Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Bílavörubúðin
jjöDRirj
SILFURBÖÐIN
Þessi fyrirtæki veita ölium sem
greiða með VISA kreditkorti
rafrænan afslátt
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
FRIÐINDAKLUBBURINN
www.fridindi.is • www.visa.is
Rafrænn
afsláttur!
KOLAPORTIÐ skipar orðið ákveð-
inn sess í daglegu lífí Reykvíkinga,
en þó aðallega um helgar þegar fólk
flykkist þangað til að gera góð kaup
og/eða selja ólíklegasta vaming. Inn
á milli tekur portið þó stakkaskipt-
um eins og eitt fímmtudagskvöld
þegar haldnir voru tónleikar og
tískusýning í húsnæðinu.
USK Entertainment stóð fyrir
fjörinu sem var sérstaklega sniðið
að smekk unglinga. Hápunktur
kvöldsins vora tónleikar bandaríska
plötusnúðsins DJ Ace sem ku hafa
getið sér gott orð sem tónlistarmað-
ur heimafyrir. Aðrir sem skemmtu
voru hljómsveitirnar Subterranean,
Bounce Brothers, Real Flavez og
Nod Ya Head Crew auk plötusnúð-
anna DJ Rampage, DJ Fingerprint
og D J B-Ruff. Tískusýningin var af-
rakstur samvinnu nokkurra reyk-
vískra tískuverslana.
Pað var nokkuð breiður aldurs-
hópur sem mættur var á tónleikana
og ekki laust við að blaðamaður
upplifði þar ákveðin menningarleg
landamæri milli kynslóðanna. Drun-
ur frá veggjum Kolaportsins bárust
langt frá húsinu, sem hristist í takt
við öflugar bylgjur bassans. Þegar
inn var komið sáust fíngerðari áhrif
tónlistarinnar, þar sem ungir áheyr-
endur hreyfðust í takt, vel með á
nótunum. Nokkrir þeirra fómuðu
dýrmætum mínútum til að svara fá-
einum spumingum.
Davíð Þór Sævarsson
Davíð er tólf ára nemandi í sjö-
Morgunblaðið/Halldór
DJ Ace kom frá New York og spilaði fyrir gesti Kolaportsins.
unda bekk Smáraskóla í Kópavogi.
Hann var í Kolaportinu ásamt
nokkrum félögum sínum sem „fíl-
uðu“ tónlistina í botn. „Þetta er al-
veg frábært, nákvæmlega mín teg-
und af tónlist. Eg fer oft á tónleika,
eiginlega alltaf þegar aðgangur er
ekki bannaður fyrir minn aldurs-
hóp. Tónleikar eru alltaf haldnir
annað slagið, á mismunandi stöðum
út um allan bæ, og maður mætir
bara þangað sem þeir eru í hvert
sinn. Stundum eru þeir í félagsmið-
stöðvum en annars í ýmsum sölum
út um allt. Ég hef þó sennilega oft-
ast komið á tónleika hingað í Kola-
portið."
Smári Valgeirsson
Smári er ellefu ára töffari úr
Breiðholtsskóla. „Þessi danstónlist
er alveg frábær,“ segir hann. „Það
eru fínir tónlistarmenn sem spila
hér í kvöld. Þessir gaurar eru bestu
plötusnúðar sem ég hef heyrt í og
rappararnir eru ágætir líka. Wu-
h;Lmt V
JÓHANNA Viðarsdóttir
BJÖRK Kristinsdóttir og Heiða Haraldsdóttir
SMÁRI Valgeirsson
DANIEL Þór
Tónlist og tísk
i Kolaportinu
DAVIÐÞórSævarsson
BJÖRK Pálsdóttir
Tang og Subteraanean eru uppá-
haldshljómsveitir mínar núna. Ég
hef farið á eina Subterranean tón-
leika áður og fýlgist vel með því
sem er að gerast. Ég hef mikinn
áhuga á þessari tegund tónlistar og
hef jafnvel hugsað mér að byrja að
spila sjálfur þegar ég verð aðeins
eldri.“
Daníel Þór
Daníel er sérlegur aðstoðarmað-
ur Marteins hljóðmanns auk þess
að vera ellefu ára nemandi í sjöunda
bekk Kársnesskóla. „Ég er búinn að
vera hér frá því skömmu eftir að
tónleikarnir byrjuðu og þeir eru
búnir að vera mjög góðir hingað til
og alveg stanslaust fjör. Þótt dans-
tónlist sé í mestu uppáhaldi hjá mér
fínnst mér þessi tólist mjög
skemmtileg. Það verður örugglega
gaman að sjá tískusýninguna líka
og ég hlakka bara til. Ég verð
sennilega hér eins lengi og ég má,
eða til ellefu í kvöld þegar húsinu
verður lokað fyrir yngstu hlustend-
unum.“
Björk Pálsdóttir
Björk er fjórtán ára níundabekk-
ingur úr Hamraskóla í Grafarvogi.
„Þetta er mjög gaman“, segir hún.
„Ég hef rosalega gaman af tónleik-
um eins og þessum og reyni að
komast eins oft og þeir eru haldnir.
Tískusýningin er áhugaverð út af
fyrir sig, en ég kem þó aðallega út
af tónlistinni. Hún er mjög góð í
kvöld og tónlistarmennirnir sem
þegar hafa spilað eru frábærir.
Reyndar er þessi tónlistartegund
ekki í sérstöku eftirlæti hjá mér
heldur ein gerð af mörgum sem ég
hlusta á.“
Jóhanna Viðarsdóttir
Jóhanna er vinkona Bjarkar,
jafnaldra og skólafélagi. „Þetta er í
fyrsta skipti sem ég kem á tónleika í
Kolaportið, þótt ég fari almennt
eins mikið á tónleikla og ég get.
Þetta er mjög góð hljómsveit sem
er að spila núna og ég hlakka til að
sjá tískusýninguna og þá sem koma
á eftir. Ég held að það verði mjög
gaman að sjá þessa tískusýningu,
því fötin eru frá búðum sem ung-
lingar versla við. Ég er mikill „hip-
hop“ aðdáandi, svo tónlistin hér er
mín uppáhalds tónlist. Annars
hlusta ég líka mikið á R&B. Mér
fínnst allt of lítið um tónleikahald
með þessari mússík. Það vantar
ákveðinn stað fyrir unglinga frá
14-16 ára, þar sem spiluð væri tón-
list fyrir þá. Félagsmiðstöðvarnar
eiga að sinna þessum aldurshópi, en
það er bara svo leiðinlegt þar.“
Björk Kristinsdóttir og
Heiða Haraldsdóttir
Björk og Heiða „eru að verða
sautján ára“ og sögðust vera óað-
skiljanlegar. Þær væru hvort sem
er alltaf sammála og því hægt að
tala við þær sem eina manneskju.
„Við kynntumst þegar við byrjuðum
í Brautarholtsskóla í haust, en höf-
um verið stanslaust saman síðan þá.
Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem
við fijrum saman á tónleika. Þetta
er búið að vera mjög gaman og
hljómsveitir og plötusnúðar alveg
frábær. Þetta er eftirlætis tónlistin
okkar. Við erum spenntar fyrir
tískusýningunni, en tónlistin er að-
alatriðið. Það vantar sérstakan stað
fyrir fólk frá 16 ára og upp úr, þar
sem megináhersla væri lögð á tón-
list.“