Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kirkjan og starf hennar er í sífelldri endurnýjun eins og annað í þessum heimi. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sagði ------------------------------------------------7-------- Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá starfí sínu sem prestur Islendinga í Svíþjóð og Noregi og þeim hugmyndum sem það kveikti, en hann er nú nýr prestur í Hallgrímskirkju. Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi öngva bið. Þannig hefst fjórða erindi við- auka Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar, og geta víst flestir tekið undir þessi orð hans. Ekki virðist langt síðan þær fregnir spurðust út að búið væri að ráða séra Jón Dalbú Hróbjartsson í nýtt emb- ætti sendiráðsprests í Gautaborg - þann 1. maí n.k. eru þó liðin fjögur ár síðan það gerðist. Séra Jón Dal- bú er kominn heim fyrir nær ári síðan, orðinn prestur í Hallgríms- kirkju og búinn að kveðja með virktum söfnuð sinn í Laugarnes- prestaskalli, þar sem hann þjónaði í átján ár. Blaðamaður Morgun- blaðsins gekk fyrir skömmu á fund séra Jóns Dalbú í Hallgrímskirkju. Margt var um manninn í kirkjunni þótt ekki stæði yfir nein athöfn þar. „Það kemur hingað mjög margt fólk að skoða kirkjuna," segir séra Jón og bendir mér um leið á skemmtileg málverk sem eru til sýnis í anddyri kirkjunnar - þar eru að jafnaði myndlistarsýningar. Leiksýningar eru líka í kirkjunni af og til, að ekki sé talað um allt það tónlistarlíf sem þar fer fram. Það er enda greinilega verið að æfa kór þegar blaðamaður gengur með presti inn að skrifstofu hans, tónlistarherbergið er þar við hlið- ina og heyrist því vel hvemig hinar ýmsu raddir syngja tónstigann upp og niður, fram og til baka. Meðan séra Jón sækir kaffi fyrir okkur, sem ætlum að fara að tala saman um starf sendiráðsprests og fleira, notar blaðamaður augun til að átta sig á staðháttum. Sann- arlega er ekki um að villast að þarna hafi prestur aðsetur sitt. A veggjum hanga krossar frá fjar- lægum löndum. „Margrét systir mín gaf mér þennan koptíska kross þama,“ segir séra Jón þegar hann kemur með bakka inn og sér að ég er að virða fyrir mér fjóiu- bláan kross á dökkum grunni frá Eþíópíu. Margrét Hróbjartsdóttir er kristniboði, svo og maður henn- ar Benedikt Jasonarson. Helgi Hróbjartsson heitir og bróðir Jóns Dalbú, prestur og kristniboði. Þau þrjú fyrrnefndu hafa öll m.a. starf- að í Eþíópíu. Hin þrjú börn Hró- bjarts heitins forstjóra og eiganda Burstagerðarinnar og konu hans Ingibjargar Þorsteinsdóttur, Helga, Arni og Friðrik, starfa í öðrum greinum samfélagsins. Það kemur ekki á óvart að heyra að Hróbjartur hafi tekið ríkan þátt í kirkjulegu starfi. „Faðir minn starfaði í KFUM, og var m.a. góð- ur vinur séra Friðriks Friðriks- sonar,“ segir Jón Dalbú. Sjálfur hafði hann snemma áhuga á kristi- legu og kirkjulegu starfi. „Eg starfaði í KFUM, var í unglinga- starfi, svo sem í Vatnaskógi og tók þátt í alls kyns tónlistarlífi innan kirkjunnar,“ bætir hann við. Hann kveðst hafa ákveðið að verða prestur meðan hann enn var í Verslunarskólanum, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1969. Meðan á því námi stóð var hann þátttakandi í ýmiskonar kirkjulegu starfi, m.a. var hann organisti í barnaguðsþjónustum og við margs konar annað helgihald. „Ég lærði snemma að spila á píanó og orgel og var m.a. við nám hjá Páli Isólfs- syni í nokkra mánuði, og finnst mjög gaman að hafa kynnst hon- um, síðan nam ég orgelleik hjá Ragnari Bjömssyni og Martin Hunger. í guðfræðideild kynntist ég vel Róbert Abraham Ottósyni, ég tók m.a. sérefni í litúrgiskum söng og tónlist. Hann hvatti mig til að læra á orgel meðan ég væri í guðfræðinámi, og það hefur oft komið sér vel, ekki síst þegar ég var prestur í Svíþjóð." Fyrsti íslenski skólapresturinn Eftir guðfræðipróf vígðist Jón Dalbú til starfa sem fyrsti skóla- prestur á íslandi. „Það var mjög skemmtilegt starf, ég fór víða um land til að heimsækja skóla, svo sem að Laugarvatni, til Isafjarðar, Akureyrar og miklu víðar. Ég fékk oft heila tíma inni í bekkjum og tal- aði þá við nemendur um kristna trú og svaraði spumingum þeirra. Það var mikill áhugi meðal nemenda á að fá að spyrja prestinn. Ég svar- aði því sem ég gat, hinu svaraði ég ekki, en út úr þessu kom samtal sem var mjög jákvætt.“ Síðar fór Jón Dalbú til Noregs til þess að mennta sig sem sjúkrahús- prestur. Þá var hann kvæntur Ingu Þóm Geirlaugsdóttur kennara frá Akranesi, sem hann hafði kynnst í Kristilegum skólasamtökum, en hann var formaður þess félags- skapar um tíma. „Við höfðum bæði mikinn áhuga á slíku starfi, en fór- um lítið út á skemmtistaði, höfðum önnur áhugamál," segir hann. Þau hjón eiga fjögur börn, tvo kvænta syni og dætur sem fylgdu foreldr- um sínum til Svíþjóðar og stund- uðu nám við skóla þar. Inga Þóra notaði líka tækifærið til að mennta sig í sérkennslufræðum. Sjúkrahúsprestur í Sviþjóð Að sögn Jóns Dalbú höfðu Is- lendingar í Svíþjóð og Noregi lengi óskað eftir að fá íslenskan prest. Þegar svo gerður var samningur um líffæraflutninga milli Islend- inga og Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg var með samvinnu kirkjuyfírvalda og Trygginga- stofnunar ríkins ákveðið að ráða íslenskan prest til starfa, sem að- setur hefði í Gautaborg. Starf prestsins var því tvíþætt, annars vegar sinnti hann ákveðinni þjón- ustu samkvæmt samningi við Tryggingastofnun og hins vegar vann hann almenn prestverk fyrir Islendinga í Svíþjóð og Noregi, einkum í Gautaborg og Osló, en þjónustu sem innt var af hendi í Málmey og Lundi var lengst af sinnt af sendiráðspresti í Kaup- mannahöfn, þar til síðasta árið sem séra Jón Dalbú var prestur í Svíþjóð, þá vann hann þau verk samkvæmt samkomulagi við prest- inn í Kaupmannahöfn. „Hlutverk prestins var að taka á móti sjúk- lingnum, finna húsnæði og fara með honum á sjúkrahúsið, túlka ef þörf var, fyrir sjúklinginn eða að- standendur þegar þeir þurftu að tala við lækna eða hjúkrunarfræð- inga og vera til taks bæði í „praktískum“ og andlegum efnum. Einnig heimsótti presturinn sjúk- linga daglega. Hluti starfsins var þannig að það þurfti ekki prest til að gegna því en hins vegar sam- ræmdist þetta preststarfinu mjög vel, presturinn var þá til staðar ef eitthvað kom upp á, hann bauð þá upp á bænastundir á sjúkrahúsum, fólk sótti slíkar bænastundir mjög vel,“ segir Jón Dalbú. Þegar hann hafði mest umleikis í sjúkrahúss- starfinu ytra hafði hann umsjón með um tuttugu íslendingum. Efasemdir og svör Eins og annað fólk hefur Jón Dalbú átt sínar efasemdastundir, „Ekki síst vann ég mikið með gátu þjáningarinnar - hvers vegna er þjáningin svona mikil? Niðurstaða mín í því máli er að þjáningin er þessi stóra gáta sem ekki er hægt að svara til neinnar hlítar, en ég hef líf Krists og orð hans um þján- inguna, hvernig hann gekk í gegn- um þjáningar, hvernig hann á Golgata hrópaði á krossinum: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfir- gefið mig. Ég, aumur og breyskur maður, er þar með í sömu sporum og Kristur og því í góðum félags- skap. Hann gat í framhaldi af þessu hrópi sagt að lokum: Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn. Það eru slíkar leiðbeiningar sem við prestar getum veitt eftir vísbend- ingum sem við höfum í Guðsorði - leið trúarinnar er leið til þess að fá hjálp á vegi þjáningar og sorgar." En skyldi trú presta koma mikið inn í starf þeirra með öðru fólki? „Já, hún gerir það. Ef t.d. ég þarf að tilkynna dauðsfall þá finn ég til vanmáttar og geri það ekki nema að biðja góðan Guð að styrkja mig. Það er stundum sagt að kristin trú eigi minni og minni ítök í fólki, en mér finnst þetta vera þveröfugt, mér finnst fólk meira og ' meira þiggja það sem kirkjan er að | bjóða upp á. Ef maður biður t.d. | fólk að biðja með sér Faðir vor, þá taka undantekningarlaust allir undir. Einn byrjar kannski að fara með vers eins og : Vertu Guð faðir, faðir minn. Og áður en þú veist af er öll kirkjan farin að biðja með Mér finnst fylli- lega kominn tími til að við í Reykjavík eign- umst götuprest sem væri í því hlutverki að vera úti á götu og mæta fólki þar. eða allt heimilisfólkið þar sem ég er staddur hverju sinni. Fólk verð- ur æ opnara fyrir trú og þátttöku í kirkjustarfi, og fúsara til að tala um andleg málefni.“ Gleðin eftirminnileg En hvað skyldi Jóni Dalbú vera eftirminnilegast eftir veruna í 1 Gautaborg? ) „Gleðin þegar sjúklingar gátu snúið heim eftir velheppnaðar að- gerðir. Fólk dvaldi þarna oft lengi og átti orðið vini í Islendingahópn- um og þetta fólk hafði tekið þátt í safnaðarstarfi. Það var öllum sann- kallað gleðiefni þegar sjúklingar fengu bata. Veran öll þarna var mjög skemmtileg ef hún er skoðuð i eftir á sem tímabil. Það skemmti- legasta að upplifa með fólkinu var kannski í sambandi við sönginn. Mikil kórastarfsemmi íslendinga fram fer á Norðurlöndum og teng- ist í dag vel kirkjulegu starfi. Þeg- ar við hjónin komum til Gautaborg- ar tókum við strax þátt í kórstarfi, enda höfum við bæði gaman af að syngja. Við töldum þetta góða leið til að kynnast fólki, og það var rétt mat, innan kóranna eignuðumst við 1 góða vini. Mikið samstarf var með- al kóranna sem leiddi til þess að í | mars á fyrra ári var haldið mikil- fenglegt kóramót í Kaupmanna- höfn í St. Páls kirkjunni. Þetta er mjög eftirminnilegt mót, hver kór söng sína efnisskrá og svo var sam- söngur, endað á að syngja þjóð- söng Islands - stemmningin var stórbrotin. Ég hafði mest samskipti við ís- lendinga þann tíma sem ég bjó ytra en konan mín hafði talsverð sam- skipti við Svía, vegna náms síns. I Okkur þótti gott að vera í Svíþjóð og gaman að koma til Noregs. Þar voru guðsþjónustur líka vel sóttar og þar varð til sóknarnefnd eins og í Gautaborg. Ég kom til Ósló í embættiserindum mánaðarlega þessi þrjú ár og síðasta árið þjón- aði ég einnig í Málmey og Lundi í Svíþjóð. Ég fór einnig reglulega til Stokkhólms. Síðasta árið fór ég svo til Bergen þar sem ég var með jóla- messu. Það var mjög uppörvandi 1 að finna hvað allar þessar guðs- þjónustur voru vel sóttar.“ Nýtt starf áskorun „Ég fékk leyfi frá störfum mín- um í Laugarneskirkju til þess að gegna starfi prests Islendinga í Svíþjóð og Noregi. Eftir árin þrjú sneri ég heim til míns safnaðar og hóf þar störf þann 1. júlí sl. Nokkru síðar sótti ég um starf , prests við Hallgrímskirkju. Mér fannst ég vera búinn að skila góð- um tíma sem sóknarprestur við Laugarneskirkju og hafði hug á að takast á við ný verkefni. Þegar ég átti kost á að breyta til innan míns prófastsdæmis, en ég er líka pró- fastur, þá fannst mér það vera áskorun sem ég vildi mæta. Ég átti hins vegar mjög góð ár í Laugar- nesi, starfaði með góðu fólki, reyndi ýmislegt nýtt og á margar i dýrmætar minningar þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.