Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 34

Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 34
34 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ M. Tjörnes-brotabeltið Jarðskjálfti: Nákvæm staðsetning ókunn Grímsey r\ Raufarhöfn Ölafsfjörður I yy Húsavík Grenivík Hofsós n Skagaströná, ‘: o ' \ Sauðá'rkrókur Blönduós Akureyr. 50 km Hvernig verða jarðskjálftar? Stórir skjálftar á íslandi verða yfírleitt við lárétt misgengi, segir Ragnar Stefánsson, - sniðgengishreyfíngu á lóðréttum brotfleti. JARÐSKJÁLFTAR verða alltaf við einhvers konar brotahreyfingu í jarðskorp- unni, bergið brotnar undan spennu. Vegna þrýstingsástandsins þarna niðri verða stórir skjálftar íyrst og fremst við mismunahreyf- ingu, eða sniðgengi, þ.e.a.s. sprungubarmarnir færast hvor fram með öðrum, en ekki t.d. hvor frá öðrum, sem mundi þýða að rúm- málið yrði að aukast. Þ.e.a.s. brotið verður með þeim hætti sem er auð- veldast fyrir jarðskorpuna til að losa sig við spennu. Rúmmálsaukn- ing eða rúmmálsrýrnun mundi tengjast því að efni bærist inn í sprunguna eða færi út úr henni, sem hvort tveggja er yfirleitt miklu hæggengara ferli en brot í jarð- skjálfta. Slíkt tengist þó oft jarð- skjálftum, er hluti af heildarferlinu, eins og ég hef áður komið að í þess- um greinum. Stórir skjálftar á Islandi verða yfirleitt við lárétt misgengi - snið- gengishreyfingu á lóðréttum brot- fleti. I skjálftum af stærðinni 7 er líklegt að þessir brotfletir séu ^30-40 km langir, og 10 km breiðir, þ.e.a.s. ná 10 km niður (Mynd 1). Þetta fer þá nokkuð eftir því hvað brotgjarna skorpan er þykk. Sjálf spennuupphleðslan fýrir slíkan skjálfta er frá 1-2 km dýpi og niður á e.t.v 7-9 km dýpi, og þar verður tiltölulega hrein misgengishreyf- ing. Við svo stóran skjálfta má bú- ast við að misgengishreyfingin sé fáeinir metrar. Efsti kílómetri jarð- skorpunnar er svo laus í sér að hún nær ekki að hlaða upp mikilli spennuorku. Hins vegar fylgir efsti hluti sprunguflatarins með þegar brot verða neðar. Þegar brotahreyf- ingin fyrir neðan verður nógu mikii ganga berg og laus jarðlög nálægt , yfirborði svo mikið til og snúast að þar koma í ljós opnar sprungur og jarðrask. Við botn sprungunnar er bergið orðið svo mjúkt, m.a. vegna hita, að það heldur ekki heldur í sér spennuorku til lengdar en færist líka með þegar skjálftar verða. Þama er líka oft basaltkvika, vatn o.fl undir háþrýstingi, sem sætir S Yfirborð Jarðskorpa Seigfljótandi undirstaða Yfirborð færis að skjótast inn í glufur sem myndast við mismunaspennur í berginu fyrir ofan. Vökvamir taka líka þátt í að mynda slíkar glufur, með „vökvasprengingum", og geta ýtt stómm skjálftum af stað eins og áður hefur verið vikið að. Minni skjálftar hafa minni brot- flöt. Brotflötur í skjálfta af stærð- inni 6 gæti verið 5-10 km á kant og færsla u.þ.b. metri. Það er í sjálfú sér engin takmörk fyrir því hvað skjálftar geta verið smáir. I SIL- kerfinu íslenska greinum við og not- um upplýsingar frá skjálftum þar sem brotflöturinn gæti verið aðeins um tugur metra. Við landrek eða við vaxandi þrýsting, t.d. frá kvikuinnskoti uppi á hálendinu, skælist jarðskoi'pan eða aflagast og spennur hlaðast upp í henni, eins og í spenntum boga (mynd 1). Á þessu upphleðsluskeiði verða gjaman smáskjálftar þar sem mest spenna hleðst upp, þar sem veikleikar em fyrir hendi. Það verð- ur líka oft hæg skriðhreyfing á viss- um hlutum jarðskjálftaspmngunnar sjálfrar, sem leysir út hluta orkunn- ar. Við þetta slaknar lítillega á heildarspennunni, en jafnframt verður tiltölulega þyngra álag á sterkasta hluta misgengisspmng- unnar. Heiidarspennan vex hins vegar með tímanum. Að lokum er hún orðin of mikil fyrir styrk sterkasta hluta bergsins á spmngu- flötunum og spmnguhreyfingin þar leysist út í jarðskjálfta. Jarðskjálfti sem verður á einum stað á langri misgengisspmngu myndar sérstaka spennu út frá sér sem getur ýtt undir misgengis- spennu á öðmm stað á hinni löngu spmngu. Dæmi um þetta er hvemig má hugsa sér að skjálftar leysist úr læðingi á og umhverfis 150 km langa misgengisspmngu fyi-ir Norðurlandi (mynd 2). Séð að ofan Langsnið eftir sprungunni HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - GREIN 8 MYND 1 sýnir táknrænt spennuupphleðslu kringum gamla sniðgengissprungu. a) Orvar sýna mestu þrýsti- og togspennu á svæðinu, séð frá yf- irborði. Þær aflaga eða skæla svæðið kringum sprunguna. Mis- munandi eiginleikar skorpunnar valda því að norðurhluti svæðis- ins skælist minna kringum sprunguna en suðurhlutinn. Á myndinni til hiiðar er horft þvert á sprunguflötinn. Rauði liturinn (það sem er skyggt) táknar að hreyfing er byrjuð á vissum hlut- um sprunguflatarins þótt mestur hlutinn sé enn nógu sterkur til að standast spennuna. b) Nú hefur orðið sniðgengis- skjálfti á suðurhluta sprungunnar og þar hafa hliðar brotflatarins gengið til. Við þetta dregur úr heildarspennu á svæðinu, en hreyfingin á suðurhlutanum íþyngir norðurhlutanum, og til- töluleg aukning á spennu verður þar. Á þversniðinu sjáum við að sniðgengishreyfing hefur orðið á öllum suðurhlutanum og hún berst yfír á veikari svæði norður- hlutans, sem þó heldur um skeið og brotnar kannski ekki fyrr en mörgum árum síðar. cnaaa FLESTIR stóru jarð- skjálftarnir fyrir Norðurlandi hafa verið á svo kölluðu Tjörnes- brotabelti. I heild er þetta þvergengis- eða sniðgengisbelti, sem tengir saman gliðnun á nyrðra gosbeltinu og gliðnun á Kolbeinseyjarhrygg sem gengur til norðurs meira en hundrað km vestar. Mest verður sniðgengis- færslan um sprungu sem liggur frá Tjörnesi og vestur fyrir mynni Skagafjarðar og á henni verða líklega stærstu skjálftarnir þarna. Ut frá mismunandi góðum heimildum hafa stærðir skjálfta og lengdir brotflata í mismunandi skjálftum verið áætlaðar eins og sjá má í lengd kassanna á mynd- inni. Síðan 1755 hefur verið færsla á mcginhluta sprungunn- ar. Þótt hreyfingin um sprung- una leysist út með nokkuð stórum skjálftum á stórum hluta hennar, er ekki ólíklegt að á öðrum hlut- um hennar leysist spenna úr læð- ingi með minni skjálftum og hægri skriðhreyfingu. Þetta gæti verið tilfeliið á svæðinu beint norður af Eyjafirði. Hugsanlegt er að mikil mergð smáskjálfta á þessu svæði (reyndar rúmlega 5 sumir) frá því í ársbyijun 1994 komi í veg fyrir að á þessum hluta meginsprungunnar geti orðið virkilega stórir skjálftar á næstunni. Falleg oggagnleg férmingargjöf Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð fslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990 Gagnleg og glæsiieg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan Ásmundur Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Mán. og mið. kl.20.00. Hefst 6. apríl. Hugleiðslunámskeið Hugleiðsla er þekkt frá fornu fari sem leið til að komast í snertingu við æðri mátt. Hún stuðlar einnig að heilsu, jafnvægi og einbeitingu. Kennd verða undirstöðuatriði hugleiðslu. Undirbúingur * mismunandi aðferðir * orkustjórn (pranayama) * um mataræði * hljóðformúlur (mantra). Námskeiðið er sambland af fyrirlestri og upplifun. Reynsla af jógaástundun er hjálpleg, en ekki nauðsynleg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. Hefst 14. apríl. Þri. og fim. frá kl. 20—21.15. Jógatímar, tækjasalur og pólunarmeðferð. Y06A#> STUDIO Hátúni 6a, sími 511 3100 verslun fyrir líkama og sál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.