Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 27 Við prestsstarfi hér í Hallgríms- kirkju tók ég þann 1. febrúar sl. Hér geng ég inn í mjög mótað kirkjustarf, hér er mikið safnaðar- starf fyrir börn og unglinga, tón- listarstarf er hér til mikillar fyrir- myndar og ýmis konar listgreina- starf sem tekur alvarlega sitt hlut- verk, inn í þetta finnst mér spenn- andi að ganga. Eg kem hingað með margvislegar hugmyndir í tengsl- um við reynslu mína ytra. Ég fór oft í messur í sænsku kirkjunni, en þótt margt sé þar vel gert og tals- verð kirkjusókn þá hefur þessi reynsla gert mig að mörgu leyti ánægðari með íslensku kirkjuna, mér finnst við hér ekki þurfa að biðja afsökunar á okkar starfi. Hér er unnið af miklum krafti og það er duglegt fólk í kirkjustarfi á íslandi. Alla daga vikunnar er iðandi líf í kirkjum landsins, í gangi er barna- starf, fullorðinsfræðsla, starf með öldruðum og þannig mætti lengi telja. Enn eru þó ýmsir möguleikar ónýttir til þess að mæta fólki á for- sendum kirkjunnar. Ég sé fyrir mér ýmsa hluti sem gera má, kirkj- an á mikla möguleika til starfa í Reykjavík." Sé fyrir mér íslenskan götuprest „Hið hefðbundna starf er gott og gilt og það nær til ákveðins fjölda fólks. En ég trúi því að kirkjan eigi miklu meiri möguleika til að ná með sinn boðskap út til fólks. Ég sá t.d. í Svíþjóð götupresta, það eru prestar sem eru í fullu starfi við að mæta fólki á fómum vegi og svara spurningum þess og ræða við það, einnig sá ég svokallaða kráar- presta, það eru prestar sem fara á krámar á kvöldin til þess að ræða við fólk þar og eiga samtal við það í því umhverfi sem því líður vel og er öruggt í. Mér finnst fyllilega kom- inn tími til að við í Reykjavík eign- umst götuprest sem væri í því hlut- verki að vera úti á götu og mæta fólki þar. Við höfum reynt að fara út með guðsþjónustuna, t.d. í Fjöl- skyldugarðinn og inn í Kringlu, en það mætti gera meira af þessu. Svona götumessur sér maður á Norðurlöndum. Fólk hér tók þessu vel þótt það væri kannski svolítið feimið að koma nálægt því há- heilaga á þessum stað. Einnig mætti kirkjan vera í meira sam- bandi við t.d. íþróttafélögin og jafn- vel fyrirtæki. Ég sé fyrir mér að hægt væri að bjóða upp á viðræður á vinnustöðum um siðfræði og trú. í Gautaborg er t.d. prestur starf- andi hjá Volvo, og hjá öllum stór- um flugvöllum. Ég var skólaprest- ur, það er í átt við þessa starfsemi. Nú eru starfandi fjórtán pestar í sérþjónustu í Reykjavík, sá hópur á vafalaust líka eftir að stækka og þjónusta götupresta er í ætt við þetta. Möguleikarnir eru miklir. Sjálfur er ég svo nýkominn til starfa í Hallgrímskirkju að ég hugsa fyrst og fremst um starfið þar, en sem prófastur er mér þó í mun að horfa út til allrar borgar- innar og reyna að sjá fyrir mér hvað hægt er að gera til að vekja athygli á boðskap kirkjunnar. Eg hef flutt synoduserindi um þessi efni í útvarp í tengslum við Presta- stefnu. Ég heyri ekki betur en aðr- ir prestar hafi áhuga á þessu efni og það er ýmislegt í gerjun, það er t.d. verið að gera tilraunir með ný messuform, svo sem kvöldmessur." Að lokum spm-ði blaðamaður séra Jón Dalbú Hróbjartsson hvert væri skemmtilegasta prestverk sem hapn ynni. „Þér finnst það kannski ein- kennilegt, en skemmtilegasta prestverkið er í mínum augum messan sjálf,“ var svarið. Og ekki ÍSETNINGARÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐI Bílavörubúðin Fjöðrin selur pústkerfi, dráttarbeisli og höggdeyfa í miklu úrvali. Á verkstæði okkar er boðið upp á sérsmíði á pústkerfum og ísetningu á höggdeyfum og dráttarbeislum. BílavörubúSin ífararbroddi SÉRSMÍÐAVERKSTÆÐI, GRENSÁSVEGI5, SÍMI588 2555. er annað sýnna en góður tími sé framimdan, því nú fara páskar í hönd og miklar messugjörðir. Með tilliti til staðar og tíma er við hæfi að enda viðtal þetta á öðru erindi úr snilldarkveðskap Hallgríms Pét- urssonar, 6. erindi úr viðauka Passíusálma. Menn vaða’ í villu og svúna veit einginn neitt um það hveminn, á hvaða tíma, eða hvar hann kemur að. Einn vegur öllum greiðir inngang í heimsins rann; margbreyttar lízt mér leiðir liggi þó út þaðan. BUIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendoáritanir (Green Card) eru í boði í nýju Ríkishappdrætti "U.S. Government Lottery". Möguleiki á bandarískum ríkisborgararétti. Opinbert happdrætli, ókeypis þáttaka. Upplýsingor: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimilisfangi til: NflTIONflLÍSf VISA SERVICL 01997 IMMlGRATtON SERVtCES 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sírni 00 1 202 298-S600 www.nationalvisacenter.com ORVALffl UKKAR Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 rétta tóninn í umferðinni Fullkomiö hljómflutningskerfi með geislaspilara, 6 hátölurum og fjarstýringu i stýrinu. Samlitir stuðarar * Álfelgur » Rafdrifnar rúður Vökva- og veltistýri > Fjarstýrðar samlæsingar Litað gler ♦ Þjðfavöm ♦ Tölvustýrður oliuhæðarmælir » Öryggisbeltastrekkjarar með dempara komdo og RKNSIUAXTU mnauii mégane OPERA - gefur JHÁjQ£UI£. @laAAÍa kostar frá 1.398.000 kr. $ RENAULT ■ netfang bl@bl.is B&L • Ármúla 13 • söludeitd 575 1220 • skiptiborð 575 1200 • fax 568 3818 - HLJ0MLEIKAH0LL A HJ0LUM MEGANE 0PERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.