Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 27
AÐSENDAR GREINAR
MIÐAÐ við háar
meðalævilíkur ís-
lenskra kvenna mætti
ætla að konur byggju
almennt við betra
heilsufar en karlar en
góð heilsa er einn mik-
ilvægasti þátturinn í
lífshamingju. Margt
bendir þó til að í þessu
efni stefni verulega á
verri veg en við höfum
hingað til álitið. Bæði
hér á landi og í hinum
vestræna heimi hafa á
síðustu árum komið
fram vísbendingar um
að heilsa kvenna sé
ekki eins góð og hingað
til hefur verið talið. A fyrstu vikum
mínum í embætti ráðherra setti ég
því á stofn vinnuhóp til að skoða
sérstaklega heilsufar kvenna, til að
kanna hvar við stæðum hér á Is-
landi og hvar úrbóta væri þörf.
Nefndin vann mjög þarft og gott
starf og aflaði ítarlegra upplýsinga
um stöðu þessara mála.
I framhaldi af vinnu nefndarinn-
ar boðaði heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið til ráðstefnu um
heilsufar kvenna. Þar komu saman
leikir og lærðir, hátt í þrjú hund-
ruð manns, og skiptust á málefna-
legan hátt á skoðunum um ýmsa
þætti sem betur mega fara varð-
andi heilsufar kvenna. Ráðstefna
þessi var að mínu mati merk fyrir
margra hluta sakir. A henni var
fjallað um heilsufar kvenna í víð-
tækum skilningi og fram kom mik-
ill fróðleikur um stöðu kvenna inn-
an fjölskyldunnar og í þjóðfélaginu,
fjallað var um hvernig konur nota
heilbrigðisþjónustuna og ýmsa
sjúkdóma, svo sem af völdum reyk-
inga, og geðræna sjúkdóma s.s.
þunglyndi og átröskun. Þá komu
fram ýmis atriði sem vert er að
huga nánar að og sjónarmið sem
taka verður mið af við mótun heil-
brigðisþjónustu í framtíðinni.
Ljóst er að við verðum að vera
betur vakandi fyrir margs háttar
breytingum í umhverfi okkar sem
hafa haft víðtæk áhrif á heilsufar
kvenna. I framhaldi af því verðum
við að bregðast við.
Við eigum fyrst og
fremst að byggja
ákvarðanir okkar á
þeirri þekkingu og
rannsóknum sem þeg-
ar eru til innan heil-
brigðisþjónustunnar
og víðar. A þeim
grunni byggjum við
stefnu til framtíðar.
Stefnumótun af þessu
tagi er nú unnin í sí-
fellt ríkari mæli á veg-
um heilbrigðis- og
tryggingamálaráðu-
neytisins.
Nú kann einhver að
velta því fyrir sér
hvers vegna ákveðið hafi verið að
kanna sérstaklega heilsufar
kvenna. Fyrir því eru veigamikil
rök því staðreyndirnar tala sínu
í breyttu þjóðfélagi
hafa konur þannig ætl-
að sér of mikið, segir
Ingibjörg Pálmadóttir,
og það hefur komið nið-
ur á heilsu þeirra.
máli. Þannig hefur meðalævi ís-
lenskra karla lengst hlutfallslega
meira en meðalævi kvenna. Rann-
sóknir sýna að íslenskar konur eru
með hæstu dánartíðni af völdum
lungnakrabbameins meðal kvenna
í Evrópu og að þær virðast al-
mennt viðkvæmari en karlar fyrir
skaðlegum áhrifum reykinga.
Þunglyndi greinist tvöfalt oftar hjá
fullorðnum konum en körlum, at-
huganir sýna að konur leita meira
til sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva en karlar, sem að hluta til
má að sjálfsögðu skýra með frjó-
semisskeiði konunnar, þær gang-
ast undir fleiri rannsóknir en karl-
ar og þeim er ávísað meira af lyfj-
um en körlum. Þá nýta þær sér
einnig oftar en karlar óhefðbundn-
ar aðferðir til að bæta líðan sína.
Heimilisoíbeldi er vel i'alið heil-
brigðisvandamál en ljóst er að kon-
ur sem beittar eru heimilisofbeldi
leita oftar til starfsfólks í heilbrigð-
isþjónustunni og nota meira af ró-
andi lyfjum og svefnlyfjum en aðr-
ar konur.
Það sem vekur jafnframt athygli
eru þau áhrif sem breytt þjóðfé-
lagsmynstur og lífsstíll hafa haft,
sérstaklega á heilsu kvenna. Fyrir
liggur að atvinnuþátttaka kvenna
hér á landi hefur aukist hratt og
nálgast nú að vera 80%. Því hefur
verið haldið fram að samfélagið
hafi brugðist seint við með viðeig-
andi ráðstöfunum, fjölgun dag-
vistarrýma, lengingu skóladags og
aukinni þátttöku karla í heimilis-
störfum og barnauppeldi og að
þessi hægu viðbrögð hafi leitt til
vandamála hjá fjölskyldum og
einkum valdið konum erfiðleikum
við að samhæfa vinnu utan heimilis
og fjölskyldulíf. I breyttu þjóðfé-
lagi hafa konur þannig ætlað sér of
mildð og það hefur komið niður á
heilsu þeirra.
Öll þau atriði sem hér hefur ver-
ið getið krefjast þess að við stöldr-
um við. Eftir þá vinnu sem fram
hefur farið, vitum við enn betur
hver vandamálin eru og erum því
betur í stakk búin til að bregðast
rétt við. Eg vil sérstaklega nefna
nauðsjm þess að lögð verði aukin
áhersla á heilsuvernd innan heil-
brigðisþjónustunnar, baráttuna
gegn reykingum kvenna og mark-
vissari greiningu, meðferð og að-
stoð við þolendur hverskyns of-
beldis.
Hér í upphafi var getið ráðstefnu
um heilsufar kvenna þar sem flutt-
ir voru áhugaverðir fyrirlestrar
sem að mínu mati þurfa að ná til
sem flestra. Þar fóru einnig fram
mjög gagnlegar umræður og fram
komu ábendingar sem munu hafa
áhrif á endanlega úrvinnslu til-
lagna nefndarinnar og þá stefnu-
mótun sem fylgir í kjölfarið. Ég tel
mjög mikilvægt að almenningur og
heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggð-
inni fái einnig tækifæri til að taka
þátt í þessari umræðu og hafa áhrif
á hana. Til þess að svo geti orðið
hefur heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið ákveðið að efna til
ráðstefnu um málefnið á Akureyri
á morgun, fimmtudaginn 19. mars,
og eru fleiri fundir íyrirhugaðir á
næstunni til kynningar á því starfi
sem þegar hefiir verið unnið.
Höfundur er heilbrigðis- og trygg-
ingainálaráðh erra.
Velferð ís-
lenskra kvenna
Ingibjörg
Pálmadóttir
Sögulegt inn-
grip í næturlífíð
ÞÓTT félögin öldnu
KFUM og KFUK í
Reykjavík verði 100 ára
á næsta ári er greini-
legt að þau eru enn í
fullu fjöri og hafa svo
sannarlega ekki lokið
hlutverki sínu fyrir
ungmenni Reykjavíkur
og nágrennis. Fundið
hefur verið upp á marg-
víslegum nýjungum og
fjölbreyttum, oftast
með blessunarríkum
árangri. Auk þess sem
hið hefðbundna starf,
allt að því nákvæmlega
eins og það var fyrir 99
árum, er starfrækt.
Það er í fullu gildi og stendur vel
fyrir sínu. I raun ómissandi fyrir þá
er þess njóta.
Markmiðið, kjarninn, aðalatriðið
er þó hið sama í öllu starfmu. Frels-
KFUMogKFUKí
Reykjavík eru enn í
fullu fjöri, segir Sigur-
björn Þorkelsson, og
hafa sannarlega ekki
lokið hlutverki sínu.
arinn Jesús Kristur er sá grunnur
sem starf KFUM og KFUK hefur
alla tíð byggt á og gerir enn. Kær-
leiksboðskapur Guðs fóður skapara
okkar og fagnaðarerindi hans um
bjargið eilífa, frelsarann eina Jesú
Krist.
Söguleg nýjung í starfseminni
Eitt af því nýjasta sem félögin sí-
ungu KFUM og KFUK bjóða nú
upp á er opið hús fyrir þau ung-
menni sem stunda næturlífið í mið-
borg Reykjavíkur um helgar. Nán-
ar tiltekið í Austurstrætinu fyrir of-
an hamborgarastaðinn vinsælda
McDonalds.
Eftir því sem ég kemst næst er
um eina opna húsið í miðbænum að
ræða íyrir þá sem ekki komast á vín-
veitingastaðina sökum of lágs aldurs.
Mörg ungmenni leita þarna at-
hvarfs. Sum koma
stuttlega við, önnur
staldra lengur, fá sér
sæti, þiggja kakó eða
kaffi og kexköku. Sum
þurfa að létta á sér,
hafa þörf fyrir að á sig
sé hlustað. Þiggja kær-
leika, hlýju og skilning.
Stundum leiðist um-
ræðan eitthvað að trú-
málum og sýnist sitt
hverjum eins og eðli-
legt er. Sum þiggja
Nýja testamenti að
gjöf. Biðja jafnvel um
fyrirbæn eða nánara
spjall. Önnur koma
bara af því að þau vita
að þeim er ekki kastað út og geta
leitað skjóls þegar þannig ber und-
ir.
Umgengni og notkun áfengis, tó-
baks og vímuefna er bönnuð á
staðnum og er bannið virt þótt því
miður sjáist áfengi og jafnvel eitt-
hvað þaðan af verra í augum sumra
þegar þau koma inn.
Þarna er að mínu mati um sögu-
legt inngrip KFUM og KFUK að
ræða í sinni sögu og sögu Reykja-
víkur þegar einmitt verða 100 ár á
næsta ári frá því æskulýðsleiðtog-
inn mikli sr. Friðrik Friðriksson
gekk um götur borgarinnar til þess
að safna ungmennum saman til
funda, spjalls og samfélags á vegum
KFUM og K.
Þetta athyglisverða og jákvæða
nýja starf KFUM og KFUK í mið-
borg Reykjavikur er unnið með
stuðningi safnaðanna í Reykjavík-
urprófastsdæmum og Prófasts-
dæmunum á Reykjavíkursvæðinu.
Mitt mat er og jafnframt áskorun
til yfirvalda Reykjavíkurborgar að
þessu látlausa og mikilvæga fram-
taki KFUM og KFUK í miðborg-
inni verði sýndur sómi og stuðning-
ur á allan þann hátt sem þarf. Bæði
vegna góðs framtaks og eins vegna
100 ára reynslu þessara mikilvægu
félaga við mannbætandi og þrosk-
andi starf í þágu æskulýðs í Reykja-
vík, þjóðarinnar allrar og framtíðar-
innar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins A íslandi.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Meðal annarra orða
Lífsleikni
Að mínu viti á ekki að bíða með að fræða íslensk
börn um lífsleikni, segir Njörður P. Njarðvík, þar
til þau eru sest í fjórða bekk.
ÞAÐ VAKTI athygli mína þegar
mér barst bæklingur menntamála-
ráðuneytisins „Enn betri skóli“ að
þar er getið um nýja námsgrein í
grunnskóla og ber hún heitið Lífsleikni.
Mér þótti þetta forvitnileg nýjung, þangað
til ég sá hvemig þessi fyrirhugaða náms-
grein er skilgreind. Þá varð ég fyrir sárum
vonbrigðum. Skilgreiningin er þannig:
„Með lífsleikni, sem er ný námsgrein, er
stuðlað að því að nemendur fræðist meira
um réttindi sín og skyldur, fjármál, fjöl-
skyldulíf, atvinnulíf, umhverfi, heilsuna,
neytendamál, lýðræðislegt samfélag o.fl. I
lífsleikni er áhersla lögð á fíknivarnir og að
einstaklingarnir efli fmmkvæði sitt og sjálf-
stæði.“ Þessi nýja námsgrein á að fá eina
kennslustund á viku í 7 bekkjum grannskól-
ans frá 4. bekk.
Hvers vegna þessi vonbrigði? Er ekki full
ástæða til að þjálfa nemendur að takast á
við þau atriði, sem lýst er í skilgreining-
unni? Jú, að vísu er svo sem erfitt að and-
mæla því. En tækifærið til raunverulegrar
nýjungar í menntun íslenskra barna er
ónotað. Og ekki nóg með það. Með þessari
skilgreiningu hlýtur menntamálaráðuneytið
að vera að birta skilning sinn á því hvað lífs-
leikni sé, segja íslenskum bömum hvað sé
mest um vert að kunna skil á. Og nær allt
lýtur það að ytri aðstæðum, hvernig eigi að
bjarga sér í „þjóðfélaginu“, komast sæmi-
lega áfram, eins og það er kallað.
Gott er auðvitað að kenna íslensk-
um börnum að stíga ölduna í Kfs-
ins ólgusjó, en það verður ekki
gert nema að litlu leyti með því að
beina sjónum út í þjóðfélagið, - því „eigi lif-
ir maðurinn á einu saman brauði“ eins og
stendur í góðri bók. Manneskjan er nú einu
sinni ekki einasta neytandi á einum alls-
heijar viðskiptamarkaði, þótt sumir telji
hann til einhvers konar náttúrulögmáls.
Manneskjan er ekki aðeins þátttakandi í at-
vinnulífi, fjölskyldulífi, fjármálum eða lýð-
ræðislegu þjóðfélagi. Því - svo aftur sé vitn-
að í góða bók - „hvað stoðar það manninn
að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu
sinni?“
Nú er ég ekki að lýsa eftir aukinni krist-
indómsfræðslu, þótt ég hafi vitnað tvívegis í
orð sem era höfð eftir Kristi. Það er að
mínu viti ekki hlutverk opinberra skóla að
innprenta börnum ákveðin trúarbrögð.
Enda væri það ekki að stuðla að eflingu
framkvæðis einstaklinga og stjálfstæðis,
eins og segir í skilgreiningunni. Ég er hins
vegar að benda á, að grandvöllur hinnar
ytri tilvera, hins ytri veraleika okkar, kem-
ur innan frá. Sá frægi kristni dulhyggju-
maður Johannes Eckhart segir einhvers
staðar eitthvað á þá leið, að menn skyldu
ekki hafa mestar áhyggjur af því sem þeir
gera, heldur af því hvað þeir era. Því séu
menn réttlátir, verði verk þeirra einnig
réttlátleg. Og Dhammapada, helgirit
búddista, hefst á þessum orðum: „Vér erum
það sem vér hugsum. Allt sem vér erum
sprettur af hugsunum vorum“. Og úr því ég
er farinn að nefna búddisma, þá langar mig
að tilfæra orð sem tíbeskur fræðari hefur
látið falla um hinn vestræna mann, þess
efnis að hann sé svo latur að hann fylli líf
sitt ytri önnum til þess að komast hjá því að
takast á við það sem mest er um vert: að
kanna sinn innri veraleika og kynnast sín-
um sanna innri manni.
Að mínu viti á ekki að bíða með að
fræða íslensk böm um lífsleikni
þar til þau era sest í fjórða bekk.
Og sú fræðsla ætti ekki að snúast
um ytri aðstæður fyrst og fremst. Okkur
hættir sífellt til að vanmeta námshæfni
ungra barna og getu þeirra til skilnings.
Það er meira en brýnt að leiðbeina bömum
um lífsleikni. Og þá finnst mér að byrja eigi
strax og á sjálfri undirstöðunni. Ekki á því
að kenna þeim að sinna „ytri önnum“. Lífs-
leikni er gott orð og felur í raun í sér fógur
fyrirheit. En það má alls ekki rugla því
saman við samfélagsfræði. Þess vegna þarf
í kennslu í lífsleikni að byrja á því að nálg-
ast sjálfan hugann sem fæðir af sér hugsan-
ir. Ég hef einhvern tíma bent á það í þess-
um pistlum að mikið ynnist við að kenna ís-
lenskum börnum strax í upphafi heimspeki
og siðfræði. Það tvennt stuðlar í senn að
sjálfstæðri, gagnrýnni, skapandi hugsun og
tillitssemi, umburðarlyndi og sjálfsögun.
Ég hygg að við finnum flest, ef ekki öll, að á
þetta skortir í samfélagi okkar. Sú einfalda
og góða regla að hugsa, ákveða og fram-
kvæma - í þessari röð, vill nefnilega þvæl-
ast ögn fyiTr okkur stundum. Einkum að
muna eftir fyrsta atriðinu, áður en við önum
út í framkvæmdir.
/
skilgreiningunni er minnst á fíkni-
vamir, enda er vímuefnavandinn mik-
ill meðal okkar íslendinga, ekki að-
eins þeirra sem nú eru ungir. En
kennsla í gagnrýnni, skapandi hugsun og
siðfræði mun án efa stuðla að allsherjar for-
vörnum, ekki aðeins gagnvart vímuefnum,
heldur gegn lífsháska í víðustu merkingu.
Og það er sannfæring mín að ekkert stuðli
fremur að réttlátu þjóðfélagi, jafnréttishug-
sjón og mannskilningi en raunveraleg
fræðsla um raunverulega lífsleikni. En þá
verða menn að muna að hún kemur innan
frá.
Höfundur er prófessor í ísienskum bókmennt-
um við Háskóla íslands.