Morgunblaðið - 16.04.1998, Page 27

Morgunblaðið - 16.04.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 27 Fyrirlestur um Hilde gard von Bingen HILDUR Hákonardóttir, forstöðu- maður Listasafns Árnesinga, heldur fyrirlestur um Hildegard von Bingen sunnudaginn 19. apríl. Hildegard von Bingen var fædd í Rínardalnum fyrir réttum 900 ár- um. Hún var nunna, rithöfundur og tónskáld og fékk viðurkenningu páfa og fræðastofnana kirkjunnar bæði fyrir ritverk sín og sýnir sem henni birtust allt frá bamæsku. Sýnir hennar voru teiknaðar meðan hún lifði og eru afar sérstök og falleg miðaldaverk. Sjálf vildi Hildegard ekki að fullu túlka sýnir sínar, sagðist vera sjáandi en ekki túlkandi, en hún lét þó eftir sig mörg ritverk og var mikilhæfur predikari. Hún er íyrsta tónskáld sögunnar hvers ævisaga er þekkt og þegar verk hennar voru gefin út í nútíma- búningi seldust þau í miklu magni. I fyrirlestrinum mun Hiidur segja frá ævi og störfum Hildegard von Bingen, sýna myndirnar af sýn- um hennar og segja frá túlkunum þeirra, guðfræði, táknmáli og list- rænu samhengi. Auk þess verða leikin sýnishorn af tónlist hennar. Fyrirlesturinn verður í Listasafni Ái-nesinga við Tryggvagötu 23 á Selfossi og hefst hann klukkan 16. Aðgangseyrir er kr. 300. HILDUR Hákonardóttir, held- ur fyrirlestur um Hildegard von Bingen. Mæðgur sýna í Stöðlakoti MÆÐGURNAR Guðrún Marinós- dóttir og Sif Ægisdóttir opna sýn- ingu í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugardaginn 18. apríl. Á sýning- unni verða skartgripir og aðrii’ skúlptúrar. Guðrún útskrifaðist úr textíldeild MHÍ árið 1979 og hefur unnið með tágar, hrosshár o.fl. efni í þrívíð verk. Hún hefur unnið við kennslu, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Sif útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ árið 1991 og gíðan gullsmíða- deild Lahti’s Institute of Design, Finnlandi, árið 1996. Nú hafa þær leitt saman hesta MÆÐGURNAR Sif Ægisdóttir og Guðrún Marinósdóttir sýna saman í Stöðlakoti og verður sýningin opnuð á laugardag. sína og vinna með ólík efni, aðallega silfur og hrosshár. Þema sýningarinnar er „Maður líttu þér nær“ og stendur sýningin til 3. maí. Einleikarapróf í Fella- og Hólakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakh’kju föstudaginn 17. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einleik- araprófs Stefáns Jóns Bernharðs- sonar hornleikara frá skólanum. Kristinn Öm Kristinsson leikur með á píanó. Auk þeh-ra Stefán Jón koma fram Hildur Bernharðs- Ársælsdótth’ fiðla, son. Valgerður Ólafs- dóttir víóla og Margrét Árnadóttir selló. Á efnisskrá eru En Forét op. 40 eftir Eugéne Bozza, Kvartett fyrir horn og strengi op. 20 eftir J.A. Amon, Canto Serioso eftir Cari Niel- sen, Study fyrir hoi-n og segulband eftir Jan Segers og Sónata (1939) eftir Paul Hindemith. ----------------- Djass í Múlanum TÓNLEIKAR á vegum djass- klúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21 í Sölvasal á 2. hæð Sólons Islandus- ar. Að þessu sinni leikur hljómsveit- in Sveifluvaktin sem kemur fram í fyrsta skipti. Hljómsveitin leggur áherslu á eldri djasstónlist sen tengist þekktum flytjend- um sveiflutíma- bilsins eins og Erroll Garner, Fats Waller og Louis Armstrongs. Sveifluvaktin er skipuð Gunnari Gunnarssyni píanóleikara sem jafn- framt átti frumkvæði að stofnun hljómsveitarinnar, Sigurði Flosa- syni saxófónleikara, Tómasi R. Ein- arssyni kontrabassaleikara og Kára Árnasyni trymbii. Næstu tónleikar eru á sunnudag- inn með Jóhanni Ásmundssyni og félögum og munu þeir spila fusion tónlist. ----------------- Djass í Alafoss Bezt KVINTETT Ólafs Jónssonar heldur djasstónleika í kaffihúsinu Álafoss Bezt í Mosfellsbæ í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 22. Leikin verður tón- list frá síðustu áratugum, m.a. eftir Dave Liebmann, George Garzone og McCoy Tyner. Kvintettinn skipa; Ólafur Jónsson og Jóel Pálsson saxófónar, Hilmar Jensson gítar, Þórður Högnason bassi og Matthías M.D. Hemstock trommur. GUNNAR Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.