Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
EHÉÐINN SMIÐJA hf.=
Úr reikningum ársins 1997
Rekstrarreikningur MHijónir króna 1997 1996 Breyting
Rekstrartekjur 797 886 -10,0%
Rekstrarqjöld 707 836 -15,4%
Hagnaöur fyrir afskriftir og fjárm.liði 90 50 +80,0%
Afskriftir -15 -9 +66,7%
Fjármagnskostnaöur nettó 1 6 -83,3%
Tekju- og eignarskattar -27 -16 +68,6%
Hagnaður ársins 49 31 +58,1%
Efnahagsreikningur 3i.des.: 1997 1996 Breyting
| Eignir: \ Milljónir króna
Fastatjármunir 131 65 +101,5%
Veltufjármunir 184 205 -10,2%
Eignir samtals 315 270 +16,7%
I Skuidir og eig id té : |
Eigið fé 137 89 +53,9%
Langtímaskuldir 23 20 +15,0%
Skammtímaskuldir 155 161 -3,7%
Skuldir og eigið fé samtals 315 270 +16,7%
Sjóðstreymi og kennitölur 1997 1996 Breyting
Veltufé frá rekstri Milijónir króna 69 44 +56,8%
Eiginfjárhlutfall 0,43 0,33
Veltufjárhlutfall 1,2 1,3
Hagnaður Héðins-Smiðju nam
49 milljónum króna á síðastliðnu ári
Betri afkoma
þrátt fyrir
minni veltu
107 milljóna kr. tap af Afurðasölunni Borgarnesi hf.
Staðfest skipting í
þtjú rekstrarfélög
Afurðasalan Borgarnesi hf.
Úr ársreikningum 1997 1. september-31. ágúst
Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyt.
Rekstrartekjur Miiijónir króna 542,1 526,6 3%
Rekstrarqjöld 598,5 561,8 7%
Rekstrartap án fjármagnskostn. (56,4) (35,2) 60%
Fjármagnskostnaður (34,2) (18,2) 88%
Aðrar tekjur og gjöld (16,4) 9,6
Tap ársins (107,0) (43,7) 145%
Efnahagsreikningur 3l.ágúst 1997 1996 Breyt.
| Eignir: |
Veltufjármunir Milljónir króna 175,0 205,5 -15%
Fastaf jármunir 309,1 310,7 0%
Eignir samtals 484,1 516,2 -6%
I Skuldir og eigid fé: I
Skammtímaskuldir 350,1 273,9 28%
Langtímaskuldir 194,8 201,7 -3%
Eigið fé (60,7) 40,7
Skuldir og eigið fé samtals 484,1 516,2 -6%
Kennitölur
Veltufé frá rekstri (68,3) (22,2) 208%
félög, Borgames kjötvörur ehf. um
HAGNAÐUR Héðins-Smiðju nam
49 miiljónum króna á síðasta ári,
samanborið við 31 milljónar króna
hagnað árið 1996, og nemur aukn-
ingin 58%. Heildarvelta fyrirtæk-
isins dróst hins vegar saman um
10%, úr 887 milljónum árið 1996 í
797 milljónir í fyrra. Aukinn hagn-
aður skýrist að miklu leyti vegna
þess að engar viðskiptakröfur voru
afskrifaðar á síðastliðnu ári en árið
áður voru um 20 milljóna króna
kröfur afskrifaðar.
Sérhæft þjónustu-
fyrirtæki
Héðinn-Smiðja er sérhæft þjón-
ustufyrirtæki fyrir vélbúnað fiski-
skipa, fiskimjölsiðnað og hvers
konar stálsmíði. Á síðasta ári ein-
kenndist starfsemi fyrirtækisins af
verkefnum fyrir fiskimjölsiðnað-
inn, t.d. smíði vélkerfis fyrir SR-
Mjöl hf. á Seyðisfirði, Snæfell hf. í
Sandgerði, Harald Böðvarsson hf.
á Akranesi og Faxamjöl í Reykja-
vík. Fyrirtækið fjárfesti verulega í
vélum, framleiðslubúnaði, húsnæði
og innréttingum á síðastliðnu ári
en fyrirtækið hefur nú að fullu
flutt starfsemi sína í eigið húsnæði
í Garðabæ. Fjárfesting í fasteign
nam 30 milljónum króna, en í vél-
um og innréttingum 47 milljónum.
Guðmundur Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Héðins-Smiðju, seg-
ir að velta fyrirtækisins á síðast-
liðnu ári hafi verið í samræmi við
áætlanir. „1996 var óvenjulega
gott ár vegna mikilla umframverk-
efna, m.a. vegna mikilla verkefna
fyrir HB. Við áttum því von á
nokkrum samdrætti í fyrra og það
stóðst. Segja má að síðastliðið ár
hafi einnig verið óvenjulega gott
vegna umfangsmikilla verkefna
fyrir fiskimjölsiðnaðinn.“
Næg verkefni
fyrirliggjandi
Guðmundur býst við að velta
fyrirtækisins verði í kringum 800
milljónir króna á þessu ári og
hagnaðurinn ekki minni en í fyrra.
„Afkoma okkar ræðst að miklu
leyti af gengi sjávarútvegsins og
ekki síst fiskimjölsiðnaðarins.
Horfurnar eru góðar þar og því er
einnig bjart framundan hjá okkur.
Á meðal núverandi verkefna má
nefna uppsetningu á 600 þúsund
tonna mjölkerfi fyrir Síldarvinnsl-
una hf. í Neskaupstað, uppsetn-
ingu á þurrkara, eimingartækjum
o.fl. í Hraðfrystistöð Þórshafnar,
og sölu á þurrkurum, pressum,
sjóðurum og flutningsbúnaði til ís-
félagsins. Það er einnig nóg að
gera í reglubundnum verkefnum
fyrir útgerðina vegna viðhalds vél-
búnaðar á fiskiskipum. Þá erum
við sem vélsmiðja í margvíslegum
öðrum verkefnum t.d. sjáum við
um upptekt véla Landsvirkjunar í
Búrfellsvirkjun. Þetta ár lítur því
vel út og fyrirtækið hefur næg fyr-
irliggjandi verkefni frarn á næsta
ár,“ segir Guðmundur.
Ilagnaður hjá Héðni-
Verslun og Garðastáli
Héðinn-Smiðja er stærst
þriggja sjálfstæðra fyrirtækja sem
urðu til þegar Vélsmiðjunni Héðni
var skipt í þrjú sjálfstæð hlutafé-
lög í ársbyrjun 1995. Héðinn-
Smiðja er á Vaxtarlista VÞÍ en
hin, Héðinn-Verslun og Garðastál,
eru skráð á Opna tilboðsmarkaðn-
um.
Héðinn-Verslun selur m.a. hita-
stýribúnað fyrir hvers konar at-
vinnustarfsemi og er með þekkt
umboð fyrir erlenda framleiðend-
ur. Velta fyrirtækisins nam 372
milljónum á síðastliðnu ári og var
svipuð á milli ára. Hagnaður nam
20 milljónum ára sem er 8% aukn-
ing frá 1996.
Garðastál framleiðir bárujám
og stálklæðningar á þök og veggi
fyrir nýbyggingar og viðhald hús-
næðis. Velta fyrirtækisins nam
tæpum 130 milljónum króna á síð-
astliðnu ári, samanborið við 148,6
milljónir árið áður. Hagnaður fyr-
irtækisins nam 7,6 milljónum í
fyrra, samanborið við 6,1 milljón
1996, sem er 24% aukning á milli
ára.
AFURÐASALAN Borgamesi hf.
var rekin með 107 milljóna króna
halla á síðasta rekstrarári sem lauk
31. ágúst. Árið áður var tæplega 44
milljóna kr. tap á rekstrinum. Eigið
fé Áfurðasölunnar var neikvætt um
rúmar 60 milljónir við lok reikn-
ingsársins. Kom þetta fram á aðal-
fundi félagsins sem haldinn var í
fyrradag.
Afurðasalan Borgamesi hf. rekur
sláturhús, kjötvinnslu og kjötmjöls-
verksmiðju. Félagið er í eigu Kaup-
félags Borgfirðinga sem á tæp 43%
hlutafjár, bæjarsjóðs Borgarbyggð-
ar sem á rúm 18%, bænda og ann-
arra fjárfesta. Hluthafar eru 362
talsins. Félagið var stofnað 1. janú-
ar 1994 upp úr kjötvinnslu og slát-
urhúsi Kaupfélags Borgfirðinga.
Tap hefur verið á rekstrinum frá
upphafi.
Þórir Páll Guðjónsson, kaupfé-
lagsstjóri KB, segir að tap Afurða-
sölunnar megi rekja til ýmissa
þátta. Nefnir m.a. háar afskriftir
vegna mikilla fjárfestinga, mikinn
og vaxandi fjármagnskostnað, mik-
inn kostnað við sölu- og markaðs-
starfsemi og versnandi afkomu
sauðfjárslátrunar sem meðal annars
megi rekja til fækkunar sláturfjár.
Á síðasta rekstrarári bætist við tap
af meðhöndlun umsýslukjöts en það
þýðir að ekki hefur fengist nógu
hátt verð við útflutning lambakjöts
til að standa undir greiðslum til
framleiðenda.
Heildarskuldir Afurðasölunnar
voru orðnar 545 milljónir kr. í lok
rekstrarársins. Fram hefur komið í
samtali við kaupfélagsstjórann að
Kaupfélagið hefði tekið á sig ábyrgð
á rekstri Afurðasölunnar, meðal
annars með því að tryggja greiðslur
til bænda í sláturtíðinni. KB hafi
lánað félaginu háar fjárhæðir og af-
drif Afurðasölunnar hefðu því mikil
áhrif á framtíð kaupfélagsins. Eigið
fé Afurðasölunnar var neikvætt um
61 milljón tæpa. Hlutafé var 116
milljónir en annað eigið fé neikvætt
um rúmar 180 milljónir.
Afurðasalan er einn af stærstu
vinnustöðunum í Borgarnesi. Þar
ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR
Suðurlands, Kjötvinnslan Höfn hf. á
Selfossi og Borgames-kjötvörur
ehf. hafa gert samkomulag um að
vinna að sameiningu Kjötvinnslunn-
ar Hafnar og Borgarnes-kjötvara.
Fyrst verður gerð athugun á hag-
kvæmni stofnunar þannig matvæla-
fyrirtækis og ef hún verður jákvæð
munu fyrirtækin væntanlega sam-
einast í sumar.
Kjötvinnslan Höfn hf. á Selfossi
varð til í vetur með sameiningu
kjötvinnslu Kaupfélags Ámesinga
og kjötvinnsluhluta Hafnar-Þrí-
hymings hf. Atvinnuþróunarsjóður
Suðurlands undirbjó sameininguna
og tók að sér að tryggja sölu viðbót-
arhlutafjár. B orgarnes-kj ötvörur
ehf. er aftur á móti kjötvinnsluhluti
Afurðastöðvarinnar Borgamesi hf.
Um tíma hefur verið rætt um
sameiningu og samstarf Afurðasöl-
unnar við önnur fyrirtæki og leiddi
það til umrædds samkomulags við
Höfn. Óli Rúnar Ástþórsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs
Suðurlands, segir að settur verði á
unnu að meðaltali 103 starfsmenn á
reikningsárinu og heil stöðugildi við
lok þess vom 71.
Á aðalfundi Aftirðasölunnar settu
einstakir hluthafar fram harða
gagnrýni á stjómun og rekstur fé-
lagsins. Beindist hún meðal annars
að framkvæmdastjóra fyrirtækisins
og kaupfélagsstjóranum og tveir
forystumenn úr bændastétt beinlín-
is kröfðust afsagnar þeirra.
Áfram tap
Uppgjör Afurðasölunnar miðast
við september 1996 til ágúst 1997.
Síðan er liðið meira en hálft ár. Þór-
ir Páll segir að þótt tekist hafi með
ýmsum ráðstöfunum að draga úr
taprekstrinum hafi hann haldið
áfram. Tiltölulega lltið tap hafi verið
frá september og fram til áramóta.
Á aðalfundi Afurðasölunnar Borg-
amesi hf. í fyrradag var samþykkt
að skipta félaginu í þrjú einkahluta-
fót verkefnahópur um hagkvæmni-
athugun og stefnt að því að hann
ljúki störfum í maí. Ef niðurstöður
athugunarinnar verði jákvæðar
muni fyrirtækin væntanlga renna
saman. Telur hann að mikill áhugi
sé hjá báðum aðilum að skoða málið
en niðurstöðumar leiði í ljós hvort
af sameiningu verði. Óli Rúnar seg-
ir að með sameiningu verði hægt að
koma við verkaskiptingu og nýta
betur fastafjármuni. Fyrirtækið
verði eftir sem áður með starfsemi
á Selfossi og í Borgamesi og við
hagkvæmniathugun komi í ljós
hvort óhagræði vegna fjarlægðar-
innar á milli fyrirtækjanna eyði
hagræði af sameiningunni.
Þórir Páll Guðjónsson, kaupfé-
lagsstjóri í Borgarnesi og stjómar-
maður í Afurðasölunni, segir að
markmið sameiningarinnar sé að
koma á fót öflugri kjötvinnslu sem
hefði burði til að þjóna hlutverld
sínu. Áætlað er að heildarvelta nýs
fyrirtækis verði 900 til 1.000 millj-
ónir kr. og starfsmenn allt að
hundrað.
kjötvinnsluna, Sláturfélag Vestur-
lands ehf. um sláturhúsið og AB
mjöl ehf. um kjötmjölsverksmiðju
félagsins. Afurðasalan á fasteignim-
ar áfram og mun leigja hinum ný-
stofnuðu rekstrarfélögum þær.
Tilgangur skipulagsbreytingar-
innar er að sögn Þóris Páls, sá að
auðvelda fjárhagslega endurskipu-
lagningu og að gera félaginu fært
um að taka upp samstarf eða sam-
einast öðrum félögum á þessum um-
ræddu sviðum. Þórir Páll segir að
hugmyndin sé að selja rekstrarfé-
lögin og liggi fyrir tilboð frá Kaup-
félagi Borgfirðinga um að kaupa öll
hlutabréfin í þeim öllum með því að
breyta viðskiptaskuldum í hlutafé.
Ekki hefur verið gengið frá sölunni,
meðal annars vegna þess að bæjar-
stjórn Borgarbyggðar hefur ekki
viljað samþykkja hana að svo
stöddu.
Vantar 35 milljónir
Stefnt er að því að hlutafé nýs
kjötvinnslufyrirtækis verði um 180
milljónir kr. og er samkomulag um
að það skiptist til helminga milli
hluthafa Kjötvinnslunnar Hafnar
hf. og Borgarnes-kjötvara ehf.
Eignir Borgames-kjötvara eru
metnar á 54 milljónir kr. að sögn
kaupfélagsstjórans og vantar því 36
milljónir upp á hlut Borgnesinga í
félaginu. Kaupfélagið hefur óskað
eftir því við bæjarstjóm Borgar-
byggðar að hún leggi fram 30 millj-
óna kr. hlutafé í þetta fyrirtæki.
Bæjarstjórnin hefur ekki svarað er-
indinu og telur Óli Jón Gunnarsson
bæjarstjóri að áður en afstaða verði
tekin til málsins þurfi að liggja fyrir
gögn um framtíðarmöguleika fyrir-
tældsins.
í fréttatilkynningu um samein-
ingarvinnuna kemur fram að samn-
ingsaðilar vilji leita eftir samstarfi,
samvinnu og/eða samrana við aðra
aðila í skyldum eða sambærilegum
rekstri, innanlands og utan.
Samið um sameiningu Hafnar og Borgarnes-kjötvara
Stefnt að myndun öflugs
matvælafyrirtækis