Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Síðustu sýningar
á Heimi Guðríðar
SÝNINGUM á leikritinu Heimur
Guðríðar eftir Steinunni Jóhannes-
dóttur lýkur nú í dymbilviku en þessi
sýning hefur verið á ferð milli kirkna
landsins hátt á þriðja ár. í ár eru lið-
in 400 ár frá fæðingu Guðríðar Sím-
onardóttur, eiginkonu Passíusálma-
skáldsins. Síðustu sýningar á Heimi
Guðríðar verða í Vík í Mýrdal þriðju-
daginn 7. apríl og í Reykholtskirkju í
Borgarfirði á sklrdag, 9. apríl. Báðar
hefjast sýningarnar kl. 21.
Heimur Guðríðar var frumsýndur
5. júní 1995 á Kirkjulistahátíð í Hall-
grímskirkju í Reykjavík. í því er
rakin ævi- og píslarsaga Guðríðar
Símonardóttur, sjómannskonunnar
úr Vestmannaeyjum, sem var ein
fárra tæplega 400 Islendinga sem
rænt var í Tyrkjaráninu sem náðu
aftur heim til íslands. Á heimleið frá
Alsír kynnist hún ungum mennta-
manni í Kaupmannahöfn, Hallgrími
Péturssyni. Sambúð þeirra stóð til
æviloka og hefur lengi verið þjóðinni
forvitnis- og jafnvel hneykslunar-
efni. Guðríður lést í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd 84 ára að aldri árið
1682.
Með helstu hlutverk í sýningunni
fara Margi-ét Guðmundsdóttir og
Helga Elínborg Jónsdóttir, báðar
leika Guðríði á ólíkum æviskeiðum,
og Pröstur Leó Gunnarsson sem fer
með hlutverk Hallgríms. Tónlist er
samin og leikin af Herði Áskelssyni
og búninga gerði Elín Edda Árna-
dóttir. Höfundur verksins, Steinunn
Jóhannesdóttir, er jafnframt leik-
stjóri sýningarinnar.
Á þeim þremur árum sem liðin
eru frá frumsýningu leikritsins hef-
ur það verið sýnt í yfir 30 kirkjum í
öllum landshlutum og sýningarnar
eru 45. Steinunn segir að allar þess-
ar leikferðir hafi verið mjög ánægju-
legar og þá ekki síst fyrir það að
frumkvæðið hafi nær alltaf komið
frá kirkjum á viðkomandi stöðum.
„Við erum búin að fara þvers og
kruss um landið og við höfum haft
mikið fyrir því að fjármagna hvert
ferðalag um sig. Lítið hefur verið
um opinbera styrki. Hópurinn hefur
mest verið styrktur af bönkum og
sparisjóðum, kvenfélögum og menn-
ingar- og sóknamefndum auk ótal
fyrirtækjum um allt land sem við
stöndum í mikilli þakkarskuld við.“
Viðtökur hafa verið afar góðar og
Steinunn bendir á að það sé einnig
óvenjuleg og sterk reynsla fyrir
leikara að leika í kirkjum og um
margt ólík því að standa á leiksviði.
Eftir að Steinunn lauk við að
skrifa leikritið um Guðríði Símonar-
dóttur hefur hún haldið áfram að
kanna sögu þessarar merkiskonu.
„Eftir því sem ég fæ séð bjó Guðríð-
ur yfir afskaplega mörgum góðum
eiginleikum," segir Steinunn. „Af
erfiðri og óvenjulegri ævi má sjá að
þar fór kona sem kunni að bjarga
sér við erfiðustu skilyrði. Hún var
staðföst og trygg sínum heimahög-
um, trú sinni og því fólki sem henni
þótti vænt um. Guðríður hefur verið
mikill áhrifavaldur í lífi Hallgríms
og vanmetin eins og konur hafa
gjarnan verið, ekki bara á sinni öld
heldur næstu öldum á eftir. Það er
okkar tíma að endurskoða sögu
þessara kvenna því Guðríður Símon-
ardóttir hefur svo sannalega verið
samboðin manni sínum, Hallgrími
Péturssyni.“
Morgunblaðið/Golli
SÍÐUSTU sýningar á Heimi Guðríðar fara fram í dymbilviku. Myndin
af aðstandendum sýningarinnar var tekin fyrir leikferð hópsins til
Lundúna á síðasta ári. Fremri röð f.v. Þröstur Leó Gunnarsson, Björn
Br. Björnsson og Guðjón Davíð Karlsson. Aftari röð f.v. Helga E. Jóns-
dóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Elín
Edda Árnadóttir.
Listkynning
í Listasafni
Islands
LISTKYNNING í tengslum við
sýningu Listasafns íslands á er-
lendum verkum í eigu safnsins
verður sunnudaginn 5. apríl kl. 16.
Að þessu sinni verður fjallað um
norræna myndlist á 19. öld og í upp-
hafi þeirrar 20. og tengsl íslensku
frumherjanna við strauma i nor-
rænni myndlist þess tíma.
Kynningin verður í umsjá Júlíönu
Gottskálksdóttur listfræðings og
hefst með stuttum myndafyrirlestri
í íyrirlestrarsal safnsins, en síðan
verður leiðsögn um sal 1 þar sem til
sýnis eru norræn verk frá 19. öld og
um aldamótin síðustu.
--------------
Myndlistarsýn-
ing aprílmánað-
ar í Kvenna-
sögusafni
MYNDLISTARMAÐUR aprílmán-
aðar í Kvennasögusafni er Auðm-
Ólafsdóttir. Auður stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Islands
1981-1986. Auður hefur starfað við
myndlist og myndlistarkennslu frá
árinu 1987.
Síðustu ár hefur hún lagt megin
áherslu á akrýl- og vatnslitamyndir.
Hún tók þátt í samsýningu IBM á
Kjarvalsstöðum 1987 og páskasýn-
ingu Sævars Karls 1995, einnig hef-
ur hún haldið þrjár einkasýningar.
Á sýningunni í Kvennasögusafn-
inu gefur að líta vatnslitamyndir
sem unnar voru á þessu ári.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tveir
kórar flytja Þýska sálumessu Brahms
Krefjandi
verkefni
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
Kór Akureyrarkirkju og Kór Tón-
listarskólans á Akureyri flytja
Þýska sálumessu opus 45 eftir Jo-
hannes Brahms í Iþróttaskemm-
unni á Akureyri næstkomandi mið-
vikudagskvöld, 8. aprfl, undir
stjóm Guðmundar Óla Gunnars-
sonar aðalstjómanda hljómsveitar-
innar. Einsöngvarar verða Björg
Þórhallsdóttir sópran og W. Keith
Reed baríton. Forsala aðgöngu-
miða er í Bókabúð Jónasar.
Æfingar hafa staðið yfir frá því í
janúar, Bjöm Steinar Sólbergsson
organisti hefur æft Kór Akureyr-
arkirkju en Michael Jón Clarke
söngvari og kórstjóri æfði Kór
Tónlistarskólans á Akureyri. Um
80 manns eru í kórunum tveimur.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
verður fullskipuð á tónleikunum.
Æfingar hljómsveitarinnar era að
hefjast, verður þjappað saman í fáa
daga, enda koma hljóðfæraleikarar
nokkuð víða að.
Hefð er komin á að Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands efni til
tónleika í dymbilviku, á þeim
fyrstu vora einsöngvarar Kristján
Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og komust færri að en vildu.
Reyndar má segja að svo hafi verið
upp frá því, en í fyrra urðu margir
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands
í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík.
Þorlákstíöiro
mur miðalda
7. apríl -19. maí kl. 20:00-22:00
Á Listahátíð verða Þorlákstíðir fluttar í fýrsta sinn f heild hér á landi
eftir siðaskipti. Þær eru taldar vera frá fjórtándu öld og skipuðu veglegan
sess í helgihaldi til vegsömunar heilögum Þorfáki (1133-1193) á messudögum
hans. Fjallað verður um þann framandlega menningarheim sem Þoriákstíðir
eru sprottnar úr og spurt hvort kirkjan hafi verið móðir lista á miðöldum.
Þá verður fjallað um dýrlinga, helga dóma, jarteinir og samband dýrlings
og manns. Farið verður yfir Þorláks sögu og gerð grein fyrir öðrum
skyldum helgisögum, ftumsömdum og þýddum. Samtími Þoriákstíða
verður til umfjötlunar og greint frá þeim höfundum sem helst koma til
greina. Farið verður á æfingu Voces Thules á Þorlákstíðum og skoðað
handrit Þorlákstíða í Árnastofnun. Kennarar: Ásdís Egilsdóttir dósent,
Torfi Tulinius dósent og meðlimir
Kanúkaflokksins Voces Thules.
Skráning: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands
Símar: 525 4923,-24 og -25. Fax: 525 4080.
Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is. Heimasíða: www.hi.is/Endurm
Morgunblaðið/Kristján
TVEIR kórar, Kór Akureyrarkirkju og Kór Tónlistarskólans á Akureyri taka þátt í flutningi Sálumessu Bra-
hms með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á miðvikudagskvöld og er myndin tekin á æfingu.
frá að hverfa þegar
hljómsveitin, í sam-
vinnu við fimm kóra á
Eyjafjarðarsvæðinu,
flutti Carmina Burana
en sá flutningur þótti
takast afar vel.
Sálumessur fluttar
í dymbilviku
Algengt er að sálu-
messur séu fluttar í
dymbilviku, en sálu-
messa Brahms er að
því leyti frábragðin
sálumessum annarra
tónskálda að í stað
þess að fylgja textan-
um úr hinni rómversk-kaþólsku
messu þar sem beðið er fyrir sálum
látinna velur tónskáldið textann úr
lútersku biblíunni. í hefðbundnum
latneskum sálumessum er beðið
fyrir friði til handa sálum látinna
en Brahms leitast í sálumessu sinni
við að hugga eftirlifendur, þá sem
misst hafa, enda era upphafsorð
messunnar úr Mattheusarguð-
spjalli Sælir era syrgjendur því að
þeir munu huggaðir verða.
Þýska sálumessa
Brahms var framflutt í
heild í febrúar árið
1869 í Gewandhaus í
Leipzig undii- stjóm
Carls Reinecke, en ári
áður, á föstudaginn
langa 1868 stjórnaði
Brahms óformlegum
framflutningi á sálu-
messunni í dómkirkj-
unni í Bremen og þóttu
tónleikarnir afar
áhrifamiklir.
Reynsla af flutningi
krefjandi tónverka
Sálumessa Brahms
er hans viðamesta tónverk og að
sögn Guðmundar Óla eitt það
metnaðarfyllsta sem Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands hefur tek-
ist á við. „Það var vissulega stórt
verkefni að flytja Carmina Burana
í fyrra, en þetta tónverk er að
mörgu leyti erfiðara, sérstaklega
fyrir kórinn, en hann leikur
stærsta hlutverkið í flutningnum
og kemur fram í öllum sjö þáttum
þess. Þetta tónverk er afskaplega
krefjandi og að mörgu leyti erfið-
ara að eiga við en Carmina
Burana," sagði Guðmundur Óli.
Hann sagði að kóramir hefðu
báðir komið fram með Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands áður og
það yrði spennandi að sjá hvernig
þessum tveimur kóram tækist að
kljást við þetta stórvirki. Kóramir
era skipaðir áhugafólki, en söngv-
arar hafa þó talsverða reynslu af
flutningi krefjandi kórverka. „Kór-
arnir hafa á að skipa fólki sem vant
er að takast á við erfið verkefni,"
sagði hljómsveitarstjórinn.
„Sálumessa Brahms er sérstak-
lega fallegt tónverk, afar sterk tón-
list sem stenst allt, maður verður
aldrei leiður á að hlusta á hana
sama hversu oft er hlustað," sagði
Guðmundur Óli en hann kvaðst í
röskan áratug hafa beðið færis á að
flytja það. „Eg tók þátt í flutningi
sálumessunnar með Kór Concert-
gebouwhljómsveitarinnar á náms-
áram mínum úti í Amsterdam og
féll alveg fyrir henni,“ sagði Guð-
mundur Óli. Hann telur að nú sé
rétta tækifærið, þátttakendur, bæði
í kóram og hljómsveit séu tilbúnir.
Guðmundur
Óli Gunnarsson