Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ GRANSÖNGVARI Flækingar við Klaustur RÉTT fyrir áramót fannst svölugleða á Síðu. Þetta er fugl af ránfuglaætt og mun þetta vra í fyrsta sinn sem þessi tegund finnst hérlendis. Þar sem þessi fugl er vængmerktur er vitað um ferðir hans frá því hann skreið úr egginu sumarið 1997 í In- vemess í Skotlandi. Þar er verið að flytja inn svölugleður á ný eftir að þeim var útrýmt á þessari öld. Þetta er lengsta ferðalag sem vitað er til að bresk svölugleða hafí farið. Af öðram flækingum á þessu landshorni má nefna gransöngv- ara sem sást á Kirkjubæjar- klaustri. Þetta er tíður gestur hér á landi á haustin, hann kem- ur frá Evrópu en þetta er senni- lega í fyrsta sinn sem gransöngv- ari lifir hérlendis fram í mars. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson SVÓLUGLEÐA Umhverfísáhrif Vatnsfells- virkjunar metin SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið frumathugun á umhverfisá- hrifum fyrirhugaðrar Vatnsfells- virkjunar ofan Sigölduvirkjunar á milli Þórisvatns og Krókslóns. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku en samkvæmt frummats- skýrslu er þetta nú einn álitlegasti virkjunarkosturinn hérlendis. Gert er ráð fyrir að um of'anjarðarstöð með opnum skurðum og þrýstipíp- um úr stáli verði að ræða og fram- kvæmdin hefjist fljótlega upp úr aldamótum. Þá er gert ráð fyrir að rask vegna framkvæmdanna verði í lág- marki þar sem miðlunarlón verður lítið og vatnsfarvegur, sem gerður var fyrir Vatnsfellsveitu á árunum 1970-72, verður nýttur. Efnisnám og efnisflutningar Helstu breytingar svæðisins verða vegna lands sem fer undir lón, hækkunar grunnvatnsborðs í ná- grenni þess, raflínu- og vegalagn- ingar. Lítill gróður er hins vegar á svæðinu og gert er ráð fyrir að um- hverfisáhrif framkvæmdanna felist helst í efnisnámi í stíflur og efnis- flutningum innan virkjunarsvæðis- ins. Frummatsskýrslan liggur frammi og athugasemdir þurfa að berast Skipulagsstofnun fyrir 17. apríl 1998. BESTA BÓKIN umgetnað, ; meðgöngu og fæðingu O'""“‘TéT RÁBNSg \t f iilil lvSU l’TÍ’n*04"' n,r-<’S •35* flTS01 • Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og barns. • Ljósmyndir. teikningar, ómsjármyndir og línurit — samtals yfir 500 litmyndir. • 350 bls. I stóru broti. XyíMJRQð'Tiffifð ððsiliS* 3Mkr. 4> FORLAGIÐ Laugavegl 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Síml 510 2500 FRÉTTIR Stefnumörkun og forgangsröðun Náttúruverndar ríkisins Gjaldtaka fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum NÁTTÚRUVERND ríkisins hyggst leita eftir styrkjum frá fyr- irtækjum og einstaklingum til þess að kosta rannsóknir og vemdar- áætlanir á einstökum náttúru- verndarsvæðum og stuðla að upp- byggingu og fræðslu. Ráðgert er að breyta áherslum í rekstri þjóðgarð- anna, m.a. með því að bæta aðstöðu fyrir daggesti og er þar sérstaklega rætt um uppbyggingu á gestastof- um. Þá stefnir Náttúruvemd ríkis- ins að gjaldtöku fyrir veitta þjón- ustu á friðlýstum svæðum í þeim tilgangi að standa straum af upp- byggingu svæðanna. Þetta kom m.a. fram í máli Árna Bragasonar á blaðamannafundi í gær þar sem stefna stjómar Nátt- úruvemdar ríkisins og verkefnin framundan vom kynnt, en þar var einnig sagt frá rannsóknum á gos- virkni Geysis í Haukadal. Ámi tók við stöðu forstjóra stofnunarinnar 1. mars sl. af Aðalheiði Jóhanns- dóttur. Aukið samstarf við sveitarstjórnir Auk ofannefndra forgangsverk- efna era náttúraminjaskráning, friðlýsingar og vemdaráætlanir of- arlega á blaði hjá stofnuninni. Stefnt er að því að ljúka fyrir alda- mót gagnasafni á tölvutæku formi fyrir öll friðlýst svæði og önnur svæði á náttúraminjaskrá. Halda á áfram friðlýsingu svæða í samræmi við stefnu umhverfisráðherra og hlúa betur að þeim svæðum sem þegar hafa verið friðlýst. Þá stefnir Náttúravemd ríkisins að auknu samstarfi og samráði við sveitar- stjómir á hverjum stað, náttúra- vemdar- og umhverfisnefndir. Náttúravemd ríkisins hyggst styðja við fræðslu- og náttúra- mennt í skólum og efla almenna náttúrafræðslu og í þeim tilgangi er ráðgert að koma upp sérstakri vefsíðu. Stofnunin leggur ennfrem- ur áherslu á að lagareglum um al- mannarétt verði breytt og réttur almennings rýmkaður frá því sem nú er samkvæmt gildandi lögum um náttúravernd. Einnig er talið brýnt að endurskoða lög um vinnslu jarðefna þannig að þau tryggi aðhald í nýtingu þessara takmörkuðu auðlinda. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MAGNÚS Jón Árnason, Kristján Bersi Ólafsson og Lúðvík Geirsson stinga saman nefjum fynr fundinn. Kristján Bersi Ólafsson á fundi nýrrar hreyfíngar í Hafnarfírði Vonast til að fram- boðslistum fjölgi ekki STOFNFUNDUR Samfylkingar þeirra sem aðhyllast félagshyggju og jafnrétti í reynd var haldinn í Hraunholti í Hafnarfirði í gær- kvöld og vora rúmlega 50 manns á fundinum. Samtökin era sprottin úr tilraunum til sameiningar vinstri manna í Hafnarfirði og hyggjast bjóða fram við sveitar- stjómarkosningar í vor. Við setningu fundarinns kom fram í máli Kristjáns Bersa Ólafs- sonar að það hefði orðið mörgum vinstrimönnum í Hafnarfirði mikil vonbrigði hvernig staðið var að sameiningartilraun vinstri manna fyrr á þessu ári og að stofnun sam- takanna væri í raun svar þeirra sem vildu ekki láta stjómmála- menn ráðskast með sig. Ætla að fylgjast grannt með Þá sagði hann aðstandendur samtakanna vonast til þess að til- vist hinna nýju samtaka yrði ekki til þess að framboðslistum í bæn- um fjölgaði en á fundinum vora fulltrúar Alþýðubandaiags og Kvennalista sem kváðust ætla að fylgjast grannt með þróun samtak- anna. Þá kvaddi Óskar Vigfússon sér hljóðs á fundinum og ítrekaði að stofnun samtakanna væri einungis fyrsta skrefið. Nú yrðu menn að vinna ötullega að því að ná árangri. Undirbúningsnefnd hefur verið starfandi frá því 28. febrúar og setti hún fram tillögu að stofnyfir- lýsingu samtakanna. Einnig setti hún fram tillögur að skipan stjóm- ar, vara- og kjörstjóma og voru þær samþykktar athugasemda- laust. í stjóm voru kosin Dóra Hansen, Guðríður Einarsdóttir, Guðrún Ámadóttir, Hörður Þor- steinsson og Kristján Bersi Ólafs- son. í varastjórn vora kosin Ámi Bjöm Ómarsson, Ásta María Bjömsdóttir, Sigurgeir Ólafsson og Valgerður Halldórsdóttir og í kjörstjóm vora kosin Erlingur Kristensen, Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Haraldur Eggertsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Símon Jón Jóhannsson. Kjörstjóm mun nú hefja undir- búning að framkvæmd könnunar og uppsetningu framboðslista sem síðan verður lagður fyrir félags- fúnd. Fundarstjóri var Reynir Ingibjartsson og fundarritari Val- gerður Halldórsdóttir. ----------------- Reykingar ræstu aðvör- unarkerfí SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór út á Hótel Loftleiðir skömmu fyrir miðnættið í gærkvöld vegna þess að aðvörunarkerfi þar fór í gang. Fljótlega skýrðist þó að hætta var ekki á ferðum því í Ijós kom að pípureykingar á einu herbergja hót- elsins höfðu gert það að verkum að aðvöranarkerfið fór í gang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.