Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 4

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðargjöf Norðmanna á 1000 ára afmæli kristnitöku Eftirlíking af stafkirkju frá 10. öld rís í Eyjum NORSKA ríkisstjómin hefur samþykkt að leggja til við Stórþing- ið að eftirlíking af stafkirkju frá 10. öld verði þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga á 1000 ára afmæli kristnitöku árið 2000 í minningu þess að Ólafur Tryggvason gaf kirkju til íslands þegar Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti komu til landsins árið 1000 til að kristna ís- lendinga. Skyldi kirkjan reist þar sem þeir kæmu fyrst að landi á leið sinni til Þingvalla, en það var í Vest- mannaeyjum. Að sögn Áma John- sen, alþingismanns og formanns undirbúningsnefndar, verður kirkj- an sennilega reist við hafnarsvæðið i Vestmannaeyjum. Hún verður um 40 fermetrar að stærð og munu Norðmenn sjá um allar fram- kvæmdir, kosta bygginguna og leggja til hennar um 60 milljónir ís- lenskra króna. Er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári og að þeim verði lokið árið 2000. Jan P. Syse, fyrrverandi forsæt- isráðherra og forseti Stórþingsins, lagði fram tillöguna um þjóðargjöf- ina i forsætisnefnd norska þingsins fyrir tveimur ámm og sagði Árni að hún yrði væntanlega formlega af- greidd um miðjan júní nk. Mikill áhugi Norðmanna „Fyrir nokkrum árum kom ég með þessa hugmynd um að reist yrði ný kirkja í Vestmannaeyjum í tilefni kristnitökunnar," sagði Ami. Skipuð var undirbúningsnefnd, sem í eiga sæti ásamt Ama þeir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur, Páll Sigurjónsson forstjóri og Jóhann Friðfinnsson formaður sóknarnefndar. Auk þess hefur Geir Haarde fjármálaráðherra ver- ið mjög hjálplegur við alla fram- göngu máísins og Nils O. Dietz fyrrverandi sendiherra Noregs á Islandi lagt sitt af mörkum. „Fljótlega kom fram feikilegur áhugi hjá Norðmönnum um að taka þátt í kirkjubyggingunni," sagði Ami. „Eg fagna þessari niðurstöðu og ákvörðun norskra stjórnvalda. Það var mjög skemmtilegt hvað Norðmenn tóku hugmyndinni vel og sýndu áhuga á að vera meira en þátttakendur. Ég er viss um að Eyjamenn og aðrir landsmenn HOLTÁLEN-stafkirkja í Suður-Þrændalögum verður fyrirmynd að kirkjunni, sem reist verður í Vestmannaeyjum og verður það í fyrsta sinn sem kirkja frá þessum tíma er endurgerð. Kirkjan er einföld að gerð og er talið að slíkar kirkjur hafi verið algengar víða í Noregi fyrr á öldum. Af frásögnum að dæma má ætla að kirkjan, sem reist var í Vestmannaeyjum, hafi komið fullsmiðuð til landsins. munu fagna þessum höfðingsskap frænda okkar í Noregi.“ Reist við höfnina „í kristnisögu segir að rætt hafi verið um að reisa kirkjuna norðan eða sunnan við innsiglinguna og ákveðið hafi verið að hún skyldi reist norðan við hana á Hörgaeyri, þar sem áður voru hörgar og blót,“ sagði Ámi „En eins og nú háttar til þá stendur norðurhafnargarðurinn á Hörgaeyri. Þó að staðarvalið hafi verið með þessum hætti árið 1000 þá eru breyttar aðstæður í dag. Á svæði sunnan við höfnina væri til dæmis spennandi að koma ldrkjunni fyrir og velja henni stað við Skansinn sunnan við innsiglinguna, þar sem unnið hefur verið að uppbyggingu, en á því svæði eru uppi hugmyndir um að endurreisa elsta húsið í eyj- um, Landlyst, án þess að um það hafi verið tekin endanleg ákvörðun. Auðvitað eiga rétt yfirvöld eftir að tjalla um endanlegt staðarval.“ Jarðvísinda- mennirnir á batavegi ÞAU Bryndís Brandsdóttir og William Menke, jarðvísinda- mennimir sem féllu í jeppa nið- ur Grímsfjall á Vatnajökli sfðastliðinn miðvikudag, eru enn á bæklunardeild Sjúkra- húss Reykjavíkur og á batavegi. Leifur Jónsson, læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir þau hin hressustu miðað við þá byltu sem þau lentu í. Taldi hann að brátt færi að styttast í dvöl þeirra á sjúkrahúsinu en menn vildu vera vissir um að allt væri komið fram varðandi meiðsl þeirra áður en þau yrðu útskrifuð. Fjölskylda Banda- ríkjamannsins kom til íslands fyrir helgina og verður hjá hon- um þar til hann fer heim og sagði Leifur að hann ætti að geta haldið heimleiðis strax eft- ir að hann útskrifast. Morgunblaðið/Árni Sæberg NEÐARLEGA á miðri myndinni, sem tekin var af Grímsfjalli sfðastliðinn iaugardag, má sjá ljósa snjóskafla þar sem jeppi tvímenninganna lenti og snjóflóð féll yfir hann. Efst til hægri á myndinni má sjá skála Jökla- rannsóknarfélagsins bera við fjallsbrúnina. Héraðsddmur Reykjavíkur Greiðslur úr verk- falls- sjdði skatt- skyldar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að framlög úr kjaradeilusjóði Kennarasambands íslands í kenn- araverkfallinu 17. febrúar til 28. mars 1995 séu skattskyld. Dómurinn hafnaði í gær kröfu konu, sem er félagsmaður í KI, um að fá rúmlega 63.000 króna greiðslur úr kjaradeilusjóði í verk- fallinu undanþegnar skatti. Skattskyldur styrkur I rökstuðningi dómsins segir að þau 2,4% sem tekin voru af dag- vinnulaunum konunnar til greiðslu félagsgjalda í KÍ hafi við það orðið eign sambandsins, einnig sá hluti gjaldanna sem KI lagði í kjara- deilusjóð. Framlögin hafi verið óafturkræf og kjaradeilusjóðurinn sameiginlegur félagssjóður án sér- eignaskipulags. I samræmi við þetta hafi greiðslur til félags- manna í verkfallinu ekki verið tengdar greiðslum þeirra heldur ákvörðuð eftir starfshlutfalli. Ekki hafi því verið um sparnað að ræða. Einnig segir að greiðslunum hafi verið ætlað að koma í stað launa og þeim hafi verið úthlutað samkvæmt einhliða ákvörðun þar til kjörinna manna og án þess að vinnuframlag kæmi fyrir. Þetta teljist því hafa verið styrkur. Skattlagning styrktarfjárins bygg- ist á ótvíræðum lagaákvæðum. Ekki tvísköttun Ekki var heldur fallist á að sjón- armið um tvísköttun ættu við í málinu. „Er þar annars vegar til þess að líta, að skattstofn sá, sem hér um ræðir, hefur ekki áður ver- ið nýttur til álagningar opinberra gjalda á stefnanda, og hins vegar til þess, að styrkveiting var ein- göngu bundin kennarastarfi á til- teknu tímamarki en tengdist ekki sérgreindum sjóði af iðgjöldum hennar til Kennarasambands Is- lands.“ Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari hafnaði ennfremur varakröfu kennarans um að ein- ungis yrði skattlagður sá hluti framlagsins úr kjaradeilusjóði sem var umfram sannanlegar greiðslur hennar til sjóðsins. • • Olfushreppur og Hveragerðisbær stofna Sunnlenska orku ehf. um jarðhitaréttindi á Hengilssvæðinu Harðar deilur um virkj unaráform í Hengli Hrein og bein svik og undirferli" HARÐAR deilur eru komnar upp milli Selfossveitna bs. annars vegar og sveitarstjóma Ölfushrepps og Hveragerðisbæjar hins vegar um jarðhitaréttindi á Hengilssvæðinu. Sveitarfélögin tvö stofnuðu í sein- ustu viku fyrirtækið Sunnlensk orka ehf. og undirbúa gerð sam- starfssamnings við RARIK vegna fyrirhugaðrar orkuvinnslu á svæðinu. Markmið félagsins er að vinna sameiginlega að því að fá yfir- ráð yfir jarðhitaréttindum á þeim hluta Hengilssvæðisins, sem er inn- an marka Ölfushrepps og Hvera- gerðis, að sögn Gísla Páls Pálsson- ar, forseta bæjarstjórnar Hvera- gerðisbæjar. Ásbjöm Ó. Blöndal, veitustjóri Selfossveitna, sakar forsvarsmenn Hveragerðisbæjar um óheiðarleg vinnubrögð í þessu máli. Hann bendir á að undanfarið hafi verið að störfum samstarfsnefnd aðila á þessu svæði sem hafi unnið að sömu markmiðum. í greinargerð sem Ás- björn sendi stjóm Selfossveitna, sveitarstjómarmönnum, iðnaðar- ráðherra o.fl. í gær segir hann að samstarfsverkefni Selfossveitna, Veitustofnana Hveragerðis og Hita- veitu Þorlákshafnar séu nú úr sög- unni. Stefnt að byggingu 25-30 MW jarðvarmavirkjunar Gísli segir að fyrirhugað sé, í samvinnu við RARIK, að reisa 25- 30 MW jarðvarmavirkjun til að framleiða rafmagn og nýta heitt vatn og gufu. „RARIK er reiðubúið að vinna að þvi með okkur að finna fyrirtæki sem geti nýtt allan þenn- an hita. Síðan yrði raforka seld inn á landsnetið hjá RARIK,“ segir Gísli. Áætlaður kostnaður við orku- verið er tveir til þrír milljarðar króna. „Hér var að störfum samstarfs- nefnd, sem stofnuð var fyrir rúmu ári, sem vann að sömu markmiðum að kanna möguleika á virkjun í sunn- anverðum Hengli,“ segir Ásbjöm í samtali við Morgunblaðið. „Málið var komið það langt að í mars sendu ffamkvæmdastjórar orkufyrirtækja, sem störfuðu saman í vinnuhópi, frá sér tillögu þess efnis að sveitarfélögin ásamt veitufyrir- tækjunum stofnuðu hlutafélag um verkefnið. Okkur bámst svo engar spumir af málinu, það er eins og það hafi verið lokað niðri, þar til tilkynnt var um félagið Sunnlenska orku í síðustu viku. Það höfðu aldrei komið fram óskir um neitt annað og menn töldu sig vera að vinna að sameigin- legum stefnumálum. Við lítum á þetta sem hrein og bein svik. Ég vil flokka þetta sem undirferli. Vinnu- hópurinn var að störfum og ekki var annað vitað en að allt stefndi að einu marki. Þetta er mjög sérkennilegt og slæmt fyrir samvinnu á sveitar- stjómarstiginu," segir hann. Ásbjöm gagnrýnir einnig ríkis- valdið í greinargerð sinni og segir m.a.: „Fyrirtæki þeirra, Rafmagns- veitur ríkisins, kemur að málinu með 75% eignaraðild. Með innkomu sinni í málið hafa þeir rekið fleyg í samstarfsverkefni og stuðlað með beinum hætti að því að ekki takist samstarf meðal fyrirtækja í eigu sveitarfélaga. Það er orðin áleitin spuming hvort ríkisvaldið vinni með markvissum hætti að því að sundra hugsanlegri samvinnu sveit- arfélaga á orkusviðinu þegar það getur orðið til að renna styrkari stoðum undir Rafmagnsveiturnar." „Þarna urðu minni hagsmunir að vikja fyrir meiri“ „Það var einhver viðræðunefnd veitustjóra í gangi, en þetta er miklu stærra mál en svo að hægt sé að leika sér með það,“ segir Gísli. Hann bendir á að hér sé fyrst og fremst um hagsmunamál íbúa Hveragerðis og Ölfushrepps að ræða. Umrætt landsvæði sé á engan hátt tengt Selfyssingum, hvorki í at- vinnulegu eða jarðfræðilegu tilliti. „Þarna urðu minni hagsmunir að víkja fyrir meiri,“ segir Gísli. Sveitarstjómir Hveragerðis og Ölfushrepps hafa samþykkt stofnun Sunnlenskrar orku ehf. og er stefnt að undirritun samstarfssamnings sveitarfélaganna við RARIK að af- loknum sveitarstjórnarkosningun- um, að sögn Gísla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.