Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ L LANDSBANKINN skattaskuldir eigi hann ekki fyrir þeim? Nei, hann er látinn bera ábyrgð og honum er refsað ef hann stendur ekki við sitt. Og fólk krefst með réttu þess sama af þeim sem treyst hefur verið tfl trúnaðarstarfa í þjóðfélaginu og fá fyrir það himinhá laun, starfskjör og fríðindi sem fólk- ið, líka það sem hundelt er af kerf- inu, þarf að greiða fyrir. Herra for- seti, gömul kona hringdi í mig í gær- kvöldi og sagði: ég hef hreinlega ekkert sofið vegna þessa máls, þetta er grátlegt, búum við virkilega í svona spilltu samfélagi? Orð þessar- ar konu eru spegill þjóðarinnar í þessu máli. Fólk vfll ekki svona þjóð- félag, það gerir kröfu um allsherjar hreingerningu í íslensku samfélagi. Fólki gersamlega ofbýður og nú, herra forseti, eftir þessa svörtu skýrslu mun fólk verða hamslaust af bræði. Þessi svarta skýrsla mun hvfla eins og skuggi yfír þjóðinni, eins og skuggi yfir þjóðinni, herra forseti, þar tfl leikregium samfélag- ins hefur verið breytt og við höfum búið fólkinu þjóðfélag siðgæðis í stað siðspillingar." Hefiir bankaráðið hreinan skjöld? „En, herra forseti, nægir það til þess að endurreisa trúnað milli bankans og fólksins að bankastjór- amir þrír sögðu af sér? Nei, því að gallinn er sá að fjöldi fólks trúir ekki að bankaráðið hafí hreinan skjöld í málinu. Bankaráðið segir að Ríkis- endurskoðun telji það hafa rækt hlutverk sitt sem eftirlitsaðila með fullkomlega eðlilegum hætti. Þetta er algjörlega rangt. Enga slíka yfír- lýsingu er að finna í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Það er líka hlálegt að lesa í greinargerð bankaráðsins, sem er hreinn kattarþvottur, herra forseti, þar sem þeir reyna að hvít- þvo sig þegar bankaráðið segir að nokkrar fjárhæðir hjá tveim banka- stjórum hafí ekki verið skýrðar, við erum þó að tala um margar milljónir. Því hefði verið hreinlegra að ganga hreint tii verks og að bankaráðið hefði einnig sagt af sér. Greinargerð bankaráðsins þarf líka að ræða í sérstakri umræðu og ég furða mig á því, herra forseti, ég furða mig á því að ráðherra verji hér bankaráðið í þessari umræðu. Bankaráðið á að hafa eftirlit með rekstri bankans, þar með talið risnu og ferðalögum. Hvemig gat 20C milljóna króna risna og ferðalög á tæpum fímm ámm farið framhjá bankaráðinu sem eftirlit á að hafa með rekstri bankans? Sá bankaráðið virkflega ekkert athugavert við það að nærri 400 ferðir vora farnar til út- landa á taepum fímm árum? Sem samsvarar því að nærri fjórða hvern dag allt árið um kring var einhver á vegum bankans erlendis. Sá bankaráðið ekkert athugavert við það að ferðalög og risna eru að með- altali um 40 milljónir króna sem samsvarar mánaðarlaunum 550 verkakvenna? Hvernig skflgreinir ráðherra hlutverk bankaráðsins þar sem segir í lögum að bankaráðið eigi að hafa eftirlit með rekstri bankans? Hvernig skilgreinir ráðherrann það? Fellur ekki undir reksturinn risna og ferðalög eða hvað? Var virkilega ekkert stoppað við þessar háu tölur hjá bankaráðinu? Hvað með innra eftirlit bankans, hver ber ábyrgð á því ef innra eftirlit bankans hefur verið í molum? Eg spyr ráðherrann: er það ekki bankaráðið? Hvað segir ráðherrann um um- mæli Sverris Hermannssonar að bankaráðið sjálft hafí hafíð og stund- að þessi viðskipti við Sverri en sjálf- ur hafi hann verið gerður að kokki og veislustjóra? Ég óska þess að ráð- herra staðreyni þessi ummæli því þau snúa að ábyrgð bankaráðsins í þessu máli. Síðan, herra forseti, það sem snýr að löggjafarþingi þjóðar- innar, greinilega vísvitandi rangar upplýsingar; ég játa að menn blekktu, segir einn bankastjórinn. Löggjafarþing þjóðarinnar hefur verið lítilsvirt og smánað. Því hefur verið gefið langt nef. Hvemig, herra forseti, ætlar forsætisnefnd og allur þingheimur að endurheimta stöðu sína og styrk gagnvart fram- kvæmdavaldinu? Við því verðum við að bregðast. Forysta hæstvirts for- seta er þar mikilvæg og ég beini ósk- um um það til virðulegs forseta um fjölmörg mál sem liggja fyrir þing- inu sem verða að fá efnislega um- fjöllun og afgreiðslu hér á Alþingi. Svör við fyrirspumum frá þing- mönnum eru á ábyrgð ráðherra, ráð- herrann er ábyrgur gagnvart þing- inu, ekki embættismennirnir, í því efni getur ráðhemann ekki skotið sér bakvið undirmenn eða aðra. Ég spyr ráðherra: hver er hans ábyrgð í þessu máli, telur ráðherra líkt og í öðrum löndum að ráðherra eigi sjálf- ur að axla ábyrgðina? Ráðherramir era ekki bara sendlar með svör frá embættismönnum til þingsins, þeir bera ábyrgð gagnvart þinginu. Það er byrjuð hreingeming í bankakerf- inu. Alla bankana verður að skoða, dótturfyrirtæki þeirra verður að skoða, opna verður uppá gátt hjá dótturfélaginu Lýsingu og lýsa þar upp hvert skúmaskot. Taka þarf til í öllu kerfínu og breyta leikreglunum, búa hér tfl siðað samfélag sem fólk er stolt af að tilheyra. Verði það ekki gert mun skuggi þessarar kolsvörtu, skelfílegu hrollvekju um langan tíma hvfla yfir þjóðinni.“ Kaflaskil í málinu Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði mikilvægast þingi og þjóð að friður og traust fengju að ríkja á ný um Landsbankann inná við sem útá við. „Landsbankinn er ein mikilvæg- asta fjármálastofnun landsins og orðspor okkar útá við og inná við krefst þess að skapað sé traust og friður um bankann. Bankastjórar Landsbankans hafa sagt af sér, fyrst aðalbankastjórinn meðal annars af heilsufarsástæðum, og síðan hinir tveir bankastjóramir í kjölfarið. Þar með hafa orðið kaflaskil í þessu máli og viðbrögð bankastjóranna era óvenjuleg við aðstæður eins og þess- ar. Það er ekki deilt um það hér í þinginu að þessar afsagnir voru, eins og mál voru komin, algjörlega nauð- synleg forsenda þess að skapa mætti traust og frið um bankann á nýjan leik. Ég tel að hæstvirtur viðskipta- ráðherra og rfldsstjórnin reyndar, hafí í þessu erfiða máli sýnt algjör- lega fumlaus viðbrögð og tryggt það að enginn dagur liði eftir að mál höfðu skipast eins og við þekkjum, án þess að bankanum væri tryggð skipuleg, traustvekjandi stjórn. Það hefur hæstvirtur viðskiptaráðherra gert með fumlausum hætti og það mun hafa mesta þýðingu fyrir fram- tíð bankans að mínu mati. Við hljótum að vera dálítið hugs- andi yfir því, þingmenn, hvar sem við erum staðsett í stjórn eða stjórn- arandstöðu eða í verkum okkar gagnvart þinginu, að jafn miklar upplýsingar og jafn háar tölur skuli geta farið framhjá öllum eft- irlitsaðilum bank- ans um jafn langa hríð vegna þess að í þessu tflfelli sem hér er um að ræða er ekki því haldið fram að for- ráðamenn bankans hafi í neinu reynt að leyna gjörðum sínum, eins og stundum gerist þegar mál af þessu tagi koma upp. Því er hvergi haldið fram að forráðamenn bankans hafi reynt að leyna gjörðum sínum. Þess- ar athafnir þeirra, sem gerðar eru athugasemdir við, hafa legið ljósar íyrir í gögnum bankans. Hér er um stórar tölur að ræða. Við hljótum að vera undrandi yfii’ því að þessar töl- ur hafi svo lengi, ekki kannski bara þessi ár sem nú eru sérstaklega skoðuð heldur kannski mörg ár þar á undan, því talað er um að þetta hafi viðgengist í mjög langa hríð, að þetta skuli allt saman hafa farið framhjá mönnum. Við sem störfum í ráðu- neytunum eram sérstaklega undr- andi vegna þess að eftirlitskerfið með ráðuneytunum er þannig að það er farið yfir og gerð athugasemd við smæstu atriði, atriði sem okkur finnst stundum næstum þvi hjákát- lega smá gagnvart ráðuneytunum. En atriði af þessu tagi sem eru jafn umfangsmikil virðast fara framhjá öflum aðilum. Bankaráðið hefur ekki brugðist Því var haldið fram hér áðan að hæstvirtur viðskiptaráðherra væri að reyna að hvítþvo bankaráðið. Hæstvirtur viðskiptaráðherra hefur ekki gert neina tilraun í þá átt. Við byggjum þessa umræðu hér í þess- um sal á þessari stundu á upplýsing- um Ríkisendurskoðunar. Við höfum tekið þá afstöðu að byggja á þeim upplýsingum, trúa þeim upplýsing- um og trúa því mati, við eigum eng- an annan kost. Og það er mat Ríkis- endurskoðunar sem má lesa úr skýrslum hennar að bankaráðið hafi ekki í neinu brugðist. Það er mat Ríkisendurskoðunar. í greinargerð bankaráðsins er vísað sérstaklega til orða í iok skýrslu bankaráðsins og á fundi með bankaráðinu lýsti ríkis- endurskoðandi því yfir að þessi orð bæri að túlka með þeim hætti sem bankaráðið hér gerir. Bankaráðið spurði síðan ríkisendurskoðanda sér- staklega um það hvort það orðalag sem hér væri notað væri fullnægj- andi að hans mati og hann undir- strikaði það. Við eigum engan annan kost en að taka alla skýrsluna gilda, ekki velja úr það sem okkur líkar eða hitt sem okkur líkar ekki, við eigum engan slíkan kost. I annan stað kem- ur fram í þessari greinargerð að bankaráðið spurðist íyrir um það sérstaklega hvort verið gæti að upp- lýsingum væri haldið frá bankaráð- inu þannig að það gæti ekki tekið af- stöðu tfl viðkvæmra og erfiðra mála. Ríkisendurskoðun fór yfir málið og það var mat Ríkisendurskoðunar á þeim tíma að bankaráðið fengi allar þær upplýsingar sem það þyrfti til að byggja á eftirlit sitt með starf- semi bankans. Við verðum hér fyrir okkar leyti að byggja á þessu, við eigum engan annan kost en að byggja á þessu ella eram við að tala hér með ótraust- vekjandi og ótrú- verðugum hætti. Það er ekki traust- vekjandi gagnvart almenningi ef menn taka eftir því að við hér veljum okkur umræðu- efnin og kjósum að taka mark á Rík- isendurskoðun þegar það hentar en jafnframt henda áliti Ríkisendur- skoðunar á burt þegar það hentar ekkd. Meginmáhð er þetta, að bankan- um, stærsta banka þjóðarinnar, hef- ur verið komið á ról á nýjan leik og það er full ástæða til að ætla það að bankinn muni fljótt og vel ávinna sér traust á ný. Það hlýtur að vera það sem mest fyrir okkur vakir hér að verði tryggt. Hér geta menn haft uppi stór orð um einstaklinga sem ekki eru hér til að verja sig og við vitum að viðurkennt er að þeim hef- ur orðið á í messunni og þeir hafa heldur betur viðurkennt það með þvi að segja störfum sínum lausum, virðulegum, þýðingarmiklum störf- um sínum lausum og þar með tekið á sig fulla ábyrgð eins og hér var kraf- ist á sínum tíma og jafnframt gefið bankanum tóm, þeir hafa allir tekið það fram, tóm og tækifæri til þess að byggja upp traust sitt á nýjan leik. Ég endurtek, ég tel að við- skiptaráðherra hæstvirtur hafi stað- ið fumlaust að þessu máli og það sé honum til hróss fremur en hið gagn- stæða.“ Ábyrgð bankastjóranna jöfn Einar K. Guðfinnsson sagði að einna mest reiði hefði orðið við bréfi sem afhent var viðskiptaráðherra undirritað af tveimur bankastjóram Landsbanka Islands með ósönnum upplýsingum um málið. Hann sagði Ijóst að allir þrír bankastjórarnir bæru jafna ábyrgð, þeir kæmu allir við sögu og þess vegna hefði það ver- ið eðlileg og rökrétt niðurstaða að þeir segðu af sér. Hann sagði alvar- legast að Landsbankinn hefði skað- ast og mikilvægt væri að snúa mál- inu við og vonandi myndu ný vinnu- brögð endurreisa orðspor bankans. LANDSBRÉF hf. er það dóttur- fyrirtæki Landsbanka Islands sem á hlut að máli varðandi þau tvö til- vik þar sem ekki var keypt áfengi beint af ÁTVR heldur af innflutn- ingsaðila, en um þessi tvö tilvik er fjallað í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagði bankaráðið og viðskiptaráð- herra einnig bera ábyrgð í málinu. Rifjaði hún upp ummæli forsætisráð- herra úr fréttum um stærri áföll bankans, gjaldþrot dótturfyrirtækis- ins, Lindar, sem kostað hefði skatt- greiðendur nærri einn milljarð en lítið hefði verið gert úr, enginn hefði verið látinn sæta ábyrgð og yfirmað- ur Lindar hefði fljótlega verið kom- inn í gott starf hjá utanríkisráðu- neytinu. Hún sagði siðvæðingar þörf og ræða yrði hvaða reglur ættu að gilda um afsögn og ábyrgð. Margrét Frímannsdóttir sagði ljóst að innra eftirlit hefði ekki verið í lagi í Landsbankanum; Guðný Guðbjörnsdóttir sagði skýrsluna áfellisdóm, sagði skýringar banka- ráðs yfirklór og spurði hvort ekki hefði hvarflað að mönnum að ráða konu í starf aðalbankastjóra; Hjálmar Arnason sagði að komið væri að kaflaskilum með siðvæð- ingu, það sem áður hefðu verið talin forréttindi ætti ekki við í dag; Sig- hvatur Björgvinsson spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að bæta það áfall sem ríkisbankakerfið hefði orðið fyrir í augum almenn- ings; Ogmundur Jónasson sagði Ríkisendurskoðun hafa sýnt vönduð vinnubrögð; Pétur Blöndal sagði að vandi væri að fara með fé, sérstak- lega opinbert fé og ekki síst mikið fé og sagði jákvætt að nýr banka- stjóri Landsbankans væri ekki póli- tískt ráðinn; Guðmundur Árni Stef- ánsson spurði hvert væri hlutverk bankaráðs ef ekki að hafa eftirlit með allri umsýslu í bankanum; Bryndís Hlöðversdóttir spurði hvort viðskiptaráðherra ætlaði einnig að axla ábyrgð sína í málinu; Hjálmar Jónsson sagði réttlætis- kennd vera að festast í sessi með nýjum hætti og að hana þyrfti að festa í sessi með reglum og Lúðvík Bergvinsson spurði hvort bankaráð- ið ætti ekki líka að afla sér upplýs- inga sjálft en ekki einungis taka við upplýsingum. Finnur Ingólfsson sagði í lok um- ræðunnar að málið væri ekki einung- is áfall fýrir Landsbankann heldur alla þjóðina. Hann sagði málið liggja ljóst íýrir, það yrði ekki leyst með gífuryrðum, bankaráðið myndi taka ákvörðun um framhald þess og hefði ráðið lögfræðing til að gæta réttar- stöðu bankans. Hann minnti og á að tíminn sem væri til umfjöllunar væri þegar bankaráðið hefði verið kjörið hlutfallskosningu á Alþingi og full- trúar þess hefðu borið ábyrgð gagn- vart Álþingi. stjóri Landsbréfa, sagði að Lands- bréf væru það fyrirtæki sem ætti í hlut í þessum tveimur tilvikum. Þama hefðu átt sér stað mistök í framkvæmd, sem hefðu verið gerð í góðri trú. Þeir hörmuðu þau, jafn- framt því sem ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að slík mistök endurtækju sig ekki. Enginn var látinn sæta ábyrgð í gjaldþroti Lindar Afengi keypt af innflutningsaðila Landsbréf áttu í hlut Fréttatilkynning frá stjórn Lýsingar hf. Risnukostnaður tæpar 1,5 milljónir á ári síðustu 5 ár HEILDARKOSTNAÐUR við alla risnu Lýsingar hf. hefur að með- taldri laxveiði verið að meðaltali 1.447 þúsund krónur árlega síðasb- liðin fimm ár. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá stjóm Lýsingar hf. í gær, en hún birtist í heild hér á eft- ir: „Vegna umræðna um laxveiðar og risnukostnað Landsbanka Is- lands á liðnum árum og kröfu um að Ríkisendurskoðandi fái aðgang að bókhaldi félagsins, vfll stjórn Lýsingar hf. taka fram eftirfarandi. Lýsing hf. er hlutafélag sem starfar á grundvelli eigin sam- þykkta ákvæða iaga nr. 2/1995 um hlutafélög, og laga nr. 123/1993 um Lánastofnanir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði. Hlutir í félag- inu era í eigu Landsbanka íslands hf., Búnaðarbanka Islands hf., Vá- tryggingafélags Islands hf. og Sjó- vár-AImennra trygginga hf. Þessir hluthafar í félaginu bera enga ábyrgð á skuldbindingum þess um- fram hlutafé. Um upplýsingaskyldu gagnvart hluthöfum varðandi innri málefni Lýsingar hf. gilda fyrst og fremst ákvæði 91. og 97. gr. laga nr. 2/1995. Á aðalfundi er kosinn endurskoðandi félagsins sem jafn- framt sér um innra eftirlit. Féíagið heyrir á engan hátt undir Ríkisend- urskoðun. Rekstur Lýsingar hf. hefur verið góður á liðnum árum. Veltan hefur verið að meðaltali 554 m.kr. á ári sl. 5 ár, og almennur rekstrarkostnað- ur að meðaltali 75 m.kr. Félagið hefur skilað eigendum sínum ár- lega um 10,5-16% arðsemi á eigið fé. Greiddur hefur verið árlega 10% arður af hlutafé tfl eigenda. Heild- arútlán í lok 1997 eru 7.692 m.kr. og eigið fé er 573 m.kr. Góður rekstrarárangur er ekki hvað síst að þakka vönduðum vinnubrögðum við útlán og aðhaldi í rekstri. Töp (afskrifaðar kröfur) hafa verið mjög lítil miðað við það sem al- mennt hefur viðgengist meðal fjár- málastofnana á Islandi, eða að með- altali einungis um 0,28% af útlána- stofni árlega. Lýsing hf. aflar sér fjár til starf- seminnar með lántökum, bæði hér innanlands og eins hjá erlendum lánastofnunum. Lán frá erlendum bönkum, sem öll eru tekin án ábyrgðar eigenda, námu í árslok 1997 rúminn 1.800 m.kr. Vaxtakjör skipta að sjálfsögðu miklu máli og má sem dæmi nefna að 0,2% (20 punkta) lækkun erlendra vaxta þýðir 3,6 m.kr. af 1.800 m.kr. á einu ári. Slík vaxtalækkun skilar sér inn í íslenskt efnahagslíf. Góð tengsl við erlenda banka skipta sköpum um það hvort þeir treysta sér til að mæla með væntanlegum lántak- anda eða ekki. Þrátt fyrir að stjórn félagsins telji sér alls ekki skylt að veita upp- lýsingar um einstaka liði úr rekstr- arbókhaldi félagsins vill hún þó gera undanþágu í þetta sinn, varð- andi risnukostnað vegna móttöku erlendra gesta, aðallega banka- manna, - svo og veitta risnu vegna innlendra viðskiptamanna. Má ljóst vera að sú órökstudda umræða sem nú heyrist getur verið félaginu mjög skaðleg út á við. Samkvæmt yfirliti endurskoðanda félagsins, Stoð-Endurskoðun hf. hefur hefld- arkostnaður við alla risnu félagsins, þar með talin laxveiði, verið að meðaltali samtals 1.447 þús. kr. á ári sl. 5 ár. Lýsing hf. mun framvegis sem hingað til kappkosta að þjóna sín- um viðskiptavinum á faglegan og hagkvæman hátt.“ I i i í ( i ( í N C I í I I i c t c c l I I *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.