Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 10

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNB L AÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIÐTOGAR stjórnarflokkanna, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra bera saman bækur sínar í þingsalnum í gær. Samstaða hefur náðst um störf þingsins Frumvörpm fjögur af- greidd í næstu viku SAMSTAÐA hefur náðst milli for- sætisnefndar Alþingis og þingflokka Aiþingis um störf þingsins á næstu dögum og þinglok í sumar. Stefnt er að því að gera hlé á störfum þingsins síðar í dag og hefja þau að nýju eftir sveitarstjómarkosningamar, eða nk. mánudag. Þá er stefnt að því að Ijúka umræðum um og afgreiða m.a. þrjú umdeild frumvörp n'kisstjóni- arinnar fyrir miðvikudag í næstu viku auk þjóðlendufrumvarpsins og ennfremur er gert ráð fyrir því að ljúka þingi eigi síðar en 5. júní nk. Þriðju umræðu um þjóðlendu- frumvarpið lauk í gær og í dag er gert ráð fyrir því að ljúka þriðju umræðu um húsnæðisfrumvarpið. Búist er við því að atkvæðagreiðslur um það hvort lögfesta eigi frum- vörpin fari fram eftir helgi, þ.e. á mánudag eða þriðjudag. I dag á hins vegar að afgreiða frumvarp heilbrigðisráðherra um almanna- tryggingar, sem kveður á um end- urgreiðslur sérfræðikostnaðar. Þá verða nokkur frumvörp landbúnað- arráðherra á dagskrá þingfundar í dag og rætt um þau eftir því sem tími vinnst til. Og að síðustu er búist við einni utandagskrárum- ræðu í dag. Stefnt er að því að gera húsnæðis- frumvarpið, sveitarstjómarfrum- varpið, þjóðlendufrumvarpið og auðlindafrumvarpið svokallaða að lögum í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudag í næstu viku, að sögn Olafs G. Einarssonar forseta Alþing- is. Ennfremur er stefnt að þvi að af- greiða nokkur landbúnaðai-frum- vörp, svo sem frumvarp um búnað- arlög og frumvarp um dýrahald á sama tíma. I næstu viku er einnig gert ráð fyrir frekari viðræðum milli þing- flokka Alþingis um það hvaða þing- málum, sem nú bíða umræðu á Alþingi, megi fresta til haustsins. Stefnt er að því að ljúka þingi í sumar hinn 5. júní nk. Bréf til forseta Alþingis Viðræður milli forseta Alþingis og þingflokksformanna um störf þingsins hófust snemma í gærmorg- un, en höfðu áður farið fram fyrir helgi. I bréfi þingflokksformanna Alþýðubandalags og óháðra, Kvennalista og jafnaðarmanna til forseta Alþingis frá því á laugardag er greint frá því að það ástand sem ríki í þingstörfum sé óvenjulegt og er óskað eftir samtölum um tilhög- un þingstarfa hið fyrsta. I svarbréfi forseta Alþingis frá því á laugardag er orðið við þessum óskum og var fundur haldinn í gærmorgun eins og fyrr segir. Áskorun forsvarsmanna tólf félagasamtaka Afgreiðslu frum- varps til sveitar- stjórnarlaga verði frestað FORSVARSMENN tólf félaga og félagasamtaka hafa skorað á ríkisstjórnina að fresta afgreiðslu þeirrar breytingar á sveitar- stjórnarlögum „sem skiptir jökl- um og öræfum milli 42 lítilla sveitarfélaga og sviptir yfir 90% þjóðarinnar þeim rétti til miðhá- lendisins sem hún hefur haft fram til þessa sbr. forn lög og dóma“. Askorunin er undirrituð af for- svarsmönnum Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, Félags leiðsögumanna, Skotveiðifélags Islands, Náttúruvernd- arsamtaka Is- lands, Land- varðafélags ís- lands, Félags ís- lenskra ferða- skrifstofa, Arki- tektafélags ís- lands, Islenska fjalla- hjólaklúbbsins, Skipulags- fræðingafélags Islands, Félags nýlistasafnsins, Landssambands íslenskra véjs- leðamanna og Ferðafélags Is- lands. I áskoruninni er lagt til að sum- arið verði notað til þess að fínna málamiðlun, sem öll þjóðin geti sætt sig við. „Við vörum eindregið við því að keyra málið í gegnum þingið nú á síðustu dögum þess í ljósi þeirrar gífurlegu andstöðu, sem er að skapast í þjóðfélaginu, en almenningur er fyrst nú að átta sig á því hvað er að gerast,“ segir í áskoruninni, sem var af- hent á Alþingi í gær. Mistök hafa verið gerð Ennfremur segir: „Sum mál þurfa mikla umfjöllun, og það getur tekið langan tíma að ná samkomulagi, sem þing og þjóð getur unað við. Sú afdrifamikla breyting á sveitarstjórnarlögum, sem er til umræðu á Alþingi og varðar fyrirkomulag stjórnsýslu- og skipulagsmála á miðhálendinu, skiptir þjóðina miklu. Það að skipta miðhálendinu upp milli aðliggjandi sveitarfélaga er lík- legt til að valda sárindum og hatrömmum deilum í þjóðfélaginu um langan aldur. Stjórnskipan miðhálendisins hefur oft verið til umfjöllunar á Alþingi, og hafa þar verið gerð mistök í laga- setningu til að verja þrönga hagsmuni. Má nefna breytingu á sveitarstjórn- arlögum 1972, sem var ætlað að tryggja viðkomandi sveitarfélagi fast- eignagjöld af húsum virkjana, en færði því um leið lögsögu yfír af- rétti, sem mörg önnur sveit- arfélög höfðu áður haft afnot af. A þinginu 1991 var lögð fram skýrsla umhverfisráðherra um stjórnsýslu á miðhálendinu. Þar er lýst samhljóða því áliti stjórn- skipaðrar nefndar, að miðhálend- ið skuli vera ein skipulags- og stjórnsýsluheild. Því miður virðist ekki hafa náðst samstaða í þinginu um að fara þessa leið, þótt almenningur í landinu hafi frá fornu fari litið svo á, að miðhálendið sé einskis manns land, sem allir hafi jafnan rétt til.“ ALÞINGI Snörp orðasenna milli forsætisráðherra og sljórnarandstæðinga á Alþingi á laugardag Ráðherra boðar takmarkanir á ræðutíma þingmanna TIL snarprar orðasennu kom á þingfundi Alþingis síðdegis á laug- ardag efth- að Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingflokki jafnaðarmanna, gerði að umtalsefni ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum fyrr um daginn. Þar hefði hann m.a. sagt að umræðum- ar á Alþingi undanfamar vikur væm þinginu til skammar og því næst hefði hann boðað breytingar á þingsköpum Alþingis í vor eða haust í þeim tilgangi að takmarka ræðutíma þingmanna. Stjómarandstæðingar mótmæltu þessum yfirlýsingum ráðhema og sögðu þær ekki greiða fyrir þingstörfum. Þeir hefðu auk þess lýðræðislegan rétt á því að fylgja málflutningi sínum ítarlega eftir úr ræðustól Alþingis. Forsætis- ráðherra ítrekaði hins vegar fyrri ummæli sín og sagði m.a. að sú skylda hvíldi á þingmeh’ihlutanum að breyta þingsköpum Alþingis. Þannig yrðu þingsköpin ekki mis- notuð, eins og nú hefði gerst. Jóhanna sagði m.a. í upphafi um- ræðunnar um þetta mál að forsætis- ráðherra gerði það sem í hans valdi stæði til að stilla því upp sem málþófi þegar stjórnarandstæðing- ar ræddu ítarlega um sveitarstjóm- arfrumvarpið, frumvarpið um eign- arhald og nýtingu á auðlindum í jörðu og húsnæðisfrumvarpið. Hún vísaði því á bug að um málþóf væri að ræða og sagði að stjórnarand- staðan hefði lýðræðislegan rétt á því að koma athugasemdum sínum á framfæri. Forsætisráðhen-a kvaðst þess hins vegar fullviss að þjóðinni léki mikil forvitni á því að vita hvenær Jóhanna hæfi málþóf, ef yfir tíu tíma ræða væri það ekki. Hann sagðist hafa fylgst með drjúgum hluta framsöguræðu Jóhönnu um húsnæðismáhn, sem tók yfir tíu tíma, og sagði að hann hefði m .a. heyrt þegar hún hefði lesið upp úr 50 ára gömlum ræðum. Þá hefði hún m.a. fjallað um menn eins og Olaf Thors og Magnús Guðmunds- son og snúið úr orðum þeirra og uppnefnt flokk þeirra. Núna héldi hún því síðan fram að þetta tengdist ekki neinu málþófi. Forsætisráðherra fór einnig út í kostnað þingsins við að vélrita ræðu Jóhönnu um húsnæðismál. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þingsins kostaði það 300 þúsund krónur að vélrita upp ræðu þing- mannsins og ítrekaði að í þeirri ræðu hefði m.a. verið lesið upp úr 50 ára gömlum ræðum þingsins. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu hins vegar þennan málflutn- ing ráðherra og sagði Ogmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubanda- lags og óháðra, m.a. að menn væru famir að leggjast mjög lágt þegar þeir væru famir að reikna út hvað kosti að skrifa upp ræður þing- manna og gera lítið úr málflutningi þeirra sem væm að reyna að forð- ast stórslys. Síðar í umræðunni fjallaði ráðherra um þann tíma sem það hefði tekið alþingismenn að ræða um fyirnefnd þrjú frumvörp auk þjóðlendufrumvarpsins og sagði að þær umræður hefðu tekið samtals um 120 klukkustundir. Þrátt fyrir það horfði Jóhanna framan í þjóðina og segði að hún hefði ekki verið í málþófi. Jóhanna svaraði þessu með því að gagnrýna ráðherra fyrir það að telja mínútumar og klukkutímana sem það tæki þingmenn að ræða mikilvæg mál. Á sama tíma hefði hann ekkert að segja við það fólk sem hundruðum saman yrði án öryggis í húsnæðismálum þegar frumvarp félagsmálaráðherra um húsnæðismál næði fram að ganga. Sagði hún það til skammar að for- sætisráðherra hefði engin skilaboð til þjóðarinnar önnur en þau hvað það tæki stjómarandstöðuna lang- an tíma að ræða um þau mál sem henni lægju á hjarta. Forsætis- ráðherra benti hins vegar á að Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefði af hálfu ríkisstjórnarinnar gert grein fyrir húsnæðisfrumvarpinu og staðið fyrir svöram. Ríkisstjómin stæði heils hugar á bak við þann málflutning. Vandaðar umræður Orðaskiptin milli ráðherra, Jóhönnu og annarra þingmanna stjómarandstöðu héldu áfram á þessum nótum næsta klukkutí- mann. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, líkti ráðherra við Lúðvík XVI og sagði m.a. að ummæli hans í fjölmiðlum bæru vott um einskæran valdhroka. Undir lok þessara orða- skipta óskuðu nokkrir þingmenn eftir því að verða teknir út af mæ- lendaskrá í annai-ri umræðu um húsnæðisframvarpið vegna þess að það væri nauðsynlegt að ræða „hina alvarlegu stöðu“ milli framkvæmda- valdsins og þingsins. Forsætis- ráðherra tók undir þá ósk og kvaðst telja það mjög þaift að það færa fram vandaðar umræður um stöðu fi-amkvæmdavaldsins og þingsins. Ragnar Araalds, fyrsti varaforseti Alþingis, sem stýrði fundinum sagði að það yrði tekið til nánari athugun- ar í forsætisnefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.