Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EINAR SNÆBJÖRNSSON SNÆBJÖRN EINARSSON + Einar Snæ- björnsson var fæddur á Hell- issandi 20. nóvem- ber 1921. Hann lést á hjartadeild Land- spitalans 10. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Snæbjörn Einarsson frá Hellissandi, f. 11. des. 1897, d. 26. des. 1990, og Stein- unn Bjarnadóttir frá Garði á Reykjanesi, f. 28. okt. 1895, d. 11. nóv. 1925. Þau eignuðust tvö börn, Einar og Svanhildi, sem er fædd 1922, giftist síðar Kristófer Snæ- björnssyni á Hellu á Hellissandi, en hann lést sl. haust. Eftir lát móður sinnar 1925 ólst Einar upp hjá ömmu sinni, Jónínu Sigfríði Jónsdóttur, og föður í Klettsbúð á Hellissandi. Einar kvæntist 1953 Magneu Sörensdóttur frá Hellissandi (f. 7. jan. 1921), starfsmanni hjá Lands- síma Islands. Þau bjuggu lengst á Seltjarnarnesi, en á efri árum á Keilugranda 8 og síðast á Hrafn- Einar gekk í barnaskóla á Hell- issandi og hóf seinna nám í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík en lauk því ekki. Hann fór ungur til sjós. Fyrst var hann með föður sínum á fískiskipum frá ísafírði, bæði vetrarvertíðir og eins á sfld fyrir Norðurlandi. Systir Snæ- bjamar, Guðrún, bjó á Isafirði, gift Sigurjóni Sigurbjömssyni, og hjá því myndarfólki ólst Svanhildur, systir Einars, upp og þar áttu þeir feðgar jafnan gott athvarf. Þeir feðgar vom nokkur ár á Richard, á istu. Magnea lést 7. júlí 1995. Barn þeirra var Snæbjörn, sem er nýlát- inn. Hjá þeim ólst upp dóttir Magneu, Gerður Guðmundsdóttir, f. 9. mars 1948. Hún er gift Helga Bemódussyni, aðstoðarskrifstofú- stjóra Alþingis, og eiga þau tvo syni, Árna, f. 25. júlí 1981, og Krist- in, f. 27. júní 1988. Einar fór ungur til sjós með föð- ur sínum. Hann var fyrst á fiski- skipum, síðar á millilandaskipum, allt þar til hann slasaðist við störf í Keflavíkurhöfn 1967. Nokkru síðar útvegi Björgvins Bjarnasonar á Isafirði. Síðar fór Einar í milli- landasiglingar á skipum Eimskipa- félagsins, m.a. á Selfossi og Goða- fossi, lengst hjá Jónasi Böðvars- syni skipstjóra, var bátsmaður hjá honum. Hann sigldi víða um fram- andi staði og var duglegur við að kaupa hluti til heimilisins á þeim tíma þegar skammtað var og höft á innflutningi hér heima. Árið 1967 slasaðist Einar illa. Þeir voru að fara frá bryggju í Keflavíkurhöfn þegar springur slitnaði og hjó í hóf hann störf hjá SKF-kúIulegu- sölunni í Reykjavík og vann þar meðan kraftar entust. Snæbjöm Einarsson var fædd- ur 27. október 1953. Hann varð bráðkvaddur við heimili sitt 11. febrúar síðastliðinn. Snæbjörn kvæntist Jean Quick. Snæbjöm og Jean bjuggu lengst í borginni Kingston en siðast í bænum Leeds í New York. Þau vom barnlaus. Snæbjörn starfaði við kennslu. Snæbjörn gekk í Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi og siðar i Verslunarskóla Islands og lauk þaðan stúdentsprófi 1973. Hann hóf nám í ensku við Háskóla Is- lands en fór síðar til Bandaríkj- anna og lauk meistaraprófi í ensku frá háskólanum í New- Paltz í New York-fylki. Utför Snæbjörns fór fram frá Zion Lutheran Church i borginni Athens og hann var jarðsettur í Kingston. Utför Einars verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Minningarathöfn um Snæbjörn Einarsson verður samtimis útför föður hans í Nes- kirkju í dag. annan fót hans. Sárið og brotið hélst illa við og varð Einar aldrei samur eftir. Hann hætti til sjós og eftir langar sjúkralegur fékk hann starf hjá þeim feðgum Jóni og Arna Fannberg við afgreiðslu í SKF-kúlulegusölunni í Reykjavík og þar vann hann þangað til hann varð að hætta þegar fætur hans þoldu ekki meira. I versluninni lík- aði Einari vel og ekki síður við vinnuveitendur sína sem reyndust honum þá og síðar afar vel. Árið 1953 kvæntist Einar jafn- öldru sinni frá Hellissandi, Magneu Sörensdóttur. Þau bjuggu fyrst við Hallveigarstíg í Reykja- vík, en síðar á Seltjarnarnesi, Nýju-Klöpp og Melabraut 51. Síð- ustu árin voru þau á Keilugranda 8 þangað til heilsu Magneu var svo komið að þau gátu ekki ein haldið heimili. Þá fluttust þau á Hrafn- istu, vorið 1995, en stuttu síðar lést Maggý. Eftir það fór smám saman að draga af Einari. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 10. mars sl. eftir stutta legu þar. Einar Snæbjörnsson var í tæpu meðallagi á vöxt, rauðbirkinn og líkur sínum breiðfirsku forfeðrum. Hann var dulur í skapi og lét til- finningar sínar sjaldan í ljós. Hann undi sér vel heima við ýmiss konar sýsl, lestur og sjónvarp. Á vinnu- stað var hann hins vegar reifur og glaðbeittur, gjaman með spaugs- yrði á vör. Honum var vandvirkni og samviskusemi í blóð borin, var einkar laginn við alls kyns við- haldsvinnu. Og greiðvikinn var hann. Hann var nægjusamur og sparsamur, fór vel með alla hluti, hófsmaður og snyrtimenni hið mesta. Einkasonur Einars og Magneu, Snæbjörn, fluttist ungur til Banda- ríkjanna. Þau fóru allmargar ferð- ir til að heimsækja hann þangað, allt þar til heilsa þeirra bannaði. Það varð Einari mikil raun að fregna um óvænt andlát Snæ- bjamar fyrir nokkrum vikum. Synir mínir, afabörn hans, nutu hins vegar samvista við Einar og þeim var hann mikill vinur. Eink- um naut Árni, eldri sonur okkar, þess á yngri ámm og á hlýjar minningar um natinn og þægileg- an mann. Við kveðjum Einar Snæbjöms- son með þakklæti fyrir tryggð og vináttu. Fyrir röskum mánuði, 11. febrú- ar, bárust þær óvæntu fregnir að Snæbjöm Einarsson, mágur minn, + STEFÁN VALGEIRSSON verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. mars kl. 13.30. Fjóla Guðmundsdóttir og fjölskylda. + Hjartans þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls elsku- legrar móður okkar, VALGERÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, (áður Efstaleiti 14). Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Hrafnistu — Hafnarfirði 4. hæð. Stefán Gunnarsson, Agla Marta Marteinsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Þórhildur Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Stefán Ólafsson, Árni Gunnarsson, Guðrún Dís Jónatansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og útför BJARNA ÞÓRÐARSONAR frá Reykjum á Skeiðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Guð veri með ykkur. Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Magnea Bjarnadóttir, Böðvar Guðmundsson, Guðrún Bjarnadóttir, Árni Svavarsson, Þórdís Bjarnadóttir, Ari Einarsson, Sigrún Á. Bjarnadóttir, Haukur Haraldsson, Rúnar Þ. Bjarnason, Ingibjörg Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. LÝDÍA GUÐJÓNSDÓTTIR + Lýdía Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 25. maí 1921. Hún lést á Borgarspítalanum 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Bjarnason, söngsljóri Sólskinsdeildarinnar og sfðar múrara- meistari, og Guðrún Sveinsdóttir. Guðrún dó eftir langvarandi veikindi 14.4. 1942 en Guðjón lést 11.9. 1983. Lýdía var elst þriggja alsystkina en hin eru Kjartan Sveinn, f. 2.9. 1925, og Bjarndis Kristrún, f. 20.11. 1926. Hálfsystkin Lýdíu eru Lilly Erla, f. 6.3. 1930, Sigurður Rúnar, f. 8.8. 1949, og Hulda Kolbrún, f. 21.9. 1952. Lýdfa giftist Guðjóni Theodórs- syni, bónda og vélamanni, 18. maí 1940. Þau eignuðust sex böm: 1) Rúnar Guðjón, f. 16.9. 1940, prentari í Reykjavík, kvæntur Bimu Valgeirsdóttur, þau eiga tvo syni, tvær dætur og sex bamabörn. 2) Óskírt meybam, f. 11.4. 1942, dó þriggja mánaða. 3) Theódór Helgi, f. 24.7. 1943, sjómaður. Hann dmkknaði 28.2. 1973 og lét eftir sig eina dóttur. 4) Jó- hann Sveinn, f. 27.6. 1948, smíðakennari á Hvammstanga, en hann dó langt um aldur fram í nóvem- ber 1994. Jóhann var kvæntur Elísabetu Bjarnadóttur og áttu þau fjórar dætur og Qögur barnabörn. 5) Guðbjörg, f. 6.7. 1950, húsmóðir í Kópavogi, sem á þrjú böm. Sambýlismaður hennar er Hall- dór Halldórsson. 6) Kjartan Sveinn, f. 10.12. 1958, bifvéla- virki. Hann á tvö böm með sam- býliskonu sinni, Bám Samúels. Lýdía ólst upp hjá foreldrum sfnum í Reykjavík og ferðaðist sem barn mikið með föður sfnum og tók virkan þátt í söng með barnakórnum Sólskinsdeildinni. Seinna söng hún um árabil með hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Útför Lýdíu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þau Lydía og Guðjón bjuggu fyrstu 10 árin á nokkrum stöðum í Reykjavík en árið 1950 flytja þau að Stíflisdal í Þingvallasveit og hefja þar búskap. Guðjón hafði enda lokið góðu prófi frá Búnað- arskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937. Þá var þannig ástatt í Þing- vallasveit að allt fé hafði verið skorið niður haustið áður vegna riðuveiki og varð að byggja bú- skapinn á nautgripum. Þessi bú- skapartíð þeirra hjóna í Stíflisdal var því erfiður tími, enda erfitt með aðdrætti á vetrum. Jafnan hvíldi þó einhver ljómi minninga yfir þessu tímabili, því aðrir og vaxandi erfiðleikar voru þá framundan. Dvölin í sveitinni var þó aðeins tvö og hálft ár, því þá urðu þau að bregða búi þegar Lydía veikist svo alvarlega að henni var lengi vart hugað líf. Vegna þessara veikinda Lydíu, sem stóðu í mörg ár, varð að koma yngri börnunum í fóstur en Guðjón og eisti sonurinn Rúnar héldu þó ávallt heimili saman. Smátt og smátt komst Lydía til sæmilegrar heilsu á ný og sótti hefði orðið bráðkvaddur við heimili sitt, aðeins 44 ára gamall. Hann hafði farið að heiman í bfl stuttra erinda og var á heimleið en stöðvað bílinn skammt frá húsi sínu og fannst þar látinn. Snæbjörn var fæddur í Reykja- vík og ólst upp hjá foreldrum sín- um, Einari Snæbjörnssyni og Magneu Sörensdóttur. Hann var tápmikill strákur í uppvexti, tefldi mikið og spilaði á gítar. Hann var snotur og vel vaxinn, snyrtimenni, en gerðist dulur og nokkur einfari þegar hann komst á fullorðinsár. Á unglingsárum vann hann al- menn störf sumarmánuðina með námi, lengst á pósthúsinu. Snæbjörn lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum og hélt skömmu síðar til Bandaríkjanna til frekara náms í háskólanum í New-Paltz í New York. Hann ílentist þar en miklu réð að hann kynntist og kvæntist Jean Quick, ungri stúlku sem er ættuð af þeim slóðum. Snæbjörn og Jean bjuggu lengi í borginni Kingston. Fyrir nokkrum árum festu þau kaup á húsi í litlum bæ þar skammt frá sem heitir Leeds. Snæbjöm starfaði við kennslu, aðallega það skólastig sem sinnir eldri unglingum. Hann fékkst einnig við ýms önnur störf. Utfór Snæbjarnar fór fram frá þeirri kirkju sem þau hjónin sóttu, Zion Lutheran Church, í Athens, 16. febr. og hann var jarðsettur í Kingston, þeim bæ þar sem kona hans hefur unnið, hjá Metropolitan tryggingarfélag- inu. Þar hyggst Jean búa eftir fráfall Snæbjarnar. Snæbjöm var hægur maður og fáskiptinn. Mjög kært var með þeim hjónum. Hún syrgir mann sinn og saknar góðs félaga. Blessuð veri minning feðganna Einars Snæbjörnssonar og Snæ- bjarnar Einarssonar. Helgi Bernódusson. börnin sín eitt af öðru. Utan Reykjavíkur bjuggu þau Lydía á Vatnsleysuströnd og nokkur ár í Grindavík, þar sem fjölskyldan sameinaðist öll á ný. Fjölskyldan bjó svo á ýmsum stöðum í Reykja- vík. Sérstaklega minnisstæðar eru mér jólaheimsóknir til þeirra á Hringbrautina, en einnig í lítið hús við kirkju Oháða safnaðarins við Laugaveg og svo í gamla ein- býlishúsið við Hitaveitutorg 1 í Smálöndum, þar sem þau hjónin bjuggu þar til Guðjón lést. Síðustu árin bjó Lydía í Austurbrún 6 og líkaði vel. Lydía var skarpgreind kona og skemmtileg. Hún var mikill lestr- arhestur alla tíð og hafði yndi af tónlist. Því miður missti hún heyrnina á efri árum, en stundum fannst manni eins og hún heyrði, vegna þess að hún las af vörum manns. Ávallt var grunnt á glettn- inni og ég man ekki eftir heim- sókn til hennar öðru vísi en að bros og glens væri til staðar, oft þrátt fyrir mikil veikindi hennar. Lydía var líka hlý og einlæg og mér hlýnaði alltaf um hjartaræt- urnar eftir að hafa komið til henn- ar. Það var um árabil hluti af mínu jólahaldi á aðfangadag að heimsækja hana með einhverja smá skreytingu og spjalla og grín- ast. Það eru ekki nema um fimm ár síðan Lydía gladdist með okkur á ættarmóti austur í Biskupstungum og söng af hjartans lyst við undir- spil Rúnars sonar síns gamalt upp- áhaldslag sitt. Ég veit að ég á eftir að sakna fárra en elskulegra sam- verustunda með henni, en minning- amar lifa. Ég minnist Lydíu systur minnar, ekki sem sjúklings, heldur sem glaðlyndrar, gáskafullrar og greindrar konu sem gaman var heimsækja. Blessuð sé minning þín. Ég votta bömum Lydíu, og öðr- um aðstandendum, innilega hlut- tekningu. Sigurður R. Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.