Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. MARZ 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM MAGNIJS Ver Magnússon sýndi íbúum Gimlis hvernig á að draga trukka að íslenskum hætti. Islenskur víkingur í Gimli „SJÁLFUR þrumuguðinn Þór hefði vart getað skapað eins mikla eftii-væntingu og Magnús Ver Magnússon gerði í Gimli þegar hann sýndi krafta- getu sína með því að draga trukka, lyfta 17 unglingum í einu og beita öðrum kraftabrögðum. Þessi kraftabrögð Islend- ingsins hafa komið honum á spjöld Gimlisögunnar," sagði Gísli Benson fréttaritari í Gimh. MTS Manitoba vetrarleikarair vora haldnir í Vestur-íslendinga- bænum Gimli dagana 4. til 8. mars og þar vakti heimsins sterkasti vík- ingur meiri spennu og áhuga en blaðamaður hafði séð síðustu tvo áratugi. Þoi Magnúsar var ekki síð- ur reynt þegar aðdáendur hans báðu um eiginhandaráritanir í stríðum straumum. Þema vetrarleikanna var „Vík- ingaleikar - Sagan heldur áfram“ en það var valið vegna hliðstæðu víkinganna til forna og nútíma íþrótta. Á ferð- um sínum um heiminn mættu víkingarnir hindrunum sem sönn- uðu styrk þeirra, snerpu, þol og anda. Þessir mannkostir voru sannarlega á lífi á vetrarleikunum í Gimli. Að sögn Gísla Benson var það ís- lenski víkingurinn Magnús Ver Magnússon sem var helsta aðdrátt- arafl leikanna en um 2.500 manns horfu á hann draga trukka og sýna styrk sinn með öðram hætti. „Þetta var alveg frábært og stærsta stund lífs míns,“ sagði ung- ur áhorfandi. „Eg horfi alltaf á hann í sjónvarpi," sagði annar að- dáandi Magnúsar. Verslunai’eigendur voru í skýjun- um vegna auldnnar verslunar en margir ferðuðust alit að 2000 kfló- metra til að sjá fjórfaldan handhafa titilsins „Sterkasti maður heims- ins“. Aðdáendur Magnúsar vora á aldrinum 1 árs til 109 ára en það var Guðrún Ámason, elsti núlifandi fs- lendingurinn sem fluttist vestur um haf, sem hitti Magnús af tilefninu. Að sögn aðstandenda leikanna komu hinai’ miklu vinsældir Magn- úsar Vers þeim nokkuð á óvart þótt vitað væri að hann myndi laða fólk að leikunum. Að þeirra sögn þyrfti íslenska þjóðin að leita lengi að betri sendiheira þjóðarinnar á erlendri grandu. Bæjarstjórinn í Gimli sagði Magnús eiga opið heimboð og ef hann vildi koma aftur á íslendinga- deginum eða hvenær sem er, væri það frábært. Lyfti sautján unglingum í einu Leonardo iCaprio í efstu sæt- unum ► LEONARDO DiCaprio er kominn í harða samkeppni við sjálfan sig eftir frumsýningn myndarinnar „The Man in the Iron Mask“ um síðustu helgi. Myndinni var spáð góðu gengi og þótti líklegust til að velta „Titanic" úr efsta sætinu eftir 12 vikna veru þar. Það gekk ekki eftir og 13. vikuna í röð er það sjóslysamyndin „Titanic" sem er aðsóknarmesta myndin í Banda- ríkjunum. „Titanic" náði sögulegum ár- angri um helgina þegar rnyndin komst í fyrsta sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir Banda- ríkjanna frá upphafi en þann heiður átti George Lucas myndin „Star Wars“ sem þénaði alls 461 milljón dollara. Hagnaður „Tit- anic“ fór í 471,4 milljónir dollara í Bandaríkjunum eftir góða lielg- araðsókn. Myndir Leonardo DiCaprio voru langefstar á listanum en þriðja sætinu náði mynd Tommy Lee Jones „U.S. Marshals" sem er sjálfstætt framhald hinnar vinsælu myndar „The Fugitive" en í þetta sinn eltist Jones við Wesley Snipes. „Good Will Hunting" klifraði upp í fjórða sætið og er orðin að- sóknarmesta mynd Miramax fyr- irtækisins frá upphafi. LEONARDO DiCaprio í myndinni „The Man in the Iron Mask“ en hann leikur í tveimur vin- sælustu mynduin Bandaríkj- anna um þess- ar mundir. AÐSÓKN laríkjunum BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum BÍÓAÐSÓKN Bandaríkjunum I BI0AE í Bandaríl Titill Síðasta vika Alls 1. (1.) Titanic 1.266 m.kr. 17,6 m.$ 471,4 m.$ 2. (-.) The Man in the Iron Mask 1.244 m.kr. 17.3 m.S 17,3 m.$ 3. (2.) U.S. Marshals 818m.kr. 11,4 m.$ 32,9 m.$ 4. (7.) Good Will Hunting 349m.kr. 4,8 m.$ 109,8 m.$ 5. (3.) The Wedding Singer 336 m.kr. 4,7 m.$ 63,5 m.$ 6. (6.) The Big Lebowsky 252 m.kr. 3,5 m.$ 10,7 m.$ |7. (4.) Twilight 234 m.kr. 3,2 m.$ 10,6 m.$ 8. (5.) Hush 232 m.kr. 3,2 m.$ 10,4 m.$ l9. (8.) AsGoodAsltGets 220m.kr. 3,1 m.$ 121,4 m.$ 10. (9.) Dark Citv 104 m.kr. 1,4 m.$ 12,6 m.$ GUÐRIJN Björg Björnsdóttir Árnason frá Vopnafirði ásamt Magnúsi en hún er 109 ára og eini núlifandi fslendingurinn sem flutti vestur um haf á sínum tíma. Gœðavara Gjaíavara - malar- og kaffistell. Allir verðflokkar. " ' - VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. Stórhljómsveitin Mannakorn ásamt Magnúsi Eiríkssyni, Pálma Gunnarssyni og félögum rir matargesti Tagliatelle rjómapasta, Blue cheese með reyktu grísafleski og heitu hvítlauksbrauði. Verð kr. 890 leikur fyrir dansi Kynnir: Heiðar Jónsson. til kl. 01.00 Módelsamtökin sýna. Um helgina: MANNAKORN spilar föstud. 20. mars HÁLFT í HVORU spilar laugard. 21. mars. Borðapantanir f síma 562 5530 eða 562 5540 Allir velkomnir — snyrtilegur klæðnaður. Staðurinn þar sem stuðið er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.