Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 13 skyni að afla, treysta eða viðhalda viðskiptasamböndum. Umbj. minn vill ennfremui- benda á, að samvinna milli Landsbankans og Seðlabanka um veiðar sumar hvert, hafði komist á löngu fyrh’ hans tíð í bankanum. Áttu bankar þessir sameiginlega veiðidaga sumar hvert. Þá leyfír umbj. minn sér að benda á, að árið 1950 bauð Jón Ámason bankastjóri í veiðirétt í Vatnsdalsá fyi'ir hönd Landsbanka Islands á móti Tryggva Ofeigssyni og hugðist reka ána fyrir risnugesti Landsbank- ans en Tryggvi hafði betur. Umbj. minn mótmælir harðlega ávirðingum ríkisendurskoðanda vegna viðskipta bankans við Bálk ehf. I fyrsta lagi vegna þess hvernig til þehTa var upphaflega stofnað, í öðru lagi vegna þess að viðskiptin voru ávallt öll gerð af formanni bankastjórnar, Björgvini Vilmundar- syni, og í þriðja lagi vegna þess að Bálkur ehf. er sjálfstæð lögpersóna, sem hafði uppá að bjóða mun hag- kvæmari kost í veiðileyfakaupum en boðið var uppá í þeim veiðiám þar sem auk veiðileyfakaupa fylgdi óhjákvæmilega verulegur gisti- og fæðiskostnaður. III.B. Óútskýrð útgjöld: I greinai’gerð Ríkisendurskoðunar kemur fram það mat ríkisendur- skoðanda að umbj. minn hafí ekki gert fullnægjandi grein fyrir útgjöld- um að fjárhæð kr. 2.813.012,00.- Um- bj. minn vill taka fram að þegíu’ hann hóf störf hjá Landsbanka Islands, kynnti hann sér hvaðeina er að regl- um, venjum eða siðum laut í bankan- um. Vegna risnu var upplýst, að hún væri ótakmörkuð þegar bankastjóri ætti í hlut, hvort sem væri í bankan- um eða utan hans, á veitingastöðum eða í heimahúsum, án þess að geta sérstaklega gesta eða tilefnis. Að þessari meðferð í framkvæmd var aldrei fundið við umbj. minn þau tæpu tíu ár sem hann starfaði fyrir bankann, enda telur umbj. minn sig hafa gætt hófs við nýtingu risnu- heimilda. Þá vill umbj. minn taka fram að hann hafí haft þann sið er hann gegndi ráðherraembætti að senda á jólum áfengi að gjöf til mjög margra þeirra sem hann hafði þurft að leita til í störfum sínum, t.d. þing- manna og fjölmargra annarra. Við komu umbj. míns til starfa fyrir Landsbanka Isiands innti hann sér- staklega eftir því, hvernig litið yrði á að hann héldi þeim sið, en nú vegna helstu viðskiptamanna og annarra sem hann þyrfti helst að leita til og styðjast við í störfum sínum sem bankastjóri. Var umbj. mínum tjáð að slíkai- gjafir væru sjálfsagt mál og væru auk þess starfsvenja í bankan- um. Við endurupptöku málsins munu verða raktar skýringar umbj. míns á öllum þeim útgjöldum, sem mynda hina óútskýrðu fjárhæð kr. 2.813.012,00,- að mati núverandi ríkisendurskoðanda. Þegar þær skýringar umbj. míns verða virtar er óhjákvæmilegt annað en að telja að hann hafi fullkomlega gert grein fyr- ir þeim risnuútgjöldum sem núver- andi ríkisendurskoðandi telur að snerti hann sérstaklega og hann hafi ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir. Einkum í Ijósi þess að nauð- synlegt kann að reynast að kanna bókhald bankans hvað þetta áhrærir a.m.k. allmörg ár aftur í tímann og fyi-ir tíma umbj. míns. Þá kann og að vera nauðsynlegt að staðreyna ein- stök risnutilefni með vitnisburðum þeirra manna sem að einstökum at- burðum hafa komið. III.C. Ósamþykkt risnuútgjöld: Með öllu er útilokað að umbj. minn geti gert grein fyrir þeim risnuútgjöldum að fjárhæð kr. 2.109.253,00.-, sem Ríkisendur- skoðun telur ósamþykkt. Umbj. mín- um er nær að halda að hann hafi áritað hvaðeina er honum var viðkomandi. Nær undantekningar- laust leysti umbj. minn til sín nótur og greiddi fyrst úr eigin vasa áður en hann framvísaði þeim til Reiknings- halds til endurgreiðslu. Umbj. minn vill ennfremur benda á að geysileg gestanauð er í þessu fjölmennasta fyrirtæki landsins. Ekki síst af erlendum viðskiptavin- um. Er þeim ávallt boðið til snæðings annað hvort í húsakynnum bankans að Laugavegi 77 eða á veit- ingahúsum. Umbj. minn vísar því alfarið frá sér að hann eigi nokkurn hlut að risnuútgjöldum þessum meðan ekki verður sýnt fram á annað. III.D. Lögmæti innkaupaaðferð- ar: I gi’einargerð Ríkisendurskoðunar er því haldið fram að áfengi hafi að hluta til verið keypt af tilgreindum veitingamanni án þess að réttra leiða um milliliðalaus kaup af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi verið gætt. Um þetta atriði er það að segja hvað umbj. minn varðar, að frá fornu fari í ráðherradómi hans þekkti hann viðkomandi veitingamann, sem ein- stakt lipurmenni, er hélt síðan áfram eftir að umbj. minn færðist til Landsbanka íslands, að sinna inn- kaupum íyrir hann. Gerði umbj. minn sér enga grein fyrii- því að rík- isbankinn mætti ekki eins og ráðu- neytin nota snúningalipurð hans. Vissi umbj. minn ekki til að veit- ingamaðurinn og hans' fyrirtæki kæmu öðruvísi við sögu en að gera innkaupin og skila þeim af sér. Þetta tiltekna atriði hefur ekki valdið Landsbanka íslands tjóni svo séð verði. Hefur bankinn að áliti um- bj. míns enga hagsmuni af áfram- haldi málsins gagnvart veitinga- manninum. Þó verður ekki undan því vikist að nefna að hafi verið um lög- brot að ræða þá er brotið framið af veitingamanninum og þátttaka umbj. míns i því meinta broti er refsilaus að lögum með vísan til refsiréttar- reglna um concursus neccessarius. Umbj. minn vill endilega ennfrem- ur benda á að leitt sé til þess að vita ef veitingamaðurinn þarf að líða fyr- ir þessa lipurð sína, því engan hag vissi umbj. minn til að hann hefði af sýslan þessari. III.E. Skattaleg meðferð: í greinargerð Ríkisendurskoðunar er fundið að frágangi fylgiskjala þeirra er lúta að risnukostnaði bank- ans. Er það í fyrsta sinn sem fundið er að honum í þau tæpu tíu ár, sem umbj. minn starfaði við bankann og hefur þó ríkisendurskoðandi sjálfur með endurskoðun að gera þar á bæ, skv. 1. mgr. 60. gr. laga um við- skiptabanka og sparisjóði, áður 60. gr. laga nr. 43/1993. Umbj. minn vill ennfremm- vísa til þess sem fyrr segir að ekki var venja í bankanum er hann réðst þar til stai-fa að geta um tilefni á fylgiskjöl- um vegna risnu og raunar fráleitt að nefna nöfn gesta að ekki sé minnst á gesti í heimahúsum. Ekki er að sjá annað en að viðskiptaráðuneytið sé þessu sammála, sbr. bréf þess dags. 12. febrúar sl. Þá verður að hafa í huga, að reglu- gerð nr. 483/1994 um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi getur ekki hafa vik- ið til hliðar starfsvenjum í Lands- banka Islands um risnu bankastjóra, gagnvart þeim, án þess að um það yrðu gerðar nýjar samþykktir innan bankans. Að öðru leyti telur umbj. minn að skattaleg meðferð þessa máls hljóti að vera í höndum skattyfirvalda ef þau sjá ástæðu til sérstakrar könn- unar og mun þá væntanlega enn- fremur reyna á hvort hin þröngu skilyrði frádráttar í ákvæði d. liðs 1. mgr. 6. gr. reglug. nr. 483/1994 hafi lagastoð. III.F. Kostnaður vegna utan- landsferða: í greinargerð ríkisendurskoðanda er fjallað stuttlega um ferðakostnað bankastjóra og maka þeirra erlendis. Segir þar á bls. 13 að vegna tíma- SJÁ NÆSTU SÍÐU NOKKRAR VISBENDINGAR: GOTT VERD GLÆSILEGUR 2 LOFTPÚÐAR ABS HEMLAR RÚMGÓDUR SPARNEYTINN SPRÆKUR ÞU GETUR ORUGGLEGA EKKIIMYNDAÐ ÞÉR HVAÐA BÍLTEGUND ÞETTA ER!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.