Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sverrir Hermannsson í opnu bréfi til Davfðs Oddssonar Segir sig úr Sjálf- % stæðisflokknum ÉG vil kveðja flokkinn með því að koma einu mistökunum þínum á ferlinum endanlega fyrir kattarnef hr. formaður. Byggingadagar Á MEÐAL þess sem boðið var upp á á sýningunni Tvíefldir bygginga- dagar, sem lialdin var í Laugardals- höll um helgina, var hin gamla góða naglasúpa. Á sýningunni kynntu hátt í 100 ís- lensk fyrirtæki, fagmenn og fram- leiðendur innan Samtaka iðnaðarins og í tengslum við ís- lenskan bygging- ariðnað vöru sína og þjónustu. Einnig mátti þar m.a. sjá þær hugmyndir sem bárust í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna auk þess sem boðið var upp á kynnisferðir um Reykjavík undir leiðsögn fulltrúa frá Arkitektafélagi Islands og Samtök- um iðnaðarins. í höllinni Einn sækir um Vest- mannaeyja- prestakall NÝIR prestar taka við embættum á Skagaströnd og í Utskálapresta- kalli á næstunni, séra Guðmundur Karl Brynjarsson á Skagaströnd og Björn Sv. Bjömsson guðfræðingur í Utskálum. Þá verð- ur í dag kjörinn prestur í Vest- mannaeyjaprestakalli og er séra Skúli Olafsson, safnaðarprestur á Isafirði, eini umsækjandinn. Tveir sóttu um Skagastrandar- prestakall, Lára G. Oddsdóttir guðfræðingur, auk séra Guðmund- ar. Fór kosning fram sunndaginn 10. maí. Þann dag var einnig kjör- inn prestur í Utskálaprestakalli og fékk Björn Sv. Björnsson meiri- hluta atkvæða. Auk hans sóttu um guðfræðingamir Lára G. Odds- dóttir, Olafur Þórisson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og þau séra Oddur Einarsson, séra Olafur Jens Sigurðsson og séra Yrsa Þórðar- dóttir. Nýkomin efni fyrir sumarleyfið Mjúkt flísefni frá Bandaríkjunum í fjölda lita á 1.045 kr. m. Teygjuefni, margar gerðir, á 1.565 kr. m. Teygjublúnda, þrjár gerðir, frá 1.485 kr. m. Jersey-efni með lycra á 1.035 kr. m. Prjónuð efni á 980 kr. m. Viscose-efni í fjölbreyttu úrvali á 1.280 kr. m. ÖUllC -búðirnar - allt til sauma. Konur og frumkvæði í Borgarleikhúsinu Viljum sýna framkvæmdir kvenna og getu Arnheiður Anna Ólafsdóttir RÁÐSTEFNA undir yf- irskriftinni Konur og frumkvæði verður haldin í Borgarleikhúsinu hinn 21. maí næstkomandi. Að ráð- stefnunni standa 65 konur sem sótt hafa tilrauna- verkefnið Brautargengi - frá hugmynd tO veruleika. Um er að ræða tveggja ára námskeið fyrir reykvískar athafnakonur sem viija koma eigin viðskiptahug- myndum í framkvæmd en Brautargengi er tö rauna- verkefni Reykjavíkurborg- ar, félagsmálaráðuneytis og Iðntæknistofnunar. Arnheiður Anna Olafs- dóttir, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar segir að 65 konur hafi verið valdar úr hópi umsækjenda til þess að taka þátt i Brautar- gengi og hefst dagskrá ráðstefnunnar á sýningu á fyrirtækjum á fjórða tug þessara kvenna. Munu viðskiptahugmynd- ir þátttakenda vera misjafnlega langt á veg komnar. Ainheiður segir að konurnar hafi meðal annars hlýtt á erindi stjórnenda og reyndra fyrirlesara þar sem farið var yfir helstu atriði í viðskiptafræðum, svo sem vöruþróun og markaðssetningu. Þá naut hópurinn leiðsagnar ráðgjafa um vinnubrögð í rekstri og stjórnun fyrirtækja að hennar sögn. - Hvert er markmiðið með ráð- stefnunni? „Kveikjan að henni er löngun þeirra sem tekið hafa þátt í Braut- argengi til þess að skila einhverju tilbaka. Við erum ánægðar með námið og vöjum miðla til annarra kvenna bæði hvatningu og upp- örvun. Við vöjum sýna hvers kon- ur eru megnugar, hvað þær eru að gera og hvemig þær fara að því. Ráðstefnan er haldin því við viljum gefa konum kost á að heyra sögur annarra kvenna og jafnvel læra af reynslu þeirra. Brautar- gengi hefur ákveðna sérstöðu þvi það er eingöngu fyrir konur í við- skiptahugleiðingum og hefur gefið okkur tækifæri til þess að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. Það er oft einmanalegt að vera sjálfstæður atvinnurekandi, sér- staklega fyrir konur sem eru færri í þeim hópi en karlar. Okkur hefur eflaust flestar skort tækifæri og þor til þess að ræða ýmislegt sem viðkemur rekstri fyrirtækja við aðra í svipaðri stöðu sem sköja við hvað er að etja. Við höfum margar verið að mæta sömu hindrunum en um leið og einni tekst að yfirvinna hindr- un er leiðin greiðari fyrir hinar. Nú þekkjum við hver aðra, vitum hverjar em í svipuðum rekstri og getum því miðlað upplýsingum." - Hvernig er dag- skráin hugsuð? „Við höfum leitað út fyrir hópinn til kvenna sem sýnt hafa frumkvæði og fram- kvæmdagleði. Þær sem ætla að miðla af reynslu sinni í fyrirtækja- rekstri em Aðalheiður Héðins- dóttir eigandi kaffibrennslunnar Kaffitár, Brynhildur Sigurðar- dóttir, kennari og nemi í heim- speki, Guðný Guðbjörnsdóttir þingkona, Margrét Kjartansdóttir eigandi Míra og Sæunn Axelsdótt- ir húsmóðir og fiskverkandi á Ólafsfirði. Einnig kemur fram hópur lista- kvenna, til dæmis Auður Bjarna- dóttir fjöllistakona, Haödóra Geir- harðsdóttir leikkona, Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari, Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, ► Arnheiður Anna Ólafsdóttir er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla íslands og hefur meðal annars starfað við Miðstöð fólks í atvinnuleit. Síðastliðin tvö ár hefur hún verið þátttakandi i Brautargengi, námskeiði fyrir reykvfskar athafnakonur. Maki Arnheiðar er Jón Páll Baldvins- son líffræðingur, verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskól- ans og þau eiga tvö börn. Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld og hljómsveitin Heimilistónar en hana skipa leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Halldóra Björnsdótt- ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Allt of sjaldan er horft til þess að listamenn eru í flestum tilvik- um sjálfstæðir atvinnurekendur. Hæfileikar þeirra og þekking er söluvara sem þarf að markaðs- setja, auglýsa og selja. Þeir verða bæði að bera ábyrgð á bókhaldi og innheimtu og öllu því sem að rekstri lýtur. Allar þessar konur tilheyra hópi kvenna í sjálfstæð- um atvinnurekstri.“ - Hvað tekur við að nám- skeiðinu loknu? „Félag Brautargengiskvenna var stofnað hinn 14. aprö síðast- liðinn en því er aðallega ætlað að vera vettvangur stuðnings, sam- vinnu og hvatningar nú þegar náminu lýkur. Félagið er að koma sér upp vefsíðu þar sem ýmsum fróðleik verður miðlað auk þess sem þar verður tenging við vefsíð- ur fyrirtækja félagskvenna. Á vefnum verður hægt að nálgast fréttabréf félagsins, félagatal, fundargerðir og tilkynningar. Flestar kvennanna eru með nettengingu sem mjög hefur auðveldað boð- skipti og miðlun upp- lýsinga innan hópsins." - Er eitthvað fleira á döfinni? „Við framkvæmdakonurnar ætlum ekki að láta staðar numið hér og halda með ráðstefnuna til Færeyja til þess að kynna færeyskum konum frumkvæði og kraft íslenskra kvenna í atvinnu- rekstri. Hver veit nema eitthvað af fyrii-tækjum Brautargeng- iskvenna nemi land í Færeyjum í framhaldi af þeirri ferð. Við höf- um haft samband við utanríkis- ráðuneytið og hjólin era þegar farin að snúast. Það er einlæg von okkar að litið verði á Brautar- gengi sem tilraun sem tókst vel og að þeir aðilar sem að verkefninu standa komi til með að halda því áfram svo fleiri konur fái tækifæri til náms í framtíðinni." Ráðstefnan verður haldin í Færeyjum líka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.