Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 64. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR18. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Utanrfkisráðherra Breta til landnemabyggðar í A-Jerúsalem Israelar æfir og saka Cook um svik Gaza, Jerúsalem. Reuters. Reuters UFFE Ellemann-Jensen, leiðtogi Venstre, var umkringdur fréttamönn- um er hann tilkynnti afsögn sína seinnipartinn í gær. Ellemann-Jenseii dregur sig í hlé Ekki að öðru starfí að hverfa Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, reitti ísraela í gær til reiði er hann skoðaði landnáms- svæði gyðinga í Austur-Jerúsalem á hæð sem heitir Har Homa á hebresku og Djabal Abu Gneim á arabísku. Ekkert varð úr að hann færi þangað í fylgd palestínsks ráðamanns, eins og upphaflega hafði verið ráðgert, heldur virti hann hæðina íyrir sér frá nálægum sjónarhóli ásamt ísraelskum ráð- herra. Skoðunarferðin tók um tíu mínútur. Israelar sökuðu Cook um að hafa svikið loforð sem hann hefði gefíð þeim með því að ræða við palestínskan embættismann í skoðunarferðinni. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, aflýsti fyrirhuguðum kvöldverði með Cook og sagði embættismað- Fundum Jeltsíns aflýst út vikuna Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseta Rússlands, var ráðlagt í gær að aflýsa öllum fundum og hvfla sig út vikuna. Vinir hans og aðstoðarmenn segja hann engu að síður „iða í skinninu" eftir að hefja störf og hann sé „kátur og vel á sig kominn". Jeltsín hefur ekkert sést opinberlega síðustu daga og er sýkingu í öndunarvegi kennt um. Talsmaður Jeltsíns sagði á mánu- dag, að hann yrði kominn á skrif- stofu sína í Kreml þá síðar um dag- inn en af því varð ekki. Hefur þetta valdið óvissu og vangaveltum um heflsufar Jeltsíns þótt fæstir búist við, að hann sé alvarlega sjúkur. Aður fyrr var farið með sjúkleika sovétleiðtoganna sem ríkisleyndar- mál og stjórnvöld hafa átt í basli með að taka upp nýja siðu hvað það varð- ar. Blaðafulltrúi forsetans, Sergei Jastrzhembskí, hét því þó þegar hann tók við starfinu að segja satt og rétt frá heilsufari forsetans og við það hefur hann staðið þar til nú. Pólitískur sjúkleiki? Sumir geta sér til, að vandræða- gangurinn nú stafi af því, að 10. mars sl. sagði Jeltsín, að hann væri svo hraustur, að menn gætu sleppt öllum getgátum um líðan hans. Þremur dögum síðar var hann lagstur í rúmið. Nokkrir fréttaskýrendur hafa líka látið sér detta í hug, að veikindi Jeltsíns nú séu af pólitískum rótum runnin. Að hann noti þau sem yfir- varp til að fá leiðtogafundi Samveldis sjálfstæðra ríkja frestað. Rússneska stjórnin hafi ekki talið sig vera undir hann búinn auk þess sem margt benti til, að sumir leiðtoganna ætl- uðu ekki að sækja hann. Segist ekki hafa lofað að hunsa Palestínumenn ur í forsætisráðuneytinu að ástæð- an væri samningsrof utanríkisráð- herrans. Arafat hrósar Cook Cook vísaði því á bug að hann hefði svikið gefin loforð. Sagðist hann ekki hafa heitið því að eiga ekki fundi með Palestínumönnum og kvaðst ekki harma að hafa misst af kvöldverðinum. Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, styður för Cooks, að sögn talsmanns hennar, Jamie Rubin, en hann tók þó fram að ferðaáætl- RÚSSAR vísuðu í gær tveimur norskum sendifulltrúum úr landi sem svar við brottvísun fimm rússneskra sendiráðsstarfs- manna frá Noregi í síðustu viku. Rússunum var vikið úr landi fyr- ir njósnir og Norðmennirnir voru sömuleiðis sagðir sekir um „athæfi sem samræmdist ekki stöðu þeirra“. Hafa norsk sljórnvöld mótmælt þessu, Knut Vollebæk utanríkisráðherra vís- aði því á bug að Norðmennirnir un Cooks hefði ekki verið borin undir Bandaríkjamenn. Israelar höfðu hótað að útiloka Evrópusambandið (ESB), sem Bretar eru nú í forsæti fyrir, frá þátttöku í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs ef Cook færi til Har Homa. I fyrradag náðist samkomulag um fyrirkomulag at- hugunar Cooks á hinu umdeilda landnámi. Cook heimsótti einnig heima- stjómarsvæði Palestínumanna og Israelsmanna í gær. Yasser Arafat, forseti heimastjómar Palestínu- manna, hrósaði áætlun Cooks um að líta á Djabal Abu Gneim. Það myndi senda Israelum þau skila- boð að Evrópumenn hygðust ekki líða útfærslu landnámsins. ■ Óreyndur/20 hefðu stundað njósnir og sagðist ekki sætta sig við brottvikning- una. Hann kvaðst hins vegar vona að hún yrði til þess að endi væri bundinn á deilur ríkjanna vegna njósnamálsins. Sagði ráð- herrann að vissulega mætti túlka brottvikningu tveggja manna sem svo að Rússar hefðu ekki brugðist mjög hart við en viðbrögð þeirra eru þó sögð mun harðari en raunin var á Sovéttímanum. „EG ákvað strax í haust að ef hægri- vængurinn kæmist ekki tfl valda ætl- aði ég að draga mig í hlé sem for- maður Venstre.“ Þetta var skýring Uffe Ellemann-Jensen þegai- hann tilkynnti síðdegis í gær að hann Norðmennimir sem vísað er úr landi em fiskveiðifulltrúi sendiráðsins í Moskvu og konsúll Noregs í Múrmansk. Er fullyrt að brottvikning þess síðarnefnda muni hafa áhrif á samstarf þjóð- anna í Barentshafsráðinu. Hins vegar verður ekki hætt við ferð Vollebæks til Murmansk í lok mars, ferð norska orkumálaráð- herrans til Moskvu eða Rúss- landsheimsókn norsku konungs- hjónanna eftir tvo mánuði. hygðist láta af formannsembættinu í vor. Hann sagðist eiga um tvo kosti að velja. Annars vegar að halda áfram og verða í raun of gamall til að leiða flokkinn í næstu kosningum, sem líklega yrðu að fjórum árum liðnum, en jafnframt væri hann of ungur til að láta af störfum nú 56 ára að aldri. Af tvennu illu kysi hann þó heldur að hætta meðan einhverjum þætti missir að honum frekar en að bíða þar tfl fólk gleddist yfir því að hann hætti. Aðspurður um kosningabaráttuna vitnaði hann í Njálu er hann sagði að Venstre væri dæmdur harðar en jafnaðarmenn, sem gætu leyft sér að halda uppi óheiðarlegum áróðri, eins og þeir hefðu að sínu mati gert nú. Uffe Ellemann-Jensen margítrek- aði að hann hefði ekki að neinu öðru starfi að hverfa. Hann hygðist sitja áfram sem þingmaður Árósa, þar sem hann hefur gríðarlegt persónu- fylgi, auk þess sem hann hlakkaði til að sinna frekar starfi sínu sem leið- togi evrópska frjálslynda flokksins. í því starfi væri að miklu að huga, þar sem verið væri að efla sambandið við frjálslynda flokka í Austur-Evrópu og um leið verið að styrkja lýðræðið þar. Venstre mun kjósa nýjan formann 18. aprfl. Búist er við að Anders Fogh Rasmussen varaformaður verði kosinn og núverandi formaður leynir því ekki að hann styður hann. Kría á kaffihúsi Tókýó. The Daily Telegraph. TÓKÝÓ hefur upp á margt að bjóða og nú geta þreyttir borg- arbúar brugðið sér á kaffihús til að fá sér hænublund. Japan- ir þykja kunna þá list öðrum fremur að dotta og nú geta þeir fullkomnað hana á Jurta- vetrarbrautar-kaffihúsinu. Viðskiptavinir eru leiddir inn í rökkvað, hljóðeinangrað herbergi, þar sem hæginda- stólum hefur verið komið fyrir á milli skilrúma. Boðið er upp á ýmiss konar blund; „Svanur- inn“ er hálftími og kostar tæp- ar 300 ísl. kr., „Suðurkrossinn“ er hálfur annar tími og „Himnahlið" er tveir tímar og kostar um 800 kr. Reuters PER Tresselt, sendiherra Norðmanna í Moskvu, kemur af fundi í rússneska utanríkisráðuneytinu í gær. Norðmönnum vísað úr landi Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.