Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 54

Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 54
54 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM STEVE McQueen, Richard Attenborough og Gordon Jackson í The Great Escape. jOHNSWflSj^s. JOHN STURGES ÞEGAR framleiðanda vantaði ör- uggan leikstjóra til að stýra vestra eða átakamynd á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum, var ekki ósjaldan kallað á John Sturges sem á fjölmargar firnagóðar myndir frá þessum tíma og nokkr- ar framúrskarandi. Fleiri þekkja nöfn myndanna en leikstjórans, það fór aldrei mikið fyrir Sturges sem var hæglátur fagmaður og vann sín störf fjarri forsíðum glanstímaritanna. Ef þeir eru á annað borð ekki lag- lausir og kunna að telja upp að ^rjö, þá trúi ég því að hver og einn einasti kvikmyndahúsagestur af minni kynslóð geti enn í dag talið velflesta, ef ekki alla kappana sem léku Sjö hetjurog raulað þemað hans Bernsteins. Hún var ein af myndum sjöunda áratugarins, líkt og Flóttinn mikli með Steve McQueen á mótorhjólinu í einu frægasta spennumyndaratriði aUra tímíi John Sturges (1911-1992) hóf störf sem klippari hjá RKO á fjórða áratugnum og jók við kunn- áttu sína á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar, leikstýrði í herþjón- ustunni nokkrum, frægum heim- ildarmyndum, m.a. Thunderbolt, með aðstoð Williams Wyler. Hollywood beið hans við stríðslok, hann fór beint til Columbia, þar sem hann stýrði B-myndum um sinn. Þá þegar kom í ljós einstök hæfni hans í vestragerð því besta mynd hans frá þessum tíma er The Walking Hills (‘49), með klass- ískum vestraleikurum eins og Randolph Scott, Edgar Buchanan, John Ireland og Arthur Kennedy. Öflugur leikhópur var æ síðan eitt af vörumerkjum leikstjórans. Um miðja öldina lá leiðin frá Columbia í A-myndagerð MGM. Þar þurftu menn ekki að bíða lengi eftir fyrsta meistaraverkinu, Bad Day at Black Rock (‘55). Nú komu ofurvestrar á færibandi. The Gunfíght at the O.K. Corral (‘57), sögufræg mynd um sögu- fræga vini og byssubófa - Wyatt Earp (Burt Lancaster) og lækninn berklaveika, Doc Holliday (Kirk Douglas). Það er því miður erfitt að verða sér úti um þessa ómissandi mynd, en öllum hollt að bera hana saman við vestraglans- myndir samtímans, eins og Wyatt Earp (‘94) eftir Lawrence Kasdan. Last Train From Gun HiII með Kirk Douglas og Anthony Quinn, kom ‘59, hin klassíska Sjö hetjur - The Magnifícent Seven ‘61, og hin gamansama Sergeants 3 (‘62), frægasta og skemmtilegasta mynd „The Rat Pack“, gengisins fræga með Frank Sinatra, Dean Martin, Sammy Davis Jr. og Peter Law- ford. Inn á milli kom kvikmynd- gerð hinnar frægu bókar Hem- ingways, Gamli maðurinn og hafíð (‘58), sem fékk góða dóma, ekki AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Símbréf: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl, þarf að skila fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 7. apríl nk. Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar SPENCER Tracy, Robert Ryan, Walter Brennan, Lee Marvin og Dean Jagger í Bad Day at Black Rock. síst Spencer Tracy í titilhlutverk- inu. Ein langbesta spennumynd sem gerð hefur verið, Flóttinn mikli - The Great Escape, kom 1964. Enn einn stórvestrinn, fyndnasta og vinsælasta mynd leikstjórans, The Halelujah Trail, var frumsýnd ‘67, með urmul stórleikara og sjálfan Burt Lancaster í broddi fylkingar. Hour of the Gun (‘68), var firna- góður vestri, framhald skotbar- dagans við O.K. réttina, með James Garner og Jason Robards. Nokkrar stórmyndir fylgdu í kjöl- farið, vestrar með Eastwood og Wayne, en lokamyndin var kvik- myndgerð metsölubókarinnar Örninn er sestur (‘76), stjömum prýdd og spennandi. PLAKAT ur „The Magnificent 8even“. Sígild myndbönd BAD DAY AT BLACK ROCK irkirk Nútímalegur, sígildur vestri, sem gerist á sólarhring í litlum námubæ. Hann hefst á því að einhentur far- þegi (Spencer Tracy) yfirgefur þar lestina. Hér kynnumst við fyrst þem- anu um „synduga bæinn“, sem átti eftir að verða síðar alkunn klisja. Bæjarbúum stendur ógn af honum, hann á eitthvað inni hjá þessu litla og lokaða samfélagi. Hér fléttast saman dramatík og átök í einstak- lega vel skrifaðri og leikstýrðri mynd með úrvalsleikurum í öllum hlutverkum. Auk Tracy koma við sögu Robert Ryan, Dean Jagger, Er- nest Borgnine (eftirminnilega góð- ur), Lee Marvin, Walter Brennan og John Ericson. Tónlist og stórfengleg kvikmyndataka sitja einnig eftir í minningunni. Myndin er í alla staði úrvalsdæmi um frábæra kvikmynda- gerð. Skynsamleg, nokkuð orðmörg, en engu að síður spennuþrungin skemmtun eins og hún gerist best. SJÖ HETJUR - THE MAGNIFICENT SEVEN (1960) Einn magnaðasti og fegursti vestri fyrir auga og eyru, og ein af þeim myndum sem gaf sjöunda ára- tugnum tóninn, er byggð á meistara- verki Akira Kurosawa, Sjö samúræj- ar (‘54). Atburðarásin er flutt í villta vestrið. Fátækir íbúar smábæjar í Mexíkó eru mergsognir reglulega af bófaflokki undir stjóm Eli Wallach. Bæjarbúar ráða skyttuna Yul Brynner til að verja eigur sínar. Hann safnar liði byssubófa sem bjarga heiðri smælingjanna. Þvílíkt og annað eins gengi hefur ekki sést á hvíta tjaldinu og dráparamir hans Yul Brynner. Þeir voru Steve McQu- een, Charles Bronson og James Coburn (í sínum fyrstu, bitastæðu hlutverkum), Robert Vaugh og Brad Dexter. Sá sjöundi var svo spor- göngumaðurinn Horst Buchholz. Það hefur heldur aldrei heyrst önnur eins tónlist í nokki-um vestra og hinir hrífandi og minnisstæðu tónleikar Elmers Bernstein. Þeir eiga ríkan þátt í að skapa það rafmagnaða og heillandi andrúmsloft sem ríkir út myndina og þemað sjálft er gullfal- legt og ógleymanlegt. Ef maður heyrir það óskar maður þess eins að vera aftur orðinn bergnuminn, blá- eygður bíógestur í gamla, góða Tónabíó. Myndin er (a.m.k. í minn- ingunni) hreinir töfrar. FLÓTTINN MIKLI - THE GREAT ESCAPE (1963) kirkk Tímamótamynd í spennumynda- gerð. Hópur fanga í Þýskalandi síð- ari heimsstyrjaldarinnar leggur á ráðin um að komast út í frelsið, og tekst hið ómögulega í annai-ri til- raun. Sturges byrjar á að kynna til sögunnar mislita hjörð fanganna, undantekningarlaust leikna af hár- réttum skapgerðarleikurum. Steve McQueen leikur Kanann ódrepandi, James Garner, Charles Bronson og James Cobum þrjá sauðþráa landa hans. Fyrir bresku fóngunum fer Richard Attenborough, af sínum kunna skörungsskap. Þetta er löng mynd en heldur alltaf spennu í loft- inu. Frábær kvikmyndataka gerir hana að veislu fyrir augað og tónlist Elmers Bemstein er bæði stórfeng- leg og viðeigandi. Yfir öllu vakir St- urges, heldur fast um alla enda og útkoman sígild afþreying í hæsta gæðaflokki. Sæbjörn Valdimarsson 112 Reykjavík Bíldshöfða 14 Fyrsta sendingin af pallhús- um frá Starcraft kemur I maí. Getum boðið mikið úrval fyrir allbílaeigendur af einum insælustu pallhúsum frá USA. insamlegast staðfestið pantanir hið fyrsta. . IÓNSSON ehf S. 587 6644

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.