Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ rameislarinru 1 i Æt. Morgunblaðið/Þorkell BAKARAMEISTARINN er rekinn sem fjölskyldufyrirtæki. Hér er hluti íjölskyldunnar sem starfar við fyrirtækið, talið frá hægri Sigþór Siguijónsson, Sigrún Stefánsdóttir kona hans, dóttirin Sigurbjörg Rósa og eiginmaður hennar Vigfús Kr. Hjartarson. BEINT UR BAK- ARA OFNINUM VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Sigþór Sigurj'ónsson er fæddur 13. marz 1947 á Húsavík. Hann lærði bakaraiðn í Kaupfélagsbakaríinu á Húsavík og lauk námi árið 1969. Þá fluttist hann til Reykjavíkur. Ári síðar stofnaði hann Laugarásbakarí og rak það í fimm ár eða þang- að til hann stofnaði Bakarameistarann í Suðurveri árið 1977. Á síðastliðnu ári keypti fyrirtækið verslunarrými í Mjóddinni og rekur þar bakarí. Eiginkona Sigþórs er Sigrún Stefánsdóttir og eiga þau sex börn. í HANDVERKSBAKARÍI eins og Bakarameistaranum kemur hand- verkið við sögu frá upphafi og til enda framleiðslunnar. Eflir Hildi Einarsdótlur AÐ HEFUR ekki farið fram hjá þeim sem hafa átt leið um Kringlumýrar- brautina að bakarí Bak- arameistarans í Suðurveri hefur stækkað til muna. Þetta á bæði við um verslunina og vinnslurýmið á hæðinni fyrir ofan verslunina og komnar eru nýjar og glæsilegar innréttingar. Fyrir þrem árum var ákveðið að fara út í allsherjar endurskipulagningu á bakaríinu í tilefni af tuttugu ára afmæli þess. Þeirri uppbyggingu er senn að ljúka. Bakarameistarinn er stærsta handverksbakarí á landinu. í gegnum verslanimar í Suðurveri og í Mjódd fara á hverjum mánuði um fimmtíu þúsund manns. Hjá fyrirtækinu vinna fjörutíu og átta manns í heilsdagsstörfum þar af tuttugu í framleiðslustörfum. Bakarameistarinn er rekið sem fjölskylduíyrirtæki. Þar vinna auk Sigþórs, Sigrún kona hans og dæt- umar Sigurbjörg Rósa sem starfar við mannahald og fjármál og Björg Kristín, kökumeistari en hún lærði í Damörku. Sonurinn Sigþór lærði bakaraiðn hjá föður sínum en starfar ekki við fýrirtæk- ið nú. Maki Sigurbjargar er Vigfús Kr. Hjartarson og er hann fram- kvæmdastjóri Bakarameistarans. „Þegar við ákváðum að fara út í breytingarnar var ekki lengur hægt að auka afkastagetu fyrir- tækisins," segir Sigþór. „Það vantaði vinnslurými, geymsluað- stöðu og stærri verslun. Þegar við sáum að fólk var farið að standa úti í nepjunni áður en það komst inn eða það ók framhjá þegar það sá hversu margir biðu inni í bak- aríinu var ekki hægt að bíða leng- ur með að stækka. Við mótuðum ákveðna framtíðarstefnu sem fólst meðal annars í því að keyptir vom nýir ofnar, tölvustýrður frystir og hraðfrystigeymslur á forhefuðu deigi. Aðstaða starfsfólks var bætt og verslunin stækkuð og fyrirtæk- ið tölvuvætt." „Sú nýja tækni sem við höfum nú yfir að ráða hefur í raun valdið gjörbyltingu og margfaldað fram- leiðslugetuna," bætir Vigfús við. „Hún hefur líka gert það að verk- um að starfsfólk getur nú unnið á manneskjulegum vinnutíma. Bak- aramir þurfa ekki lengur að byrja að vinna upp úr miðnætti og vinna alla nóttina. Nú gengur þetta þannig fyrir sig að lögunin fer fram á milli klukkan sjö á morgn- ana til klukkan tvö á daginn. Að henni lokinni er hún sett í hrað- frystiklefa. Að ákveðnum tíma liðnum er framleiðslan flutt yfir í tölvustýrðan frystihefskáp sem er þannig útbúinn að hann kveikir á bakarofnunum á ákveðnum tíma. Það er því búið að hita upp ofnana þegar tveir bakarar koma upp úr klukkan fimm á morgnana en þeir flytja framleiðsluna úr frystihef- skápunum yfir í ofnana og fylgjast með henni þangað til hún er tilbú- in þegar bakaríið er opnað klukk- an hálfsjö á morgnana. Þegar ákveðið var að fara út í skipulagsbreytingarnar höfðum við samband við fyrirtæki sem framleiða þessa skápa. Það eru nokkur fyrirtæki sem hafa verið að þróa þessa tækni en við skipt- um einkum við tvö fyrirtæki, danskt og þýskt. Ásamt þeim unn- um við að áframhaldandi þróun þeirra. Vorum við fyrstir á Norð- urlöndunum til að taka upp þessa nýjung.“ Fjölbreytni og ferskleiki Sigþór segir að frá upphafi hafi fyrirtækið kappkostað að bjóða fjölbreytt og ferskt úrval af brauðtegundum og kökum. Bak- arameistarinn var eitt af fyrstu bakaríunum til að kynna Islend- ingum gróf brauð. Nú fást í versl- uninni yfir tuttugu brauðtegundir allt frá hvítum samlokubrauðum upp í sjötíuprósent kjarnabrauð. Það er líka óhætt að fullyrða að kökuúrvalið er hvergi meira en þar. „Um það leyti sem við stofnuð- um Bakarameistarann varð brauðbylting," segir Sigþór. „Þá fengum við hingað Þjóðverja til að kenna okkur að búa til gróf brauð. Áður höfðu aðeins verið til franks- brauð, heilhveitibrauð, rúgbrauð og normalbrauð. Kökuúrvalið hef- ■ ur líka aukist til muna. Hér áður fyrr voru einkum bakaðar form- kökur, lagtertur og rjómakökur en sumt af þessum vörum erum við annaðhvort hætt að framleiða eða þær seljast í minna mæli. Það má því segja að það sem ég lærði upphaflega sem bakarasveinn sé að mestu orðið úrelt svo miklar hafa breytingarnar orðið síðan.“ Þegar Sigþór er spurður að því hver sé munurinn á handverks- bakaríi og verksmiðjubakaríi segir hann: „í handverksbakaríi kemur handverkið við sögu frá upphafi og til enda framleiðslunnar en í fjöldaframleiðslunni kemur mannshöndin hvergi nærri. Þannig hafa handverksbakarar tækifæri til að móta gæði og útlit vörunnar en við leggjum á það áherslu að hafa brauðin áferðar- falleg og nostrum við tertuskreyt- ingar. I fjöldaframleiðslu er útlit staðlað og vörunni er pakkað um leið og hún er tilbúin en hjá okkur | gerist það við búðarborðið. Með 1 því móti varðveitum við ferskleika vörunnar best. Öll uppbygging fyrirtækisins að undanförnu hefur einmitt miðað að því að kúnninn fái brauðin og kökurnar sem ferskust, beint úr ofninum. Á daginn erum við að baka ýmsa smávöru í smærri ofn- ] um sem eru niðri í versluninni þannig að viðskiptavinurinn getur fengið heit vínarbrauð, eplabökur, formkökur eða pizzur á hvaða tíma dagsins sem er.“ Með nýju versluninni í Suður- veri var tekin upp sú nýjung að bjóða upp á ferskan og hollan há- degisbita. Hér er um að ræða pastasalöt, franskar eggjabökur, léttar pizzur, smurð horn, langlok- ur eða rúnnstykki. Getur fólk valið sjálft hvaða álegg eða sósur það vill hafa á milli. „Þessi tegund ferskmetisbars I hefur verið að ryðja sér til rúms víða í löndunum í kringum okkur. Hugmyndin er að útivinnandi fólk geti fengið sér einfaldan og hollan hádegisverð á sem skemmstum tíma. Hafa undirtektir fai-ið langt fram úr vonum okkar,“ segir Sig- þór. | Vigfús segir að þegar ákveðið hafi verið að stækka verslunar- ) rýmið hafi verið leitað tilboða er- | lendis í innréttingar. Eftir að hafa skoðað innréttingar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafi ver- ið ákveðið að taka tilboði þýsks fyrirtækis. „Fannst okkur Þjóð- verjarnir bjóða yfirburða þjónustu á þessu sviði. Við vildum fá fram ákveðnar breytingar á versluninni. Meðal j annars þurfti að stækka af- greiðslurýmið og koma ferskmet- isbarnum fyrir. Einnig þurfti að ) hanna rými þar sem eiga að fara fram kynningar á vörum okkar. Fyrst og fremst þurfti þó að stilla versluninni þannig upp að við- skiptavinurinn hefði yfirsýn yfir það mikla úrval sem við bjóðum upp á. Þróuðum við þessar hug- myndir ásamt Þjóðverjunum. Við lögðum mikið upp úr því að hafa i búðina hlýlega þannig að þar | skapist notalegt andrúmsloft. Állar innréttingar eru úr kirsu- ' berjarviði og eru því rauðleitar. Þar eð mikið álag er á búðinni ákváðum við að hafa granít á gólf- um og í hillum og búðarborði. Voru þessi efni einnig valin með tilliti til þrifnaðar." Vakandi fyrir nýjungum Markaðs- og kynningarmál hafa einnig verið tekin markvisst fyrir. „Við erum nú að láta hanna fyrir okkur auglýsingar fyrir útvarp og sjónvarp þar sem notast verður við talaðan og sunginn texta. Markaðssetningin fer þó fyrst og fremst fram inni í verslununum sjálfum," segja þeir. „Við bjóðum viðskiptavinunum reglulega að smakka á nýjungum. I einu horni verslunarinnar í Suðurveri hefur verið komið fyrir borði þar sem ætlunin er að fari fram kynningar á framleiðslu okkar.“ I I I t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.