Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 48

Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Alætur á pólitík Kveðið hefur við nýjan tón í íslenskum grínheimi síðan Fóstbræður hófu þáttagerð á Stöð 2. Ivar Páll Jónsson hitti meirihluta þeirra yfír kaffíbolla og vatnsglasi 1 hádeginu. Sko, við mæt- um klukkan níu á morgn- ana og það eru mjög ströng viður- lög við því að mæta of seint. S í kladdann. JÁ, ÍSKRAR svona í tækinu hjá þér? Þetta er lélegt tæki,“ segir Sigurjón við blaðamann þegar þeir hafa sest niður við gluggann á Hótel Borg. „Nei, þú misskilur, Sigur- jón,“ segir þá Þorsteinn. „Hann er blaðamaður, þetta er ekki útvarps- viðtal. Hljómgæðin skipta engu máli.“ Þeir Fóstbræður eiga við leiðigjörn óhljóð úr segulbands- tæki blaðamanns, en sem betur fer hætta þau fljótlega. Undirritaður er semsagt staddur á Hótel Borg í hádeginu, með þremur af Fóstbræði-unum fímm: Sigurjóni Kjartanssyni, Þorsteini Guðmundssyni og Jóni Gnarr. Helga Braga Jónsdóttir og Bene- dikt Erlingsson eru fjarri góðu gamni. Uti er leiðindaveður sem oftar og kaffið yljar mönnum vel eftir að þeir koma inn úr kuldan- um. Býr maður til plokkfísk? Eruð þið, Jón og Sigui-jón, æskuvinir? Sigurjón: Nei, nei, nei, nei. Jón: Erum við vinir? Sigurjón: Nei, nei, nei, nei. Við kynntumst bara þegar við vorum átján ára. Jón: Hvar kaupir maður plokk- físk? Sigurjón: I Hafnarkránni. Jón: Nei, ég ætlaði að kaupa plokkfisk í Hagkaupi. Þorsteinn (í hneykslunartón): Kaupa plokkfisk? Blaðamaður: Hráan? Jón: Já, er það ekki? Sigurjón: Nei, nei, maður býr til plokkfísk. Jón: Ur hverju? Sigurjón: Úr hverju? Fiski. Þorsteinn: Það er ekki sama hvaða fiskur það er. Er það ekki saltfískur og kartöflur eða eitthvað svoleiðis? Sigurjón (enn í hneykslunartón): Nei, nei, nei, nei. Það er hægt að gera plokkfisk úr öllum físki. Tök- um til dæmis ýsu. Þið getið steikt hana eða soðið hana, síðan bara plokkað hana. Blaðamaður: Er boðið upp á plokkfisk héma? Jón: Já, en ég vildi fá að gera plokkfisk, ekki kaupa hann heitan. Þorsteinn: Ég ætlaði nú bara að fá eappucino. Þjónn (greinilega vonsvikinn, enda búið að hafa mikið fyrir því að leggja á borð): Nú, þið ætlið ekki að fá hádegismat? Þorsteinn: Já. Megum við vera héma? Sigurjón: Nei, þið eruð að gera grín að mér, er það ekki? Þið vissuð þetta með plokkfiskinn? Hvernig er dæmigerður dagur í lífí Fóstbræðra? Sigurjón: Sko, við mætum klukkan níu á morgnana og það em mjög ströng viðurlög við því að mæta of seint. S í kladdann. Þá byrjum við að skrifa, fjögur saman. Skiptum okkur í tvö lið. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum tvær skiifstofur til umráða. Hvemig skiptast liðin? Jón: Venjulega erum við Sigur- jón saman og Helga og Þorsteinn hinum megin. Engin óeðlileg kvenhylli Hafa Fóstbræður notið óeðli- legrar og aukinnar kven- og karl- hylli síðan þættirnir byrjuðu? Siguijón: Ég hef ekki tekið eftir því. Jón: Nei, það er svo furðulegt. Við getum náttúrulega ekki talað fyrir Helgu og Benedikt, en við höfum ekki orðið vaiir við neitt slíkt. Nú er það staðreynd að í við- tölum segja konur alltaf, þegar þær eru spurðar hvaða kostir karl- manna kveiki í þeim: Húmor, húmor, húmor og aftur húmor. Konur hafa engan húmor. Sigurjón: Helga verður nú ekki ánægð með þetta. Jón: Helga er ekki hér. Engin kona hefur komið til mín og sagt: Þú ert svo fyndinn, ég dáist svo að skopskyninu hjá þér. Hins vegar koma nördar, feitir með barta, að manni og segja: Ég má til með að kyssa þig. Siguijón: Kvennagullin eru akkúrat ekki húmoristar. Jón: Ja, Pálmi Gestsson. Þorsteinn: Hilmir naut nú mikill- ar kvenhylli á sínum tíma. Jón: Jú, þættimir gerðu úr hon- um mikið kvennagull. Skellir fólk uppúr þegar það hittir ykkur eða sér ykkur dags daglega? Jón: Nei. Ég man hins vegar eft- ir því þegar ég kom einu sinni í Þjóðleikhúsið þegar ég var fjórtán ára og mætti Sigga Siguijóns. Ég hló alveg rosalega mikið, en Siggi var bara að athuga hvort hann ætti nóg af matarmiðum. Mér fannst þetta svo ógurlega fyndið að ég varð að hlaupa inn á klósett. Jón er klikkaður Nú ætla ég að biðja ykkur um að koma með eitt lýsingarorð um hvem Fóstbróður. Byrjum á Sig- urjóni. Jón: Stjómsamur. Jón? Sigurjón: Klikkaður. Þorsteinn ? Sigurjón: Slæmur fatasmekkur. Jón: Góður strákur. Helga? Þorsteinn: Snillingur. Jón: Gríngella. Benedikt? Jón: Sköllóttur. Hvernig unnuð þið þættina? Þorsteinn: Þetta var þriggja mánaða vinna; í september, októ- ber og nóvember. Sigurjón: Við voram reyndar að vinna að Tvíhöfða, útvarpsþáttun- um okkar, á sama tíma. Það var mjög erfitt og ég vil taka fram að það verður ekki gert aftur. Eitt kemur niður á öðra. Þegar maður er að gera of mikið í einu verður eitthvað undan að láta. Jón: Þetta er eins og með konur. Maður er með eina konu, kannski líka aðra, viðhald þú skilur, það verður alltaf erfitt. Kvikmynd á leiðinni Ætlið þið að gefa þættina út á myndbandi? Sigurjón: Það er sérlega við- kvæmt mál sem við viljum ekki ræða. Hvað með að gera kvikmynd? Sigurjón: Jú, það er aftur á móti frábær hugmynd. Þorsteinn: Það er draumurinn. Við ættum bara að stofna hlutafé- lag, Fóstbræður hf. Jafnvel opna reikning í Landsbankanum. Sigurjón: Þetta er mjög góð hug- mynd hjá þér. Við hringjum í þig. Jón: Það verður Fóstbræðra- mynd, Fóstbræðraleikrit... Þorsteinn: Fóstbræðrasjóv, í Þjóðleikhúsinu. Jón: Nei, á Þingvöllum ... Þorsteinn: Árið 2000. Jón: Svo gefum við út Fóst- bræðratölvuleikinn. Hafíð þið lent í misskilningi vegna nafnsins? Sigurjón: Jú, það er alltaf verið að spyrja okkur hvort við séum að fara að koma fram með Stuðmönn- um. Þorsteinn: Þetta er hræðilegt nafn. Sigurjón: Þakka þér fyrir að snúa hnífnum í sárinu. Þetta nafn var málamiðlun á sínum tíma og svo fengum við ekki að breyta því. En hver veit hvort komi einhvern tímann að því að við verðum fræg- ari en Karlakórinn Fóstbræður? Þá geta meðlimir þess ágæta kórs farið að naga sig í handabökin. Jón: Þá fara þeir í mál við okkur. Sigurjón: Það væri mjög gott. Þá yrðum við lausir við þetta leiðin- lega nafn. Þorsteinn: Þá gætum við kallað okkur Geysi. Jón: Eða Pólýfonkórinn. Jafnvel Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Sigurjón: Já. Þorsteinn: Já. Sigurjón er hættur í tónlistinni Sigurjón, ert þú alveg hættur í tónlistinni? Sigurjón: Já, ég er hættur í tón- listinni. Er það hægt, bara svona einn tveir og þrír? Sigurjón: Já, ég komst að því. Þorsteinn: Þú semur nú Fóst- Christi- an Slat- er lát- inn laus ►LEIKARINN Christian Slater var látinn laus úr fangelsi um helgina. Hann hafði þá afplánað 59 daga af þriggja mánaða fangels- isdómi sem hann fékk fyr- ir neyslu eiturlyfja og bar- smíðar. Slater, sem þótti hér áður fyrr vera einn af efnilegri Ieikurum í Hollywood, var látinn laus vegna góðrar hegðunar. Fangelsisyfirvöld segja að hegðun hans meðan á af- plánunni stóð hafi verið til fyrirmyndar. Slater var settur í steininn eftir að hann barði unnustu sína í ágúst sl. og hrinti lög- reglumanni niður stiga. bræðrastefíð, sem allir kannast við og fólk hummar á götum Reykja- víkur. Siguijón: Og svo kemur líka Tví- höfðaplatan út í vor og þar er tón- list í bland við skemmtiefni. Jón: Ég var í Nefrennsli. Þorsteinn: Já, sú sveit kom fram á safnplötu, var það ekki? Jón: Nei, mamma hans Hannes- ar á upptökur. Svo var ég líka í annarri hljómsveit sem hét Við- bjóður. Hvert var hlutverk þitt? Jón: Ég söng og spilaði á bassa. Jú, jú, það muna allir. Þorsteinn: Ég var í lúðrasveit. Jón: Ég man eftir því þegar Union Carbide ætlaði að fara að opna álver hérna og það var hald- inn mótmælafundur á Lækjartorgi. Þá kom ljósmyndari frá Moggan- um, stillti sér upp alveg við sviðið og tók mynd af ræðumönnum með aðdráttarlinsu. Daginn eftir kom frétt á baksíðu Morgunblaðsins með fyrirsögninni „Mjög fámennur fundur á Lækjartorgi". í Þjóðvilj- anum var hins vegar notuð fyrir- sögnin „Islendingar mótmæla" og með fréttinni fylgdi loftmynd. Eruð þið pólitískir? Jón: Nei, alls ekki. Við gætum til að mynda aldrei verið með þætti eins og Spaugstofumenn, um mál- efni líðandi stundar, einfaldlega vegna þess að við vitum ekki neitt og fylgjumst ekki með neinu. Sigurjón: Við eram alætur á pólitík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.