Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C/D/E/F STOFNAÐ 1913 80. TBL. 86. ÁKG. SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dauðarefsing fordæmd MANNRÉTTINDARÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag ályktun, þar sem dauðarefsing er fordæmd og all- ar aðildarþjóðir samtakanna eru beðnar um að stöðva allar aftökur, til að undir- búa algjört afnám þessa refsingarforms um allan heim. Bandaríkin greiddu at- kvæði á móti ályktuninni, eins og alræð- isríkin Kína og íran. Fulltrúar Ítalíu báru tillöguna fram í samstarfi við fulltrúa 64 annarra ríkja, sem er 18 fleiri en stóðu að hliðstæðri ályktun í fyrra. I atkvæðagreiðsiunni í mannréttindaráðinu, sem fulitrúar 53 ríkja eiga sæti í, féllu atkvæði þannig, að 26 greiddu atkvæði með ályktuninni en 13 á móti. 12 sátu hjá. Ályktanir Mann- réttindaráðsins, sem hefur aðsetur í Genf, eru ekki lagalega bindandi fyrir aðildarríki SÞ, en eru álitnar skuldbind- andi í pólitísku og siðferðilegu tilliti. Papon greiði málskostnað MAURICE Papon, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Frakklands, sem á fímmtu- dag var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðild að giæpum gegn mannkyninu sem fólust í því að hjálpa til við að smala sam- an frönskum gyðingum á stríðsárunum, sem siðan voru sendir i dauðabúðir þýzkra nazista, var á föstudag gert að greiða 4,6 milljónir franka, um 54 millj- ónir króna, í máls- og lögfræðikostnað þeirra óopinberu aðila sem stóðu að mál- sókninni gegn honum. Lögmenn ættingja þeirra frönsku gyð- inga sem urðu fórnarlömb nazista höfðu krafizt sem svarar 146 milljóna í skaða- bætur og vexti og til að standa straum af öðrum útgjöldum vegna réttarhaldanna, sem tóku hálft ár og voru þau lengstu í sögu Frakklands. Garðálfaþjófa leitað í Hollandi LÖGREGLA í hollenzku borginni Utrecht greindi frá því á föstudag að hún hefði hrint af stað víðtækri leit að þjófagengi, sem hefði rænt um 100 garð- álfum úr einkagörðum í borginni. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar eru garðálfarnir á bilinu 10 cm til einn metri á hæð og vega allt að 50 kg stykkið. Engar bitastæðar vísbendingar hafa, að sögn lögreglunnar, ennþá komið fram í Ieitinni að hinum horfnu garðálfum, sem eru gerðir úr steini og sementi og íklæddir fjölbreyttum búningum. Á liðn- um misserum hefur alloft verið tilkynnt um garðálfaþjófnað í Hollandi, Belgíu og Norður-Frakklandi. Morgunblaðið/Golli S I snú-snú í vorblíðunni VIÐ Melaskólann í vesturbæ Reykjavíkur nutu þessar glaðbeittu stúlkur frímínútna í vorblíðunni með því að skella sér í snú-snú. Leiðtogafundi 25 Evrópu- og Asíuríkja lokið Trausti lýst á efna- hagsstyrk Asíu Lundúnum. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna fimmtán hétu því við lok leiðtogafundar ESB og tíu Asíuríkja í Lundúnum í gær að Evrópa myndi ekki loka sig af í viðskiptalegu tilliti og lofuðu Asíu ennfremur stuðningi í þeim þreng- ingum sem ríki álfunnar ættu við að etja um þessar mundir. Lögðu ESB-leiðtogamir áherzlu á það traust sem þeir bæru til Asíulandanna með því að ákveða að senda sérstakar viðskiptasendi- nefndir þangað til að ýta undir frekari fjár- festingu, en sögðust ætlast til þess að þessi lönd tækju sér sjálf tak til að koma lagi á óreiðuna í fjármálakerfi sínu. „Það varð Ijóst að Evrópa ber traust til þess styrks sem í efnahagi Asíuríkjanna býr og að þau munu ná sér út úr þrengingunum," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í lok leiðtogafundarins sem var annar svokallaði Asíu-Evrópu-fundurinn (ASEM), sem haldinn hefur verið. Blair lýsti því yfir að fundurinn hefði skapað andrúmsloft náinnar samvinnu, sem vísaði veginn inn í 21. öldina. Chirac andmælir Clinton um Japan Fjármálakreppan í Asíu setti mark sitt á dagskrá fundarins. Jacques Chirac Frakk- landsforseti lýsti því yfir við lok fundarins - í óbeinu svari við yfirlýsingum Clintons Banda- ríkjaforseta - að Japansstjórn ætti að fá frið til að finna þá leið út úr efnahagsörðugleikum Japans sem hún teldi rétta, án afskipta eða íhlutunar annarra. „Það er ekki hlutverk annarra að segja Japönum fyrh- verkum um hvernig þeir eigi að bera sig að,“ tjáði Chirac Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans. Þessi orð Chiracs stinga mjög í stúf við endurnýjaðar yfirlýsing- ar Clintons frá því á föstudag um að Japanir verði að taka sig á til að rífa sig, og önnur As- íuríki í leiðinni, út úr því kreppuástandi sem nú ríkir þar eystra. Reuters Hindúar laugast ÞÚSUNDIR karla og kvenna af trúflokki hindúa í Bangladesh laugast 1 einni af þverám Brahmaputra-fljóts við Langal- bandh nærri höfuðborginni Dhaka í gær, í því skyni að þvo af sér syndir sínar. m. Heilsubót á landi og í sjó ■ ■ Or- magna og átta- villtir 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.