Morgunblaðið - 16.04.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samþykktu 1993 að
hætta laxveiðiferðiun
iTGfiAUKfO —
ÞIÐ skuluð sko beint í Hólmavíkurrútuna, laxafíklarnir ykkar.
Vöruval ehf. á fsafírði
Farið fram á
allt að 80%
niðurfellingu
krafna
ísafirði. Morgunblaðið.
FYRIRTÆKIÐ Rekstur- og lög-
fræðiráðgjöf ehf. í Reykjavík hefur
sent lánardrottnum Vöruvals ehf. á
ísafirði bréf, þar sem farið er fram á
niðurfellingu skulda vegna bágrar
stöðu fyrirtækisins. í bréfinu er farið
fram á niðurfellingu allt að 80%, þó
að lágmarksgreiðsla verði 30 þúsund
krónur.
Eigendur Vöruvals ehf. ráku þrjár
verslanir í ísafjarðarbæ, allt til síð-
ustu mánaðamóta er reksturinn, inn-
réttingar og lager var selt eigendum
Miðbrúnar ehf., sem nú reka verslan-
imar undir nafninu Eló. Eigendur
Miðbrúnar ehf. munu ekki hafa yfír-
tekið skuldir Vöruvals ehf. né
útistandandi eignir þess í formi við-
skiptaskulda.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
hófust erfíðleikar Vöruvals fljótlega
eftir að Kaupfélag Suðumesja opnaði
verslun á ísafírði undir nafni Sam-
kaupa. Óvíst er hvort lánardrottnar
fyrirtækisins samþykki framan-
greindan skuldaskilasamning.
HAFLIÐI Halldórs-
son, fyrrv. forstjóri
Gamla bíós, lést á
Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur þriðjudaginn 14.
þ.m. á 90. aldursári.
Hafliði fæddist 1.
nóvember 1908 á
Siglufírði. Foreldrar
hans vora Halldór Jón-
asson, kaupmaður þar,
og kona hans Kristín
Hafliðadóttir. Hann
lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri 1925 og
settist í 4. bekk
Menntaskólans í Reykjavík vetur-
inn 1925-’26 en varð að hverfa frá
námi vegna veikinda. Veturinn
1929-’30 stundaði hann verslunar-
nám í Þýskalandi.
Hafliði var verslunarstjóri á
Siglufírði 1928-’39 og rak jafnframt
útgerð og síldarsöltun fyrir eigin
reikning árin 1935-’40. Hann varð
forstjóri og annar aðaleigandi kvik-
myndahússins Gamla bíós í
Reykjavík frá árinu
1940 þar til það var
selt Islensku óperanni
í árslok 1981. Hann
sat í stjórn ýmissa at-
vinnufyrirtækja, svo
sem útgerðarfélag-
anna Sviða hf. og
Hrímfaxa hf. árin
1942-’50 og Nýja bíós
hf. á Akureyri frá
1944-’60. Árið 1947
stofnaði hann sjóð við
Menntaskólann á
Akureyri, sem er
kenndur við Sigurð
Guðmundsson, fyrrv.
skólameistara þar.
Eiginkona Hafliða var Þórann
Sveinbjarnardóttir frá Isafirði,
fædd 16. september 1909. Hún lést
24. febrúar 1993. Þau eignuðust
tvo syni: Halldór, flugstjóra, sem
lést fyrir aldur fram árið 1982, og
Sveinbjörn, aðallögfræðing Seðla-
banka Islands. Sonadætur þeirra
eru fímm og barnabamabömin
níu.
Andlát
HAFLIÐI
HALLDÓRSSON
Sólkjarna- og Rúgkjarnabrauð Léttreykt sparnaðarskinka, Ávaxtastangir 10 stk.
pr. kg„
69* fc798'p
eru tilboðsdagar hjá okkur
r
■ V/ JHL I
• UM LAND ALLT
Fíkniefnaforvarnir á Vestfjörðum
Mikilvægt að
foreldrar hafi
augun opin
ISAFJARÐARBÆR,
B olungarvíkurkaup-
staður og Súðavíkur-
hreppur hafa sameinast
um samræmt forvarna-
starf vegna ávana- og
fíkniefnaneyslu ungs fólks.
Haldinn verður sameigin-
legur borgarafundur fyrir
sveitarfélögin þrjú í þessu
skyni á laugardaginn kem-
ur klukkan 13 í íþróttahús-
inu á Torfnesi.
Dagski-áin hefst þegar
lúðrasveit Tónlistarskól-
ans í Bolungarvík leikur
nokkur létt lög meðan
gestir eru að ganga í salinn
og koma sér fyrir. Þvínæst
setur formaður forvama-
hópsins Vá-Vest, sam-
starfshóps sveitarfélag-
anna, Helga Dóra Krist-
jánsdóttir, fundinn.
Hópurinn var stofnaður
fyrir rúmu ári til þess að sam-
ræma fíkniefnaforvarnir á svæð-
inu öllu og í ár var gengið til sam-
starfs við forvarnadeild SAA
vegna verkefnis sem nefnist „víð-
tækar forvarnir í sveitarfélögum"
og sér Vá-Vest um framkvæmd
þess heima í héraði.
Flutt verða ávörp og sérstakur
gestur fundarins verður Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú.
Meðal þeirra sem flytja fram-
söguerindi eru Dögg Pálsdóttir
formaður verkefnisstjórnar „ís-
lands án eiturlyfja", Jónína
Bjartmars formaður landssam-
takanna Heimilis og skóla, Einar
Gylfí Jónsson deildarstjóri í for-
varnadeild SÁA, Óiafur Helgi
Kjartansson lögreglustjóri á Isa-
firði og Þórólfur Þórlindsson pró-
fessor, sem er aðalfyrirlesari
dagsins og gerir grein fyrir könn-
un á vímuefnaneyslu unglinga ár-
ið 1997.
Að erindunum loknum verða
pallborðsumræður þar sem gestir
geta beint spurningum til fyrirles-
ara og forvígismanna sveitar-
stjórna og félagasamtaka á fund-
inum. Honum lýkur síðan rúm-
lega fjögur.
Fimm einstaklingar eru í for-
varnahópinum á Vestfjörðum, það
er Helga Dóra Kristjánsdóttir
formaður, Rósa Þorsteinsdóttir
skólastjóri, Vilborg Arnarsdóttir
verslunarmaður, Margi'ét Stef-
ánsdóttir hjúkrunarfræðingur og
Hlynur Snorrason lögreglufull-
trúi og verkefnisstjóri hópsins.
- Hvert er markmið fundarins?
„Það er að efna til almennrar
umræðu í sveitarfélögunum um
mikilvægi forvarna þannig að fólk
geri sér grein fyrir ástandinu og
með hvaða ráðum er hægt að
bregðast við. í mínum huga er
ekkert sveitarfélag
undanskilið vímuefna-
vandanum og það er
talsvert langt síðan að
við viðurkenndum
þennan vanda hér fyrir
vestan.
Lögreglan og fleiri hafa talað
mjög opinskátt um þetta vanda-
mál og hjá lögregluembættinu
hafa menn ekki hikað við að leyfa
fjölmiðlum að fylgjast með frétt-
um af fíkniefnamálum."
- Hvernig hefur þróunin verið í
fíkniefnaneyslu ungs fólks á Vest-
fjörðum?
„Það er ekki gott að segja
hvenær fíkniefnaneysla fór að
verða veralegt vandamál hér en
ef litið er á tölur kom veralegur
fjöldi slíkra mála til kasta lög-
reglu árið 1995 og 1996. Þeim hef-
Hlynur Snorrason
► Hlynur Snorrason fæddist í
Reykjavík árið 1963 og ólst upp
á Skógum undir Eyjafjöllum.
Hann stundaði nám í Mennta-
skólanum við Sund 1981-1983 og
hóf nám við Lögregluskóla ríkis-
ins árið 1984. Hlynur byijaði í
afleysingum hjá lögreglunni í
Reykjavík árið 1983 og hefur
starfað á fsafirði frá hausti þess
árs. Hann starfaði fyrst sem lög-
reglumaður, þá varðstjóri, síðan
rannsókníirlögreglumaöur og
loks sem lögreglufulltrúi og er
jafnframt staðgengill yfirlög-
regluþjóns. Eiginkona hans er
Alma Björk Sigurðardóttir
tækniteiknari og starfsmaður á
skóladagheimili og eiga þau
þijú börn.
ur síðan fækkað aftur. Aðallega er
um að ræða hass- og amfetamínn-
eyslu.“
- Eru fíkniefni markaðssett
skipulega á landsbyggðinni?
„Það era tengiliðir mjög víða og
skipulag á sölunni þótt í skamman
tíma sé í senn. Hins vegar er ekki
hægt að tala um mjög skipulagt
net.“
- Viljið þið gera sveitarfélögin
fíkniefnalaus?
„Já, til langs tíma litið. Þótt það
sé kannski að sumu leyti óraun-
hæft er gott að hafa eitthvert
markmið að stefna að. Við erum
ekki bara að tala um ólögleg fíkni-
efni heldur áfengis- og tób-
aksneyslu unglinga líka.“
- Hefur almenningur áhyggjur
af neyslu unglinga á ávana- og
fíkniefnum?
„Við héldum námstefnu í febrú-
ar þar sem greinilegt var að fólk
hafði áhyggjur og vildi ná tökum á
áfengis- og tóbaksneyslu unglinga.
Það taldi að ef hægt væri að
---------- stemma stigu við
neyslu þessara efna á
unga aldri væri hægt að
fækka fíkniefnaneyt-
endum í framtíðinni."
- Hvað er fleira á
prjónunum á næstunni
í þessu sambandi?
„Það er stefnt að því að fulltrú-
ar frá forvarnadeild SÁA og
Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörn-
um komi vestur til þess að vera
með vímuefnaskóla fyrir kennara
grunnskólanna. Einnig munu full-
trúar frá SÁÁ halda fyrirlestra
fyrir þjálfara, formenn íjiróttafé-
laga og flokksstjóra í vinnuskól-
um, foreldra og ýmsar starfsstétt-
ir um einkenni í kjölfar vímuefna-
neyslu og viðbrögð. I því sam-
bandi skiptir mestu máli að hafa
augun opin.“
Stefnt að
vímuefna-
lausum Vest-
fjörðum