Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKIÐ LÝÐRÆÐI í SVEITARFÉLÖGUM Isamtali við Morgunblaðið sl. sunnudag segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri m.a.: „Þegar fram í sækir verður Kjalarnes hins vegar eins og eitt af hverfum borgar- innar og þá er hugsanlegt að þar verði komið upp hverfis- nefnd eins og við höfum verið að þreifa okkur áfram með í Grafarvogi. Mér finnst spennandi að geta gert þessar tvær tilraunir á vissri sjálfstjórn hverfa og við munum meta hvern- ig hún tekst og hvernig haga má fyrirkomulagi á hverfastjórn í framtíðinni.“ Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gengur lengra og segir í samtali við Morgunblaðið sl. sunnu- dag: „Við boðum líka aukið lýðræði í borginni okkar enda full ástæða til að þróa lýðræðishugmyndina. Nú eru allir sam- mála um, að lýðræðið sé okkar bezta kerfi, þegar önnur hafa beðið skipbrot, þó að ekki sé lýðræðiskerfið fullkomið. Snýr þetta m.a. að skipulagsmálum í hverfunum og höfum við lagt fram tillögu um að borginni verði skipt upp í fimmtán íbúðar- hverfi. Fyrir hvert hverfi mundi þá gilda ákveðið skipulag og verði íbúarnir ósáttir við tillögur um breytingar fengju þeir tækifæri til að láta málið til sín taka, að því gefnu að fjórðungur þeirra fari fram á kosningu. Taki helmingur at- kvæðisbærra manna í hverfinu síðan þátt í kosningunni mun sú niðurstaða gilda. Nái þetta fram að ganga erum við, svo ekki verður um villzt, að stíga inn í aukið lýðræði fyrir borg- arbúa.“ Það er athyglisvert, að bæði Reykjavíkurlistinn og Sjálf- stæðisflokkurinn skuli nú huga að auknum áhrifum íbúa í ein- stökum hverfum á málefni hverfanna, þótt augljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ganga lengra í þeim efnum en Reykjavíkurlistinn. Þær hugmyndir sem Ái-ni Sigfússon, odd- viti Sjálfstæðismanna, setur fram eru mjög áþekkar hug- myndum sem brezka blaðið Economist lýsti um lýðræði 21. aldarinnar í yfirliti sem birtist í blaðinu fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári og Morgunblaðið birti í heild fyrir ári. Kjarninn í þeim hugmyndum er sá, að tímabært sé orðið að þróa fulltrúalýðræðið áfram til aukins lýðræðis og þátttöku hins almenna borgara í ákvörðunum um margvísleg málefni, sem varða hagsmuni hans og umhverfi. Þetta verði gert með beinni atkvæðagreiðslu meðal fólks. I því sambandi er á það bent, að almenningur hefur nú aðgang að nánast öllum sömu upplýsingum og fulltrúar á þjóðþingum og í sveitarstjórnum og hefur því alveg sömu aðstöðu og þeir til þess að mynda sér skoðun á einstökum málum. Það er fagnaðarefni, að bryddað er á hugmyndum sem þessum í kosningabaráttunni nú og vonandi verður þeim fylgt eftir á næsta kjörtímabili borgarstjórnar Reykjavíkur. Við Islendingar höfum að mörgu leyti einstakar aðstæður til að þróa lýðræðið í átt til fullkomnunar í okkar fámenna en vel upplýsta samfélagi. Það er verðugt verkefni fyrir sveit- arfélögin að ríða þar á vaðið. HREINSUN STRANDLENGJUNNAR Hreinsun strandlengjunnar umhverfis höfuðborgarsvæðið er eitt af stærstu umhverfisverndarmálum síðari ára. All- mörg ár eru síðan meginstefnan var mótuð í þessum efnum í tíð meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hins vegar kemur umhugsunarverður munur fram á hugmyndum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um fjármögnun þessara framkvæmda í viðtölum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Árna Sigfússon, oddvita Sjálf- stæðisflokksins, í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Borgarstjóri sagði um þetta efni: „Og þó að ég hafi sjálfsagt ekki fengið meiri ágjöf fyrir nokkurt mál en holræsagjaldið þá er það skoðun mín og staðföst trú að það hafi verið rétt ákvörðun. Þetta verður ekki gert öðru vísi, þessi framkvæmd er það stór í sniðum, að hún verður ekki tekin af skattpeningunum. Þá var hinn val- kosturinn að taka lán til framtíðar en ég segi að framtíðin muni eiga fullt í fangi með þau verkefni, sem hún þarf að takast á við.“ Árni Sigfússon segir um sama mál: „Eg skil ekki hvers vegna fólk á að greiða á 6-8 árum fyrir mannvirki, sem nýtast næstu áttatíu til hundrað árin. í fyrirtækjarekstri yrði þetta aldrei gert. Fjárfestingin, sem á að duga svo langan tíma yrði aldrei sett út í verðlagið og látin skila sér á fjórum til fimm árum. Þar fyrir utan berst margt af því fólki, sem þessi skatt- lagning bitnar harðast á, í bökkum. Og svo er því haldið fram, að menn eigi að vera stoltir af þessu.“ Þessi ummæli sýna, að grundvallarmunur er á sjónarmið- um Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins varðandi stór- framkvæmdir sem þessar. Það getur verið áhugavert um- hugsunarefni fyrir kjósendur hvort sjónarmiðið þeir aðhyll- ast. Sýnist sitt hverjum um fjölskyldugreiðslur til foreldra í Reykjavík Aukið frelsi eða ósam- ræmi við skólastefnu? EITT af stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar á laug- ardag er 25.000 króna mánaðar- greiðsla til foreldra barna sex mánaða til fimm ára, svokölluð fjöl- skyldugreiðsla. Upphæðin samsvar- ar þeirri sem borgin niðurgreiðir fvi'ir hvert leikskólapláss á mánuði og geta foreldrar með þessu móti sjálfir valið tilhögun á umönnun barna sinna; leikskóla, dagmóður, eða þá að annast börn sín sjálfir heima, samkvæmt hugmyndum flokksins. Sendi foreldrar barn sitt eða börn á leikskóla rennur greiðslan beint þangað og þeir foreldrar sem nýta sér hálfsdagspláss fá hálfa fjöl- skyldugreiðslu, svo dæmi sé tekið. Með því að sinna börnum sínum heima sjálfir spara foreldrar leikskólagjald, um 18.000 krónur fyrir eitt barn, og hjá fjölskyldu með þrjú börn geta greiðslur og sparnað- ur vegna þessarar tilhögunar numið um 90 þúsund krónum á mánuði, samkvæmt útreikningum, sé sparnaður vegna 7.000 króna gjalds fyrir heilsdagsskóla reiknaður með. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi R-listans og formaður fræðsl- uráðs Reykjavíkurborgar, segir hug- myndir sjálfstæðismanna um fjöl- skyldugreiðslur ekki nýjar af nál- inni. „Eg fylgdist með því hversu illa framkvæmd fyrri hugmynda þeirra um slíkar greiðslur gekk á þar- síðasta kjörtímabili. Greiðslunum var komið á undir lok kjörtímabils- ins, 1993-1994, og varð upphæðin að endingu 6.000 krónur. Miklar um- ræður spunnust um það að greiðslan myndi ekki koma foreldrum til góða því stór hluti upphæðarinnar rynni í ríkiskassann vegna þess að litið væri á greiðslumar sem laun. Eg ímynda mér að hið sama geti verið upp á teningnum nú,“ segir hún. Sigrún nefnir í öðra lagi að litið sé á leikskólann sem fyrsta skólastigið í skólastefnu menntamálaráðuneytis- ins og hjá Reykjavíkurborg. „Við teljum að frekari tenging leik- og grunnskóla leiði til markvissara náms strax í yngstu bekkjunum, sem ef til vill geti leitt til styttri skólagöngu. Þessar hugmyndir era á skjön við þá stefnu og því hef ég ekki verið hlynnt þeim,“ segir hún. Þá segir hún að það eigi að vera sameiginlegt markmið að berjast fyrir eins árs fæðingarorlofi. „Mikil- vægt er að foreldrar geti verið hjá börnum sínum fyrsta árið og því tel ég happadrýgra að fæðingarorlof sé lengt og að síðan taki við þjónusta sveitarfélagsins. Við tókum þá ákvörðun að greiða niður gjöld til dagmæðra enda töldum við það geta verið betra í sumum tilfellum, að barn gæti verið hjá dag- móður, en að það væri vistað ungt á stofnun. Það var pólitísk stefna okkar og ég er algerlega sam- mála henni,“ segir Sigi'ún Magnúsdóttir. Hlynnt valfrelsi Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra og formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, leggur áherslu á val- frelsi foreldra í umræðunni um fjöl- skyldugreiðslur. „Eg er mjög hlynnt vali og er því ánægð með þessar hugmyndir. Foreldram er gefinn kostur á að gera upp hug sinn og mér finnst að eigi að hvetja bæði kynin til þess að velta þeim mögu- leika fyrir sér að vera heima. Eins og staðan er í dag era fleiri konur heima hjá börnum sínum en karlar og ég vona að á því verði breyting í náinni framtíð og að foreldrar gefi Eru hugmyndir sjálfstæðismanna um greiðslur til foreldra spurning um valfrelsi eða á skjön við samtengingu skólastiga? Eru þær kannski skref afturábak á tímum jafn- réttis eða jafnvel andfélagslegar? Helga Kristín Einarsdóttir fékk margvísleg viðbrögð við hugmyndinni um 25.000 króna mánaðargreiðslu til foreldra sem ekki þiggja pláss á dagvistarstofnunum borgarinnar. Morgunblaðið/Golli SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavfk vilja borga foreldrum fyrir að vera heima með börnum sinum. Andlitsleikfimi á Brákaborg. „Happadrýgra að lengja fæðingarorlof“ sér meiri tíma til þess að vera hjá börnum sínum;“ segir hún. Ásdís Halla telur ekki eðlilegt að borgaryfirvöld styðji einungis þá sem velja sér dagvistun og eigi þess í stað að styrkja allar barnafjöl- skyldur. Þá telur hún það viðhorf að greiðslurnar muni frekar ýta konum inn á heimilin „svolítið gamaldags". „Vinnumarkaðurinn er að breyt- ast og mun taka enn frekari breyt- ingum á næstu árum. Vinnutími er að verða sveigjanlegri og nú bjóðast annars konar atvinnutækifæri, til dæmis með fjarvinnslu. Við sjáum það til dæmis í Bandaríkjunum að auglýst er eftir fólki í alls kyns störf þar sem tekið er fram að hægt sé að sinna starfinu að heiman. Þetta segir okkur að foreldrar muni geta sinnt störfum sínum meira heiman frá sér og á þeim tíma sem þeim hentar. Fjölskyldugreiðslumar era meira í takt við þennan veraleika og breyt- ________ ingar á samfélaginu. Launamunur kynjanna fer að vísu ekki minnkandi og er meira að segja að aukast ________ á stærstu vinnustöðum Reykjavíkurborgar. Við útrýmum honum hins vegar ekki með því að styrkja ekki barnafjöl- skyldur _sem ákveða að hafa bömin heima. Olíkum börnum henta mis- munandi úrræði og með þessum greiðslum er foreldrum gert jafn hátt undir höfði,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir. Norskar kvennahreyfíngar á móti fjölskyldugreiðslum Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, segir að í Nor- egi óttist margir að fjölskyldu- greiðslur verði til þess að konur hverfi frekar af vinnumarkaði. „Fjöl- skyldugreiðslur vora á stefnuskrá Kristilega þjóðarflokksins í síðustu kosningum og segja sumir að flokk- urinn hafi sigrað vegna þeirra hug- mynda. Kvennahreyfingar hafa hins vegar gagnrýnt greiðslurnar harð- lega og hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þarna sé um að ræða stefnubreytingu í jafnréttismálum,“ segir hún. Elsa segir fjölskyldugreiðslur hafa komið til umræðu hjá norrænu jafnréttisnefndinni á fundi sem hún sótti í liðnum mánuði og nefnir að slíkt fyiirkomulag hafi tíðkast lengi í Finnlandi með góðum árangri. „Þar eiga foreldrar rétt á því að vera í umönnunarorlofi þar til bam er orðið þriggja ára gamalt en án greiðslna eftir fyrsta árið. Foreldrar geta hins vegar leitað til síns sveit- arfélags og ef dagvistarpláss er ekki nýtt eða að sveitarfélag getur ekki séð foreldrum fyrir slíku plássi eiga þeir rétt á tiltekinni greiðslu. Síðan er þeim í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér þjónustu dagmóður, heimil- ishjálpar eða era heima. _________ Eftir því sem ég best veit hefur þetta kerfi nýst ágætlega og ekki orðið til þess að ýta konum af _____________ vinnumarkaði. Ég tel of mikla alhæfingu að konur hverfi heim. Þær era sterkari á svellinu á vinnumarkaðinum en svo,“ segir hún. Elsa leggur áherslu á að sam- kvæmt finnska kerfinu eigi foreldri rétt á að snúa aftur til sama starfs að þremur áram liðnum. „Mér finnst tillagan hér allrar athygli verð í sjálfu sér. Hins vegar finnst mér mjög mikilvægt að skapa heildstætt kerfi fyrir foreldra barna fram að þriggja ára aldri, þannig að þeir eigi kost á þvi að hverfa tímabundið af vinnustað eða að skerða vikulegt vinnuhlutfall sitt, sem hægt er á öll- um hinum Norðurlöndunum. Hugs- unin á ekki að vera sú að viðkomandi fái greitt tilbaka fyrir þjónustu sem „Aðalhugmynd in er sú að jafna aðstöðu1 sem hann nýtir sér ekki,“ segir Elsa Þorkelsdóttir. Lenging fæðingarorlofs vakti ekki sömu viðbrögð Guðrún Pétursdóttir, níundi mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstj órnarkosningar, segir að fjölskyldugreiðslunum sé ekki beint frekar að konum en körl- um. „Hvort foreldrið sem er getur nýtt sér þennan möguleika, eða þau bæði vilji þau skipta vinnudeginum á milli sín. Greiðsluna má líka nýta í aðra vistun, til dæmis hjá dagmóður eða nánum ættingja. Aðalhugmynd- in er sú að jafna aðstöðu þeirra sem nýta leikskólana og hinna sem velja önnur úrræði," segir hún. Guðrún segir reynsluna sýna að sífellt fleiri foreldrar þiggi átta tíma vistun á dagvistarstofnun. „Þeir sem þurfa átta tíma vistun ganga fyrir og eins og R-listinn setur dæmið upp er líklegt að þörfin á nýbyggingum leikskóla verði mikil og muni jafnvel kosta 3-4 milljarða króna. Urræði okkar minnka mjög þörfina á slíku þar sem pláss losnar í hvert skipti sem foreldri ákveður að nýta sér fjölskyldugreiðslur. Þessar hug- myndir era ódýrari en sú lausn að að byggja og greiða kostnað við dag- vistun niður um 30.000 krónur á barn,“ segir hún. Fjölskyldugreiðslur sjálfstæðis- manna námu 6.000 krónum á sínum tíma og segir Guðrán að sér hafi sem móður ungra barna þótt þær móðg- un þá vegna þes hversu lág upp- hæðin var. „Samt þáðu 500 fjölskyld- ur þetta úrræði. R-listinn afnam þessar greiðslur og hefur engin úrræði fyrir börn sex mánaða til eins árs. Fæðingarorlofinu lýkur þegar barn er sex mánaða og eftir það tek- ur ekkert við,“ segir hún. Loks bendir Guðrún á að ekki hafi verið talað um það að lenging fæðingarorlofs úr þremur mánuðum í sex yrði til þess að konur færa heim. „Mikið er rætt að feður eigi að fá að vera heima hjá bömum sínum og þessar greiðslur gera þeim hrein- lega kleift að velja,“ segir Guðrán Pétursdóttir. List illa á hugmyndina Ara Skúlasyni hagfræðingi hjá Alþýðusambandi Islands „líst illa“ hugmyndir um fjölskyldugreiðslur. „Greiðslur sem þessar era þess í og með valdandi að konan velur að vera heima. Þar með era þær andstæðar hugmyndum um mínum jafnrétti og það er mei'gurinn málsins. I flestöll- um tilvikum er það konan sem tekur á sig þá skyldu að vera heima,“ segir hann. Ari segir vel hugsanlegt að vinnu- _________ markaðurinn muni taka miklum breytingum á næstunni en vill miða við áratugi í því sambandi. _________ Hann bendir líka á að hið opinbera eigi að veita til- tekna grannþjónustu og fjármagna með sköttum af einhverju tagi. „Þessi grannþjónusta, sem er skil- greiningaratriði, á að fara til fólks eftir þörfum og það á að geta gengið að henni sem vísri. Dagvistun á heima í skilgreiningum á slíkri grunnþjónustu þannig að ætla að borga einstaklingi fyrir að taka þessa þjónustu að sér er stórt og hættulegt skref. Ég gæti þá alveg eins farið fram á, finnist mér skólinn í hverfínu lélegur, að fá að kenna mínum börnum heima sjálfur og fá árlegan kostnað af skólavist greidd- an í staðinn. Ef ég á að setja einn stimpil á þessar hugmyndir myndi ég segja að þær væru andfélagsleg- ar,“ segir Ari Skúlason að lokum. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 37- Reuters SERBNESKIR námsmenn mótmæla ákvörðun menntamálaráðuneytis Serbíu um að þeir víki fyrir albönskum nemendum í háskóla í Pristina í Kosovo. Sagan frá Bosníu má ekki endurtaka sig KOSOVO-héraði í Serbíu hefur verið púðurtunnu í fjöldamörg ár. Ástandið er raunar orðið svo slæmt að farið er að líkja Kosvo við handsprengju sem búið er að taka pinnann úr. Öllum brögðum er beitt til að lægja öldurnar, þrýstingi, hótunum og fortölum og nú hefur tekist að fá serbnesk stjórnvöld og Kosovo-Al- bani, sem krefjast sjálfstæðis, til að setjast að samningaborðinu. Einn þeirra sem fylgist náið með gangi mála í lýðveldum gömlu Júgóslavíu er Stuart Seldowitz, í'áðgjafi sérlegs full- trúa Bandaríkjaforseta og bandaríska utanríkisráðuneytisins í málefnum ríkja fyn-um Júgóslavíu og fram- kvæmd Dayton-friðarsamkomulaginu í Bosníu. Seldowitz er staddm' hér- lendis og hefur átt fundi með þing- mönnum og í utanríkisráðuneyti, auk þess sem hann mun halda ræðu á fundi Samtaka um vestræna um sam- vinnu og Varðbergs í Skála, hótel Sögu í dag kl. 17.15. „Það má í raun segja að nú sé Bosnía eitt besta dæmið um velgengni og góð- an árangur á Balkanskaga, nokkuð sem fáir hefðu trúað,“ segir Seldowitz en Kosovo hefur tekið við af Bosníu sem ófriðarsvæði og athygli umheims- ins beinist nú öll að þessu litla héraði, sem um tvær milljónir manna byggja, þai' af um 90% af albönskum uppruna. Serbnesk stjórnvöld hafa barið sjálf- stæðiskröfur þeirra niður með valdi, sem hefur kostað yfir 100 manns lífið sl. tvo mánuði. Óttast að ófriður breiðist út Tengslahópurinn og þá ekki síst fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa brugðist við hart vegna ástandsins í Kosovo og krafist þess að fulltrúar serbneskra stjórnvalda og Kosovo-Al- bana setjist að samningaborði, til að takast megi að koma í veg fyrir að sagan frá Bosníu endurtaki sig og borgarastyrjöld brjótist út. ________ Sl. fóstudag áttu fulltrúar aðskilnaðarsinna í Kosovo fund með Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, sambandsríkis Serba og Svartfellinga, og féllust þeir á að eiga vikulegar viðræður. Seldowitz segir þetta fyrsta skrefið af mjög mörgum, eigi að takast að koma í veg fyrir að upp úr sjóði í Kosovo. En bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður miklar áhyggjur af ástandinu. „Þá er fyrst að nefna hætt- una á því að óstöðugleikinn berist til Alabaníu. Stjórnvöld þar hafa tekið ábyrga afstöðu, lýst því yfir að þau styðji ekki kröfur Kosovo-Albana um sjálfstæði. En því fer fjarri að ástand mála sé tryggt í Albaníu, skammt er síðan allt logaði þar í ófriði, þótt nú sé ástandið með kyrrum kjörum, og ljóst að margir Albanir hafa samúð með löndum sínum í Kosovo. I öðru lagi höfum við áhyggjur af fyi'rum júgóslavneska lýðveldinu Stuart Seldowitz, einn helstu sérfræðinga bandaríska utanríkisráðuneytisins í mál- efnum gömlu Júgóslavíu, fylgist grannt með þróun mála 1 Kosovo. Hann gerði Urði Gunnarsdóttur grein fyrir afstöðu Bandaríkjastjórnar varðandi Kosovo, svo og Bosníu þar sem mikil breyting hefur orðið á til hins betra. Morgunblaðið/Kristinn STUART Seldowitz segir kröfur Kosovo-Albana um sjálfstæði óraunhæf- ar eins og málin standa nú og að Tengslahópurinn styðji þær ekki. „Milosevic nýtir sér ástandið" Makedóníu en þar er einnig töluvert stór hópur Albana búsettm'. Hættan er sú að óróinn og átökin í Kosovo nái þangað og að Albanir þar krefjist aðskilnaðar frá ríkinu. I þriðja lagi höfum við áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kann að hafa á Bosníu. Þar hefur mikil uppbygging ________ orðið og ástandið batnar sí- fellt. Hins vegar geta átök í Kosovo haft áhrif á þjóðernissinna í serbneska lýðveldinu í Bosníu og gert yfírvöldum þar erfítt fyrir að framfylgja Dayton-friðarsamkomu- laginu. „Milosevic hefur reynt að færa sér ástandið í Kosovo í nyt með því að þrýsta á leiðtoga Bosníu-Serba Þeir hafa enn sem komið er staðist þann þrýsting." Milosevic ýtir undir þjóðerniskennd En hvað með Serbíu? Efna- hagsástandið þar er skelfílegt og staða Milosevic hefur veikst mjög eftir að friður komst á í Bosníu. Er ekki hætta á því að átök í einu héraði landsins hafí áhrif annars staðar? „Við höfum ekki séð merki þess. Milosevic hefur raunar nýtt sér ástandið einkai' vel með því að ýta enn einu sinni undir þjóðerniskennd Serba. Kosovo er einn helgasti blettur í gjörvallri sögu Serbíu. En veik staða Milosevic kann að vera ein ástæða þess að hann ákvað að brjóta sjálf- stæðisþreifingar Albana í Kosovo á bak aftur með því að höfða til þjóðern- iskenndar landa sinna. Við höfum ekki miklar áhyggjur af því að átök breiðist út í Serbíu. Hins vegar vekja mann- réttindabrot Serba í Kosovo _________ ugg og ótta um að þau muni færast í aukana.“ Nýlegar fréttir um að Milosevic hygðist leyfa milligöngu Felipe Gonzales, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, í Kosovo-deilunni, stóðust ekki. Er þetta til marks um að vestrænum þjóðum hafi enn ekki tekist að átta sig til fullnustu á Milosevic og því við hvað er að eiga í Serbíu? „Milosevic er þaulsætnari í valdastóli en menn áttu von á. Hann er harður samningamaður og reynir að kljúfa samstöðu andstæðinganna. Sl. tvo mánuði höfum við reynt að gera honum ljóst að hann eigi um tvo kosti að velja. Annars vegar að neita viðræðum og kalla yfir sér harðar refsiaðgerðir og efnahagsþvinganir. Fallist hann hins vegar á viðræður getur hann gert sér vonir um að Serbai’ verði smátt og smátt þáttak- endui- í alþjóðasamstarfi að nýju, svo sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Hann verður að velja sér leið.“ Sérfræðingar í málefnum Balkanskaga hafa varað við hættunni á því að upp úr syði í Kosovo um ára- bil. Hefur þróun mála síðustu vikur og mánuði verið eins og þú áttir von á? „Ætli það sé ekki réttara að nota orðið óttast. Leiðtogum beggja er í lófa lagið að sjá til þess að allt fari á versta veg. Það eina sem þjóðir heims geta gert er að gera þeim ljóst hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér, annars vegar að fara að tilmælum okkar, eða hunsa þau og ýta undir ófriðinn. Þetta á við Milosevic eins og ég hef áður nefnt, og Kosovo-Albani, sem verða að setja sér raunhæfari mark- mið, eigi einhver von að vera um frið. Þeh' verða að gefa upp vonir um sjálf- stæði því slíkt er með öllu óraunhæft eins og staðan er. Tengslahópurinn , styður ekki sjálfstæðiskröfur Albana í Kosovo en heldur ekki óbreytt ástand. Það er ekki okkar að segja þjóðunum fyrir verkum, þær verða að komast að samkomulagi um hver staða Kosovo verður." Seldowitz segir Bandaríkjastjóm ekki hafa útilokað neitt ef átökin í Kosovo harðni, þar á meðal að leggja til að herlið Atlantshafsbandalagsins (NATO) verði sent þangað. „Við von- um að komist verði hjá því. Hins vegar hefur verið rætt af alvöru um að senda friðargæslulið NATO til Aibaníu og fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedóníu, til að tryggja stöðugleika þar og draga úr hættunni á innrás Serba, telji þeir aðskilnaðarsinna hafa aðsetur þar. Þá er spurning hvort framlengja eigi umboð friðargæslusveita Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í fyrrum júgóslav- neska lýðveldinu Makedóníu, sem rennur að óbreyttu út 31. ágúst nk., eða breyta því. Undirbúningur að hvoru tveggja er hafinn, og samþykki öryggisráð SÞ að senda friðargæslu- sveitir SÞ eða NATO, mun það ganga hratt fyrir sig.“ Munum ekki gleyma Bosníu Er einhver hætta á því að Bosnía gleymist, nú þegar allt virðist á réttri leið þar, og að harðlínumenn grípi tækifærið til að sundra þeirri sam- stöðu sem hefur náðst? „Hættan er vissulega fyrir hendi en við höfum reynt að að koma í veg fyrir að þetta gerist. Eftir að Robert Gelbard og Richard Holbrooke, sendimenn B and aríkj astj órn ar, höfðu náð sam- komulagi um viðræður í Kosovo-deil- unni í síðustu viku, héldu þeir til Bosníu til viðræðna og til að minna múslima, Ki-óata og Serba á að við hefðum ekki gleymt vandamálunum þar og að við fylgdumst með því að enginn reyndi að notfæra sér ástandið." Seldovitz segir þróunina undan- farna í Bosníu vera jákvæða. T.d. gangi samstarf forsætisráðherra serbneska lýðveldisins og Sambands- ríkis múslima og Króata ágætlega og hafi skilað árangri. Þá hafi æ fleiri stríðsglæpamenn gefið sig ft'am, þar sem þeir virðist fai'nir að sætta sig við tilvist stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna og geri sér jafnvel vonir um réttláta málsmeðferð. Nú þegar hafi verið tekið á málum 40% þeh'ra og takmai'kið sé að til allra náist. Hvað Radovan Karadzic og Ratko Mladic varði, sé greinilegt að þrýst- ingurinn frá löndum þeirra hafi aukist um að tekið verði á gríðarlegri spill- ingu gömlu leiðtoganna. Hitnað hafi undir Karadic og Mladic og því geri ---------- menn sér vonir um að hafa megi hendur í hári þeirra. Hvaða augum lítið þið Balkanskagann í heild? Er hætta á að upp úr sjóði annars staðar, er einhver von um frið á svæðinu? „Það er vissulega óstöðugt, rétt er það. En við gerum okkur vonir um að Dayton-friðarsamkomulagið haldi og að samkomulag náist í Kosovo. Balkanskagi á sér langa sögu átaka og ofbeldis og þar er mikill óstöðugleiki. En fullyrðingar um að barist hafi ver- ið á Balkanskaga sl. 500 ár standast ekki, íbúai'nir þai' eru ekki frábrugðn- ir öðrum Evrópubúum. Þeir eru fórn- arlömb ákvarðana leiðtoga sinna, sem hafa illu heilli tekið margar óheppileg- ar ákvarðanir. En við erum ekki reiðu- búnir að samþykkja það að ófriðar- bálið á Balkanskaga haldi áfram að loga, af því að Guð hafi skipað svo fyr- ir. Framtíðin þar er eins og annars staðai' komin undir þjóðunum og leið- togum þeirra." 1 „Bandaríkja- stjórn útilokar ekkert“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.