Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 KIRKJUSTARF AÐSENDAR GREINAR Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur málsverður. yBústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- argötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverð- ur í safnaðarheimilinu á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænag- uðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára ^börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Langholtskirkja.Ungbarnamorg- unn kl. 10-12. Opið hús. Æskulýðs- fundur kl. 19.30. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænag- uðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra í dag frá kl. 11. Venjuleg dagskrá. Seyðis- fjörður kynntur í máli og myndum. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Söngur, spilað og veitingar. Biblíulestur Æskulýðs- ^félagsins kl. 17. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 17.30. Hægt er að koma bænarefnum til presta og djákna safnaðarins. Vídalmskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu, yngii deild, kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í safnaðarhúsi, Bröttugötu 6, kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Kirkjan er opin að norðanverðu virka daga kl. 8-12. Kirkjuvörður, Birna Bjamadóttir, er þá í kirkjunni. Opið bréf til Ingibjargar Sól- rúnar Gísladottur borgarstjora SÍÐASTLIÐINN fóstudag, hinn 15. maí, héldu háskólastúdentar samkomu með vínveit- ingum þar sem á þriðja þúsund manns skemmtu sér við undirleik Stuð- manna og væri það varla saga til næsta bæjar nema fyrir þær sakir að samkunda þessi var haldin í íþróttahúsi Vals, inni á sjálfum handboltavellinum. Þá kann einhver að spyrja hvort það sé ekki í góðu lagi og það er einmitt ein þeirra spuminga sem við viljum spyrja þig í þessari grein. Það kostar mikið að reka skemmtistað, það þarf að greiða leyfisgjöld fyrir veitingaleyfi, vín- veitingaleyfi, skemmtanaleyfi, heil- brigðisleyfi, það þarf að greiða heil- brigðiseftirlitsgjöld og himinhá vín- húsaeftirlitsgjöld, STEF gjöld, skemmtanaskatt og svo mætti lengi telja. Heilbrigðisreglugerð kveður á um að allir veitinga- og skemmtistaðir skuli hafa eitt salemi fyrir hverja 50 gesti og er það ásamt flóttaleiðum vegna eldvarna þær takmarkanir sem helst eru uppi varðandi leyfilegan fjölda gesta og er hart tekið á skemmtistöðunum ef gestir reynast vera fleiri en þessar takmarkanir segja til um. Auk þessa þarf sérstök matsnefnd vínveitinga- húsa að taka staðinn út. Þegar skemmtistaðimir í Reykja- vík fá nýja samkeppnisaðila þá geta þeir almennt treyst því að þeir verði látnir sitja við sama borð hvað varð- ar ofantalda upptalningu. Og þá komum við að þessum nýja skemmtistað Reykvíkinga. Hand- boltahús Vals er að sjálfsögðu hvorki með veitingaleyfi né vínveitingaleyfi og þá þarf að fara fram á undanþág- ur og fá tækifærisveitingaleyfi og tækifærisvínveitinga- leyfi og gefur lögreglu- stjóraembættið út slík leyfi á færibandi ef heil- brigðiseftirlitið samþykkir það. Sam- kvæmt 20. grein áfeng- islaganna er lögreglu- stjóra heimilt að veita stjómum félaga leyfi til árshátíða en skilyrði er að ekki verði hagnaður af. Væntanlega hafa leyfishafar í þessi tilviki gætt sín á því ákvæði. I þessu tilfelli samþykkti heilbrigðis- eftirlit Reylgavikurborg- ar að veitt yrðu umrædd leyfi fyiár handboltahúsið, en þegar skrifstofa SVG spurði yfirmann heil- brigðiseftirlitsins hvort salemin á staðnum dygðu fyrir á þriðja þúsund manns svaraði hann því til að það væri notuð önnur regla í þessu tilfelli en á skemmtistöðunum, þ.e. að nægi- Iegt væri að hafa eitt salemi fyrir 150 gesti. Menn þurfa því samkvæmt þessu að fara þrisvar sinnum oftar á salemi á skemmtistöðum borgarinn- ar en í handboltahúsinu á nákvæm- lega sams konar skemmtun sem stendur nákvæmlega jafn lengi og þar sem menn drekka sams konar áfengi. Þegar spurt var um skýringar á þessari mismunun varð fátt um svör. Ekki veit ég hvort einhveijir eftirþankar hafa bærst með embætt- ismanninum, því að sögn vegfarenda vora nokkrir ferðakamrar úti á hlaði á meðan á dansleiknum stóð. Er það með samþykki borgaryfírvalda, spyr Erna Hauksdóttir, að íþróttahúsin séu notuð sem skemmtistaðir í beinni samkeppni við Erna Hauksdóttir * KVENSKOR Póstsendum samdægurs Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212 Teg: 83831 Stærðir: 36^11 Litur: Beige, svartir Verð kr. 3.495 Ath. Leðurskór og leðurfóðraðir %v4é^wV Brúðhjón Allur borðbiinaðm - Glæsileg gjafavara Brúðarhjdna listar VléVvXV , VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. fyrirtækin í borginni? Nú liggur fyiir Alþingi framvarp til nýrra áfengislaga þar sem útgáfa vínveitingaleyfa verður flutt til sveit- arfélaganna og mun Reykjavíkur- borg þá bera ábyrgð á flestum þátt- um þeirrar útgáfu og því er enn brýnna en ella að fyrirtækin viti hug borgaryfirvalda. Veitingamenn í borginni beina því eftirfarandi spurningum til þín, borgarstjóri, og vænta þess að fá svörin fyrir kosningar: Er það með samþykki borgaryfir- valda að íþróttahúsin, sem byggð hafa verið að 80 prósentum fyrir fé skattborgaranna, verði notuð sem skemmtistaðir í beinni samkeppni við fyrirtækin í borginni? Finnst þér ásættanlegt að undir- menn þínir, starfsmenn heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur, geti notað geðþóttareglur til mismununar eins og að ofan greinir? Munu skemmtistaðir borgarinnar geta aukið leyfilegan gestafjölda sinn með því að setja ferðakamra út í garð? I metnaðarfullri stefnumótun Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu sem unnin var á síðasta ári er stefnt að því að tekjur og arðsemi fyrir- tækjanna aukist umtalsvert næstu árin. Eitthvað hefur þetta háleita markmið skolast til ef handbolta- húsin í Reykjavík verða skemmtistaðir framtíðarinnar, nið- urgreiddir með opinberu fé og reknir með góðfúslegum undanþág- um borgaryfirvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Hvers eiga bændur að gjalda? Á SÍÐUSTU misser- um hefur það orðið æ skýrara fyrir mér hve illa er komið fyrir fjölda bænda víðsvegar um landið hvað varðar afkomu og rekstrar- möguleika búa. Býli sem maður hélt að væru sæmilega í sveit sett, og rekin voru af myndarskap fyrir fáum árum, brauðfæða nú ekki lengur fjölskyld- una á bænum. I hverjum hreppi er skussi sem ekki plumar sig og þá skiptir ekki máli hvernig árar. Slíkt fyrirfinnst líka í hvem starfsstétt. En íslenskir bændur eru yfirleitt ötult fólk. Fjöldi þein-a leggur nótt við dag á annatímum. I sveitinni er aldrei spurt um vikudaga, skyld- umar gera engan mun á helgum dögum og virkum. Fyrir tíu til fimmtán árum héldu bændur reisn sinni, voru glaðbeitt- ir við gesti og gangandi og reifir á mannamótum. Breyting á viðmóti þeirra fékk mig til umhugsunar um stöðu stéttarinnar. Enginn hafði sagt mér að þeir berðust margir vonlausri baráttu við að halda búum sínum; ættaróðulum sem kynslóðir reistu með erfiði sínu. I dag er það víða algengt að vinna bændafjölskyldu, sem stritar alla daga, skilar ekki sem samsvar- ar einum launum. Fjölskyldan ger- ir varla betur en að afla brýnustu nauðsynja. Um endurnýjun tækja- kosts og nauðsynlegt viðhald á húsum er ekki að ræða. Sumar- leyfi með tilheyrandi ferðalögum eru ekki á dagskrá. Það sem annað fólk yfirleitt get- ur veitt sér og teljast sjálfsagðir hlutir eins og til dæmis það að sækja helstu menning- arviðburði, er þessari stétt forboðið. Á sama tíma er rek- inn svo grimmur áróð- ur gegn starfsstéttinni að sveitafólk er margt skemmt á sálinni undan rógi. Bændur eru út- hrópaðir sem afætur á þjóðfélag- inu. Jafnvel formaður Neytenda- samtakanna stígur í pontu eða birt- ist á skjánum með þennan óhróður. Honum ætti að vera ljóst að afæt- urnar í þjóðfélaginu eru annars staðar. Áróðurinn á hljómgrunn í öllum flokkum og skömm að hon- um hvaðan sem hann kemur. Eiga bændur sér virkilega engan forsvarsmann? Var Sambandinu nóg að blóðmjólka trúa þegna sína meðan það kom því við? Hvar eru nú kontrabassar á borð við Hjalta Pálsson? Hvar er Gunnar Guð- bjartsson eða arftaki hans? Það eru ekki bændur sem eru að setja íslensk heimili á hausinn með háu verði á afurðum. Inn í verðlag- ið var velt umsvifum Sambandsins, Páll Steingrímsson Er einkaskóli lausn á óviðunandi kj arasamningi? SUNNUDAGINN 19. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu frétt af umræðum á aðalfundi Bílgreinasambandsins. Það sem vakti athygli undirritaðs og starfs- félaga hans var milli- fyrirsögnin; kjara- samningar kennara þröskuldur. Þar er það staðhæft að kjarasamn- ingar kennara rígbindi skólastarfið um of, þeir þyrftu að vera mun sveigjanlegri og skól- arnir þyi’ftu að hafa meira svigrúm til að laga þá að aðstæðum á hverjum stað. Þá segir; „Ef ekki er hægt að laga kjarasamninga kenn- ara hjá ríkisreknum skólum að þörfum atvinnulífsins er ljóst að fleiri atvinnugreinar ákveða að fara þá leið að stofna einkaskóla". Kennarar Borgarholtsskóla sem hafa séð um kennslu iðnnema í bíl- greinum og uppbyggingu á nýju fyrirkomulagi kennslu í greinunum eru undrandi á fréttinni. Kennarar hafa ekki heyrt annað frá stjórnendum skólans en að þeir hafi unnið kennslustarfið óaðfinnanlega. Undirritaður leyfir sér að segja að þeir hafa í raun lyft grettistaki því flestir komu þeir til starfsins án kennslureynslu né hafandi kenn- aramenntun. Þá hafa samskipti kennara við bílgreinina verið með ágætum enda höfðu þeir starfað lengi í atvinnugreininni áður en þeir hófu kennslu. Kennarar hafa ekki glóru um hvaða sveigjanleika er verið að sækjast eftir nema að það sé; mikið fyrir lítið. Það fór hins vegar illa fyrir þeim sem það bauð á sínum tíma. Kjarasamningar við kennara í framhaldsskólum, þ.m.t. í starfs- námi eins og bílgrein- um, eru gerðir af fjár- málaráðuneytinu og með fullri vitund menntamálaráðuneytis- ins. Undirritaðan, sem kom að gerð þessa kjarasamnings, rekur ekki minni til þess að fulltrúi menntamál- aráðuneytisins hafi komið með óskir um sérstök atriði sem snúa að sveigjanleika í samninginn vegna sam- starfs atvinnulífs og skóla. Það er því ekki við kennara í bílgrein- um að sakast né samn- ingamenn kennarasamtakanna ef kjarasamningar kennara eru ekki að skapi aðila atvinnulífsins. Það er hins vegar til marks um ágæti þessa kjarasamnings að þeg- ar óskað er eftir kennurum til að kenna bílgreinar, þetta gildir raun- ar um nánast allt starfsnám í fram- Þegar óskað er eftir kennurum til að kenna bílgreinar, segir Ingi- bergur Elíasson, er hending að það takist að manna stöður með fullnægjandi hætti. haldsskólum, er hending að það takist að manna stöður með fullnægjandi hætti. Um sl. áramót var auglýst eftir kennara í Borgarholtsskóla til kennslu í bifvélavirkjun en án árangurs. Það var ekki fyrr en í lok febrúar að bifvélavirkjameistari Ingibergur Elíasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.