Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 40

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ■J j S x Nýbakaður faðir skrifar „Það hefur verið sagt að þjóðfélag megi dæma afþví hvernig það býr að börn- unum sínum. Eg veit svei mér ekki hvernig íslenskt þjóðfélag kæmi út á þeim kvarða. “ Eg hef aldrei orðið jafn glaður og feg- inn og þegar ég sá dóttur mína koma í heiminn full- skapaða og heilsuhrausta. Og enn ánægðari varð ég þegar ég heyrði hana öskra og æpa í höndum Ijósmóðurinnar, það er víst óbrigðult merki um að allt sé í góðu lagi - reyndar hefur komið í ljós nú þegar á þriðja degi tátunnar að raddböndin eru í sérstaklega góðu lagi. En hvernig lítur framtíðin út hjá þessari litlu fjölskyldu minni? I dag koma þær mæðgur heim og ég reyni auðvitað að taka á móti þeim með pomp og prakt, ég verð VIÐHORF Eftir Þröst Helgason búinn að þrífa í hólf og gólf og hafa allt til sem þær þurfa hugsanlega á að halda. Síðan ætla ég að vera heima hjá þeim fyi’stu tvær vikurnar, veit að það er nauðsynlegt að bamið sé í sem mestri snertingu við báða foreldrana fyrstu vikurnar (og raunar mánuðina og árin) og geri mér líka vonir um að geta orðið að einhverju gagni. Nú halda örugglega margir að ég ætli að notfæra mér ný lög um sérstakt tveggja vikna feðraorlof, sem Alþingi samþykkti á síðasta ári og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, en svo gott er það nú ekki; feðraor- lofíð er auðvitað launalaust eins og fæðingarorlof mæðra og því í raun enginn valkostur, það er engin leið að lifa á þeim 32.000 krónum (20.000 þegar skattur hefur verið dreginn frá) sem maður fær frá Tryggingastofn- un þessar tvær vikur. Að vísu vill svo vel til að unnusta mín er í Blaðamannafélagi íslands og fær því samkvæmt samningi greidda fjóra mánuði á fullum launum frá vinnuveitanda sín- um. En þessi réttur er hins veg- ar aðeins bundinn „blaðakon- um“, eins og stendur í samn- ingnum, og því fá feður í Blaða- mannafélaginu ekki neinar greiðslur í feðraorlofi. Mætti segja mér að þarna sé verið að brjóta jafnréttislög sem segja að ekki megi mismuna körlum og konum í launum. En ég mun sem sé bara taka sumarfrí þess- ar tvær vikur til þess að vera hjá krílinu mínu. Áður en varir kemur svo að því að við foreldrarnir verðum bæði að fara að vinna aftur því ekki lifum við af einni fyrir- vinnu. Og anginn okkar verður þá sjálfsagt að dúsa hjá dag- mömmu lungann úr deginum - bara að við fínnum nú einhverja góða í hlutverkið. Þannig verð- um við að hafa þetta þangað til litla rófan kemst inn á leikskóla; hvenær það verður er víst alveg á huldu, mér skilst það fari eftir því hvar maður býr hér í borg hvort barnið fær inni á slíkri stofnun um tveggja ára aldurinn eða einhvern tímann eftir að það verður þriggja ára. Einhver sagði mér að það borgaði sig fyrir mig að sækja um pláss sama dag og barnið fæddist; ég hef auðvitað ekki haft rænu á að fylgja þeim góðu ráðum og ætli við séum þá ekki í vondum mál- um. Mikið væri það gott ef mað- ur vissi að hverju maður gengur í þessum efnum, það myndi að minnsta kosti spara manni höfuðverk og áhyggjur. En segjum sem svo að litla skottið komist inn á leikskóla þrátt fyiir trassaskapinn í mér og okkur skötuhjúunum takist að öngla saman fyrir gjöldun- um, sem eru víst hvorki meira né minna en 18.000 krónur á mánuði þrátt fyrir 25.000 króna niðurgreiðslu borgarinnar, að þá er hið opinbera líf hennar hafið, kerfíð tekur til við að móta hana innan síns ramma. Sjálfur fór ég aldrei á leikskóla og veit því ekkert hverslags stofnanir þetta eru. Að vísu man ég að mamma fór með mig einn dag á einhverja svona stofnun en mér líkaði það stórilla, fussaði og sveiaði yfír einhverju skipuðu litasulli og kubbaveseni og sagðist heldur vilja ráða mínu drullumalli og smíðadóti sjálfur. Og enn óttast ég það mest að á þessum stofnunum sé einmitt eitthvert fólk sem hefur lært af bókum að ala upp börn, sem er auðvitað þversögn í sjálfu sér, það er ekki til nein uppskrift að uppeldi. En kannski verður mér rórra inn- anbrjósts þegar ég kemst í kynni við eina af þessum stofn- unum. Þegar leikskólanum sleppir tekur hins vegar annar höfuðverkurinn við sem er barnaskólinn og til þess tíma vil ég vart hugsa eins og málum er háttað í dag. Það er helst að ég reyni að leggja drög að því að vera fluttur til útlanda þegar barnið byrjar að ganga í grunn- skóla. Nýlegar alþjóðlegar kannanir hafa sýnt okkur svart á hvítu að íslenski grunnskólinn er algert frat, íslensk böm sem eru að klára skólaskyldu sína eru langt á eftir börnum frá löndum sem við viljum bera okkur saman við, bæði í tung- umála- og raungreinaþekkingu. Og við þurfum svo sem engar kannanir til, við vitum að ástandið er slæmt, við vitum til dæmis að svokallaður Kennara- háskóli Islands útskrifar fólk sem ekki kann skil á undir- stöðuatriðum. Það er ekkert grín að þurfa að standa frammi fyrir því að kennari barnsins manns er óskrifandi á íslenska tungu eins og ein vinkona okkar lenti í fyrir skömmu, tíu ára sonur þessarar konu kom heim með skilaboð frá kennara sínum sem voru öll morandi í stafsetn- ingarvillum. Og þessi saga er sko ekkert einsdæmi úr íslenska grunnskólanum. Ég vil ekki hugsa lengra fram í tímann að sinni og vona bara að allt eigi þetta eftir að bjarg- ast hjá litlu hnyðrunni minni. Það hefur verið sagt að þjóðfélag megi dæma af því hvernig það býr að börnunum sínum. Eg veit svei mér ekki hvernig íslenskt þjóðfélag kæmi út á þeim kvarða. Þóroddsstaðahestarnir atkvæðamiklir Morgunblaðiðyaldimar Kristinsson HAMUR frá Þóroddsstöðum er nú kominn í fremstu röð kynbótahesta með árangri sínum á stöðinni og kemur væntanlega til að beijast um efsta sætið í flokki stóðhesta sex vetra og eldri á landsmótinu. Knapi er Þórður Þorgeirsson. FRÆNDI Hams, Númi frá Þóroddsstöðum, stendur vel undir vonum sem hann gaf í fyrra, verður einnig í toppslagnum fyrir norðan ef að líkum lætur, knapi er Þórður Þorgeirsson. HESTAR Stóðhestastöðin f Gunnarsholti VORSÝNING STÓÐHESTA Stóðhestar voru dæmdir þriðjudag og miðvikudag 12. og 13. maí. Yfir- litssýning fór fram fimmtudaginn en hin árlega sýning Stóðhestastöðvar- innar var haldin á laugardag. DÓMNEFNDIN notaði tón- skala einkunnastigans jafnt á há- um sem lágum nótum á fyrstu kyn- bótasýningu ársins í Gunnarsholti. Sá sem hæst fór, Hamur frá Þóroddsstöðum, náði 8,50 í aðalein- kunn en hann var einnig hæstur fyrir sköpulag, hlaut þai- 8,35. Það var hinsvegar Eiður frá Oddhóli sem hæst fór í hæfileikum, 8,74. Ætla má að veðrið hafi spillt fyrir mörgum hestinum í hæfíleikadómi, sérstaklega þeim yngri, en rigning var og rok lengst af þegar hestam- ir mættu í dóm fyrstu tvo dagana og lítið betra á yfirlitssýningunni. Sýningin nú verður vafalaust eft- ii-minnileg þeim Laugarvatnsfeðg- um en tveir hestar frá Bjarna Þor- kelssyni, sem nú býr á Þórodds- stöðum, vermdu tvö af þremur gullsætum sýningarinnar. Hamur sem áður var getið er kominn í fremstu röð stóðhesta með árangri sínum nú. Stórmyndarlegur klár, vel skapaður og hæfileikamikill. Hæst hlaut hann 9,5 fyrir hófa, 9,0 fyrir fótagerð, tölt og brokk og 8,5 fyrir bak og lend, skeið, stökk, vilja og fegurð í reið. Fyrir höfuð, háls og herðar, samræmi og geðslag hlaut hann 8,0 og fyrir réttleika hlaut hann 7,0. Hinn hesturinn frá Bjarna er Númi sem efstur stóð á stöðinni í fyrra af fjögurra vetra hestum. Hann heldur uppteknum hætti, var langefstur fímm vetra hesta með 8,31 í aðaleinkunn og hlýtur hæst 9,5 fyrir skeið sem hann er ágæt- lega að kominn þótt finna megi að höfuð- og hálssetningu á sprettin- um. Þá fær hann 9,0 fyrir fótagerð og 8,5 fyrir háls og herðar, hófa- brokk, stökk og vilja. Hann hlýtur 8,0 fyrir bak og lend, samræmi, tölt, geðslag og fegurð í reið. Eiður frá Oddhóli varð nú að lúta í lægra haldi fyrir Ham eftir að hafa haft betur á fjórðungsmót- inu á Kaldármelum í fyrra. Eigi að síður hækkar hann í einkunn og hlýtur nú 8,74 fyrir hæfíleika. Af einstökum einkunnum nú má nefna Kynbótasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands Stóðhestar sex vetra og eldri 1. Hamur frá Þóroddsstöðum, f.: Gald- ur, Laugarvatni, m.: Hlökk, Laugar- vatni, eig.: Bjarni Þorkelsson og Hrossaræktarsamtök Vesturlands, knapi Þórður Þorgeirsson. Sköpulag: 8,35, hæfileikar: 8,66, aðaleinkunn: 8,50. 2. Eiður frá Oddhóli, f.: Gáski, Hofsst., m.: Eiða, Skáney, eigendur Sigurbjörn Bárðarson og Hrossaræktarsamband Vesturlands, knapi Sigurbjörn Bárðar- son. S.: 8,15, h.: 8,74, a.: 8,45. 3. Skon-i frá Gunnarsholti, f.: Orri, Þúfu, m.: Skrugga, Kýrholti, eigendur Hrossaræktarsamtök Vesturl., V- Hún., og Dalamanna, knapar Þórður Þorgeirsson og Guðmundur Björgvins- son. S.: 8,10, h.: 8,61, a.: 8,36. Stóðhestar fimm vetra 1. Númi frá Þóroddsstöðum, f.: Svart- ur, Unalæk, m.: Glíma, Laugarvatni, eigandi Hrossaræktarsamtök Suður- lands, knapi Þórður Þorgeirsson. S.: 8,23, h.: 8,40, a.: 8,31. 2. Ögri frá Háholti, f.: Stormur, Stór- hóli, m.: Kylja, Háholti, eigandi Már Haraldsson, knapi Magnús Benedikts- son. S.: 8,13, h.: 7,90, a.: 8,01. 3. Markús frá Langholtsparti, f.: Oni, Þúfu, m.: Von, Bjarnastöðum, eigandi Kjartan Kjartansson, knapi Sigurbjörn Bárðarson. S.: 8,05, h.: 7,91, a.: 7,98. Stóðhestar fíögurra vetra 1. Þór frá Prestbakka, f.: Svartur, Una- læk, m.: Gyðja, Gerðum, eigendur Ólaf- ur H. Einarsson, Göran Montan, Gunn- ar Arnarsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Þoivaldur Á Þoivaldsson sem var knapi. S.: 8,23, h.: 7,79, a.: 8,01. 2. Hlynur frá Blesastöðum, f.: Galdur, Laugarvatni, m.: Bylgja, Ey, eigandi og knapi Magnús T. Svavarsson. S.: 7,60, h.: 8,33, a.: 7,96. 3. Huginn íirá Haga I, f: Sólon, Hóli, m.: Vænting, Haga, eigendui’ Erlingur Erhngsson o.fl. S.: 7,65, h.: 8,24, a.: 7,95. Iþróttamót Harðar Tölt -1. flokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Kringlu frá Kringlumýri, 8,39. 2. Birgitta Magnúsdóttii- á Óðni frá Köldukinn, 7,86. 3. Elías Þórhallsson á Galsa frá Ytri- Skógum, 7,35. 4. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömluholti, 7,19. 5. Guðmundur Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 7,13. Slaktaumatölt 1. Sigurður Sigurðarson á Galsa frá Hólabaki, 6,49. 2. Guðlaugur Pálsson á Draumi frá Guðnabakka, 6,49. 3. Sævar Haraldsson á Sikli frá Hofí, 6,48. 4. Guðmundur Einarsson á Neista frá Útey, 5,75. 5. Björgvin Jónsson á Spá frá Varma- dal, 5,67. Fjórgangur 1. Guðmundur Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 8,27. 2. Birgitta Magnúsdóttii- á Óðni frá Köldukinn, 7,82. 3. Sigurður Sigurðarson á Lukku frá Beinagerði, 7,68. 4. Elías Þórhallsson á Galsa frá Ytri- Skógum, 7,18. 5. Sölvi Sigurðarson á Asa frá Brekku- koti, 6,90. Fimmgangur 1. Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli, 7,64. 2. Björgvin Jónsson á Spá frá Varma- dal, 6,80. 3. Sævar Haraldsson á Sikli frá Hofí, 6,64. 4. Guðmundur Einarsson á Stefni frá Akureyri, 6,62. 5. Eysteinn Leifsson á Hilmi frá Ríp, 6,24. Gæðingaskeið 1. Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli, 2. Björgvin Jónsson á Spá fi-á Varma- dal, 3. Kristján Magnússon á Pæper frá Varmadal, 4. Hinrik Gylfason á Skjanna frá Dals- mynni, 5. Guðmundur Einarsson á Stefni frá Akureyri, Tölt - II. flokkur 1. Jón Þ. Daníelsson á Hnokka írá Ar- móti, 6,77. 2. Ásta B. Benediktsdóttir á Grána frá Gröf, 6,57. 3. Oddrún Sigurðardóttir, 6,43. 4. Gunnar Valsson á Skugga frá Flugu- bakka, 5,84. 5. Vilhjálmur Þorgrímsson á Garpi frá Svanavatni, 5,84. Fjórgangur 1. Þorkell Traustason á Blátindi frá Hörgshóli, 6,83. 2. Helgi Gissurarson á Hauki frá Ás- hildarholti, 6,73. 3. Vilhjálmur Þorgrímsson á Garpi frá Svanavatni, 6,58. 4. Ásta B. Benediktsdóttir á Grána frá Gröf, 6,43. 5. Jón Þ. Daníelsson á Hnokka frá Ár- móti, 5,91. Fimmgangur 1. Kristján Magnússon á Pæper frá Varmadal, 5,85. 2. Guðríður Gunnarsdóttir á Biskupi frá Flagbjarnarholti, 5,78. 3. Garðar H. Birgisson á Iðunni frá Litlu-Tungu, 5,72. 4. Alexandra K. á Svölu frá Glæsibæ, 5,15. 5. Signý H. Svanhildardóttir á Skugga frá Egilsstöðum, 4,29. Tölt - ungmenni 1. Guðmar Þór Pétursson á Háfeta frá Þingnesi, 7,24. 2. Magnea R. Axelsdóttir á Vafa frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.