Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 31

Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 31
30 SUNNUDAGUR 5. APRÍL1998 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HOLLVINAFELAG LANDSPÍTALA LANDSPÍTALINN er há- tækni- og háskóla- sjúkrahús - eins konar „flaggskip íslenzkrar sjúkra- þjónustu". Vegna hallarekstr- ar og skuldastöðu ríkissjóðs á samdráttarárum í íslenzkum þjóðarbúskap voru ríkisút- gjöld skorin umtalsvert niður, sem bitnaði af eðlilegum ástæðum á stærstu útgjalda- þáttunum, þ.á m. heilbrigðis- þjónustunni. Landspítalinn fór ekki varhluta af þeim nið- urskurði. Síðustu misseri benda allar hagtölur til góðæris og vax- andi umsvifa í þjóðarbú- skapnum. Hvergi virðist þó slakað á aðhaldi samdráttar- áranna í heilbrigðisþjón- ustunni. Páll Torfi Onundar- son yfirlæknir, segir í grein hér í blaðinu í dag [skoðun] að Landspítala sé enn gert að skera niður kostnað um 500 m.kr. á ársgrundvelli, ofan á margra ára samfelldan niðurskurð. „Fækka verður kransæðamyndatökum...,“ segir yfirlæknirinn, „fresta verður að opna líknardeild fyrir dauðvona krabbameins- sjúka íslendinga... Eingöngu verða gerðar bráðaaðgerðir á föstudögum og svo mætti lengi telja.“ „Öll sjúkrahús á íslandi nema Landspítalinn tengjast héraðsstjórnum eða ákveðn- um kjördæmum og njóta því áhrifa kjörinna fulltrúa, sem gæta fjárhagslegra hags- muna viðkomandi sjúkra- húsa...,“ segir yfirlæknirinn í leit sinni að skýringu á meintri veikri stöðu Landspít- ala hjá fjárveitingavaldinu. Hann leggur til að stofnuð verði Hollvinasamtök Land- spítala - til að styrkja stöðu þessa mikilvæga hátækni- og háskólasjúkrahúss. Hér skal enginn dómur lagður á orð hans um meint tengsl ein- stakra sjúkrahúsa við héraðs- stjórnir og kjördæmi. En hug- myndin um Hollvinafélag Landspítans er ótvírætt góð og tímabær. MÁL SIG- URÐAR VE TEKIÐ UPP FAGNA ber ákvörðun norsks dómstóls um að fallizt sé á upptöku máls skip- stjóra Sigurðar VE og ísfé- lags Vestmannaeyja og það fái faglega meðferð fyrir dómi í Bodö á ný. Það verður að viðurkennast að niðurstaða dómsins í Bodö þar sem fallizt 7Einkennilegt er • að engin sérstök saga skuli vera til af Gizuri jarli. Hann var þó alls ráðandi í land- inu frá því hann verð- ur jarl 1258 og til dauðadags 1268, í heilan áratug. Skyldi hann hafa verið ánægður með þau rit sem þá höfðu verið saman sett? Sturla gefur í skyn í kaflanum um Apavatnsför að hann hafi ekki síður sótt efni til hans en annarra, þegar hann skrifaði Sturl- ungu. Þar er þessi eftirminnilega setning, rituð af Sturlu Þórðarsyni inní frásögn íslendinga sögu af Apavatnsför: “Það er sögn Gizurar sjálfs, að þá er þeir námu staðar í hrauninu fyrir ofan Álftavatn og sátu á baki, og fægði Sturla (Sig- hvatsson) svo um hríð. Og er svo hafði verið um stund, mælti hann: “Ríðum enn.“ Hefir Gizur þá helzt grunað, hvort Sturla efaðist þá eigi, hvem veg hann skyldi af gera við hann og enn fleiri menn aðra“. Giz- ur er einsog margir aðrir einn af heimildarmönnum Sturlu Þórðar- sonar. 8Ennfremur: Lýsingin á Snorra •og Þórði Þorvaldssonum og Oddi Þórarinssyni gengur aftur í ýmsum ritum, bæði í Njálu (Skarp- héðinn og Gunnar á Hlíðarenda) og Þiðriks sögu, sömu eða svipuð orð notuð í lýsingunum, þær eru sprottnar úr umhverfi Sturlu en fara þaðan inní þessi rit. Snorri og Þórður eru vegnir 8. marz 1232. Sá kafli hefur líklega verið ritaður skömmu síðar, þannig að hann kemst inní Þiðriks sögu 1240 - HELGI spjall 1255, en Oddur deyr 1255, þannig að Þið- riks saga er þá rituð eftir það. Persónulýs- ingar hennar virðast helzt komnar úr ís- lendinga sögu. Nei, engin saga af Gizuri jarli. Aftur á móti eru sérstakar sögur af foringjum Sturlunga, Þórði kakala sem kom út til íslands 1242, fer utan alfarinn 1250 og deyr 1256, og Þorgilsi skarða sem kemur út 1252 eftir að hafa hitt Þórð kakala í Noregi og deyr 1258. Eng- in sérstök saga er heldur af Kol- beini unga eða Hrafni Oddssyni sem er þó önnur aðalpersóna Árna sögu byskups og kemur víða við sögu annars staðar. 9Þorgils og Þórður kakali hljóta • að vera aðalheimildarmenn sagna sinna, en ýmsir aðrir hafa einnig upplifað marga atburðina, s.s. Þórður Hítnesingur, mágur Þorgils, sem oft er með honum og á eintali við hann í sögunni, og Sturla Þórðarson sem einnig er mikið sagt frá, m.a. eintölum þeirra. Án frásagna þeirra beggja væri sagan ekki saman sett. Sturla orti drápu mikla um Þorgils skarða og er hún notuð í sögu hans. Hnígur allt að sama brunni: Helzti sagnarit- ari 13. aldar, arftaki Snorra Sturlu- sonar, stjórnar ferðinni hér sem víðar. Auk þeirra sem nefndir hafa verið hefur höfundur Þorgils sögu þurft að afla heimilda hjá Hrafni Oddssyni, Kolbeinn ungi er einn af heimildarmönnum Þórðar sögu og svo hefur Gizur lagt ýmislegt til Þorgils sögu. var á allar kröfur ákæru- valdsins, var Norðmönnum vart til sóma, svo einsýnn sem dómurinn var og andstæður Sigurði VE. Mál Sigurðar var þannig að í júníbyijun 1997 var Sig- urður tekinn fyrir að virða ekki reglur norska sjávarút- vegsráðuneytisins um að til- kynna veru sína í norsku fisk- veiðilögsögunni við Jan May- en og hann færður til hafnar í Bodö, þar sem réttað var yfir skipastjóranum og hann dæmdur. Ekki var tekið tillit til raka varnaraðila og í kjöl- far þessa setti síðan íslenzka sjávarútvegsráðuneytið sam- hljóða reglur um tilkynninga- skyldu o.fl. innan íslenzku fiskveiðilöggjafarinnar. Skömmu síðar var norska nótaskipið Kristian Rygge- fjord kyrrsett í Vestmanna- eyjum, þar sem það ætlaði að landa loðnu. Var skipstjórinn ákærður fyrir að hafa brotið íslenzkar reglugerðir um veiðar og skiptingu veidds afla á Jan Mayen-svæðinu og innan íslenzkrar lögsögu. Var rætt um að aðgerðir þessar væru að beita sömu reglum gagnvart norskum skipum hér og beitt væri gegn Sig- urði VE í Noregi. í Noregi var hins vegar Sigurður VE, útgerðin og skipstjórinn dæmd, en skipstjóri Kristians Ryggefjord var sýknaður af íslenzkum dómstóli, þar sem talið var að reglugerðin ætti eigi stoð í lögum. Niðurstaðan í máli norska skipstjórans þótti allsannfær- andi, þótt ekki væri sagt að hún hefði blasað við að ókönn- uðu máli. Niðurstaðan þótti og neyðarleg fyrir íslenzka ríkið en staðfesti að á íslandi búa menn við réttarríki, þar sem dómstólar freista þess að dæma eftir lögum, en ekki vilja hins pólitíska valds. Þessar sögur hafa verið skrifaðar einsog vandlátir blaðamenn afla heimilda sinna nú á dögum. En þá hafa ýmsir safnað í sarpinn og ver- ið höfundum innan handar. Þeir hafa unnið skipulega og markvisst að þessum miklu verkum sínum. ■J A Sturla Þórðarson er ekki X Vf*langt undan í Þórðar sögu kakala og hann hefur haft hönd í bagga með ritun Þorgils sögu skarða, ef hann er þá ekki sjálfur höfundur hennar. Sturla virðist vera jafnhrifinn af Þorgilsi frænda sínum og Sturlu Sighvatssyni, fylgir hon- um fast, biður hann vera varan um sig og minnist við hann, þegar þeir sættast endanlega. Sturla er kallað- ur sáttgjarnlegur í Þorgils sögu. Þorgils segir á einum stað: „Mjög vilja mig öll strá stanga“,en það er í samræmi við ljóðrænan texta Njálu. Sturla þakkar Þorgilsi vel „svo mikla frændsemi sem hann hefði honum sýnt“. Og enn: „Skyldu þeir þá með inum mestum kærleikum". Og í miðjum deilum Sturlu og Þor- gils í upphafi sögunnar segist Sturla ekki vilja standa yfir drápi Þorgils, frænda síns, „og vita það víst, að hann þætti aldrei slíkur maður sem áður“. í þessum orðum er raunar fólgin siðferðisboðskapur Njálu. Nokkru síðar segir hann með al- gjöru jafnaðargeði þess óhlutdræga manns sem skrifaði íslendinga sögu: “Hrafn kvað aldrei mark að, hvað hann (Þorgils) segði, og hvað hann allt ljúga mundu". Sturla mælti: „Satt mun hann segja, - er það eigi skap Þorgils eða þeirra frænda". M. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 31 TLOND ERU AÐ minnsta kosti tveir heimar. Þeir eiga að sjálfsögðu margt sam- eiginlegt því að þeir eiga rætur í samfélagi sem er ein heild og eitt þjóðfélag. En þeg- ar nánar er að gætt eru ótal vistarverur í þessu sama þjóðfélagi, kjör fólks, áhuga- mál og afstaða svo ólík að fremur mætti tala um að nútímaþjóðfélag sé saman sett af mörgum litlum samfélögum sem eru jafn ólík og þau eru mörg, þótt ákveðnir þættir haldi þeim einkum saman og má þar fyrst og síðast nefna arfleifðina og tungumálið. Ef tala mætti um almennings- álitið í tengslum við þessi samfélög er enginn vafi á því að það sækir næringu, fyrirmyndir og jafnvel fyrirmæli í fjölmiðl- ana sem ráða ferðinni í nútíma þjóðfélagi, ákveða að mestu hvað um er rætt og hveija afstöðu fólk skuli hafa. Þetta er samfélag fjöldans sem hugsar að mestu um það sem er uppi á teningnum hveiju sinni. En svo eru aðrir þættir sem eru jafn mikilvægir og ekki síður áhrifamiklir þegar upp er staðið þótt þeir nái til miklu færri og sæki fremur afstöðu í margvíslega þekk- ingu en þau dægurmál sem eru efst á baugi í fjölmiðlum hverju sinni. Þeir sem ferðast og þurfa að tala við fólk í útlöndum verða að sjálfsögðu varir við þennan mikla mun. Því meiri fjöldi, því skarpari skil. Það dettur engum í hug að almenningur í nágrannalöndum okkar í Evrópu sé að velta fyrir sér íslenzku þjóðfélagi, forsend- um þess og arfleifð. Þessi sami almenning- ur heyrir að vísu eitt og annað um fyrir- bærið ísland án þess það komi honum frek- ar við en aðrar þær dægurflugur sem verða á vegi hans. Samt er hægt að nota þessar dægurflugur í landkynningarstarfsemi og hefur það verið óspart gert. Um það er ekkert nema gott eitt að segja. Á hinn bóginn gegnir ísland allt öðru hlutverki í huga þeirra tiltölulega fáu sem þekkja arfleifð okkar og menningu og hafa heillazt af þeirri staðreynd að þessi arfleifð er enn lifandi þáttur í þjóðlífi okk- ar og raunar jafn mikilvægur og landið sjálft. Geymd þessarar arfleifðar þykir í senn sérstæð og til fyrirmyndar og þá ekki sízt sú staðreynd að íslendingum hefur tekizt að varðveita tungu sína án þess hún hafi breytzt svo að teljandi sé frá því hinar miklu íslenzku bókmenntir urðu til á sínum tíma. Þeir sem ræða við háskólafólk og þá sem búa yfir verulegri þekkingu verða fljótt varir við að það er þessi arfleifð og varðveizla tungunnar sem vekja aðdáun og eiga mestan þátt í því að hugurinn hvarflar til íslands og allt fléttast þetta saman í eina órofa heild, land, þjóð og arfleifð, og þá með þeim hætti að margir útlendingar dragast að landinu heillaðir af goðsögninni um Thule sem er þó engin goðsögn í raun og veru, heldur gallharður veruleiki, ólíkur öllu öðru sem fólk á að venjast (ýmsir, þ.á m. Arngrímur lærði hafa efazt um að Thule sé ísland, en um það skal ekki fjöl- yrt hér). Engin tilviljun H ÞAÐ VAR EKKI af tilviljun einni sem andleg stór- menni á borð við Borges og Auden drógust að íslandi og það getur varla verið tilviljun að við heyrum nú um stundir nýjar fregnir af íslandsförum sem við þekktum ekki áður en hafa sennilega komið til landsins á svipuðum forsendum og Konrad Maurer eða William Morris en þar má nefna jafn- fræga forystumenn heimsmenningar þess- arar aldar og heimspekinginn Wittgenstein eins og sjá má af dagbókarbrotum í Les- bók Morgunblaðsins og franska tónskáldið Ravel sem enginn vissi að hefði komið hingað á norðurhjarann. Slíkir hugsuðir og listamenn hafa ekki komið til íslands af forvitni einni saman heldur vegna þess að þeir hafa heillazt af því sem þeir þekktu til landsins og höfðu löngun til að kynnast því af eigin raun. Að vísu er ekki vitað til að íslandsferðirnar hafi haft nein sérstök áhrif á verk Wittgensteins eða Ravels en vart fer hjá því að svo óvenjuleg reynsla hafi skilið eftir einhver spor á vegferð þeirra um heimsmenningu þessarar aldar. Þegar talað er við útlenda menntamenn er augljóst að þeir hafa mestan - og kannski einungis - áhuga á íslandi vegna arfleifðar okkar og tungu en ekki vegna neinna sérstakra pólitískra stefnumála eða einstaklinga sem hafa borið hróður þess um víða vegu, þótt það hafi kannski í sumum tilfellum haft einhver áhrif. Og þá má ekki gleyma því að sérstæð nátt- úrufegurð landsins sjálfs hefur áreiðanlega mikið aðdráttarafl þegar hugsað er um þessar fjarlægu slóðir. í HÁSKÓLA í Bretandi var bréf- ritari á það minnt- ur ekki alls fyrir löngu að Japanir sætu með heyrnar- tæki þegar þeir færu í no-leikhús því að þeir skildu ekki það sem fram færi og þyrftu að láta þýða það fyrir sig jafn- óðum. Japönsk tunga gleypti erlend áhrif og nú væri talið að fjórðungur allra orða í japönsku væri af enskum og þýzkum uppruna og tunga þessarar fornu menning- arþjóðar breyttist svo hratt að foreldrar skildu ekki alltaf börn sín því að þau töluðu einatt allt aðra japönsku en eldra fólk. Og jafnvel foreldrarnir verða að láta þýða fyrir sig þær japönsku bókmenntir sem eru eldri en 100 ára því að tungan hefur breytzt með þeim hætti á þessari öld, að eldri bókmenntir eru fyrir nútíma Japana eins og hver önnur lokuð bók. Þetta minnir á hraðfara breytingar á norrænni tungu í Noregi á sínum tíma en þær gerðust svo hratt að engin leið var til að koma í veg fyrir að Norðmenn glötuðu tungu sinni og af henni sprytti nýtt tungumál. Þegar Snorri skrifaði Heimskringlu gátu allir Vonlítið andóf í fjölmiðla- fári REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. apríl Norðmenn skilið hvert orð í þeim miklu sögum og líklega hafa þeir getað skilið þessa gömlu tungu framundir 1400, það má m.a. marka af því að Konungsskugg- sjá er að öllum líkindum skrifuð í Þela- mörk á 14. öld. Það er enginn íslendingur sem hefur skrifað þetta gullfallega mál, heldur Norðmaður sem hefur haldið tungu sinni, líklega ekki sízt vegna þeirrar ein- angrunar sem Þelamörk hafði upp á að bjóða til varðveizlu fornrar menningar. Af hveiju ekki íslenzk arfleifð? A ÞAÐ HEFUR verið minnzt áður hér í Reykjavíkur- bréfi að einatt er talað um íslenzkar bókmenntir til forna sem norskar bókmenntir, en það orð að vísu ekki not- að, heldur annað sem er einhvers konar afsökun fyrir því að ekki skuli sagt beinum orðum að þessi arfleifð sé íslenzk enda varð hún til á íslandi þótt ljóðahefðin hefði flutzt út hingað með víkingum, þróazt hér og varðveitzt. Nú er tízka að nota norse í ensku um alla norræna arfleifð - og þá ekki sízt íslenzka - en oftast er í raun átt við íslenzkar bókmenntir þegar gripið er til þessa orðs. Hér er því um ákveðna tilraun til blekkingar að ræða. í Orðabók Chambers fyrir 21. öldina segir m.a. að norse merki einhver tengsl við Skandin- avíu, það merki norðmaður; það merki tunga sem var töluð í Skandinavíu eða Noregi og í nýlendunum; norse merki skandinavar, en þó einkum Norðmenn. í Orðabókinni er ekki minnzt á að orðið norse sé sérstök skírskotun til íslands. Þess er aftur á móti getið að orðið sé að öllum líkindum komið úr hollenzku á 16. öld en hollenzka útgáfan var noorsch. Það eru sem sagt Hollendingar sem hafa kom- ið þessu orðskrípi inn í heimstunguna með þeim afleiðingum að íslenzk ritsnilld til forna er einatt flutt austur yfir haf og það gert með þeim hætti að helzt enginn tekur eftir því. í nýrri grein um víkingaskipin er í jafnvirtu vísindariti og Scientifíc Americ- an talað um Norse sagas þegar rætt er í RAUFARHÓLSHELLI um víkingaferðir og fund Ameríku, en þessar sögur sem eru aðalheimild um þess- ar ferðir að sjálfsögðu voru skrifaðar á íslandi á íslenzku um svipað leyti og Norð- menn voru að glata tungu sinni. En þær mega bara ekki vera íslenzkar! Er nokkur furða þótt spurt sé: Af hveiju ekki? Hvað liggur á bak við þetta orðalag, mætti spyrja höfundinn, fomleifafræðinginn John R. Hale, við háskólann í Louisville. Við höfum mikið verk að vinna. Við þurfum að útrýma þessu orði úr enskri tungu og hætta þessum blekkingarleik. Það er að vísu dálítið sérkennilegt ef rekja má orðið norse til Hollands á 16. öld því að þar hófst sú alþjóðlega rógsherferð á hendur Islandi sem Árngrímur lærði horfð- ist í augu við í merku fræðiriti sínu al- kunnu, Crimogæu. (ísland í grískum bún- ingi). En höfundur helzta lastritsins var sá gamli, hollenzki erkiþijótur Blefkin þótt ekki sé endilega ástæða til að kalla hann til ábyrgðar fyrir orðskrípið noorsch. Þess má að lokum geta að í London var á sínum tíma stofnað norskt tímarit á ensku - og hét auðvitað The Norseman! Morgunblaðið/Haukur Snorrason Hvert er að- dráttaraflið - undrunar- efnið? VIÐ EIGUM AÐ rækta það sem er mikilvægt. Og við eigum að kunna skil á því sem er mikilvægt. Það sem gerir okkur að sér- stæðri þjóð hlýtur að vera mikilvægt í okkar augum, jafnvel í augum annarra. Maður þarf ekki að eiga lengi orðastað við þá sem eiga eftir að verða mótandi afl í nágrannalöndum eins og Bretlandi og Þýzkalandi til að skynja, hvað það er sem þessu fólki þykir merki- legt við ísland, hver er togkrafturinn þeg- ar hugurinn hvarflar að þessu sérstæða, fjarlæga og að mörgu leyti ævintýralega eylandi. Það eru ekki dægurflugurnar. Það eru ekki uppákomumar í fjölmiðlunum. Það era ekki skoðanakannanimar. Það era ekki blómin sem vaxa og deyja eftir duttl- ungum veðurguðanna. Nei, það era ræt- urnar. Þær draga athyglina að þeirri óvenjulegu flóra sem við höfum af að státa í sögu okkar og umhverfí. Það era rætur okkar, það era rætur tungunnar sem við höfum borið gæfu til að varðveita í gegn- um þykkt og þunnt; eða eins og brezkur prófessor sagði á kynningarfundi í háskól- anum í Norwich nýlega þar sem kynnt var íslenzk ljóðlist og nýjar enskar þýðingar, stórmerkar, á öllum Islendinga sögum í 5 bindum: íslenzk tunga - hún er eins- dæmi, hún er kraftaverk. En höfum við hlúð nægilega að rótun- um? Eram við á varðbergi nú þegar upp- lausnaröfl fara um löndin eyðandi sjón- varpseldi í nafni einhverrar alþjóðahyggju sem er einna helzt fólgin í því að skilja þannig við rætumar að þær veslist upp og deyi. Við eram áreiðanlega á krossgöt- um hvað þetta varðar. En meðan það þyk- ir sjálfsagður hlutur að birta þúsund ára gamla vísu úr Egils sögu á mjólkurfernum og gert er ráð fyrir því að allir geti skilið rétt eins og um sé að ræða hversdagslegt visukorn úr næsta nágrenni, þá erum við enn nokkuð vel í sveit sett - eða hvar væri þetta hægt annars staðar? Við höfum enn sem komið er staðizt andlegan upp- blástur að mestu leyti eins og þetta dæmi sýnir - en hvað lengi? Við skulum huga að þessum rótum. Vernda þær, hlúa að þeim. Þá glötum við ekki því sem við eig- um dýrmætast og engin þjóð önnur hefur eða getur varðveitt. Gyðingar glötuðu tungu sinni en þeir endurheimtu hana 2000 áram síðar eins og spáð er i Gamla Testamentinu; þó í nýjum búningi. Það er einnig í raun einhvers konar kraftaverk. Við eigum aftur á móti að gæta þess að glata ekki arfleifðinni, rækta tunguna, þetta mesta sameiningartákn lítillar þjóðar sem þarf að átta sig á þeim vegamótum þar sem við nú stöndum. Þær eru margar sírenurnar og nauðsynlegt að gæta sín á þeim. Það mælti mín móðir er betri vegvís- ir en mestur hluti þess sjónvarpsefnis sem nú er að æra - ekki einungis okkur held- ur allar þjóðir - eða hveija telja menn helztu skýringuna á voðaverkum banda- rískra unglinga þegar þeir drepa skóla- systkin sín með köldu blóði? Það eitt út af fyrir sig er ærið umhugsunarefni. En meðan það þyk- ir sjálfsagður hlut- ur að birta þúsund ára gamla vísu úr Egils sögu á mjólk- urfernum og gert er ráð fyrir því að allir geti skilið rétt eins og um sé að ræða hversdags- legt vísukorn úr næsta nágrenni, þá erum við enn nokk- uð vel í sveit sett - eða hvar væri þetta hægt annars stað- ar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.