Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaupa tæplega 2.000 tonna frystiskip frá Lettlandi Eldsnöggt slökkvistarf í skipi ELDUR kviknaði í loðnuskip- inu Neptúnusi ÞH 361 rétt fyr- ir klukkan 14 í gær þegar ver- ið var að vinna í lest skipsins, sem liggur við Ægisgarð. Þeg- ar iðnaðarmenn voru þar að logsjóða hljóp neisti í olíu und- ir gólfí lestarinnar með þeim afleiðingum að eldur varð laus. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang og þegar það kom að höfðu iðnaðarmennirnir komið sér hjálparlaust upp úr lest- inni, enda ekki líft þar fyrir reyk og sóti. Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig. Til marks um það fór fyrsti bíll frá slökkviliðinu út úr húsi klukk- an 14.13 og sneri til baka klukkan 14.29. Tjón er ekki talið mikið samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu. ísafírði. Morgunblaðið. FINNBOGI Bernódusson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Mjöln- is hf. í Bolungarvík, hefur, ásamt nokkrum öðrum einstaklingum, gengið frá kaupum á tæplega 2.000 tonna frystiskipi frá Riga í Lett- landi. Viljayfirlýsing fyrir kaupunum var undirrituð í Lettlandi á föstu- daginn langa og er gert ráð fyrir að skipið verði endanlega komið í eigu Finnboga og félaga í dag, fímmtu- dag. Með skipinu fylgja veiðiheimild- ir á Flæmska hattinum sem og á Reykjaneshrygg og víðar. „Það er rétt að ég og nokkrir aðrir einstaklingar höfum undirrit- að viljayfirlýsingu um kaup á frystitogara frá Riga í Lettlandi. Togarinn, sem heitir Milgravis, er 62,5 metrar að lengd og 14 metra breiður, samtals um 1.950 brúttó- tonn. Það hefur ekki verið stofnað félag um kaupin en það er verið að vinna í þeim málum. Skipið hefur veiðiheimildir á Flæmska hattinum og á Reykjaneshrygg auk þess sem ýmislegt annað er í farvatninu," sagði Finnbogi Bernódusson í sam- tali við blaðið. Breytingar gerðar vestra Hann sagði skipið fara í slipp á næstu dögum og ef allt gengi eftir, kæmi það til Vestfjarða um mánaða- mótin maí-júní. Þá verður hafist handa við að breyta skipinu í full- komið rækjuvinnsluskip og verður sú vinna alfarið í höndum fyrirtækja við ísafjarðardjúp. Milgravis er eitt af nýjustu skip- um Lettlendinga af þessari gerð og hefur undanfarið verið að veiðum á suðlægum slóðum. Ráðgert er að skipið verði gert út frá Lettlandi. „Skipið gæti þurft að vera undir fána einhvers annars lands um tíma, en það fer allt eftir því hvað við tökum mikið af þeim veiðiheimildum sem okkur stendur til boða. Áhöfnin verður að stærstum hluta skipuð Lettum, en hugmyndir eru uppi um að fyrsti skipstjóri verði íclenskur og jafnvel tveir vinnslustjórar,“ sagði Finnbogi. Aðspurður um hvort skip- ið héldi sama nafni, sagðist Finnbogi langa til að nefna það íslensku nafni og þá einhverju stuttu. „En það er ljóst að skipið verður grænt og hvítt á litinn, fallega grænt.“ Verkefni í Eystrasaltslöndum Finnbogi sagði hann og félaga sína, sem hann vildi ekki greina frá að svo stöddu hverjir væru, hafa ver- ið að skoða skipakaup frá miðju síð- asta ári. Þeir hefðu farið víða og skoðað skip og niðurstaðan hefði verið sú að fjárfesta í umræddu frystiskipi frá Lettlandi. Hann kvað ekki fleiri skipakaup á döfinni, fyrst , yrði að sjá hvemig reksturinn gengi á þessu skipi. „Við erum fyrst og fremst að horfa til þess að komast inn í verkefni í Lettlandi og fleiri Eystrasaltslönd- um, verkefni sem við gætum unnið hér heima. Þá erum við fyrst og fremst að horfa til viðhalds og ný- smíði á skipum. Við hér við ísafjarð- ardjúp höfum mikla þekkingu í þess- um geira atvinnulífsins og vonir okk- ar standa til að geta fengið verkefni hingað heim. Það er áhugi í Lett- landi á viðskiptum við okkur og við verðum þar við vinnu í sumar og haust,“ sagði Finnbogi. Kaupverð skipsins fékkst ekki uppgefið. Morgunblaðið/Rristinn EKKI er talið að mikið tjón hafí orðið þegar kviknaði í loðnuskipinu Neptúnusi skömmu eftir hádegi í gær. Könnun Gallup Sjálfstæð- isflokkur með 45,5% Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 45% atkvæða ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðu könnunar Gallup, Framsóknarflokk- urinn fengi um 16% fylgi og Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag um 14% hvor flokkur, en Kvenna- listi um 3,5%. Könnunin var gerð dag- ana 26. mars til 9. apríl og var úrtakið 1.132 manns á aldrinum 18-75 ára. Svar- hlutfall var 72%. Rúmlega 23% voru óákveðin eða neituðu að svara og rúm- lega 7% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Niðurstöður könnunar- innar voru sem hér segir: A-listi 13,9%, B-listi 16,0%, D-listi 45,5%, G-listi 14,3%, V-listi 3,5% og Sameigin- legt framboð 6,6%. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Keppni flvtt vegna hitasóttar HINNI árlegu skeifukeppni á Hvanneyri, þar sem keppt er um Morgunblaðsskeifuna, hefur verið flýtt og fer hún fram á morgun, föstudag, og hefst klukkan 15. Keppnin átti að fara fram sumar- daginn fyrsta en vegna hitasóttar í hrossum var fyrrnefnd ákvörðun tekin. Sóttin hefur þegar borist til Hvanneyrar en hross nemenda hafa ekki sýkst. Hjólið óspart notað Fagradal - í Vík í Mýrdal var vet- urinn með besta móti og vorið hef- ur heilsað með mildu veðri. Einar Sigurður Jónsson, 3. bekk Víkur- skóla, hefúr notfært sér þessa góðu tíð og notað hjólið óspart. Á myndinni sést hann koma heim úr skólanum með skólatöskuna í kerrunni en kerran er úr físki- kassa sem Smári Tómasson, smið- ur í Vík, hefúr smiðað en hann hefur smíðað margar kerrur fyrir strákana í Vík. Oddur Benediktsson prófessor við Tölvunarfræðiskor HÍ um gagnagrunna á heilbrigðissviði Skapa hættu á mis- ferli og afbrotum ODDUR Benediktsson, prófessor við Tölvunarfræðiskor Háskóla ís- lands, telur að eins og lagafrumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði sé sett fram og samkvæmt skilningi hans á öðrum lögum þá mundi það ekki samrýmast siðareglum Skýrslutæknifélags Islands að vinna við uppsetningu eða úrvinnslu úr gagnagrunnum á heilbrigðissviði. Segist hann telja að svona miklar upplýsingar og mikil verðmæti sköpuðu hættu á misferli og afbrot- um. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Skýrslutæknifélag Islands efndi til í gær um gagnagrunna á heilbrigðissviði. í erindi sem Oddur flutti á ráð- stefnunni kom fram að miðlægur gagnagrunnur á borð við þann sem gert væri ráð fyrir í frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði væri ekld ný hugmynd. Hug- myndinni hefði hins vegar verið hafnað hingað til þar sem ókostirnir hefðu þótt vega þyngra en kostir. Oddur sagði að þar sem talið væri að kostnaður við skráningu væri þriðjungur af kostnaði við heilbrigð- ismál færu 13-17 milljarðar króna árlega í það að skrá og nýta upplýs- ingar og því gæti kostnaður við uppbygginguna verið 200 milljarðar króna á 20 ára tímabili. Svona mikl- ar upplýsingar og mikil verðmæti sköpuðu hættu á misferli og afbrot- um og nefndi Oddur að upplýsingar gætu lekið út vegna hnýsni og óráð- vendni starfsfólks, að afmarkaðar upplýsingar væru seldar til dæmis til lyfjafyrirtækis sem fengi ekki að- gang að gagnagrunninum og að upplýsingar um heilsufar einstak- linga eða starfshópa væru seldar til hagsmunaaðila svo sem trygginga- félaga. Þá væru möguleikar á fjár- kúgun vegna upplýsinga um t.d. rangfeðrun bams, möguleikar væru á iðnaðamjósnum og möguleikar á að gagnagrunnurinn í heild sinni væri afritaður og seldur. Oddur sagðist telja að frumvarpið um gagnagmnna á heilbrigðissviði bryti m.a. gegn stjómarskránni, lög- um um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, lögum um réttindi sjúklinga, læknalögum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Þá vitnaði Oddur í siðareglur Skýrslutæknifélags Islands þar sem meðal annars er kveðið á um að fé- lagsmenn dreifi ekki upplýsingum sem veittar em í trúnaði eða misnoti þær, og samkvæmt skilningi sínum á lögum sagðist hann telja að það það myndi ekki samrýmast siðaregl- um Skýrslutæknifélags íslands að vinna við uppsetningu á eða úr- vinnslu úr gagnagmnnum á heil- brigðissviði. Upplýsingar nú nafntengdar hjá ýmsum stofnunum Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði m.a. á ráðstefnunni að það væri mis- skilningur að frumvarpið bryti í bága við lög um söfnun persónuupp- lýsinga þar sem í því væri beinlínis gert ráð fyrir að unnið yrði með tölvunefnd við samkeyrslu upplýs- inga í gagnagrunnunum. Hann benti á að allar þær heilsu- farsupplýsingar sem um væri að ræða lægju nú nafntengdar t.d. hjá Tryggingastofnun ríkisins og Land- spítalanum og starfsfólk þessara stofnana myndi vinna við gögnin á meðan verið væri að dulkóða upp- lýsingarnar. Verið væri að tala um að setja saman gagnagmnn sem ætti að geta sparað á heilbrigðis- sviði, en í því að taka gagnagmnn- inn saman fælist ákveðin áhætta. Líkur væm hins vegar á því að líf- um yrði bjargað við það að gagna- grunnurinn yrði til með því að auka heilbrigðisþjónustuna og gæði hennar, og gera íslensku heilbrigð- isþjónustuna skilvirkari og vonandi heilbrigðisþjónustu um allan heim. Stjóm Læknafélags íslands ræddi fmmvarp til laga um gagna- gmnna á heilbrigðissviði á fundi sínum í vikunni og sat Kári Stefáns- son fundinn. Sljórn LÍ telur mörg álitamál í frumvarpinu í frétt frá Læknafélagi íslands kemur fram að stjóm LI geri at- hugasemdir við ýmis atriði í fmm- varpinu. Mörg álitamál séu í fram- varpinu og hafi umræðan vakið mikla athygli hérlendis sem erlend- is. Mikilvægt sé að nýta þær sér- stöku aðstæður, sem em á íslandi, til ýmissa rannsókna, en jafnframt verði að tryggja jafnrétti til vísinda- rannsókna og að alþjóðareglum um rannsóknir, þar á meðal siðareglum, verði fylgt. „Stjóm LÍ lýsir eindregnum stuðningi við álit heilbrigðisráðherra um að þetta flókna og mikilvæga framvarp fái góða umfjöllun og verði ekki afgreitt sem lög á vorþinginu. Stjórn LÍ mun beita sér fyrir því að fmmvarpið fái ýtarlega umfjöll- un og vandaða afgreiðslu í samræmi við ríkjandi viðhorf í siðfræði og læknavísindum þar sem virt verða sjónarmið allra þeirra aðilla sem málið snertir," segir í fréttinni frá LÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.