Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 12

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögmaður Sverris Hermannssonar krefst endurupptöku greinargerðar Ríkisendur- skoðunar til bankaráðs Landsbanka Krafa um endur- upptöku / s Asgeir Þór Arnason hæstaréttarlögmaður hefur krafist þess, fyrir hönd Sverris Her- mannssonar, að Ríkisendurskoðun vinni nýja greinargerð til bankaráðs Landsbank- ans um veiðiferðir, risnu og fleira. HÉR fer á eftir í heild ki'afa sem Ás- geir Þór Árnason hæstaréttarlög- maður sendi Ríkisendurskoðun í gær fyrir hönd Sverrir Hermannssonai’. „Sverrir Hermannsson, Einimel 9, Reykjavík, hefur falið mér að krefj- ast þess, að endurupptekin verði greinargerð ríkisendurskoðunar frá aprílmánuði sl. til bankaráðs Lands- banka Islands hf. um kostnað bank- ans vegna veiðiferða, risnu, o.fl. Kröfur Umbj. minn gerir kröfu um; ítar- legri rannsókn, önnur efnistök og að breytingar verði gerðar á geinar- gerðinni eins og rakið verður hér á eftir, en jafnframt að núverandi ríkisendurskoðandi og þar með starfslið hans allt, víki sæti við með- ferð málsins, annars vegar þegai’ ákvörðun verður tekin um það, hvort við endurupptökubeiðninni verði orðið og hins vegar við efnislega meðferð endurupptökukröfunnar. Efnislegar kröfur umbj. míns eru nánar þessar: 1. Liður II.1 á bls. 4 um kostnað bankans og dótturfélaga vegna veiði- ferða 1993-1997. Þess er krafist að kostnaður vegna veiðiferða verði rakinn allt aftur til ársins 1982 eða fyrir fimmtán ára tímabil. Er umbj. mínum þetta nauð- synlegt til þess að varpa annars veg- ar ljósi á starfsvenjur innan bankans áður en hann hóf þar störf á árinu 1988. 2. Liður II.1 á bls. 5 um svar bankans til viðskiptaráðherra 3. mars sl. Þess er krafíst að greint verði frá því að umbj. minn hafí ekki staðið að hinni meintu röngu upplýsingagjöf til ráðherrans og þar með til Alþing- is. 3. Liður II.2 á bls. 6 um kaup bankans og dótturfélaga á veiðileyf- um af Bálki ehf. I 5.mgr. er frá því greint að umbj. minn hafi skýrt frá því að upphaf viðskiptanna megi rekja til þess að á árinu 1989 hafi bankaráðið ákveðið kaup á veiðileyfum í Hrútafjarðará. Þess er krafist að rétt verði frá greint og tiltekið að upphaf málsins megi rekja til ársins 1986 eða tveim- ur árum fyrir þann tíma er umbj. minn tók við starfi bankastjóra. 4. Liður II.2 á bls. 6 um kaup bankans og dótturfélaga á veiðileyf- um af Bálki ehf. Þess er krafíst að í 6.mgr. verði felld út orðin: „Engu að síður telur Ríkisendur- skoðun afar óæskilegt vegna hættu á hagsmunaárekstrum að bankinn eigi viðskipti með þeim hætti, sem hér er lýst, við aðila svo nátengdum einum af (svo) æðstu yfirmönnum hans.“ Það er ekki hlutverk ríkisendur- skoðunar að fella dóma með þessum hætti um viðskipti óskyldra lögper- sóna enda er í sömu málsgrein kom- ist að því að viðskiptin hafí verið í samræmi við markaðsverð og gerð af öðrum en umbj. mínum fyrir hönd bankans. Það er og ekki hlutverk ríkisendurskoðunar, að fírra lögper- sónuna Bálk ehf., með þessum hætti, möguleikum á viðskiptum við stærsta fyrirtæki landsins. 5. Liður II.3 á bls. 7 um tilefni veiðiferða. Þess er krafist að kaflinn verði endurskrifaður og tekið tillit til þeirra starfsvenja sem uppi hafa verið í bankanum enda hvílir sú laga- skylda á ríkisendurskoðun að taka tillit til þeirra skv. 3.tl. 8.gr. laga nr. 86/1997, sbr. áður 2.tl. 8.gr. laga nr. 12/1986. Þess er krafíst að sérstaklega verði tilgreint að umbj. minn hafí gefíð fullnægjandi skýringar á heim- ildum sínum til þeirra veiðiferða sem honum tengjast. 6. Liður III.2 á bls. 9 um risnu- kostnað. Þess er krafíst að greint verði frá því í 2.mgr. A) liðs að umbj. minn hafi gert fullnægjandi grein fyrir þargreindum útgjöldum að fjárhæð kr. 2.813.012,- m.a. að teknu tilliti til starfsvenja í bankanum. 7. Liður III.2 á bls. 11 um risnu- kostnað. Þess er krafist að í l.mgr. D) liðar verði 3.ml. felldur út, hvað umbj. minn varðar, þ.e. orðin: „Svör þessara starfsmanna sýna þó að risna bankastjómarinnar er mun meiri en fram kemur hjá ein- stökum bankastjórum því að í mörg- um tilfellum hafa áfengis- og matar- úttektir vegna móttöku bankastjóm- ar verið samþykktar af þeim, en ekki viðkomandi þankastjóra." Þess er krafíst að fullyrt verði að umbj. minn hafí áritað til samþykkis öll fylgiskjöl vegna risnuútgjalda, sem voru honum viðkomandi. 8. Liður III.2 á bls. 11 um risnu- kostnað. Þess er krafíst að E) liður verði endurskrifaður og tekið tillit til þeirra starfsvenja sem uppi hafa verið í bankanum, sbr. lagaskyldu ríkisendui’skoðunar skv. 3.tl. 8.gr. laga nr. 86/1997, sbr. 2.tl. 8.gr. laga nr. 12/1986. Á þetta sérstaklega við um l.mgr. Varðandi 2.mgr. er vísað til næstu athugasemdar. 9. Liður III.3 á bls. 12 um skrán- ingu og frágang bókhaldsgagna, sem tengjast risnukostnaði Landsbank- ans. Þess er krafist að kafli þessi verði endurskrifaður og þar sérstaklega tilgreint að ríkisendurskoðun hafi aldrei áður vakið athygli á, að frá- gangi fylgiskjala kynni að vera ábótavant en hafi þó allan starfstíma umbj. míns haft með endurskoðun bankans að gera, skv. 2.ml. l.mgr. 60. gr. laga nr. 113/1996, áður 60.gr. laga nr. 43/1993 og l.mgr. 40. gr. laga nr. 86/1985, sbr. 4.gr. laga nr. 32/1989. 10. Liður III.5 á bls. 13 um ferða- kostnað Landsbankans. Þess er krafist að lokið verði at- hugun á ferðakostnaði bankans eins og boðað er og hann nákvæmlega sundurgreindur fyrir hvem banka- stjóranna. Varðandi A) lið er þess krafíst að í greinargerðina verði tekið upp bréf viðskiptaráðherra dags. 10. janúar 1992 til bankastjórnar Landsbanka íslands og um starfsvenjur fjallað á hlutlægan hátt í samræmi við efni bréfsins og ákvæði 3.tl. 8.gr. laga nr. 86/1997 um ríkisendurskoðun, sbr. áður 2.tl. 8.gr. laga nr. 12/1986. 11. Liður III.7á bls. 15 um endur- skoðun á bókhaldi Landsbankans. Þess er krafist að í kaflanum verði frá þvf greint, að fram til þessa hafi ríkisendurskoðun ekki vakið athygli bankastjómar á því að eitthvað hafí verið athugavert við kostnaðarliði þá sem greinargerðin fjallar um og að það hafi verið andstætt góðri endur- skoðunarvenju að láta það hjá líða. Ennfremur verði í greinargerðinni vitnað í núgildandi lög um viðskipta- banka og sparisjóði nr. 113/1996. Endurupptökuheimild Um heimild til þess að krefjast endurapptöku málsins er vísað til meginreglna stjórnarfarsréttar þessu viðkomandi einkum að grein- argerðin hafí byggst á ófullnægjandi og röngum upplýsingum um málsat- vik. Ennfremur að umbj. minn varð- ar það miklu að greinargerðinni verði breytt og að ekki er getið sér- stakrar kæruheimildar í lögum nr. 86/1997 um Ríkisendurskoðun. Vísað er til lögjöfnunar frá 24.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og reglna 6. þáttar einkamálalaga nr. 91/1991 um endurupptöku og málsskot en reglur þessar marka vilja löggjafans til þess að veita þegnunum réttindi til, að krefjast þess, að úrlausnir yf- irvalda um persónuleg málefni þeiira, sæti endurskoðun. Málsástæður - lagarök I. Vanhæfi I.A. Vanhæfí frá upphafi: Greinargerð ríkisendurskoðunar ber að endurupptaka þegar af þeirri ástæðu að núverandi ríkisendur- skoðandi var frá upphafí vanhæfur til þess að vinna að greinargerðinni. Helgast það af þeirri lagaskyldu hans að vera annar tveggja endur- skoðenda Landsbankans sbr. núgild- andi l.ml. l.mgi-. 60.gr. laga nr. 113/1996 og störf hans að greinar- gerðinni lutu þar með óhjákvæmi- lega að því að rannsaka eigin þátt- töku í endurskoðun bankans og varðaði hann því sjálfan verulega. Alkunna er að aðild að máli og per- sónulegir hagsmunir leiða undan- tekningarlaust til vanhæfís skv. meginreglum stjórnarfarsréttar sbr. lögjöfnun frá 1. og 5.tl. l.mgr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Á van- hæfísástæða þessi sér jafnframt stoð í a.,b. og g. lið 5.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. I.B. Síðar tilkomið vanhæfi: Við meðferð málsins kallaði núver- andi ríkisendurskoðandi sér til að- stoðar Lárus Ögmundsson, lög- fræðing embættisins, sem vanhæfur var til meðferðar málsins, ekki ein- asta af framangi-eindum orsökum heldur jafnframt þar sem sambýlis- kona hans er systir Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismanns en hún hefur aðilastöðu í málinu, sem upphafs- maður þess, sbr. umfjöllun þar um á bls. 5 í greinargerðinni auk þess sem málefnið varðaði Jóhönnu verulega enda hafa pólitískir hagsmunir verið viðurkenndir sem vanhæfísástæða. Um þessar van h æfísás tæ ður Lárusar Ögmundssonar vísast til 2., 5. og 6.tl. stjómsýslulaga nr. 37/1993 með lögjöfnun. Auk þess sem van- hæfísástæðan á sér jafnframt stað í d., e. og g. lið 5.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála í héraði. Undir meðferð málsins var núver- andi ríkisendurskoðandi, að áliti um- bj. míns, beittur óeðlilegum þrýst- ingi til þess að ljúka málsmeð- ferðinni, af framkvæmdavaldshöfum. Ber greinargerðin einmitt merki þess, sbr. á bls. 3 og 13 þar sem frá því er greint að ekki hafí gefíst tími til þess að skoða mikilsverða þætti. Á það skal bent að málsflýtirinn var ekki að ósk umbj. míns, sem þó óskaði eftir gi-einargerðinni. I.C. Vanhæfi við meðferð kröfu um endurupptöku: Framangreindar vanhæfísástæður sem varða ólögmæti greinargerðar ríkisendurskoðunar frá aprílmánuði sl. eru ennþá fyrir hendi og valda því að núverandi ríkisendurskoðandi er vanhæfur til meðferðar kröfu umbj. míns um að málið verði endurupp- tekið. Til viðbótar þeim hafa nú til- komið nýjar vanhæfísástæður með því að núverandi ríkisendurskoðandi hefur tjáð sig opinberlega um málefnið í íikissjónvarpinu miðviku- dagskvöldið 13. maí og í Morgun- blaðinu fóstudaginn 14. maí. I báðum tilvikum hefur núverandi ríkisendur- skoðandi beinlínis tjáð sig um málefni umbj. míns umfram það sem í skýrslu hans greinir og með þeim hætti að alvarlega má draga í efa, að hann sé fær um að líta ldutlægt á málið. Um vanhæfísástæður þessar er vísað til meginreglna stjórnar- farsréttar, til lögjöfnunar frá 6.tl. 3.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og grunnreglu g. liðs 5.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. II. Málsmeðferð Endurupptaka ber greinargerð ríkisendurskoðunar frá aprílmánuði sl. vegna þess að mjög skortir á að gætt hafi verið meginreglna stjórn- arfarsréttar um málsmeðferð. Er það ekki síst brýnt þar sem hér er um mikilsverða persónulega hags- muni umbj. míns að tefla. Áður hefur verið minnst á, að hraðinn var með ólíkindum og bent á, að hugsanlega hafi kröfur þar að lútandi frá fram- kvæmdavaldshöfum leitt til vanhæfis ríkisendurskoðanda einar og sér. Hér er hins vegar því við að bæta, að málshraðinn gefur tilefni til að ætla, að meginregla stjórnarfarsréttar um rannsóknaskyldu hafí verið brotin á umbj. mínum. í flýtinum skirrtist ríkisendurskoðandi t.d. við að grann- kynna sér starfsvenjur í bankanum og hliðstæðum stofnunum, sem kynnu að geta orðið umbj. mínum til framdráttar. Er þetta sýnu alvar- legra þegar haft er í huga, að núver- andi ríkisendurskoðandi hefur viður- kennt í framangreindum fjölmiðlum, þar sem hann tjáir sig um málefnið, að umbj. minn hafi einmitt vakið at- hygli hans á því, að hann þyrfti að kynna sér þetta. Núverandi ríkiend- urskoðandi þverskallast þannig við að rannsaka málefnið með þeim hætti sem umbj. minn gerði ráð fyrir og átti kröfu til. Þess í stað leggur núverandi ríkisendurskoðandi til grundvallai-, að um laxveiðiferðir og risnu hefði átt að fara samkvæmt reglum sem hann útbjó sjálfur eftirá vegna meðferðar málsins og að því er virðist einungis í því augnamiði að þvinga umbj. minn til þess að segja starfí sínu lausu. Gat núverandi ríkisendurskoðandi ekki gengið þess dulinn að sú yrði raunin eftir fram- lagningu greinargerðar hans svo sem hann viðurkennir í bréfí sínu til forsætisnefndar Alþingis og birt er í Morgunblaðinu 15. maí sl. Er þetta mjög alvarlegt brot gegn framan- greindri rannsóknareglu stjómar- farsréttar, sbr. lögjöfnun frá 10.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en alvar- legt brot á rannsóknarreglu leiðir eitt og sér til þess að stjórnsýsluat- höfn er ógild, sbr. Hæstaréttardóm 1993: bls. 108. Við meðferð málsins hjá núver- andi ríkisendurskoðanda var alvar- lega brotið gegn andmælarétti um- bj. míns. Honum var að vísu sendur fjöldi fylgiskjala og síðan kallaður til fundar eina kvöldstund. Sam- kvæmt upplýsingum núverandi ríkisendurskoðanda, sem fram hafa komið í fjölmiðlum, féllst hann á sumar skýi-ingar umbj. míns en aðr: ar ekki eða taldi þær óviðunandi. I óðagotinu við að koma greinar- gerðinni á framfæri gætti hann hins vegar ekki þeirrar skyldu sinnar að leggja þau atriði sérstaklega fyrir umbj. minn sem hann hafði ekki fengið fullnægjandi skýringar við, að eigin áliti. Þetta leiddi til þess að í greinargerðinni fólst áfellisdómur um umbj. minn. Hefði andmælarétt- ur umbj. míns verið í heiðri hafður er augljóst, að ekki hefði komið til þessa áfellisdóms eða umbj. minn hefði a.m.k. komið að rétti sínum til þess að skýringa hans yrði getið í greinargerðinni ef núverandi ríkisendurskoðandi hefði talið þær léttvægar. Enn má frá greina, að núverandi ríkiendurskoðandi braut alvai'lega gegn þeirri málsmeðferðarreglu stjórnarfarsréttar að aðili máls eigi til fyllingar andmælai-étti sínum rétt á því að afgreiðslu máls sé frestað uns honum hefur gefíst tími til þess að kynna sér gögn og gera grein fyr- ir afstöðu sinni, sbr. lögjöfnun frá 18.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Það er langur vegur frá því að svo sé. Umbj. minn hafði loforð núver- andi ríkisendurskoðanda fyrir því, að mega koma fram með allar athuga- semdir sínar áður en greinargerðin yrði kynnt bankaráðinu, þingmönn- um og þar með gerð opinber, en lof- orð þetta var svikið. Greinargerð Ríkisendurskoðunar brýtur til viðbótar í bága við megin- reglur stjórnarfarsréttar um meðal- hóf. Við meðferð máls ber stjórn- valdi að hafa í heiðri að fara ekki strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. I því sambandi er vísað til lögjöfnunai- frá 12.gr. stjórnsýslu- laga nr. 37/1993. Ef núverandi ríkisendurskoðandi hefði haft meðal- hófsregluna í heiðri er augljóst að hann hefði ekki ályktað út frá rannsóknarniðurstöðum sínum held- ur látið aðra um það. Það er enn- fremur ekki hlutverk Ríkisendur- skoðunai- að dæma heldur að leggja fram staðreyndir. Allt að einu, hafí núverandi ríkisendurskoðandi talið að hann gæti ekki komist hjá því að tilgreina álit sitt á niðurstöðunum þá bar honum jafnframt í hvívetna að heiðra réttindi umbj. míns og geta jafnframt ályktana hans af niður- stöðunum eða a.m.k. að geta þess að ágreiningur væri uppi um túlkun staðreyndanna. III. Efni máls Umbj. minn mun greina settum ríkisendurskoðanda nákvæmlega frá efni málsins, í sérstakri greinargerð, ef orðið verður við kröfu hans um endurupptöku málsins. Hnöki-ar í efnismeðferð málsins hjá núverandi ríkisendurskoðanda eru þó það mikl- ir að þeir styðja sérstaklega kröfu umbj. míns um endurupptöku. Verð- ur nú í stuttu máli vikið að þeim: III.A. Veiðiferðir: í greinargerð Ríkisendurskoðunar er það álit gefíð að a.m.k. þriðjungur veiðiferða á kostnað bankans tengist ekki viðskiptahagsmunum hans og að umbj. minn og Björgvin Vilmund- arson eigi þar einir hlut að máli. Um- bj. minn getur að þessu leyti ekki svarað fyrir aðra en sjálfan sig, en sérstaka athygli vekur að ekki er í greinargerðinni upplýst hversu stór hluti þessa þriðjaparts er eignaður umbj. mínum og hversu stór hluti er eignaður Björgvini Vilmundarsyni. Er það ennfremur alvarlega mis- vísandi í greinargerðinni að nefna umbj. minn og Björgvin Vilmundar- son í sömu andránni án þess að greina frá þætti hvors um sig. Vegna þessa mun umbj. minn við endur- upptöku málsins greina nákvæmlega frá öllum veiðiferðum sem kostaðar hafa verið af Landsbankanum og hann hefur verið þátttakandi í, ásamt upplýsingum um boðsgesti. Það er eindregin skoðun umbj. míns að þær upplýsingar séu fullnægjandi til þess að leiða í ljós, að mat núver- andi ríkisendurskoðanda á því, að umbj. minn beri ábyrgð á veiðiferð- um, sem ekki tengdust viðskipta- hagsmunum bankans, sé rangt. Augljóst sé að þar séu á ferðinni aðilar, sem Landsbankanum var, við- skipta sinna vegna, nauðsynlegt að hafa góð samskipti við. Nauðsynlegt er jafnframt að vísa til starfsvenju í bankanum varðandi veiðiferðir en Ríkisendurskoðun lít- ur í greinargerð sinni algerlega framhjá henni, þrátt fyrir augljósa skyldu skv. 3. tl. 8. gr. laga um Ríkisendurskoðun nr. 86/1997 og áð- ur 2. tl. 8. gr. laga nr. 12/1986. Er umbj. minn kom til starfa hjá Landsbanka íslands 17. maí 1988 var sá siður uppi, að bankaráð fór til laxveiða á hverju sumri. Hélst siður þessi áfram eftir að umbj. minn réðst til starfa og öldungis án þess að sérstaklega væri hugað að því að til ferðanna væri stofnað til þess að sýna gestrisni eða þakklæti í því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.