnu hjá slökkviliði Kaliforníu- háskóla og vann að stofnun brunabótafélags í Sacramento og Yolo-sýslu. Að námi loknu gegndi hann herþjónustu sem liðsforingi í landher Bandaríkj- anna í Kóreustríðinu. Varð svo Við andlát Wills Harrisons Kára Perrys kemur eins og ósjálfrátt í hugann brot úr kvæði Stefáns G. Stefánssonar: Og vonskan aldrei á því góða hrín um eilífð! hvað sem líf og dauði boða, og hún á ekkert afl, sem nær til þín. - Nú er horfinn af jarðnesku sjón- arsviði mætur og mikilhæfur maður, sem okkur langar að minnast með fáeinum kveðjuorðum. Ljúfar end- urminningar viðkynningar við hann rifjast upp, þannig lifir minningin um traustan og frábæran vin. Will var svipsterkur, gæsilegur maður, þannig að ekki var mögulegt annað en taka sérstaklega eftir hon- um í hópi annarra. Framganga hans einkenndist af hógværri reisn og virðuleika, samhliða alúð hans og hlýlegu brosi. Hið innra svaraði einnig til hins ytra, því hann var göf- uglyndur höfðingi, gæddur mjög góðum gáfum og hafði aflað sér víð- tækrar menntunar og reynslu á inn- lendum sem og alþjóðlegum vattr vangi. Allt sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af heiðarleika og ”* kostgæfni, auk þess var hann frábær fyrirlesari og kennari og naut mikils trausts og virðingar fyrir störf sín og vísindafræði. Skoðanir hans voni af- dráttarlausar og mótaðar ákveðinni raunhyggju, en þó vissu frjálslyndi og ævinlega var hann sjálfum sér og fræðum sínum samkvæmur. Við starfslok 1981, fluttust þau hjón, Hulda Oskarsdóttir og Will al- komin til íslands, hér vildi hann eyða ævikvöldinu og auðga ísland með þekkingu sinni, sem hann gerði í sjálfboðavinnu. Hann veitti tækni- , lega þekkingu sína til að efla víðtækt almannavarnakerfi hér á landi, einnig var hann tæknilegur ráðgjafi við skipulagningu Almannavarna rík- isins. Sem formaður Menntastofnun- ar Islands og Bandaríkjanna (Ful- bright-stofnunarinnar), vann hann merk störf til að auðga íslensk vísindi og menningu. Hann varð íslenskur -^ríkisborgari og tók þá lögum sam- varaforseti og fram- kvæmdastjóri Perry Cattle and Grain Company, stórs og Qölbreytts landbUn- aðarfyrirtækis í Kaliforníu. Starfaði sem sérfræðingur almannavarna í Orange-sýslu í Kali- forníu og vann að ýmsum þróunar- verkefnum. Var framkvæmdastjóri almannavarna í Contra Costa-sýslu í Kaliforníu í 23 ár. Eftir það vann hann að ýmsum sérfræðiverkefnum á vegum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, m.a. sem tæknilegur ráðgjafí á Islandi og aðstoðaði við skipulagningu almannavarna á íslandi. Sat hann í ýmsum ráð- gjafarnefndum á vegum forseta- embættis Bandaríkjanna, Bandaríkjaþings og rikisstjóra og þings Kaliforníu. Gegndi for- mennsku í ýmsum fagfélögum á sínu sviði og kenndi við marga háskóla. Um árabil var hann for- maður íslendingafélagsins í San Francisco. Will var félagi í KiwanisklUbbnum BrU á Kefla- víkurflugvelli og félagi í Loka í Reykjavík. Eftir starfslok 1981 fluttist hann til Islands og stund- aði m.a. fjölþætt sjálfboðastörf á sínu sérfræðisviði. Sat í stjórn Menntastofnunar Islands og Bandaríkjanna (Fulbright-stofn- unarinnar), um tíma sem for- maður. Sinnti tæknilegri aðstoð til að efla vfðtækt almanna- varnakerfi á Islandi, sem sett var á stofn í kjölfar tækniaðstoð- ar Sameinuðu þjóðanna 1971. Hann gerðist fslenskur ríkis- borgari og tók þá upp nafnið Kári, lögum samkvæmt. Útför Wills _ fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kvæmt íslenskt nafn, valdi hann sér nafnið Kári. Kunni því vel að vera þjóðlegur og hafði hann aflað sér víð- tækrar þekkingar á landsmálum og íslenskri menningu, kom einatt með ferskar og ígrundaðar hugmyndir, sem vitnuðu um þekkingu hans og sterka réttlætiskennd, naut hann þess og að ferðast um eins og hann sagði oft - okkar einstaklega fallega land -. Hann var skemmtilegur og heillandi persónuleiki sem sannar- lega með Huldu sinni hefði kunnað að njóta lengri lífdaga. Ást og hamingja einkenndi sam- skipti Huldu og Wills Perrys, þar ríkti kærleikurinn eins og af sjálfu sér. Við þökkum þær stundir er þau fylltu okkar heimili gleði með nær- veru sinni og Melkorka okkar var ekki í vafa um hjá hverjum hún þá vildi sitja og segir það sitt um perónuleika hans. Einnig þökkum við höfðingleg boð á glæsilegu og hlýlegu heimili þeirra. Þar var oft gott næði til íhugana og umræðna, jarðbundinna jafnt sem andlegra, samt svo undarlega langt frá erli dagsins. Will var þar hrókur alls fagnaðar og stjórnaði orðræðu af háttvísi heimsborgara. Þá áttum við ánægjulegar stundir í hinum merka félagsskap Loka, en Will var þar eini erlendi félagsmaðurinn. Hinn 10. mars 1997, nákvæmlega einu ári fyrir andlát Wills Perrys, dró skyndilega ský fyrir sólu, niður- staða læknisrannsókna benti til vá- væns sjúkdóms. Þrátt fyrir einstaka umönnun og allt það besta sem læknavísindin gátu gert, tókst ekki að ráða við krabbameinið. Will kvartaði aldrei, hann tók öllu með hetjulegri ró, eins og segir í kvæði Osears Wildes: Ei höndum néri hann né grét, lét hryggð ei sjást né beyg. Hulda var hans styrka stoð og eins og hann var henni, þegar hún á síðastliðnu ári varð að sjá á bak móður sinni og bróður af völdum sama vágestsins er nú varð manni hennar ofraun. Hulda og Will háðu hetjulega baráttu, varðveittu sjálfs- virðingu og rósemi þar til yfir lauk. Við kveðjum okkar góða vin og sendum Huldu og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Wills Ham- sons Kára Perrys. Valgerður Bára Guðmunds- dóttir og Jón Oddsson. I nær tuttugu ár bjuggu þau hjón Hulda og Will í næsta húsi við mig í Garðabæ. Eg hafði þá búið þar í um þrjú ár. Húsið gegnt mér hafði þá staðið autt allan þann tíma, eða frá því að byggingu þess lauk. Hús og garður var fullu frágengið, en eng- inn hafði búið í því. IUgresið fékk að blómstra í friði í garðinum og drungi var yfir húsinu. Þá var það einn vor- dag að ég sá að tvær manneskjur voru að vinna í garðinum. Þar voru komin þau hjón Hulda og Will, en þau höfðu keypt húsið. Varð þá mik- il breyting á, því hús og garður tók þegar miklum breytingum og bar fagurt vitni um þá alúð og kærleik er einkenndi þau og þein-a heimili. Þá þegar myndaðist með okkur kær vinskapur. Will var hógvær og einstaklega prúður maður. Eg þekki lítið til starfsferils Wills er hann bjó í Bandaríkjunum. Það er þó til marks um störf hans þar að í vinnu- herbergi hans, sem er innst í kjall- ara hússins, er heill veggur þakinn viðurkenningarskjölum, þar á meðal frá forseta Bandaríkjanna. Það er til vitnis um hógværð Wills að viður- kenningar þessar voru á þeim vegg er minnst bar á þeim. I návist Wills var ró og friður. Hann var gaman- samur og fræðandi í viðræðum og hafði frá mörgu að segja. Eftir að Will greindist með þann sjúkdóm er hann lést úr, gekk hann undir þungar og erfiðar læknismeð- ferðir. Sýndi hann þar einstakt æðruleysi. Hann hélt samt sinni léttu lund og ljúfa viðmóti, þó oft væri hann sár- þjáður. I þeim erfiðleikum naut hann umhyggju og kærleiks síns góða lífsfórunautar Huldu. Um leið og ég samhryggist Huldu, vil ég þakka Will fyrir þá gleði og ánægju, er kynni mín af honum veittu mér. Megi Guð vera sálu hans líknsamur. Hörður Arinbjarnar. Mig langar að minnast í örfáum orðum vinar míns Will Peny eða Perry eins og hann var kallaður. Perry var giftur frænku minni Huldu og kynni mín af þeim hjónum hófust árið 1980 þegar ég ásamt for- eldrum mínum heimsótti þau á heimili þeirra í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Hjá þeim mátti finna allt það sem lítil stelpa gat óskað sér. Heimilið var prýtt fallegum munum, garðurinn skartaði blómstrandi rós- um og hundurinn tók að sér hlut- verk leikfélaga mér til mikillar ánægju. Ekki leið á löngu þar til við Perry vorum orðnir perluvinir og var hann m.a. búinn að lofa að gefa mér píanó og útvega píanótíma en það var heitasta ósk mín á þeim tíma. Perry var boðinn og búinn að sýna okkur heimaslóðir sínar og alltaf var stutt í brosið. Það bros kemur alltaf upp í huga minn þegar mér verður hugsað til hans. Hjá Huldu og Perry virtist allt svo auð- fengið og því var það með nokkrum erfiðismunum að foreldrar mínir drógu mig með sér aftur heim og ég varð að segja skilið við þessa sælu- daga í Kaliforníu. Um leið og ég votta Huldu frænku minni og fjöl- skyldu hennar mína dýpstu samúð vil ég þakka þeim fyrir að hafa gefið mér þessar góðu minningar sem munu áfram lifa í hjai-ta mínu. Edda HeiðrUn Geirsdóttir. í dag verður til moldar borinn kær vinur, Will H. Perry, eða Perry eins og við kölluðum hann. Maður er alltaf jafn óviðbúinn dauðanum, þó aðdragandinn hafi verið einhver. Maður vonar alltaf að allt lagist, en maðurinn með ljáinn er óvæginn og eirir engu. Okkur langar að þakka fyrir þann alltof stutta en góða tíma sem við náðum að eiga saman. Hann kom fljúgandi inn í líf okkar í orðs- ins fyllstu merkingu, þegar hann og Hulda komu í heimsókn til Islands rétt fyrir jólin 1975. Við höfðum að vísu heyrt margt gott um hann, því stelpurnar töluðu ekki um annað en að Perry hefði gert þetta og Perry hefði gert hitt fyrir þær, eftir að þær komu heim frá því að vera í heimsókn hjá þeim í Kaliforniu. Á þessum árum höfðum við þann hátt- inn á að í stað þess að skrifa bréf, þá töluðum við inn á segulband við þau Huldu. Okkur fannst við þekkja hann, því við höfðum fengið fregnir af þeirra lífi þannig. Samt kviðum við þvi að hitta hann Perry í fyrsta sinni. Það var afráðið að þau gistu hjá okkur. Kvíði okkar var algerlega óþarfur, því það var eins og við hefð- um alltaf þekkt hann. Þannig var Peny. Hann var einstaklega hjarta- hlýr maður, og vildi allt fyrir alla gera. Hann var gull af manni. Hún varð söguleg þessi heimsókn þein-a til Islands, þau voru varla komin inn fyrir dyrnar þegar tU- kynnt var að það væri byrjað að gjósa í Kröflu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerðist þegar þau voru annars vegar. Um þetta var skrifað í dagblöðum á sínum tíma. Þau Hulda fluttu til landsins síðla árs 1982 og ekki löngu síðar keyptu þau hús sitt í Garðabæ. Það var alltaf sérstök tilhlökkun að koma þangað í heimsókn. Það var eins og að koma á fínasta veitingahús, nei, miklu betra því að maður fann að þau nutu þess að gleðja aðra. Þarna áttum við okkar bestu stundir með Perry. Hann var hafsjór af fróðleik. Það var nánast sama hvar var borið niður. Hann var alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Við minnumst sérstaklega síðasta sumars, þegar þau komu og gistu hjá okkur í Munaðamesi. Þá grilluð- um við saman góðan mat og spiluð- um og áttum góðar stundir saman. Við eigum minningar um góðan mann, sem við munum varðveita um aldur og ævi. Okkur finnst við vera ríkari að hafa fengið að kynnast manni eins og Perry, og það vora forréttindi að fá að kalla hann vin. Lífið verður fátæklegra án hans. Okkur þykir afar leitt að geta ekki fylg^t þér síðasta spölinn, en við verðum ekki á landinu þegar útfórin fer fram. Við sendum innilegar sam- úðarkveðjur til dóttur hans, Michaelle, sem komin er frá Amer- íku og fylgir föður sínum síðasta spölinn í dag. Hulda mín, þinn missir er mestur og megi algóður Guð styrkja þig og halda sinni verndarhendi yfir þér á erfiðum tímum framundan. Guð blessi minningu góðs drengs. Margrét og Páll. Kveðja frá vinahópi Will Perry fluttist hingað til lands frá Kaliforníu árið 1981 ásamt Huldu, eiginkonu sinni, en þar höfðu þau búið frá því þau gengu í hjóna- band á árinu 1974. Hópur bekkjar- systra Huldu úr Kvennaskólanum, ásamt mökum, hefur frá þeim tíma átt margar góðar stundir með þeim hjónum og m.a. ferðast saman, bæði innanlands og utan. Á kveðjustundu er margs að minn- ast og fyrir margt að þakka. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir kynnin af góðum dreng. Við minnumst Perry sem umhyggjusams manns og trausts vinar. Fas hans allt ein- kenndist af prúðmennsku, hjarta- hlýju og góðvild í annarra garð. Þess- ara eiginleika hans naut fjölskylda Huldu og vinahópurinn allur. Perry var skemmtilegur viðræðu, víðförull heimsmaður, fjölfróður og hafði frá mörgu að segja. Menntun hans var á sviði jarðvísinda og hann var fróður um sagnfræði. Við minn- umst ferðar um Moseldalinn, þar tók hann að sér fararstjórn og miðl- aði okkur af fróðleik sínum um landshætti og sögu á þann veg að reyndur leiðsögumaður hefði ekki gert betur. Hulda og Perry áttu fallegt heim- ili í Garðabæ. Gott var að sækja þau heim. Allur bragur á heimili þeirra einkenndist af samhug, smekkvísi og hlýju. Það var á Kaliforníuáram þeirra hjóna sem fyrstu tengslin mynduðust við Perry, en nokkur úr hópnum heimsóttu þau hjón á þeim áram. Gestrisnin var einstök og sér- staklega voru rómuð kynnin af Perry og viðmót hans allt. Það var mikið áfall þegar Perry gi-eindist með krabbamein. I þeirri baráttu sem þá tók við var augljós gagnkvæm virðing þeirra hjóna og umhyggja hvort fyiir öðra. Auðnað- ist þeim að takast á við þá erfiðleika sem sjúkdómnum fylgdu af mikilli reisn allt þar til yfir lauk. Hugur okkar er hjá Huldu sem nú kveður ástkæran eiginmann. Hún hefur á síðustu árum mátt þola sáran ást- vinamissi. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með ósérhlífni hennar og hugrekki á þessu erfiðleikatímabili. Megi minningin um góðan mann sefa sorg Huldu og aðstandenda allra. Við kveðjum Periy með sökn- uði, virðingu og þökk. Eg kynntist Will Perry haustið 1994 þegar hann hóf störf sem stjórnarmaður Fulbright-stofnunar- innar, skipaður af þáverandi sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi, hr. Parker Borg. Will varð varaformað- ur stjórnarinnar 1995 og ári síðar formaður. Haustið 1997 varð hann svo aftur varafoi-maður og sat sem slíkur þangað til hann lést hinn 10. mars sl. Frá upphafi mætti Will samvisku- samlega á mánaðarlega stjórnar- fundi stofnunarinnar og sýndi Ful- bright-starfseminni mikinn áhuga. Eg hafði ekki þekkt til hans áður, en myndaði mér strax þá skoðun að Will væri dugmikill maður með vilj- ann til að láta gott af sér leiða. Hann kom mér fyrir sjónir sem virðulegur eldri maður, sem virtist búa yfir mikilli reynslu eftir langan og marg- brotinn starfsferil í Bandaríkjunum og á íslandi. Mér fannst gott að hann skyldi hafa verið skipaður í stjórnina og hugsaði með mér að þessi maður hefði örugglega til að bera þá eiginleika sem best gætu varðveitt markmið Fulbright-starf- seminnar; að auka samstarf þjóða á sviði menntunar, í þessu tilviki Is- lands og Bandaríkjanna, til að efla þekkingu einstaklingsins og stuðla að gagnkvæmum skilningi ólíkra menningarheima. Will gaf starfsem- inni frá fyrstu stundu hug sinn og hjarta og var alltaf tilbúinn til að miðla af reynslu sinni og visku. Þegar ég var farin að þekkja Will betur komst ég að raun um að hann var ekki bara virðulegur eldri mað- ur, heldur öðru fremur mannlegur og margbrotinn persónuleiki. Eg hafði gaman af því hve oft hann kom mér á óvart með beinskeytni sinni og kímni. Eg minnist vetrardags þegar Will mætti eins og venjulega í lok mánaðarins til að sitja stjórnar- fund. Dagurinn var sérlega napur og tók ég eftir því að Will bar á höfði sér mikla og loðna húfu. Mér varð starsýnt á húfuna og fór að velta því fyrir mér af hvaða loðdýri þessi sér- staki feldur væri. Eitthvað virtist Will skynja vangaveltur mínar því allt í einu segir hann við mig: Stella mín, ég fláði kött á leiðinni hingað. Will var afar hreinskilinn og það velktist enginn í vafa um hvað hon- um fannst, því hann léði alltaf máls á því sem honum fannst skipta máli og sagði hreint út hverjar skoðanir hans voru. En jafnframt var Will í eðli sínu ljúfur maður og honum var auðsýnilega annt um náungann. Þetta fann ég og allir sem með hon- um störfuðu í stjórn Fulbright- stofnunarinnar. Þetta fundu nem- endurnir sem boðaðir voru í viðtöl vegna styrks til að stunda fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Will hlustaði af mikilli athygli á framtíð- aráætlanir þessara efnilegu einstak- linga og sýndi þeim mikinn velvilja. Will hafði mikinn vilja til góðs og að honum er mikil eftirsjá. Fyrir hönd Fulbright-stofnunar- innar votta ég eftirlifandi eiginkonu Wills, Huldu Oskarsdóttur Perry, og börnum einlæga samúð, og bið Guð að styrkja þau á sorgarstundu. Stella P. Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunar. • Fleiri minningargreinar nm Will Harrison Kári Perry bíða birtingar og muiiii birtast i blaðinu næstu daga. WILL HARRISON KÁRIPERRY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.