Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Skúlptúr ‘98
Clinton og Blair leggja hart að ráðamönnum í Pakistan
Pakistanar hafni
kjamorkutilraunum
London, fslamabad. Reuters.
VEGFARANDI virðir fyrir sér
skúlptúrinn Nana Blum eftir Niki
de Saint-Phalle í Haag um sl.
helgi. Þar í borg stendur nú yfir
sýningin Skúlptúr ‘98 og eru
sýnd þar rúmlega fimmtíu úti-
listaverk sem gefa grófa heildar-
mynd af þrívíðri myndlist í Evr-
ópu undanfarna öld. Sýningin
stendur til 14. júlí.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, og Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, hringdu í
gær í Nawaz Sharif, forsætis-
ráðherra Pakistans, til að skora á
hann að fyrirskipa ekki kjarn-
orkutilraunir en hann vildi ekki
lofa því. Sendimaður Japans-
stjórnar hóf í gær viðræður við
ráðamenn í Pakistan til að fá þá
til að hefja ekki kjarnorkutilraun-
ir og gaf til kynna að það væri
Pakistönum sjálfum fyrir bestu að
fara ekki að dæmi Indverja, sem
sprengdu fímm kjarnorku-
sprengjur í vikunni sem leið.
„Þetta voru góðar samræður
þar sem forsetinn og forsætis-
ráðherrann færðu rök fyrir því
hvers vegna þeir ættu ekki að
hefja kjarnorkutilraunir,“ sagði
Mike McCurry, talsmaður Band-
aríkjaforseta, um hálftíma samtal
Clintons og Blairs við Sharif.
Clinton sagði á blaðamanna-
fundi í gær að hann vildi semja við
Pakistana um „sérstakar aðgerðir“
til að treysta varnir Pakistans og
tryggja að landið hefði efnahags-
legan og pólitískan ávinning af því
til lengri tíma litið að hafna kjam-
orkutilraunum. Forsetinn vildi þó
ekki skýra frá því hvers konar að-
gerðir kæmu til greina.
Hefur ákvörðun þegar
verið tekin?
Sendimaður Japansstjórnar,
Seiichiro Noburu, sagði eftir fund
með Gohar Ayub Khan, utanríkis-
ráðherra Pakistans, að hann teldi
að pakistanska stjómin hefði ekki
enn tekið ákvörðun um hvort hún
færi að dæmi Indverja. „Ég hygg
að pakistanska stjómin sé að meta
ástandið mjög vandlega, mjög
varfærnislega."
Fjölmiðlar í Pakistan sögðu hins
vegar að stjórnin hefði þegar
ákveðið að hefja kjamorkutilraun-
ir vegna mikils þrýstings heima
fyrir, spumingin væri aðeins
hvenær þær hæfiist.
Japanir hóta efnahagslegum
refsiaðgerðum
Pakistanski utanríkisráðherr-
ann brást mun harkalegar við
kjamorkutilraunum Indverja en
Sharif forsætisráðherra, sem sagði
um helgina að stjórnin hefði ekki
enn tekið ákvörðun í málinu en
Pakistanar gætu hafið kjarnorku-
tilraunir með 12-24 stunda fyrir-
vara.
Japanskir embættismenn sögðu
að sendimaðurinn hefði afhent
stjóm Pakistans bréf frá Ryutaro
Hashimoto, forsætisráðherra Jap-
ans, þar sem hún væri vömð við
því að Japanir myndu grípa til
efnahagslegra refsiaðgerða gegn
Pakistönum ef þeir sprengdu
kjamorkusprengjur í tilrauna-
skyni.
Japanir og Bandaríkjamenn
hafa gripið til refsiaðgerða gegn
Indverjum, sem talið er að geti
kostað þá 20 milljarða dala, and-
virði 1.400 milljarða króna. Leið-
togar átta helstu iðnríkja heims,
sem ræddu málið í Birmingham
um helgina, fordæmdu kjamorku-
tilraunir Indveija en samþykktu
ekki tillögu Bandaríkjastjómar
um að öll ríkin gripu til refsiað-
gerða. Pakistanar sögðust hafa
orðið fyrir miklum vonbrigðum
með viðbrögð leiðtoganna við
kjamorkusprengingum Indveija.
Uppnám á leiðtogafundi
Óstaðfestar fregnir um að
Pakistanar hefðu þegar hafið
kjarnorkutilraunir ollu uppnámi á
leiðtogafundinum á sunnudag.
Hashimoto og Helmut Kohl,
kanslari Þýskalands, skýrðu báðir
blaðamönnum frá því að Pakistan-
ar kynnu að hafa sprengt kjarn-
orkusprengjur í tilraunaskyni en
það var dregið til baka. „Sam-
kvæmt upplýsingum okkar hefur
það ekki gerst enn,“ sagði Clint-
on.
Lal Krishna Advani, innanríkis-
ráðherra Indlands, sagði í gær að
líklegt væri að Pakistanar hertu á
„fjandsamlegum aðgerðum sín-
um“ í Kasmír og víðar á Indlandi.
Hann varaði hins vegar við því að
slíkar aðgerðir yrðu „gagnslausar
og dýrkeyptar fyrir Pakistana“.
James Rubin, talsmaður band-
aríska utanríkisráðuneytisins,
sakaði Indverja í vikunni sem leið
um að hafa villt um fyrir Band-
aríkjastjórn áður en kjamorkutil-
raunimar hófust. Indverska utan-
ríkisráðuneytið vísaði þessu á bug
í gær og sagði að Indverjar hefðu
aldrei lofað því að sprengja ekki
kjamorkusprengjur í tilrauna-
skyni.
Bandaríkjamenn sakaðir
um „hræsni"
Jimmy Carter, fyrrverandi for-
setí Bandaríkjanna, sagði á sunnu-
dag að Bandaríkjamenn væru ekki
í aðstöðu til að gagnrýna Indverja
fyrir kjamorkutilraunir þar sem
þeir hefðu ekki viljað fækka eigin
kjamavopnum og bandaríska
þingið hefði ekki enn staðfest
alþjóðlegan samning um bann við
kjarnorkusprengingum í tilrauna-
skyni. Hann sagði að afstaða
Bandaríkjamanna bæri því keim af
„hræsni“.
Formaður og varaformaður
leyniþjónustunefndar öldunga-
deildar Bandaríkjaþings sögðu um
helgina að hún myndi heimila sölu
á 28 orrustuþotum af gerðinni F-
16 til Pakistans ef þarlendir ráða-
menn fyrirskipuðu ekki kjamorku-
tilraunir. Pakistanar hafa þegar
greitt rúman hálfan milljarð dala
fyrir þotumar en þingið hefur
hindrað afhendingu þeirra í rúm
tíu ár.
rriAÍ +ÍLBOÐ Á Nusqvaada Daísy 320
Verð áður: kr. 41.800.-
tÍLBOÐSVERJ): KBst 35.530 StCR*.
isttm
Mörkinni 1 Reykjavík síml verslunar 588 9505 sfmi heildsölu 588 9555
Umboðsmenn Husqvarna
Akranes: Handraöinn, Borgarnes: Kaupfélag Borgfiröinga, Stykkishólmur: Setta, ísafjöróur: Póllinn. Blönduós: Kaupfélag A-Húnvetninga,
Siglufjörður: Verslunin Elin, Saudárkrókur: Rafsjá, Akureyri: Radiónaust, Ólafsfjöröur: Verslunin Valberg, Húsavik: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar,
Egilsstaðir: Heiöubúö, Hornafjörður: Lónið, Vestmannaeyjar: Undir Nálina, Selfoss: Hjá Elisu, Keflavík: Stapafell.
Verstu þurrk-
ar í Mexíkó
í sjötíu ár
Mexíkó. Reuters.
VERSTU þurrkar í 70 ár herja nú á
Mexíkó og sögðu embættismenn á
sunnudag að skógareldar í suður-
hluta landsins væru svo miklir að til
náttúruhamfara mætti telja. Fimm
slökkviliðsmenn og einn óbreyttur
borgari hefur týnt lífi í baráttunni
við eldana. Neyðarástandi hefur
verið lýst yfir í ríkinu Chiapas.
Julia Carabias, umhverfismál-
aráðherra landsins, heimsótti Chi-
apas á laugardag og sagði þá að
veðurfyrirbærið El Nino tæki nú
sinn toll í Mexíkó. Ársúrkoma hefði
aldrei mælst minni, og væri um það
bil einn tíundi af meðalúrkomu.
Carabias ræddi við bændur í Chi-
apas og kom fram í máli hennar að
það sem af er árinu hefur ekkert
rignt í suðausturhluta landsins og
hefðu þurrkar sumstaðar aldrei ver-
ið verri.
Skömmu eftir að Carabias hafði
lokið heimsókn sinni til Chiapas var
lýst yfir neyðarástandi þar vegna
mikilla skógarelda. Hátt í fimmtíu
manns hafa beðið bana vegna skóg-
arelda í Mexíkó það sem af er árinu.
Flesta eldana kveikja bændur til að
hreinsa ræktarland áður en
regntíminn byrjar. Á laugardag
áttu nokkrir ráðherrar skyndifund
vegna ástandsins og ríkisstjórar í
suðurríkjunum kröfðust þess að
bændum yrði bannað að kveikja
elda til að hreinsa land.
Á sunnudag var haft eftir Rom-
arico Arroyo landbúnaðarráðherra
að auka yrði innflutning á helstu
korntegundum um 12-17% í ár,
miðað við síðasta ár. Sagði hann að
þegar hefðu um 10 milljónir hektara
ræktarlands skemmst af völdum
eldanna. Yfirvöld í ríkinu San Luis
Potosi, norðaustur af Mexíkóborg,
sögðu á sunnudag að ef ekki færi að
rigna myndu þau lýsa yfir neyð-
arástandi eftir tíu daga eða svo.
Mikill reykur stafar af eldunum
og eykur hann á gífurlega mengun í
Mexíkóborg, þar sem um 17 millj-
ónir manna búa. Sl. föstudag var
íbúunum ráðlagt að halda sig innan-
dyra og reykja ekki, þar eð loft-
mengun í borginni hafði sjaldan
verið meiri.
I
I
I
l
I
I
í
I
b
i
\
t
i
I