Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 1

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 1
120 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 111. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR19. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Indónesíuher virðist hafa tekið afstöðu með Suharto Otti um blóðbað beiti hann sér gegn fjöldamótmælum á morgun Reuters UM 5.000 námsmenn söfnuðust saman úti fyrir þinghúsinu í Jakarta í gær og nokkur hundruð þeirra fóru inn í húsið þar sem þeir skoruðu á þingmenn að neyða Suharto til afsagnar. Höfðust hermennirnir ekkert að en óttast er, að annað geti orðið uppi á teningnum á morgun. YFIRMAÐUR indónesíska herafl- ans vísaði í gær á bug áskorun for- seta þingsins um að Suharto, for- seti Indónesíu, segði af sér. Sagði hann, að forsetanum bæri skylda til að hafa forystu um þær umbæt- ur, sem nauðsynlegar væni. Ottast er, að yfirlýsingin gefi til kynna, að herinn ætli að snúast gegn almenn- ingi og þeim borgaralegu samtök- um, sem krafist hafa afsagnar Suhartos. Wiranto hershöfðingi og yfir- maður hersins sagði, að Harmoko, forseti þingsins, hefði ekki haft neitt lagalegt umboð er hann krafðist afsagnar forsetans í gær og því hefði hann aðeins talað sem einstaklingur. Sagði hann, að her- inn vildi koma á fót samstarfsráð- um með námsmönnum og öðrum gagnrýnendum en Suharto bæri sem forseta að leiða þjóðina í gegn- um þessa erfiðu tíma. Lætur Suharto í sér heyra? Moetojib, yfirmaður indónesísku leyniþjónustunnar, sagði í gær, að Suharto væri „rólegur" þrátt fyrir allt, sem á hefði gengið, og ætlaði að ræða opinberlega um ástandið í landinu í dag. Amien Rais, leiðtogi 28 milljóna múslima, hvatti í gær til fjöldamót- mæla um land allt á morgun en Wiranto skoraði á fólk að halda sig heima. Óttast margir, að mótmælin geti breyst í mikið blóðbað, einkum ef herinn hefur tekið ákveðna af- stöðu með Suharto. BANDARIKIN og Evrópusam- bandið, ESB, hafa náð samning- um, sem koma í veg fyrir banda- rískar refsiaðgerðir vegna við- skipta við íran, Líbjhi og Kúbu. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hvatti í gær til, að múrarnir, sem girtu fyrir frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir og aðra vöru, yrðu „rifnir niður“. Clinton sagði í London í gær, að fallist hefði verið á að hætta hótunum um refsiaðgerðir þegar ESB féllst á að vinna að því, að íranir kæmu sér ekki upp ger- eyðingarvopnum og reyndi jafn- framt að hindra, að evrópsk fyrir- tæki fjárfestu í eignum eða fyrir- tækjum, sem Kúbustjórn hefði á sínum tíma tekið af Banda- ríkjamönnum bótalaust. Sagði Clinton, að með þessum samningi Suharto hét því á laugardag að stokka upp í stjórninni til að greiða fyrir umbótum í stjóm- og efnahagsmálum en fæstir telja, að slík uppstokkun breyti einhverju um vaxandi kröfur um afsögn hans. hefði verið rutt úr vegi einu helsta ágreiningsefni Bandaríkjanna og Evrópu. Castro hlýddi á Clinton Heimsviðskiptastofnunin eða fyrirrennari hennar, GATT, er 50 ára um þessar mundir og í tilefni af því flutti Clinton ræðu þar sem hann hvatti til frjálsra viðskipta á öllum sviðum og ekki síst með landbúnaðarvöru. Jafnframt bauð hann til nýrrar, alþjóðlegrar ráð- stefnu um þessi mál í Bandaríkj- unum á næsta ári. Fidel Castro, forseti Kúbu, var viðstaddur ræðuna en við komuna til Genfar sagðist hann vera reiðubúinn til að heilsa Clinton með handabandi. Ekki varð þó af því, að þeir hittust. Áskorun Harmokos um afsögn Suhartos var fagnað meðal náms- manna og hann sagði einnig, að sem forseti þingsins hefði hann kvatt það saman til skyndifundar í dag til að ræða þessi mál og hugsanlega afsögn forsetans. Klökknaði eftir þrumuræðu HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, flutti eina mikilvægustu ræðu á ferli sínum í gær á flokks- þingi kristilegra demókrata í Bremen og ef marka má undir- tektir samflokksmanna hans tókst honum vel upp. Klöppuðu þeir fyrir honum í tíu mfnútur að ræðunni lokinni og voru fagnað- arlætin svo mikil, að Kohl komst við. Þingkosningar verða í Þýska- landi í september og skoðana- kannanir sýna, að Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðar- manna, hefur gott forskot á Kohl. Því reið á miklu fyrir kanslarann að sýna allt sitt besta í ræðunni og honum virðist hafa tekist það. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, skoraði í gær á indónesíska herinn að sýna stillingu og hvatti jafnframt stjómvöld til að leyfa lýðræðislegar umræður um umbætur í stjómmálum og efnahagsmálum landsins. BANDARISKA dómsmálaráðuneytið og 20 ríki í Bandaríkjunum hafa formlega höfðað mál á hendur hug- búnaðarrisanum Mierosoft og er fyr- irtækinu gefið að sök að hafa brotið lög um einokun og hringamyndun. Líklegt er talið, að málareksturinn gegn Microsoft verði sá mesti, sem um getur, gegn fyrirtæki í Bandai'íkj- unum en sakargiftimar eru þær, að það hafi beitt fyrir sig Windows-stýri- kerfinu til að neyða tölvuframleiðend- ur til að nota netvafrann frá Daufar horfur í Mið-Aust- urlöndum Jerúsalem, London. Reuters. BENJÁMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, bar í gær til baka fréttir ísraelska útvarpsins þess efnis að hann hefði fallist á tillögu Bandaríkjamanna um afsal 13% lands til viðbótar á Vesturbakkan- um í hendur Palestínumönnum. Netanyahu kom í gær heim úr för sinni til Bandaríkjanna, þar sem hann ræddi m.a. við Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra. „Þetta er ekki satt,“ sagði Net- anyahu á blaðamannafundi í gær um frétt þess efnis að hann hefði sæst á afhendingu 13% að þessu sinni. Hann sagði að náðst hefði „takmarkaður árangur á nokkram sviðum" á fundum sínum með Al- bright. „Það hafa ýmsar hugmynd- ir komið upp, en ég held að það sé ekki tímabært að tala um lausn,“ sagði hann án þess að útskýra nán- ar hvað hann átti við. I London átti Albright óvæntan fund í gær með Yasser Arafat, for- seta heimastjórnar Palestínu- manna, en þar urðu engin þáttaskil í tilraunum til að koma friðaram- leitunum fyrir botni Miðjarðarhafs af stað, en þær hafa legið niðri frá því í mars í fyrra. Talsmaður utan- ríkisráðuneytisins sagði að Al- bright hefði gefið Arafat skýrslu um fundi hennar með Netanyahu í Bandaríkjunum. Bera fyrir sig öryggissjónarmið Bandaríkjamenn reyna nú að fá ísraela til að samþykkja afsal 13% lands á Vesturbakkanum til viðbót- ar því sem þeir hafa þegar afhent Palestínumönnum. Arafat hefur sæst á tillögu Bandaríkjamanna, en upphaflega höfðu Palestínu- menn krafist þess að fá allt að 30% í viðbót afhent nú. Israelsstjóm segir að ekki sé hægt að fallast á tillögu Bandaríkjamanna, því verði henni framfylgt sé öryggi Israels- ríkis stefnt í voða. Palestínumenn gera kröfu til næstum því alls Vesturbakkans, en þar hyggjast þeir stofna sjálfstætt ríki sitt. ísraelar hafa enn sem komið er sæst á að afhenda þeim 27% af umræddu svæði, en aðeins um 3% eru algerlega undir yfirráð- um Palestínumanna nú. Microsoft. Er þess krafist, að fyrir- tækið hætti því og bæti það Intemet Explorer-vafranum við Windows- kerfið verði það einnig að láta vafr- ann frá keppinautinum, Netscape, fylgja með. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í London í gær, að hér væri ekki um neitt smámál að ræða, heldur gæti það beinlínis haft áhiif á banda- rískt efnahagslíf. Hann kvaðst hins vegar bera fullt traust til dómsmála- ráðuneytisins. Söguleg sátt með Bandaríkjumim og ESB Hætta að hóta efnahagslegum refsiaðgerðum London, Genf. Reuters. Reuters Microsoft ákært fyrir einokun Washington, London. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.