Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 26

Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Auðsöfnun lífeyrissjóða GREIN sú er ég skrif- aði undir fyrirsögninni „Lífeyrissjóðimir bregð- ast“ og var birt í Morg- unblaðinu 17. jan. sl. var gagnrýni á stjómir al- mennu lífeyrissjóðanna, ektó íyrst og fremst á Lífeyrissjóð rafíðnaðar- manna, sem nú heitir Lífiðn. Hún beindist að öllum almennum lífeyris- sjóðum sem ekki hafa staðið sig varðandi verð- tryggingu, ekknalífeyri o.fl. - Guðmundur Gunn- arsson, formaður og framkvæmdastjóri Raf- iðnaðarsambands Is- lands (RSÍ), stingur nið- ur penna í Mbl. 13.3. sl., félögum sín- um og fulltrúum VSÍ til varnar. - Hann er þannig maður að vart er annað hægt en að virða orð hans og gerðir, ekki síst vegna dugnaðar við að byggja upp Rafiðnaðarskólann og það sem á undan honum fór, sem er saga ótrúlegra afreka sem em varan- legri en karpið um kaup og kjör. Ég læt það óátalið þótt Guðmund- ur núi mér um nasir að ég hafi átt þátt í og samþykkt sumt af því sem ég nú gagnrýni, ég hefði átt að beita mér gegn því sem þá var gert, en nú veit ég betur, tímamir hafa breyst og nú hika ég ekki við að segja afdrátt- arlaust skoðanir mínar. - Það nei- kvæða sem gert var þau árin sem ég var í stjórn Lífeyrissjóðs rafiðnaðar- manna og framkvæmdastjóm Sam- bands almennra lífeyrissjóða (SAL), var gert undir því yfirskini að út- reikningar sérfróðra, en íhaldssamra reiknimeistara, sýndu svo slæma af- komu sjóðanna að skerðingar væru nauð- synlegar. Þær vom yfir- leitt að undirlagi SAL, en við vorum öll með „bankastj óratilburði“, höfðum meiri áhyggjur af afkomu sjóðanna en launum þeirra sem lifa áttu á lífeyrinum, - þar vom fulltrúar verka- lýðsfélaganna engir eft- irbátar. Afkoma lífeyrissjóðsins Nú er bjart framund- an og okkur ber að starfa í samræmi við Við vorum öll með „bankastj óratilburði“, einnig fulltrúar verka- lýðsfélaganna, segir Árni Brynjólfsson, það er höfðum meiri áhyggjur af afkomu sjóðanna en launum þeirra sem lifa áttu á lífeyrinum. það, en svo er að sjá að enn séu ráða: menn við sama heygarðshornið. í ársskýrslu Lífiðnar fyrir árið 1996, þeirri síðustu sem út er komin, er haft eftir Bjarna Þórðarsyni trygg- Ámi Brynjólfsson ingastærðfræðingi að eignir Lífiðnar umfram skuldbindingar hafi verið 1.210 milljónir og geri hann ráð fyrir að ársávöxtun umfram neysluvöm- verðsvísitölu verði 3,5%. Síðan segir: „Undanfarið hefur sjóðurinn verið að fá mun betri ávöxtun á eignir sínar og horfur era á að svo verði einnig á næstu árum.“ Þá segir og að Lífiðn sé einn best stæði lífeyrissjóðurinn í landinu og að hækka mætti lífeyri um 7,6% eða lækka iðgjöldin um 16,5%. Við úttekt á stöðu sjóðsins skv. grannreglugerð SAL kemur fram, að eignir umfram skuldbindingar séu 4.590 mflljónir, sem er 35,2% umfram skuldbindingar! Þrátt íyrir þetta em stjórnarmenn Lífiðnar enn að „hugsa“ um að hækka lífeyri um 5%, að sögn framkvæmda- stjóra sjóðsins, en ekki um 7,6% skv. ráðleggingu tryggingafræðings. A miðju síðasta ári hækkaði t.d. Lífeyrissjóður verslunarmanna líf- eyri um 11,8% og Sameinaði lífeyris- sjóðurinn um 7,1%. - Hvað dvelur onninn langa? Viðbrögð forystunnar „Það er vinur sem til vamms seg- ir,“ er gamalt máltæki, sem ekki á upp á pallborðið hjá öllum, nú dugar ekki minna en að höfuð RSÍ svari gagnrýni á stjórn Lífiðnar, sem er að hálfu skipuð fulltrúum VSÍ og hon- um stendur varla næst að verja. - Að þvi er ég best veit hefur hann aldrei verið í stjórn Lífeyrissjóðs rafiðnað- armanna og er ekki heldur í stjórn Lífiðnar. Hann leggur þó ekki í að verja ólýðræðislegt stjórnarfar sjóðsins, sem er til skammar. Þótt flest gott megi um Guðmund segja verður honum á eins og okkur hinum, hann fer t.d. ekki rétt með eftirfarandi í umræddri grein sinni: 1. A undan neysluverðsvísitölu vom verðbætur ekki miðaðar við launataxta, á undan var lánskjara- vísitala, sem var samsett úr þrem vísitölum, breytingin var gerð í sparnaðarskyni, alls ekki til þess að tryggja kaupmátt eða bæta hag eft- irlaunafólks. A síðasta ári hækkuðu eftirlaun frá alm. lífeyrissj. skv. neysluverðsvísitölu um 1,8%, Iauna- vísitalan um 8,1% og lægsti taxti RSÍ yfir 30%, - sem sýnir að ekki er sama við hvað er miðað þegar verð- bætur era reiknaðar! 2. Það er rangt að orlofs- og des- embemppbót hafi verið felld inn í eftirlaunin, - jafnvel þótt svo hefði verið em það ekki rök til að sleppa nú við að greiða þessar uppbætur. Orlofsuppbót rafiðnaðarmanna er kr. 8.400 og desemberappbót 25.000 kr., hækkaði um 93% í fyrra, - sem rafiðnaðarmenn hafa vafalaust átt fullan „rétt á“ og hafa haft þörf fyrir. 3. Guðmundur segir: „Upphæð líf- eyris verður jafnan í samræmi við þau iðgjöld sem viðkomandi greiðir tfl síns sjóðs“. Þetta er hálfsannleik- ur, sem sést af því að 2/3 hlutar líf- eyris eru sagðir vextir, aðeins 1/3 ið- gjöld. - Síðan koma ósannindin: „Ef lífeyrissjóður tæki upp á því að greiða núverandi lífeyrisþegum meira en þeir eiga rétt á getur það ekki leitt tfl annars en að þeir, sem eiga að fá lífeyri í framtíðinni fá minna en þeir eiga rétt á, vegna þess að lífeyrissjóðurinn á þá ekki fyrir skuldbindingum." - Lítóega notar G.G. hér óviljandi tungutak auðsafn- arans, sem vfll svelta eftirlaunafólkið svo nóg verði eftir handa honum og hans þegar þar að kemur, þeir tala um „borð fyrir báru“! Nýju lífeyris- sjóðalögin frá des. sl., ákveða 10% hámark á milli eigna og skulda eða 5% viðvarandi í 5 ár, sem setja á skorður við óeðlilegri auðsöfnun líf- eyrissjóðanna. Réttur til eftirlauna takmarkast aðeins af afkomu sjóð- anna - og vilja sjóðstjóma. Höfumlur er / Aðgerðahópi aldraðra. Arið 2000 og tölvukerfí NÆR allar tölvur og hugbúnaður er háður vinnslu með dagsetn- ingar. Augljósasta dæmið er að vaxta- reikningar byggjast á dagsetningum. Margs konar tæki byggjast líka á dagsetningum svo sem myndbandstæki, faxtæki og öryggiskerfi. Umtalsverður hluti þessa búnaðar mun bregðast rangt við þeg- ar ártalið verður 2000 og jafnvel hætta að virka með öllu. Algengt er að dag- setningar séu táknaðar með þremur tveggja stafa tölum, það er dagur, mánuður og ár. Þá er 28. febrúar 1998 ritað sem 28.02.98 og hlaupársdagurinn 29. febrúar árið 2000 sem 29.02.00. Artalið 00 veldur vandkvæðunum. Arabilsreikningar skekkjast og sum tæki sem vinna með dagsetningar munu hreinlega hætta að virka. Mikið af þeim tölvubúnaði sem nú er í notkun var hannaður og þróaður fyrir 5-15 ámm. í þessum búnaði var sjaldnast hugsað til þess að taka tillit til dagsetninga fram yfir alda- mót. Reyndar geta verið margs kon- ar aðrar forsendur sem bregðast Ríkisstjórnin þarf að hvetja fyrirtæki, segir Oddur Benediktsson, jafnt stór sem smá, til að taka 2000-vandann strax föstum tökum. þegar tölvuvæddur búnaður er not- aður til lengdar. Oft er hægt að breyta hugbúnaði og leiðrétta hann gagnvart aldamótunum. En stund- um er hugbúnaðurinn ekki fyrir hendi eða liggur hreinlega óum- breytanlegur inni í tæki, til dæmis faxtæki eða tölvuprentara. Þriðjungur kerfa í ólagi Á námstefnunni „Árið 2000 í tölvukerfum" á vegum Endur- menntunarstofnunar greindi fyrir- lesarinn Guðmundur Guðmundsson frá könnun á aldamótahæfni fyrir- tækja í Bretlandi. í könnuninni kemur fram að 30% fyrirtækja munu ekki ná að aldamótahæfa kerfi sín tímanlega. Við getum nokkurn veginn búist við að ástandið hér- lendis sé ekki betra en í Bretlandi. Guðmundur greindi frá því að á Reiknistofu bankanna væri talið að vinna þyrfti 25 ársverk til að lag- færa þau kerfi sem til staðar era og að auki þui-fti svo að prófa kerfin. Segjum sem svo að þriðjungur tölvuvæddra kerfa hérlendis hætti að virka rétt árið 2000 og þetta eigi við kerfi sem varða orkudreifingu, samgöngur, branavamir, bankavið- skipti, spítala, öryggisgæslu, stjórn skipa og flugvéla, verslanir, vöru- dreifingu, stýringu framleiðslu og margt, margt fleira. Oft era kerfi samtengd eða eitt kerfi byggir á öðra svo að reikna má með dómínóá- hrifum og því verði stór hluti tölvu- kerfa óvirkur eða í lamasessi. Og þetta gerist allt á þeim Drottins degi 01.01.00! Sum bilanatilvik verð- ur auðvelt að lagfæra, önnur munu kosta veralega vinnu og enn önnur verða ólagfær- anleg. Hver ber svo skað- ann ef tjón hlýst af? Ekki verður hægt að tryggja fyrir skaða af völdum árs 2000-vand- ans. Tryggingafélög munu hafa ákveðið fyr- ir allnokkru að um slík- ar reginupphæðir sé að tefla að þau ætli ekki að bjóða tryggingar á þessu sviði. Væntan- lega verða framleiðend- ur búnaðar eða þeir sem reka kerfin skaða- Hvað skal gert? Tfl þess að afstýra þessum vand- ræðum þarf samstillt átak stjómenda fyrirtækja og tæknimanna. Stjóm- endur þurfa að gera sér grein íyi-ir áhættunni sem stafar af því að láta reka á reiðanum. Það þarf að gera lista yfir þann búnað sem er í hættu og skflgreina umfang umbótastarf- seminnar. Þá þarf að gera áætlanir um framkvæmd verksins og tryggja að mannskapur sé tfl reiðu. Byggja verður á því vinnuafli sem fyrirtætón hafa tfl umráða því að allir lenda í þessu núna á sama tíma og erfitt ef ekki ómögulegt að kaupa aðstoð hvort sem er innanlands eða eriendis. Ríkis- og sveitarstjómir í ýmsum löndum hafa látið sig mál þetta varða til að reyna að tryggja að granngerð samfélaganna verði í lagi. Hérlendis hefur m.a. verið fjallað um málið á vegum Ríkisendurskoðunar og upp- lýsingar verið settar á veraldarvefinn (sjá www.stjr.is/fr/rat/ar2000/Wel- come.html). Þar segir meðal annars: „Fyrirsjáanlegt er að ýmis vandamál munu koma upp þegar nota þarf ár- talið 2000 í tölvuvinnslu því á undan- fórnum áram hefur tíðkast að tákna öld í dagsetningum með tveimur stöf- um í stað fjögurra. Þessi ritháttur aldarinnar kallar á ýmsar hættur íyrir rekstraröryggi stofnana ríkis- ins.“ Einnig hefur SKÝRR sett upp aldamótaþjónustu (sjá www.skyrr.- is/2000/). Ríkisstjórnin þarf að hvetja fyrir- tæki, jafnt stór sem smá, til að taka 2000-vandann strax fóstum tökum. Líkja mætti eftir fordæmi Breta, Dana og Kanadamanna í þeim efn- um (sjá http://www.open.gov.uk/- bug2000/ og http: //strateg- is.ic.gc.ca/sc-mangb/y2k/engdoc/ho mepage.html). Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur sagt: „Aldamótagallinn er eitt hið alvarlegasta vandamál sem nú snýr að bresku viðskiptalífi og reyndar að viðskiptalífi sérhvers lands. Það skyldi síst vanmeta af- leiðingarnar sem af geta hlotist." Aðstendur íyrirtækisins Hugmóts hafa sett upp vefsíðu um aldamóta- væðinguna (sjá www.hugmot.is/- 2000/) og bjóða upp á umræðu- grandvöll um lausn vandamálsins. Loks skal bent á að á vefnum finnast upplýsingar um hvernig og hvort hægt sé að aldamóta-aðlaga hinar ýmsu gerðir af PC-einkatölv- um (sjá BIOS Setup Information Guide http://www.sysopt.com/bios.html). Höfundur er prófessor i tölvunarfræði við Háskóla íslands. Oddur Benediktsson bótaskyldir. IBM notendaráðstefna Hótel Örk 23. og 24. mars Pf WriW,IVyiliirrjTi.Ts )i viðskipii Nanari upplýsingar a Nýherjavefnum ag hja Omarí: amaninyherji.is NÝHERJI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.