Morgunblaðið - 16.04.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 16.04.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 53 Löggild próf hjá Alliance Frangaise DELF og DALF-próf verða haldin hjá Alliance Frangaise í Reykjavík, Austurstræti 3, fjórða árið í röð í maí. Þetta eru alþjóðleg próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Þeir nemend- ur sem ljúka DALF-prófi öðlast rétt til inngöngu í franska háskóla. All- iance Frangaise sér um að skipu- leggja, undh-búa og veita allar upp- lýsingar sem fólk óskar eftir í sam- bandi við þessi próf. í fréttatilkynningu segir: „Prófin eru þannig uppbyggð að þau skiptast í nokkur mismunandi stig (fjögur 1 DELF 1, tvö í DELF 2 og fjögur í DALF). Fólki skal bent á að það er ekki nauðsynlegt að taka öll stigin í einu og að prófin fyrnast ekki heldur geta nemendur geymt hvert stig sem þeir taka. Síðai- geta þeir tekið þau stig sem upp á vantar hvort sem er hér á landi eða erlendis. í dag bjóða u.þ.b. eitt hundrað lönd fólki upp á að taka þessi próf. Þeir nemendur sem komið hafa í prófin eru einstak- lingar, nemendur frá Háskóla Is- lands og nemendur frá Alliance Frangaise en fyrstu stigin ættu góðir menntaskólanemendur að ráða við. Síðustu stig DALF-prófsins eru hins vegar nokkuð erfið. Gert er ráð fyrir að nemendur ráði við að gera útdrátt úr flóknum texta og geti flutt stuttan fyrirlestur á frönsku." DELF 1 mun fara fram í Alliance Frangaise helgina 2.-3. mai, DELF 2 haldið dagana 9.-10. maí og DALF 16.-17. maí. Innritun fer fram dag- ana 14. til 27. api-fl frá kl. 15-18. Bygginga- dagar ‘98 HINIR árlegu byggingadagar Sam- taka iðnaðarins verða haldnir í Laug- ardalshöll 15.-17. maí og segir í frétta- tilkynningu að boðið verði upp á fjöl- breytta dagskrá sem höfða eigi til fag- manna í byggingariðnaði sem og til allra húseigenda og húsbyggjenda á landinu. Einnig segir: „Á sýningunni er gert ráð fyrir að eitt hundrað íslensk fyrir- tæki kynni vöru sína, þjónustu og/eða málefni í tengslum við íslenskan bygg- ingariðnað. Auk þess verða fyrirtæki með opin hús og mannvh’ki víða um landið þar sem fólki gefst kostur á að skoða starfsemi og framleiðslu við- komandi. í tilefni af „Tvíefldum Bygginga- dögum ‘98“ verður gefin út sýningar- skrá og henni dreift í um 20 þúsund eintökum til gesta sýningarinnar. Auk þess verður gefið út 24 síðna blað í stóru broti sem ráðgert er að dreifa í um 50 þúsund eintökum um land allt í tengslum við Um 15 þúsund gestir heimsóttu bygginga- daga síðasta ár en í ár er aðsókn áætl- uð um 20 þúsund gestir. Sem fyrr verður aðgangur ókeypis fyrh- gesti Byggingadaga ‘98.“ Fjalla-Eyvindur og Halla FJALLA-Eyvindar félagið stendur fyrh- ráðstefnu á Flúðum fóstudaginn 17. apríl. Þar munu fróðir menn fjalla um Eyvind og Höllu og líf þehTa frá ýmsum sjónarhomum. Erindi flytja sagnfræðingamir Páll Lýðsson, oddviti Sandvíkurhrepps, Bjöm Pálsson, Héraðsskjalasafni Ar- nesinga, Guðrún Asa Grímsdóttir, Stofnun Áma Magnússonar og Rögn- valdur Guðmundsson, Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Fund- ai-stjóri verður Jóhannes Sigmunds- son, Syðra-Langholti. Fjallað verðui- um: Aðstæður í Ár- nessýslu á þeirra tíma, Fjalla-Eyvind manninn/goðsögnina, Höllu og hug- myndir um hálendismiðstöð Fjalla- Eyvindai’. Að loknum erindum verða pall- borðsumræður sem fyrirlesarar dags- ins taka þátt í ásamt þeim Guðna Ágústssyni alþingismanni og Bjai’na FRETTIR ÞRÍR stórir steinar mynda minnisvarðann. Steinarnir verða fluttir í Lund Jónasar B. þar sem fyrsta útilega skáta var 1941. Steinarnir verða settir niður í steypu svo þeir haldist stöðugir. Stór skátalilja verður sand- blásin í fyrsta steininn og rönd af höndum í skátakveðju úr bronsi. Á miðsteininum verður stór smári, sand- blásinn, og skátaheitið og lögin skráð með bronsstöfum. Á þriðja steininum verður lilja, sandblásin, nafn Jónasar B. Jónssonar og nöfn þeirra skáta sem þarna námu land 1941. Harðai’syni sagnfræðingi. Þá verður þátttakendum boðið í stutta ferð að fæðingarstað Fjalla-Eyvindar í Hrunamannahreppi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Eddu, Flúðum, 17. aprfl kl. 14-18 og er öllum opin. Erindi um Papúa Nýju-Gíneu KARL Benediktsson heldur erindi á vegum Félags landfræðinga um Papúa Nýju Gíneu í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30 í stofu 201 í Odda, en ekki miðvikudagskvöld eins og ranghermt var í blaðinu í gær. Öllum er heimill aðgangur. Karl mun nota skyggnur og tón- dæmi til að gefa almenna hugmynd um náttúru og mannlíf í þessu litríka landi. Boðið verður upp á kaffi - að sjálfsögðu ekta nýmalað arabica frá Papúu Nýju-Gíneu, segir í fréttatil- kynningu. Námstefna um samanburðarfræði STJÓRNUNARFÉLAG íslands heldur námstefnu á Hótel Loftleiðum, þingsal 1, þriðjudaginn 21. apríl kl. 9- 13 eða 14-18. Námstefnan fjallar um samanburð- arfræði (benchmarking) og hvemig hægt er að ná fram og nýta gagnleg- ustu upplýsingar um fyrirmyndar- rekstur. Farið verður yfir helstu hug- tök í samanburðai-fræði og hvers vegna aðferðin reynist svo áhrifaríkt tæki á vinnustað nútímafyrirtækja og stofnana. Dr. Guðfinna Bjamadóttir stjóm- unarsálfræðingur og Vilhjálmur Kri- stjánsson, stjómunarfræðingur hjá Lead Consulting, hafa undanfaiin ár starfað mikið með og haldið fjölda námskeiða og fyiii-lestra með stofnun- um og fyrirtækjum hérlendis og er- lendis og mikið nýtt sér aðferðir sam- anbui-ðarfræðinnar í þeim störfum. Ski-áning og nánari upplýsingar eru í síma hjá Stjómunarfélaginu. Ógnir við undirdjúpin ÖSSUR Skarphéðinsson líffræðing- ur og fyrrverandi umhverfisráð- herra ræðir um það sem helst ógnar lífríkinu í hafinu, og segir frá að- gerðum sem þegar er beitt eða ver- ið er að undirbúa til að sporna við frekari spillingu hafsins laugardag- inn 18. aprfl kl. 13:15-14:30, í Há- skólabíói, sal 4. Þetta er fimmti fyrirlesturinn - og jafnframt sá síðasti á þessu vori - í fyrirlestraröð fyrir almenning sem Sjávarútvegsstofnun HÍ heldur í tilefni af ári hafsins. Fyrirlestrar- öðin er liður í viðburðum sem ríkis- stjórnin styður á ári hafsins. s Minnisvarði á Ulfljótsvatni um landnám skáta í TILEFNI90 ára af- mælis Jónasar B. Jóns- sonar og honum til heiðurs hefur skáta- hreyfíngin á íslandi ákveðið að hafa frum- kvæði að því að reistur verði á Ulfljótsvatni minnisvarði um land- nám skáta á staðnum. Eins og þeir vita sem til þekkja hefur upp- bygging skátastarfs og útilífsmiðstöðvar á tílfljótsvatni ávallt ver- ið Jónasi B. sérstak- lega hugleikin, enda var hann í forsvari þar í áratugi, segir í frdtta- tilkynningu. Minnisvarðann hannaði Vignir Jóhannsson, myndlistarmaður og skáti, og mun hann annast upp- setningu. Minnisvarðinn verður staðsettur í Lundi Jónasar B. og verður afhjúpaður við hátíðlega athöfn 16. ágúst nk. kl. 18. „Á 85 ára afmæli Jónasar stofn- uðu skátar sérstaklega sjóð er hlaut nafnið Afmælis- sjóður Jónasar B. Jóns- sonar vegna tílfljóts- vatns. Margir urðu þá til þess að senda Jónasi B. afmæliskveðju með framlagi í sjoðinn, sem síðan hefur verið not- aður til að gera lund- inn sem við hann er kenndur. Því starfi verður haldið áfram með það fyrir augum að gera svæðið eins eftirsóknarvert til úti- lífs og kostur er. Skátahreyfingin heitir á alla sem vilja styrkja þetta málefni og jafnframt heiðra Jónas B. í tilefni af 90 ára afmæli hans að gera svo með smávægi- legu framlagi í sjóðinn. Nöfn þeirra sem leggja sjóðnum lið í þessu sambandi verða rituð á sér- stakt skinn sem fundinn verður staður í húsnæði skáta á Úlfljóts- vatni,“ segir ennfremur í tflkynn- ingu. JÓNAS B. Jónsson Um 300 ung- menni tefla „í hreinu lofti“ FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja Barna- og unglingamótið Skák í hreinu lofti laugardaginn 18. apríl nk. Mótið fer fram í húsa- kynnum Bridssambands íslands í Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Skákskóli Islands stendur fyrir mótinu í samvinnu við tóbaks- varnanefnd, Vöku-Helgafell, Visa ísland og SAM-bíóin en Skáksamband Islands, Taflfélag- ið Hellir og fleiri aðilar standa að framkvæmdinni mótsdaginn auk Skákskólans. Mótið hefst kl. 12.45 og er áætlað að það standi til kl. 18. Stefnt er að þátttöku um 300 barna og unglinga sem fædd eru á tímabilinu 1982 til 1988. Aðalverðlaun eru ferðir á skákmót sem Disney-garðurinn í París heldur í lok árs en tveir piltar og tvær stúlkur munu vinna sér rétt til þátttöku í því mótið með frammistöðu sinni á laugardaginn. Þá verða fjöl- margir happdrættisvinningar sem dregið verður úr á milli um- ferða sem verða níu talsins og tefldar þannig að hver keppandi hafi 10 mínútur á skák. Allir þátttakendur fá sérmerkta boli frá tóbaksvamanefnd, SAM-bíó- in munu gefa þátttakendum bíómiða og Vaka-Helgafell legg- ur til blöð og bækur. Kynnir á mótsstað verður Hermann Gunnarsson en aðaldómari er Haraldur Baldursson, alþjóðleg- ur skákdómari. í fréttatilkynningu frá að- standendum keppninnar segir að samstarf tóbaksvarnanefndar við skákhreyfingar sé ekki nýtt af nálinni og hafi staðið allar göt- ur síðan 1976 þegar „Skák í hreinu lofti“ var fyrst haldið en þá hugðist tóbaksinnflytjandi kosta annað mót með merki ákveðinnar sígarettutegundar. Skráning á mótið stendur nú yfir og geta börn og unglingar sem hyggja á þátttöku og fædd eru á tímabilinu 1982 til 1988 skráð sig í Skákskóla íslands. Námskeið um skjöl í gæðaum- hverfí NÁMSKEIÐIÐ Skjalastjómun 2: skjöl í gæðaumhverfi er sjálfstætt framhald námskeiðsins Inngangur að skjalastjómun. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 4. maí og þriðju- daginn 5. maí kl. 13-16.40 á Oldugötu 23, Reykjavík (Gamli Stýrimannaskól- inn fyrir aftan Landakotsspítala). Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjómun og gæða- stjómun. Rætt verður um tengsl þessara tveggja greina. Lögð verðui’ áhersla á að skjalastjómun og gæða- stjómun styrkja hvor aðra við að efla skjalameðferð á vinnustað. Sérstak- lega verður hugað að staðlamálum og ástralskur staðall um skjalastjómun kynntur. Skipulag og skjöl standa fyrir nám- skeiðinu, Sigmar Þormar, samfélags- fræðingur kennir. Námskeiðsgjald er 13.000 kr. Námskeiðsgögn, ásamt kafíi og meðlæti báða dagana eru inni- falin í þessu gjaldi. Fyrirlestur Líf- fræðistofnunar EINAR Ámason prófessor flytur fyr- ii’lestur á vegum Lífíiræðistofrmnar föstudaginn 17. api-fl. Fyrirlesturinn ber heitið Nemostat: Möguleiki að nota C. elegans til mælinga á Darwin- skri hæfni undir náttúi-ulegu vali. Fyrirlesturinn fer fram í húsa- kynnum Líffræðistofnunnar á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst kl. 12:20. Allir eru velkomnir. Félag áhugafólks um klofínn hrygg stofnað STOFNFUNDUR Félags áhuga- fólks um hryggraufrklofinn hrygg verður haldinn í dag kl. 20.30 að Greiningar- og ráðgjafai’Stöð ríkisins v/Digranesveg 5, Kópavogi. ■ ÞÝSK-íslenska Vinafélagið á Suðurlandi efnir til vorhátíðar (Frúhlingsfest) á Hótel Selfossi föstudaginn 17. aprfl kl. 20. Matur og skemmtiatriði. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg K. Schiöth milli kl. 20-22. LEIÐRÉTT LOKAÐ ÞRIÐJUDAGINN 7. apríl birtist bréf frá Bjamheiði Halldórsdóttur, rekstr- arhagfræðingi, undir fyrirsögninni „Lokað“. Síðasti kafli bréfsins féll brott og er hann því birtur hér á eftir: „Enda stóð það heima. Eins og fyrr segir hafa fjölmargir ferðaþjónustuaðil- ar, bæði hér heima og erlendis lagt á sig mikla vinnu og kostað til miklum fjármunum við að reyna að lengja hinn hefðbundna ferðamannatíma á Islandi. Það er erfitt að selja útíendingum Is- landsferðii- á vetuma, þar sem ímynd landsins erlendis tengist vondum veðr- um, ís og kulda. En hvað er að gerast hér heima? Erum við að lokka hingað ferðamenn á fölskum forsendum? Stendui’ þjónustan sem við erum að bjóða á vetuma undir væntingum? Eða getur verið að hér skorti á samvinnu ferðaskipuleggjenda, Ferðamálaráðs, ríkis og þjónustuaðila fjölsóttra ferða- mannastaða? Vantar hér samræmi á milli þeiira skilaboða sem við sendum út á markaðinn og svo þess sem ferða- maðui-inn síðan upplifii’? Eitt er alveg víst og það er það að ef einhverjir hlutr ar þjónustukeðjunnar eru ekki í lagi finnst ferðamönnum þeir sviknir. Þeir munu því ekki endilega mæla með Is- landsferð á vetuma við vini og kunn- ingja. Gullfoss, Geysir og Þingvellir njóta þeirra fon’éttinda á Islandi að vei’a þeii’ staðii’ sem heimsóttir eru af erlendum ferðamönnum allt árið um kring. Því er það til skammar fyrir ís- lenska ferðaþjónustu að ekki skuli ver-a veitt full þjónusta á þessum stöðum nema þegar fei’ðamannastraumui’ er í hámarki."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.