Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.04.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Valdabarátta rhaldsmanna og umbótasinna í fran ágerist Rafsanjani Karb- borgarsijóra lið? Lagði aschi Teheran. Reuters. HANDTAKA borgarstjórans í Teheran, Gholamhossein Karb- aschi, hefur undanfama daga verið helsta þrætueplið í valdabaráttu hófsamra bandamanna Mo- hammads Khatamis, forseta lands- ins, og fylgjenda íhaldsmanna, sem Khatami bar óvænt af sigurorð í kosningum í maí sl. Borgarstjórinn sat í varðhaldi, án þess að eiga kost á lausn gegn tryggingu, frá 4. apríl þar til í gær. Hann var sakaður um spillingu. Stuðningsmenn hans segja ástæður handtökunnar pólitískar og að íhaldssinnuð dómsmálayfírvöld séu með þessu að vinna gegn um- bótasinnuðum forseta landsins. í nýjasta hefti The Economist segir að mesta ögrun Karbasehis við andstæðinga sína hafi verið sú, að fyrir tveim árum stofnaði hann stjómmálasamtök í félagi við aðra umbótasinna. Handtöku hans megi túlka sem viðvömn um að menn reyni ekki að breyta ríkjandi ástandi. Blaðið Iran News greindi frá því í gær að fyrrverandi forseti, Akbar Hashemi Rafsanjani, sem skipaði borgarstjórann í embætti, hefði lagt allt kapp á að fá hann leystan úr haldi. Hafði blaðið eftir heimilda- manni að með viðræðum við æðsta leiðtoga landsins, Ayatollah Ali Khamenei, hefði Rafsanjani tryggt að Karbaschi yrði látinn laus. Undanfarna daga hafa írönsk dagblöð ýmist greint frá því að Kar- baschi verði leystur úr haldi fljót- lega eða að beiðnum um lausn hans hafi verið hafnað. Á þriðjudag lenti lögreglu saman við þúsundir náms- manna á götum Teheran er þeir kröfðust þess að borgarstjórinn yrði látinn laus og voru nokkrir handteknir. Vestræn viðhorf óvinsæl The Economist segir að flestir ír- anir séu sannfærðir um að borgar- stjórinn hafi verið lagður í einelti og efist ekki um ástæðuna. Spilling sé útbreidd í landinu og mútugreiðslur daglegt brauð. Þar sé enginn und- anskilinn, ekki einu sinni lögregla og dómstólar. En enginn nema borgarstjórinn hafi mátt sæta svo nákvæmri rannsókn eða sætt jafn harðri gagnrýni fjölmiðla. Karbaschi hefur verið hrósað í hástert fyrir að hafa komið á breyt- ingum í Teheran, þar sem um 10 milljónir búa, en hirðuleysi og lang- vinnt stríð Irana við Iraka hafði komið illa niður á borginni. En íhaldssinnaðir andstæðingar hafa horn í síðu hans vegna vestrænna viðhorfa hans og stjórnunarað- ferða. Hann tók við embætti 1989, fyrr- verandi klerkur sem sneri sér að stjórnmálum og leit á sig sem nokk- urskonar Hróa hött. Hann tók til við umbætur á borginni, byggði íþróttavelli, bókasöfn og listagallerí. Eitt af því eftirtektarverðasta sem hann gerði var að breyta sláturhús- um í fátækrahverfum borgarinnar í tómstundamiðstöðvar. Havel sagður við „furðugóða heilsu“ Reuters DAGMAR Havel, eiginkona Tékklandsforseta, og læknar á Háskólasjúkrahúsinu í Innsbruck ræða við fréttamenn í gær. Reuters Hvítt og rautt á hátíð hindúa ÞESSI vel skreytti herramaður heitir Baba Kheraishwar Nath og er 87 ára gamall helgisiðameistari Sadhu-hindúa á Indlandi. Með and- litið hveitihvítt og eldrautt að fornum sið tekur hann þátt í helgri hátíð hindúa er nefnist Kumbh Mela, í borginni Hardwar. Hátiðin stendur í 15 vikur, en henni iýkur 29. aprfl. Á meðan á henni stendur dýfa nokkrar milljónir þátttak- enda í henni sér í fljótið Ganges. nnsbruck. Reuters. VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, var við „íúrðugóða heilsu“ í gær eftir að hafa gengist undir bráðaaðgerð á Háskólasjúkrahús- inu í Innsbruck í Austurríki á þriðjudag. Læknar sögðu þó í gær að nokkur hætta væri á aukakvill- um. Ernst Bodner, yfirskurðlæknir sjúkrahússins, sagði á frétta- mannafundi í gær að aðgerðin hefði tekið þrjár og hálfa klukku- stund og hefði um 30 cm langur hluti af digurgiminu verið numinn á brott. Sagði Bodner að öll líffæri störfuðu eðhlega, en sjúkdómurinn væri þess eðlis að hætta væri á al- varlegum aukakvillum á næstu dögum. Norbert Mutz, yfirlæknir á gjörgæsludeild sjúkrahússins, var öllu bjartsýnni á batahorfur Hav- els. „Eg ræddi við forsetann í morgun í 45 mínútur. Hann er nú vel á sig kominn. Honum líður vel. Hann er farinn að lesa. Hann er við furðugóða heilsu.“ Síðdegis í gær var Havel fluttur af gjör- gæsludeild. Havel var í fríi í Innsbruck með konu sinni, Dagmar, þegar hann kenndi sér meins. Hún tjáði frétta- mönnum að í gær hefðu honum borist kveðjur frá stjómmála- mönnum víða um heim sem hefðu óskað honum skjóts bata. Havel mun að líkindum dvelja á sjúkra- húsinu í Innsbruck í allt að hálfan mánuð. ÁHRIFARÍK HEILSUEFNI Auka orku, úthald og einbeitingu Fást í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum URTE PENSIL Sólhattur og Propolis virka vel saman. Gæðaefni SKALLIN PLUS vinur magans Bio-Qinon Q10 kapsler BIO QINON Q-10 Eykur orku, úthald og velliöan FæstlHagkaupsverslunurr .PRQPQUS. Gæðaefnl frá Healthilife Sterkir Propolis belgir (90 stk.) virka sérlega vel. Þú getur treyst heilsuefnum frá Parma Nord 100% Bio-Biloba Ginkgo Bio-Selen + Zink Bio-Chróm - grennandi Bio-Glandin Bio-Caroten Bio-Calcium Bio-Magnesium Bio-Fiber Bio-E-vitamín Bío-Zink isoFLAvoN soja BíO-SELEN UMBOÐIÐ hefur virkni E-vítamíns Sími 557 6610. Franskur ráðherra varar við EMU Frankfurt. Reuters. í ÞÝZKU blaði var í gær haft eft- ir Jean-Pierre Chevenement, innanríkisráð- herra Frakk- lands, að hann teldi að hætta bæri við stofnun Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu, EMU, og hann líkti áformunum, sem eiga að verða að veruleika um næstu áramót, við feigðarsiglingu Titanic. „Hafflöturinn er kyrr, veitingasal- urinn glæsilegur, hljómsveitinn leik- tr undir. Þegar við komum auga á ísjakann getur það verið um seinan," sagði ráðherrann í viðtali við Die Woche. Chevenement, sem er einn helzti efahyggjumaðurinn um EMU- áformin á vinstri væng franskra stjórnmála, segir í viðtalinu að ríki Evrópu ættu að halda sínum eigin gjaldmiðlum vegna þess að með því að fjar- lægja möguleik- ann á þvi að eiga við gengi gjaldmið- ilsins - sem gerist með myntbanda- laginu - aukist hættan á efnahags- legum áfóllum og félagsleg misklíð muni aukast, sem og spenna í milli- ríkj asamskiptum. Chevenement gagnrýndi ennfrem- ur harkalega sjálfstæði hins væntan- lega Seðlabanka Evrópu, þar sem stjórnendur hans myndu ekki kæra sig um að taka tillit til hagvaxtar- hvetjandi aðgerða og aðgerða gegn atvinnuleysi. EVRÓPA^ Skotin á stuttu færi RANNSÓKN Sameinuðu þjóð- anna hefur leitt í ljós að margir þeirra sem létu lífið í áhlaupi serbnesku lögreglunnar á bæi í Kosovo-héraði, voru skotnir á stuttu færi. Þá reyndust all- margir hinna föllnu vera konur og börn en ekki skæruliðar eins og Serbar höfðu haldið fram. Ekki vopna- kapphlaup ATAL Behari Vajpayee, for- sætisráðherra Indlands, sagði í gær að tilraunaskot Pakistana á langdrægri eldflaug fyrr í mánuðinum myndi ekki koma af stað vopnakapphlaupi ríkj- anna. Hann ítrekaði hins vegar að Indverjar væru viðbúnir hvaða ógn sem að rikinu steðj- aði. Eigum Marc- osar skilað HÆSTIRÉTTUR Sviss hefur hafnað kröfu aðstandenda Ferdinands heitins Marcosar, einræðisherra á Filippseyjum, um að eignum hans í svissnesk- um bönkum verði ekki skilað til filippeysku þjóðarinnar. Segja Svisslendingar að þar með sé rutt úr vegi síðustu hindrunni fyrir því að fé af reikningum Marcosar verði lagt inn í filippeyska seðla- bankann. Aldrei legið oftar við flug- árekstri FJÖLDI alvarlegra flugatvika þar sem legið hefur við árekstri farþegaflugvéla í lofti yfir Bretlandi hefur vaxið og aldrei verið meiri, samkvæmt skýrslu bresku flugmálastjórn- arinnar (CAA). Árið 1996 lá 26 sinnum við raunverulegum fiugárekstri í farþegaflugi yfir Bretlandi en tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir. Til saman- burðar var meðaltal áranna 1989-95 11 tilvik á ári. 75 falla í Ktírdistan SJÖTÍU og fimm manns hafa fallið í átökum kúrdískra upp- reisnarmanna og tyrkneska hersins sl. tvo daga. Flestir hinna föllnu voru Kúrdar, 64, en ellefu hermenn féllu í átök- unum sem voru skammt frá írösku Iandamærunum. Æ minni trtí á Kohl FRAMMÁMENN í þýsku at- vinnu- og stjórnmálalífi telja æ minni líkur á því að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, nái endurkjöri, samkvæmt könnun sem birt var í gær. Búast 49% þeirra við sigri jafnaðarmanna en 30% voru þeirrar skoðunar fyrir mánuði. Helmingur tílæs NÆRRI því helmingur marokkósku þjóðarinnar er ólæs, samkvæmt könnun sem birt var í landinu í gær. Verst standa konur og íbúar dreifbýl- isins að vígi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.