Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 47 I DAG BRIDS Umsjðn Gurtmundur l’áll Arnarson LESANDINN er beðinn að setja sig í spor Zia Ma- hmood, sem hélt á spilum norðurs hér að neðan og átti að spila út gegn tveimur sjiöðum vesturs. Þetta var á OL í Valkenburg árið 1980. Vestur gefur; AV á hættu. Norður AÁ5 V K108732 ♦ ÁD4 *Á8 Vestur Norður Auslur Suður Pass 1 hjarta Pass Pass lspaði 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar Allir pass Hvert er útspilið? Þrír ásar og tiguidrottn- ingin gætu gefíð fjóra slagi. Makker á geinilega ekki mikið, en eitthvað þarf hann þó að leggja til. Laufkóng- urinn gæti verið gagnlegt spil, eða ás eða drottning í hjarta. Síðan er ekki útilok- að að makker sé með einspil í hjarta, en þá ætti að vera hægt að bana spilinu á stungum. Hjartaútspil virð- ist því geta gagnast á tvenn- an hátt: það gæti fríað slag, ef makker á drottninguna, eða búið í haginn fyrir stungur, ef makker á ein- spil. En Zia sá þriðja mögu- leikann í hjartalitnum - að skapa makker innkomu. Hann lagði af stað með hjartakóng! Norður AÁ5 ¥ KX08732 ♦ ÁD4 *Á8 Vestur ♦ KDG108 ¥G6 ♦ K73 +D76 Austur + 93 ¥D54 ♦ G10965 +KG4 Suður + 7642 ¥Á9 ♦ 82 + 109532 Verðlaunin fyrir það útspil voru í sjálfu sér óvænt. Kóngurinn átti slaginn, og þá var vandalaust að skipta yfir í laufás og meira lauf. Zia drap svo strax á spaðaás og spilaði makker inn á hjartaás til að fá laufstung- una. í fyllingu tímans feng- ust svo tveir slagir á tígul. ... að mæta á flugvöll- inn áður en vélin lendir. TM Rag. U.8 P»t 0«. — all rights rwaivwl (C) 1098 Los Angoles Timos Syndícata Arnað heilla D fTÁItA afmæli. í dag, OtJsunnudaginn 5. apríl verður áttatíu og fimm ára Hilmar H. Grímsson, fyrr- verandi innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykja- vfkur, Melgerði 6, Reykja- vík. Eiginkona hans er Jó- hanna Siguijónsdóttir frá Kirkjuskógi. Þau verða að heiman í dag. /?DÁRA afmæli. í dag, Vl v/ sunnudaginn 5. aprfl, verður sextug Sigríður Ruth Hjaltadóttir, listamað- ur og vistmaður, Undirhlíð 3, Sólheimum, Grímsnesi. Hún tekur á móti ættingj- um og vinum á heimili syst> m- sinnar og mágs að Háa- leitisbraut 34, frá kl. 15-19, föstudaginn 10. aprfl. SKAK Uin.vjnn Margeir Pétur.v.von STAÐAN kom upp á júgóslavneska meistaramót- inu í ár sem nú er að ljúka í Belgrad. Dragan Barlov (2.490) var með hvítt og átti leik gegn M. Tosic (2.505). 30. Hxe6! - fxe6 31. Dg4 - Bxd6 32. Dxg6+ - Kh8 33. f7! og svartm- gafst upp, því hann á ekki viðunandi vöm við hótuninni 34. Dxh6 mát. Júgóslavneska meistaramótið er nú ekki svipur hjá sjón frá því sem áð- ur var. Nú eru það einungis Serbía og Svartfjallaland sem mynda Júgóslavíu, en Króatía, Slóven- ía, Makedónía og Bosnía eru orðin sjálfstæð ríki. Fyrir síðustu umferð á mótinu var Miroslav Mar- kovic öruggur um sigur með 11 vinninga af 14 möguleg- um. Branko Damijanovic var annar með 9!/2 v. en gamla kempan Svetozar Gligoric var næstur með 8 vinninga, ásamt þeim Djuric, Vehmirovic og II- incic. HVÍTUR leikur og vinnur HOGNI HREKKVISI AJtur út -fyrimbþðer -e/gi tulturcz ORÐABÓKIN Viðloða - viðloðandi í SKEMMTILEGRI gi'ein, sem birtist í Degi 12. febr. sl. um smáfugl- ana, sem heimsækja okkur borgarbúa að vetri til, þegar að þeim sverfur og þeir biðja á sinn hátt um einhverja úrlausn, las ég setningu, sem ég staldraði aðeins við. Þar segir svo: „Um síðustu helgi var ég við- loðandi eldhúsgluggann sem oftar...“. Það var orðið viðloðandi, sem ég tók að velta fyrir mér, enda kom notkun þess undarlega við mig í þessu sambandi. Hér hefði ég aðeins notað fs. við og sagt: var ég við - eða stóð við eldhús- gluggann sem oftar. Við athugun á OM koma fram þrjár merkingar í lo. viðloðandi: 1. sem loðir við. 2. sem varir lengi, sífelldur: v. kvef. 3 vera v. e-s staðar , (þ.e.) dveljast þar löng- um. Þegar gi-annt er skoðað, má svo sem vel hugsa sér að færa áður- nefnda notkun þessa lo. undir 3. merkinguna, enda koma hinar ekki til greina. Engu að síður finnst mér sem viðloð- andi tákni lengri og samfelldari dvöl á e-m stað en standa um stund við glugga og horfa út. Ég býst við, að margir geti sagt sem svo: Hann var viðloðandi á heimil- inu í mörg ár. Þá er einnig til lo. viðloða og þá oftast um langa dvöl e-s: vera v. á Hamri, vera v. hjá e-m, eins og stendur í OM. Gaman væri að heyra hér skoð- un lesenda pistilsins,- J.A.J. STJ ÖRJVUSPA eflir Frances llrake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfstæður og vel til forystu fallinn. Þú þráir ör- yggi og leitar þess á öllum sviðum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Sjálfsgagnrýni er af hinu góða en getur þó gengið of langt. Vertu ekki óþarflega harður við sjálfan þig. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er oft gott að líta upp úr dagsins önn og gleðjast með vinum og vandamönnum. Láttu það eftir þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Þú ert hrókur alls fagnaðar og vinir þínir standa með þér á meðan þú gætir þess að ganga ekki á rétt þeirra. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Gerðu þér sem mest úr sambandinu við þína nánustu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Mundu að missa aldrei sjón- ar á björtu hliðum tilverunn- ar. Gefðu öðrum hlutdeild í gleði þinni. Meyja (23. ágúst - 22. september)(feíL Það er óþarfi að básúna fyr- irætlanir sínar út um allt. Vertu hógvær og sinntu þín- um verkum af alúð. Vog (23. sept. - 22. október) m Finndu leið til að koma hug- myndum þínum á framfæri þannig að enginn misskiln- ingur standi þeim í vegi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það er eitt og annað sem þér finnst vanta í lífi þínu. En mundu að hamingja verður ekki fengin fyrir fé. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Vinir þínir munu kunna vel að meta framtakssemi þína ef þú bara gætir þess að ganga ekki of langt. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú þarft að vinna aðra á þitt mál en það er óþarfi að sleppa fram af sér beislinu. Vertu bara þú sjálfur. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) VSvt Það er auðvelt að skemma góða hluti með tillitsleysi og frekju. Sýndu öðrum skilning og virðingu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er komið að verklokum hjá þér og þú átt það inni að gleðjast yfir góðum árangri. Njóttu þess. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Satin sængurverasettin eru komin Litir: Kremað, vínrautt og blátt Tilvalin fermingargjöf Verð kr. 4.000 Versl. Jórunnar Brynjólfsdóttury Skólavörðustíg 19, við hliðina d Pipar og salt, sími 551 6088 Rannsöknarsjóður Barnaheilla ri Auglýst er eftir umsóknum um Rannsóknarsjóði Barnaheilla. Tilgangur Rannsóknarsjóðs Bamaheilla er að efla rannsókn- ir á högum íslenskra bama til að auka þekkingu okkar á aðstæðum bama og unglinga. Veita má einstaklingum og félagasamtökum styrki úr sjóðnum. Stjóm sjóðsins, sem sér um úthlutun, er skipuð fulhrúum frá Bamaheillum, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands. Bamaheill hafa sérstakan hug á að styrkja rannsóknir á afmörkuðum þáttum sem snúa að þátttöku barna í samfélaginu og áhrifum þeirra á daglegt lif. Umsdknarfrestur ertil 30. apríl 1998. Styrkumsóknum skal skila til skrif- stofu Bamaheilla á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum þarf að skila í þremur eintökum. Á umsókninni þarf m.a. að koma fram I. Heiti verkefnis. II. Lýsing á verkefni, markmiði þess og gildi. III. Lýsing á framkvæmd verkefnis, þ.e. verk- og tímaáætlun. IV. Kostnaðaráætlun. Styrkumsóknir berist til skrifstofu Bamaheilla, Ægisgðtu 10, 101 Reykjavík. Þar em jafnframt veittar nánari upplýsingar (síma 561 0545. Góðar vetrarsokkabuxur þykkar og þekjandi Wintertime 80 den 9 Utsölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup og flest apótek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.