Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bíddu bara, það getur farið að styttast í að þú hættir að glotta og gamli höfuðverkurinn verði aftur rúmlægur hjá þér á kvöldin, góða. Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 60) Útvarp: FM/AM, 24 stööva minni Geislaspilari: Þriggja diska Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: T vrskiptir 70w (DJN) la 8 • Sími 533 2800 Pionecr markaÖ Samkvæmt skoðanakönnyn Hagvangs f desember 1996 eru 26,2% heimila á Islandi meoFíoneer hljómflutningstæki. Fjórir næst stærstu keppinautarnir samanlagt eru minni enPfameer, Hvað segir þetta þér um gæðiPkmeer tækja? ...vinsœldir Pioneer hJjómtœkja eru ótvírœðar. N -770 Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8£í) • Utvarp: FM/AM, 24 stööva minni* Geislaspilari: Tekur 26 diska • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolbv B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) • di PIOIMEER The Art of Entertainment na hefur írburði á Islandi? ibÐ gra-juriicir og afl foro saman N -170 Magnari: 2x25w (RMS, 1kHz, 6U) Utvarp: FM/AM, 30 stööva minni Geisíaspiiari: Þrlggja diska Segulbandstæki: Tvöfalt Hátalarar: Tviskiptir 30w (DIN) pouer ÖÖ The Art of Entertamment Utsölustaðir: Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Vestfiröir: Geirseyrarbuðm, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, fsafirði. Noröurland: Kf. V-Hún, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö.Þórshöfn. Suöurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. , Vestnorræn æskulýðsráðstefna Grundvöllur fyrir samstarfí framtíðarinnar Páll Brynjarsson SKULÝÐS- ráð- stefna Vestnor- ræna ráðsins verður haldin í Reykjavík 10.-12. júlí í sumar. Vest- norræna ráðið hefur haldið ráðstefnu einu sinni áður, í Færeyjum árið 1992. Ráðið var stofnað árið 1985 og er samstarfsaðih milli þjóð- þinga aðildarlandanna þriggja, Islands, Færeyja og Grænlands. Formaður Vestnorræna ráðsins er Anders Andreassen forseti Grænleska landsþingsins. Formaður íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins er Svavar Gestsson alþingis- maður. - Hvert er markmiðið með ráðstefnunni? „Markmiðið er auðvitað fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Vestur-Norðurlöndum til þess að hittast og ræða sameiginleg mál- efni. Á slíkri ráðstefnu aflar fólk sér þekkingar um hin löndin og við reiknum ekki síst með því að hún renni styrkari stoðum undir vestnorrænt samstarf í framtíð- inni. Vestnorræna ráðið er að fara af stað með lífsgildakönnun meðal ungs fólks í þessum löndum sem Félagsvísindastofnun mun sjá um framkvæmdina á. Úrtakið verður 300 18 ára ungmenni í hverju landanna þriggja sem spurð verða um líðan, pólitískt lífsmynstur, trúmál, siðferði, framtíðarsýn og virkni og vonandi verða niðurstöð- ur tilbúnar til kynningar þegar ráðstefnan fer fram.“ - Hvemig miðar undirbúningi? „Við boðuðum fulltrúa æsku- lýðs- og ungmennafélaga á ís- landi til fundar og skipuðum í kjölfarið undirbúningshóp sem hefur verið okkur innan handar. I þessum hópi sitja fimm manns, það er Sigvarður Ari formaður Æskulýðssambands íslands, Sig- rún Jónsdóttir frá Norræna fé- laginu, Kristbjörg Kristinsdóttir frá Kvennalista, Sigmundur Sig- urgeirsson frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna og Árdís Sig- urðardóttir frá Norræna húsinu. Pessi hópur hefur verið okkur mjög innan handar um gerð dag- skrár fyrir ráðstefnuna.“ - Hvað verður á dagskrá? „Við höfum skipt dagskránni í femt. I fyrsta lagi verður fjallað um vestnorrænu tungumálin ann- ars vegar og dönskuna hins vegar sem samskiptamálið á þessu svæði. í öðru lagi fjöllum við um menningu og munum meðal ann- ars bera saman menningu land- anna þriggja; hvað er sameiginlegt og hvað skilur að, skoða menn- ingu ungu kynslóðar- innar, hvað einkennir hana og hvernig hún fellur inn í þessa norrænu menn- ingu. I þriðja lagi ætlum við að beina athygli að nýrri samskiptatækni og möguleikunum sem hún býður og fjalla um samkennd og það á hverju samstarf þessara þjóða byggist. í fjórða lagi verður síðan talað um náttúru- og umhverfis- vemd. Fluttir verða fyrirlestrar um þessi efni og að því þúnu verð- ur þátttakendum skipt í umræðu- hópa. Fjórir fyrirlesaranna verða frá íslandi, tveir frá Grænlandi og tveir frá Færeyjum, og miðað við að hluti þeirra verði ungir fræðimenn." ► Páll Brynjarsson fæddist á Sauðárkróki árið 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1985, BA-prófi í stjórnmála- fræði frá Háskóla íslands árið 1991 og cand. scient. pol. frá Árósa-háskóla árið 1995. Fjall- aði lokaritgerðin meðal annars um norrænt samstarf. Að námi loknu starfaði Páll sem ritari hægrimanna í Norðurlandaráði í tvö ár og var líka fram- kvæmdastjóri afmælis- ársins á Sauðárkróki. Hann hefur verið í fullu starfi hjá Vest-norræna ráðinu frá 1. jan- úar síðastliðnum. Sambýlis- kona hans er Inga Dóra Hall- dórsdóttir háskólanemi. Hún á eina dóttur. - Hvað má búast við mörgum þáttta kendum? „Við reiknum með því að þátt- takendur verði um 150, það er 50 frá hverju landanna þriggja en ráðstefnan verður haldin í Odda. Við vonumst til að fá fólk sem víð- ast að, úr alls kyns félögum, þannig að fjölbreytnin verði mikil og umræðan skemmtileg. Við göngum út frá þvi að þátttakendur verði á aldrinum 18 til 24 eða 25 ára, fólk í menntaskóla eða að klára háskólanám, og efumst ekki um að þeir hafi skoðanir á flestum hlutum og að umræðan verði frjó.“ - Hvernig hafa tengslin verið milli ungs fólks íþessum löndum? „Það hefur skort vettvang fyrir unga fólkið þar. Vestnorræna blaðið Oson, sem gefið er út í tengslum við Norræna húsið, hef- ur að vísu skapað ákveðin tengsl og aukið þekkingu yngri kynslóðarinnar á þessum löndum. Áhug- inn er töluverður og við verðum mjög varir við það í Vestnorræna ráðinu að íþróttafélög vilji eiga samskipti við félög í hinum lönd- unum.“ - Hverju skilar ráðstefna á borð viðþessa? „Þarna kemur saman ungt fólk frá vestnorrænu löndunum sem hefur komið að alls kyns félags- starfsemi í heimalandinu. Það hittist og ræðir saman og ég held að þetta skapi grundvöll íyrir vestnorrænt samstarf. Við erum fyrst og fremst að hugsa um það að kynna okkur, tengjast þessu unga fólki og reyna að sýna því fram á hvað hvað það á mikið sameiginlegt hvert með öðru.“ „Gildakönnun ungs fólks verður kynnt“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.