Morgunblaðið - 16.04.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
GENNADÍJ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista (t.h.),
talar við þingmann í Dúmunni í gær.
Togstreitan um skipan nýs
forsætisráðherra í Rússlandi
Ekkert bendir
til að Dúman
láti undan
Moskvu. Reuters.
Yfírmaður sænska heraflans um varnarmáladeilur Svía
Hverfa ekki auðveld-
lega frá fyrri stefnu
í SVÉÞJÓÐ eru uppi stöðugar vangaveltur um NATO-aðild landsins.
LIKUR á því að Dúman, neðri deild
rússneska þingsins, myndi breyta af-
stöðu sinni til forsætisráðherraefnis
Borís Jeltsíns forseta, Sergeis Kírij-
enkós, þegar hún gengur öðru sinni
til atkvæða um staðfestingu hans í
embætti, virtust ekki hafa aukist 1
gær og háttsettur ráðgjafi stjómar-
innar í Kreml veitti Dúmunni nýja
aðvörun með því að tilgreina mögu-
legar dagsetningar fyrir þingkosn-
ingar, sem tækju við ef þingið hafnar
forsætisráðherraefni forsetans
þrisvar sinnum.
Aður hafði þingheimur samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta að
biðja stjómskipunardómstól Rúss-
lands að skera úr um það hvort for-
setinn túlki stjómarskrána rétt með
því að teija sig mega tefla fram sama
forsætisráðherraefninu þrisvar.
Þeir samþykktu einnig að taka til
greina þann möguleika, að önnur at-
kvæðagreiðslan um Kíríjenkó, sem
áformað er að fari fram á morgun,
fóstudag, verði gerð með handaupp-
réttingu í stað þess að vera leynileg.
Með því móti myndu þingmenn eiga
erfiðara með að fylgja ekki fyrir-
framgefinni flokkslínu við atkvæða-
greiðsluna.
Sergei Jastrzembsky, blaðafulltrúi
Jeltsíns, gagnrýndi aðgerðir þing-
heims og sakaði hann um að „gera
sér leik úr stjómarskránni“. Hann
tjáði blaðamönnum í Moskvu að
Jelstín væri staðráðinn í að láta
verða af boðaðri heimsókn sinni til
Japans um helgina, hver svo sem
niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í
Dúmunni á morgun verði.
Gennadíj Zjúganov, leiðtogi
kommúnista, ítrekaði að þingflokkur
hans, sem er sá stærsti í Dúmunni,
hefði óbreytt fyrirmæli um að hafna
Kíríjenkó.
Deilur um varnarmál
setja svip á sænska
þjóðmálaumræðu, bæði
um niðurskurð í hern-
um og NATO-aðild.
Owe Wiktorin, yfírmað-
ur sænska heraflans,
hefur skýrar skoðanir á
þessu hvoru tveggja,
eins og Sigrún Davíðs-
ddttir, fréttaritari
Morgunblaðsins í
Kaupmannahöfn, fékk
að heyra.
„VIÐ stöndum með annan fótinn í
gamla vamarhugsunarhættinum og
hinn í nútímanum," segir Owe Wikt-
orin yfirmaður sænska heraflans,
þegar hann lýsir aðstæðum í sænsk-
um vamarmálum. Hann leggur
áherslu á að Svíar hverfi ekki auð-
veldlega frá fyrri steftiu um að vera
óháðir vamarbandalögum, því al-
menningur trúi því staðfastlega að
það sé sænskri hlutleysisstefnu að
þakka að ekki hefur verið stríð í Sví-
þjóð síðan 1814. A hinn bóginn verði
Svíar að laga sig að breyttum að-
stæðum og það séu þeir einnig í óða
önn að gera. Og það gerir Wiktorin
einnig, þegar hann lýsir þeirri skoð-
un sinni fyrir dönskum starfsbræðr-
um sínum og blaðamönnum að það
sé Evrópu nauðsynlegt að huga að
efldu vamarsamstarfi, svo álfan
þurfi ekki að vera upp á Bandaríkin
komin. „En það er langt í að Evrópa
þurfi að hafa áhyggjur af skoðana-
ágreiningi og hagsmunatogstreitu
við Bandaríkin. Það er enn gífurlegt
ójafnvægi með Evrópu og Banda-
ríkjunum."
Utan hemaðarbandalaga
í orði - full aðlögun á borði
Þegar Owe Wiktorin hefur upp
raust sína í sænskum fjölmiðlum
hlusta menn. Ekki aðeins af því að
hann er með hávaxnari og glæsilegri
mönnum, heldur einnig af því að
hann er óhefðbundinn í málfiutningi
sínum og hikar til dæmis ekki við að
líkja hemaðarsamvinnu við samband
karls og konu. í báðum tilfellum
verði sambandið að byggjast á
trausti og jafnvægi. Þessa mánuðina
blása um hann stríðir vindar, því í
árslok kom í ljós að sænski herinn
hafði farið langt fram úr fjárlögum
og þarf nú að skera niður útgjöld sín
um rúma hundrað milljarða ís-
lenskra króna, um fjórðung af árlegu
fjárframlagi til sænska hersins, er
nemur 37 milljörðum sænskra
króna. Þetta ástand hefur leitt til
ákafra umræðna um herinn og
stjóm hans og á stundum hafa yfir-
stjóm hersins og rfldsstjómin skipst
á hörðum skotum. Wiktorin neitar
því ekki að það sverfi að vegna
þessa, en það sé hins vegar mis-
vísandi að álíta að allt sé bara svart-
nætti og niðurskurður. Um helming-
ur af útgjöldum hersins sé varið í
endumýjun. Sænski herinn sé nú
búinn nýju loftvamarkerfi og nýju
kafbátavamarkerfi, sem sé hið full-
komnasta í heimi. „Sænski herinn er
einn besti her í heimi,“ hikar Wiktor-
in ekki við að fullyrða, „En við þurf-
um líka að huga að hvert stefnir og
hverju þarf að breyta."
Sænsk vamarstefna grandvallast
á því að Svíþjóð sé utan vamar-
bandalaga. „I því felst að við höfum
ekki áætlanir sem ganga út frá því
að við biðjum önnur rfld um hjálp. Á
móti veitum við ekki heldur öðrum
gagnkvæmar vamarskuldbinding-
ar.“
Sænsk vamarmál hafa í raun teldð
miklum breytingum undanfarin ár,
þótt vamarstefnan hafi að forminu
til verið sú sama. Það fólst áður fyrr
í sænskri vamarstefnu að sænskur
herafli ætti að geta hrandið innrás
og þá vora Sovétrfldn Ifldegasti óvin-
urinn. „Þær aðstæður era ósennileg-
ar nú, sem þýðir að verkefni hersins
felast í að laga sig að breyttum að-
stæðum og umhverfí. Við stöndum
með annan fótinn í gamla vamar-
hugsunarhættinum og hinn í nútím-
anum,“ segir Wiktorin, sem undir-
strikar að dregið hafi úr þeirri
óvissu, sem ríkti í Rússlandi árið
1995, þegar síðasta vamarmálayfir-
lýsing Svía var samin. Því þurfi Sví-
ar að hugleiða hvort þeir eigi enn að
halda fast við fyrri hugsunarhátt.
„Bandaríkin hafa öfluga raust,
Evrópa er lágmælt"
Þegar Wiktorin hugleiðir hvaða
stefnu sé eðlilegt að Svíar taki við
breyttar aðstæður þá er reynslan af
Bosníu honum ofarlega í huga. „Það
er ekki hægt annað en að hafa kalda
stríðið hugfast og hvernig það gufaði
upp án þess að við áttuðum okkur á
því. Sú staðreynd hvetur óneitanlega
til auðmýktar. En Bosnía er áminn-
ing um hvað getur gerst þegar upp
koma átök af efnahagslegum, þjóð-
ernislegum, sögulegum og trúarleg-
um toga. I Bosníu mistókst öllum
stofnunum, byggðum upp í kalda
stríðinu, að ná tökum á vandanum:
Sameinuðu þjóðunum, Evrópusam-
bandinu, Öiyggis- og samvinnu-
stofiiun Evrópu og NATO. Vandinn
leystist ekki fyrr en Bandarfldn,
gegn vilja sínum, komu til sögunnar.
Boðskapurinn var skýr: Evrópa hef-
ur hvorki hemaðarstyrk né pólitísk-
an vilja til að sjá um sig sjálf án af-
skipta Bandaríkjanna. Bandarfldn
hafa öfluga raust, Evrópa er lág-
mælt.“
í huga Wiktorin er Bosnía því
miður ekki endilega einsdæmi og
hann spyr sig hver verði framtíð
Rússlands. Það þróist vonandi í lýð-
ræðisátt með stuðningi Vesturlanda.
Efnahagsástandið í Rússlandi sé
áhyggjuefni og ekki hægt að líta
framhjá því að slæmt efnahags-
ástand og vonbrigði geti verið gróðr-
arstía öfgaafla. „Það væri einfeldni
að halda að Rússland geti þróast
hratt í vestræna lýðræðisátt. Ná-
grannalönd Rússa trúðu ekki á slíka
þróun og leituðu því til NATO,
bandalags grandvölluðu á 5. grein
stofnsáttmálans um gagnkvæmar
vamarskuldbindingar. En vaxandi
efnahagsleg misskipting Austur- og
Vestur-Evrópu er líka áhyggjuefni. I
engri annarri heimsálfu er gæðunum
jafn misskipt milli ólikra svæða
hennar. Það er tæplega lengur
hætta á austur-vestur átökum, eins
og vora yftrvofandi í kalda stríðinu,
en Bosnía er áminning um hættuna á
svæðaátökum."
Evrópa má ekki nfðast á
vináttu Bandaríkjanna
Owe Wiktorin segir NATO gegna
meginhlutverki við þróun evrópskra
vamarkerfa. „Við erum ekki lengur
að tala um gamla NATO með 5.
greinina, heldur nýtt NATO.“ Og
þar verða Evrópulöndin að láta dug-
lega til sin taka að mati Wiktorins.
„Bandarfldn verða vonandi áfram í
Evrópu, en spumingin er hversu
miklu lengur Bandaríkjamenn kjósa
að leggja til fé og senda syni sína til
að hreinsa til í Evrópu. Við Evrópu-
menn höfum vanist þvf að kalla á
Bandarfldn, þegar eitthvað bjátar á
og treysta á fjárframlög þeirra og
hemaðarmátt. Spumingin er hvort
við getum alltaf treyst á að hjálpin
berist. Við getum heldur ekki enda-
laust níðst á vinsemd Bandaríkj-
anna.“
Það heyrist stundum sagt að með
minnkandi viðvera Bandaríkjanna í
Evrópu gæti í framtíðinni komið til
hagsmunatogstreitu milli heimshlut-
anna tveggja. „Eins og er er ójafn-
vægið milli þeirra svo mikið að það
er langur vegur í hemaðarlegt jafn-
ræði. Eg sé meiri hættu í þeim að-
stæðum að Evrópa byggi ekki upp
sín vamarkerfi og svo komi sá dagur
að Bandarfldn komi ekki til hjálpar
ef á þarf að halda.“ Wiktorin telur
Petersberg-verkefni Vestur-Evrópu-
sambandsins ákjósanlega þróun í þá
átt að styrkja vamir Evrópu án þess
að vera háð Bandaríkjunum. Banda-
rfldn hafi lengi reynt að ýta þróun
mála í þá átt og nefnir friðarsam-
starf NATO. Allt þetta stefni að því
að létta vamarþunga Evrópu af
Bandaríkjnunum. En Evrópulöndin
geti ekki endalaust skorið niður
framlög til hermála, því þá verði
Evrópa æ háðari vilja Bandaríkj-
anna. Wiktorin vill ekki fara ná-
kvæmlega út í hvemig Evrópulöndin
eigi að byggja upp öryggiskerfi, en
bendir á að Vestur-Evrópusamband-
ið megi nýta í því sambandi, en í
samvinnu við NATO og Bandarfldn.
„I öllum þessum breyttu aðstæð-
um þurfa Svíar líka að gera upp við
sig hvaða leið þeir kjósa,“ segir
Wiktorin. í Svíþjóð era uppi stöðug-
ar vangaveltur um NÁTO-aðild.
Wiktorin segist geta haft sína per-
sónulegu skoðun á aðild, en sem yfir-
maður sænska heraflans sjái hann
ekki annað en að með núverandi
vamarstefnu hafi Svíar fullt svigrúm
til æ ríkari aðlögunar að evrópskum
vamarkerfum. „Ef hinn sænski með-
almaður er spurður á götu af hverju
ekki hafi verið stríð í Svíþjóð síðan
1814 þá þakkar hann það sænskri
hlutleysisstefnu. Til að sannfæra fólk
um ágæti NATO-aðildar verður því
að sannfæra fólk um annað.“
Áhrif LCC og annarra
mjólkursýrugerla á
heilsu manna
Ráðstefna á vegum Mjólkursamsölunnar á Hótel Loftleiðum,
þingsal 3, laugardaginn 18. aprfl 1998.
Dagsskrá:
10.00 Setning ráðstefnu
10.05 Immunological effect of LGG
10.45 Stateof the art: Probiotics with
special relation to LGG.
11.25 Kafiihlé
11.45 Health benifits of LGG.
12.25 Mikilvægi mjólkursýrugerla
frá sjónarmiði næringarfræðings.
12.45 Availability of Lactobacillus GG
world wide.
13.05 -13:30 Umræður og ráðstefnuslit.
Dr. Einar Matthíasson,
framkv.stj., Mjólkursamsalan
Dr. Erica Isolauri, Senior Investigator,
Academi of Finland
Ass. Professor Seppo Salminen,
Biochemistry and Food Chemistry,
University of Turku, Finnlandi
Professor Sherwood L. Gorbach,
Community Health and Medicine, Tuft
University School of Medicin, BNA
Birgit Eriksen, klínískur
næringarfræðingur,
Næringarstofa Landspítalans
Dr. Kari Salminen, Vicc president,
Valio R&D, Finnlandi
Fundarstjóri er Ásgeir Böðvarsson, sérfræðingur í iyflækningum og
mcltingarsjúkdómum.
Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Fyrirlestrarnir verða á ensku að undanskildum
einum sem verður á íslensku.
Skráning fer fram í síma 569 2242
í
I
1
!.
í
I
I
!.
i;
I
l
I
►
I